1. Oðals vildi’ eg auka smíð,
iðinn vera’ á þennan sið
fríða’ að gleðja faldahlíð;
friðurinn taki vífi við.
2. Hún og eg með gleðinnar grein
gerðum eitt sinn flýta ferð
á rauna skóg þar röðullinn skein,
réði’ að herða sútar sverð.
3. Hunángið draup af hverri baun
hafandi ilm og sætleika’ [af],
vænan kendi’ eg viðarins daun,
vafinn í faðmi frúr eg svaf.
4. Hvorki eg né menjamörk
máttu þá af öðru sjá,
sterkan hrygðar brendi börk
bauganá sú, var mér hjá.
5. Nærri geingu nornir þrjár,
náðu’ að taka’ í burtu fljóð,
spöruðu hvorki spott né háð,
spáðu fyrir mér Fjölnis jóð.
6. Gleðina skaltu missa maðr,
á móti komi hrygðin ljót,
síðan skjaldan sýnast glaðr,
snótir dragi þér stokk á fót.
7. Síðan geingu frá mér fljóð,
fluttu gleðina burt sér með,
æði nipinn eg eptir stóð,
ángrið réði’ að fánga geð.
8. Lukkan olli þessu þekk
að þrjóta náði sorgin ljót,
flokkum að mér gæfan gekk,
gjörði’ að brjóta rauna spjót.2
1. Hví hirðið þér
hljóðs að beiðast,
þó að eg vistir3
veiti4 börnum.
Það þykir eingum
að því gaman,
þó gamlir menn
gjörist kveðnir.5
2. Fyr átti eg mér
fóstru væna,6
[sú kunni vel
til kvæðis að hlýða;7
skemti eg mætri
mey Þórarins,
því verð eg svinnri8
[seims norn að9 kveða.
3. Hitt er meira
málum skiptir,
deilum við ekki
drós hrygg af því
um lýðni10 barna,
list eður kosti,
mun eg frá öðru
mengrund skýra.11
4. Réð fyrir Háleygjum
[í Hátúnabrekkum,12
sá var öðlíngur
ágætur talinn;
ætt hans kunni
einginn að segja,13
þó var [Snjár14 konúngur15
snotur að mörgu.
5. Þar var mönnum
mörgum heim boðið
til veturvista
og virðínga stórra,
sú var ótalin
í von dregin,
þeim hefði stundum
stökkótt orðið.16
6. Hann hélt þó allvel
hrausta dreingi
og gladdi með gulli
gumna sína.
Borgin stóð hjá
breiðu vatni
með glæstan múr
og glóir á turna.
7. Komu skatnar
af skipi brotnu
Snjás17 í veldi
[saman þrjátíu,18
höfðu alla
aura þeirra
ógóðar gleypt
Ægis meyjar.
8. Reið til stranda(r)19
[stórráður jöfur20
hann bauð heim þaðan
hverjum þeirra;
þeir þóttust allir
þar sér vist hafa
utan þann Hrafn
höldar kalla.
9. »Viltu heim með mér
Hrafn til drykkju,21
eg er við meingi
móti þér kominn?
Slíka vildi eg marga,
sem mér lízt þú,
menn í fylgi22
með mér hafa«.
10. »Snauður er eg konúngur,
sem þú mátt sjá,
stend eg í allri
eigu minni,
eg á eingan grip
einkar góðan
[til blíðlyndis23 þér24
buðlúng að gefa«.
11. »Þú skalt sitja
og sæll vera
og mér aungvan
eyri gjalda,
en segðu á dýrum gram
deili að sumri,
svo að döglíngur
dyljist við ekki«.
12. [Allir löttu Hrafn
þeir eð máttu,
og á döglíngi
deili25 vissu.
»Kemstu aldrei
kóngs úr garði,
nema [fjör þitt
með fé kaupir«.26
13. [Hrafn réð svara
hverjum þeirra:
»Feigð sinni má
forða einginn«;
kvað ei undan helju
hægt að renna,
[»mun eg með siklíng
setugrið þiggja«.27
14. Hrafn reið til húsa,
[hest stillir hann28
og hugði að öllu29
heldur vandlega,
[en öðlíngur
á aptni sama30
á mildíngs bekk
miðjum31 nam32 sitja.
15. [Þar sá hann alla
ýta hryggva,
þar eð jafnsælir
allir voru;33
(þar var einginn34
jöfur að leikum,
æ var örskotinn35
að hugsa um nokkuð.
16. [Seint er að spyrja36
satt frá slíku,
því það var gáta
mörgum manni,37
það kunni einginn
öðrum að segja
hvar döglíngur svaf
um dökkva grímu.38
17. [Eitt sinn gekk út39
[um aptan síð40
vinur víkínga
til veðurs að sjá;
heið var á himni
og hauðlogn41 mikið,
þá var Snjár42 kominn
skamt úr garði.
18. ([Hugði þá að
Hrafn hið bezta43
hvert [að gullbrjótur44
gánga mundi.45
Sá hann í vatn út
vísir46 renna
og síðan aldrei
upp aptur koma.47
19. Svo var forvitinn
um fylkis hag,
hann lét sér um skör48
svanmjöll vaða.49
[Land var undir fótum
og ljóst um að sjá;
þar var að gánga
um götur sléttar.50
20. Jörð sá hann græna
og ótal fjár
og alblómgaða51
alla skóga,
garða glyslega,
[grindur sterklegar;52
skein sól á sal
silfri þaktan.
21. Menn sá hann marga
á móti koma,
kunnu53 að kveðja
[kóng háleyskan;
beiddu þeir heila
Hildigerði,
en hún seggi
sæla að vera.
22. Það hafa skatnar
skýrt í bókum,
þeir kváðu þar komna54
konu Hálfdanar.
Hún kvað það skötnum
skamman fögnuð
því [fyrir hanagal yrði55
[heim aptur koma.56
23. Að því réð vísir
víf fyrst spyrja,
[hvort vísan hefði hún57
veturgest tekið
og hversu fram færi
heima í ríki
eður hvað henni litizt
um hölds atgjörfi.58
24. »Vist59 veiti eg
vænum manni,
starir sá dreingur á mig
dægrum laungum,
[mörg hefir hann augun60
[og öll satt segja,61
mikil eru merki
á manni hyggnum.62
25. Stóð63 [fyrir móður64
mögur65 á gólfi
[og rétti til hrínga
hendur grátandi.66
Svo var henni ant
við öðlíng að ræða,
lét snót sem svein
sæi aldrei.
26. Deildu tