Vondi strákurinn.

Eftir Anton Tschechow.

Iwan Iwanowitsch Lapkin, ungur og laglegur maður, og Anna Semjonowna Samblizkasa, ung stúlka með pínulítið uppbrett nef, klifrast niður brattan fljótsbakkann og setjast á bekkinn. Bekkurinn stendur fast við vatnsborðið, og á bak við hann er þétt víðikjarr. Þetta er ákjósanlegur staður. Hér sér enginn til manns, nema þá fiskarnir, og skorkvikindin, sem leika sér á yfirborði vatnsins. Þau hjónaleysin hafa með sér veiðarfæri og byrja að dorga, jafnskjótt og þau eru búin að koma sér fyrir á bekknum.

Lapkin skimar í kringum sig, svo segir hann:

— En hvað ég er feginn, að við skulum nú loksins fá að vera út af fyrir okkur. Ég þarf að segja yður frá svo mörgu, Anna Semjonowna… mjög mörgu… Þegar ég sá yður í fyrsta skifti… Nú tók á hjá yður… þá skildi ég, til hvers ég lifði, hver sú draumsjón væri, sem ég ætti að helga allt mitt heiðarlega og starfsama líf… Þessi var stór… hann tók á… Þegar ég sá yður, gat ég ekki látið það vera að elska yður, og ég elska yður af öllu hjarta!… Þér skuluð ekki draga hann of ört… lofið honum að festa sig.… Segið þér mér, ástin mín, ég sár-bið yður, segið mér, hvort ég megi treysta því — ekki strax, nei! — ég á það ekki skilið, ég þori ekki að hugsa svo hátt — hvort ég megi stóla á það, að… Dragið hann nú!

Anna Semjonowna teygði upp handlegginn með öngultaumnum, dró færið að sér og hrópaði yfir sig. Það glitraði á silfurfagran grænleitan smáfisk.

— Jesús góður! Urriði! óh, æ! Fljótt, fljótt! Hann losnaði af önglinum!

Urriðinn var laus af önglinum og skriðnaði nú í grasinu í áttina til vatnsins aftur, og þar hvarf hann.

Þegar Lapkin var að fálma eftir urriðanum, greip hann óvart hönd Önnu Semjonownu, i stað þess að góma urriðann, og þrýsti henni ósjálfrátt að vörum sér… Hún dró strax að sér höndina, en þá var það orðið of seint. Þarna mættust varir þeirra eins og af hendingu, þau kysstust. Þetta gerðist alveg óvænt. Og á eftir fyrsta kossinum kom annar koss og þvínæst tryggðaheit og ástar- eiðar… Sælurík augnablik! En hér í heimi er, eins og menn þekkja, hvergi að finna fullkomna hamingju. Sælan ber venjulega í sér einhvern ólánsbrodd, eða þá hitt, að henni er

Spillt með einhverju aðkomandi. Og svo fór nú. Í því hau voru harna að kyssast í bezta gengi, heyrðu þau skellihlátur. Þeim var litið til fljótsins og brá þá heldur en ekki, því þarna stóð strákur í vatninu upp undir hendur. Það var Kolja, skólastrákur, bróðir Önnu. Þarna stóð hann í vatninu, horfði á þau hjónaleysin og hló illgimislega.

— Svo… Þið eruð þá að kyssast, sagði hann. Það er ágætt! Þetta skal ég segja mömmu.

— Ég býst við því, að þér, sem heiðarleg manneskja… muldraði Lapkin blóðrjóður. Það er vesalmannlegt að njósna um fólk, og aumingjalegt, viðbjóðslegt og andstyggilegt að segja eftir… Ég geri ráð fyrir, að þér, sem almennileg og heiðarleg manneskja…

— Fáið þér mér eina rúblu, þá skal ég þegja, sagði þessi heiðarlega manneskja. Að öðrum kosti segi ég frá þessu.

Lapkin náði í rúblu og fékk Kolja hana. Hann kreisti peninginn í blautum lófanum, blístraði og synti burtu. En hjónaleysin þorðu ekki að kyssast aftur í þetta skifti.

Daginn eftir keypti Lapkin litastokk og hnött í kaupstaðnum og færði Kolja, og systir hans gaf honum heilmikið af öskjum, sem safnast hafði fyrir hjá henni. Og ekki leið á löngu, að þau urðu að gefa honum hnappa með hundshaus á. Strák-þorparinn hafði mestu skemmtun af þessu og stundaði nú njósnir af kappi, til þess að fá meira og meira. Hann elti þau Lapkin og Önnu, hvert sem þau fóru. Þau gátu aldrei verið í friði fyrir honum.

— Bannsettur þrjóturinn, sagði Lapkin og gnísti tönnum. Svona lítill snáði og þó er þetta strax orðinn mesti óþokki. Hvað skyldi verða úr honum á endanum, ef hann heldur svona áfram?

Allan júnímánuð hélt Kolja uppteknum hætti, að kvelja vesalings elskendurna. Hann hótaði stöðugt, að ljósta öllu upp, njósnaði sífellt um þau og heimtaði nýjar og nýjar gjafir. Honum þótti skömm til alls koma, og einn góðan veðurdag fór hann að ympra á, hvernig það væri með dálítið úr. Hvað var nú til ráða? Hér var ekkert undanfæri, það varð að lofa honum úrinu.

Einu sinni, þegar þau voru að borða miðdagsmatinn, fór strákur að skellihlæja, drap titlinga framan í Lapkin og sagði:

— Á ég að segja frá því? Ha?

Lapkin setti dreyrrauðan og hann fór að tyggja pentudúkinn í staðinn fyrir vöfflurnar. Anna Semjonowna rauk upp úr sæti sínu og inn í hliðarherbergi.

Á þessu gekk fram í ágústlokin, sem sé allt til þess dags, er Lapkin bar upp bónorðið og bað Önnu Semjonownu. Það var mikill sæludagur. Þegar Lapkin var búinn að tala við foreldra Önnu og fá samþykki þeirra til ráðahagsins, flýtti hann sér út í garðinn og leitaði að Kolja. Og óðara og hann sá hann, varð hann himinlifandi glaður og þreif í eyrað á stráknum. Í því kom Anna Semjonowna að, hún var líka að leita að Kolja, og þreif í hitt eyrað. Það var sjón að sjá ánægjuna í svip elskendanna, þegar Kolja tók að skrækja og biðjast vægðar:

— Elskurnar mínar, yndið mitt, ljósin mín, ég skal aldrei gera þetta framar! Æ! æ! Sleppið mér!

Það var nokkuð löngu síðar, að þeim Lapkin og Önnu kom saman um það, að alla sína trúlofunartíð hefðu þau aldrei fundið til neitt viðlíkrar sælu og einmitt á þeirri stundu, þegar þau héldu í eyrun á vonda stráknum Kolja.


Злой мальчик

Иван Иваныч Лапкин, молодой человек приятной наружности, и Анна Семеновна Замблицкая, молодая девушка со вздернутым носиком, спустились вниз по крутому берегу и уселись на скамеечке. Скамеечка стояла у самой воды, между густыми кустами молодого ивняка. Чудное местечко! Сели вы тут, и вы скрыты от мира — видят вас одни только рыбы да пауки-плауны, молнией бегающие по воде. Молодые люди были вооружены удочками, сачками, банками с червями и прочими рыболовными принадлежностями. Усевшись, они тотчас же принялись за рыбную ловлю.

— Я рад, что мы наконец одни, — начал Лапкин, оглядываясь. — Я должен сказать вам многое, Анна Семеновна… Очень многое… Когда я увидел вас в первый раз… У вас клюет… Я понял тогда, для чего я живу, понял, где мой кумир, которому я должен посвятить свою честную, трудовую жизнь… Это, должно быть, большая клюет… Увидя вас, я полюбил впервые, полюбил страстно! Подождите дергать… пусть лучше клюнет… Скажите мне, моя дорогая, заклинаю вас, могу ли я рассчитывать — не на взаимность, нет! — этого я не стою, я не смею даже помыслить об этом, — могу ли я рассчитывать на… Тащите!

Анна Семеновна подняла вверх руку с удилищем, рванула и вскрикнула. В воздухе блеснула серебристо-зеленая рыбка.

— Боже мой, окунь! Ай, ах… Скорей! Сорвался!

Окунь сорвался с крючка, запрыгал по травке к родной стихии и… бултых в воду!

В погоне за рыбой Лапкин, вместо рыбы, как-то нечаянно схватил руку Анны Семеновны, нечаянно прижал ее к губам… Та отдернула, но уже было поздно: уста нечаянно слились в поцелуй. Это вышло как-то нечаянно. За поцелуем следовал другой поцелуй, затем клятвы, уверения… Счастливые минуты! Впрочем, в этой земной жизни нет ничего абсолютно счастливого. Счастливое обыкновенно носит отраву в себе самом или же отравляется чем-нибудь извне. Так и на этот раз. Когда молодые люди целовались, вдруг послышался смех. Они взглянули на реку и обомлели: в воде по пояс стоял голый мальчик. Это был Коля, гимназист, брат Анны Семеновны. Он стоял в воде, глядел на молодых людей и ехидно улыбался.

— А-а-а… вы целуетесь? — сказал он. — Хорошо же! Я скажу мамаше.

— Надеюсь, что вы, как честный человек… — забормотал Лапкин, краснея. — Подсматривать подло, а пересказывать низко, гнусно и мерзко… Полагаю, что вы, как честный и благородный человек…

— Дайте рубль, тогда не скажу! — сказал благородный человек. — А то скажу.

Лапкин вынул из кармана рубль и подал его Коле. Тот сжал рубль в мокром кулаке, свистнул и поплыл. И молодые люди на этот раз уже больше не целовались.

На другой день Лапкин привез Коле из города краски и мячик, а сестра подарила ему все свои коробочки из-под пилюль. Потом пришлось подарить и запонки с собачьими мордочками. Злому мальчику, очевидно, всё это очень нравилось, и, чтобы получить еще больше, он стал наблюдать. Куда Лапкин с Анной Семеновной, туда и он. Ни на минуту не оставлял их одних.

— Подлец! — скрежетал зубами Лапкин. — Как мал, и какой уже большой подлец! Что же из него дальше будет?!

Весь июнь Коля не давал житья бедным влюбленным. Он грозил доносом, наблюдал и требовал подарков; и ему всё было мало, и в конце концов он стал поговаривать о карманных часах. И что же? Пришлось пообещать часы.

Как-то раз за обедом, когда подали вафли, он вдруг захохотал, подмигнул одним глазом и спросил у Лапкина:

— Сказать? А?

Лапкин страшно покраснел и зажевал вместо вафли салфетку. Анна Семеновна вскочила из-за стола и убежала в другую комнату.

И в таком положении молодые люди находились до конца августа, до того самого дня, когда, наконец, Лапкин сделал Анне Семеновне предложение. О, какой это был счастливый день! Поговоривши с родителями невесты и получив согласие, Лапкин прежде всего побежал в сад и принялся искать Колю. Найдя его, он чуть не зарыдал от восторга и схватил злого мальчика за ухо. Подбежала Анна Семеновна, тоже искавшая Колю, и схватила за другое ухо. И нужно было видеть, какое наслаждение было написано на лицах у влюбленных, когда Коля плакал и умолял их:

— Миленькие, славненькие, голубчики, не буду! Ай, ай, простите!

И потом оба они сознавались, что за всё время, пока были влюблены друг в друга, они ни разу не испытывали такого счастья, такого захватывающего блаженства, как в те минуты, когда драли злого мальчика за уши.

Источник: Dvöl 04.03.1934, bl. 8–10.

© Tim Stridmann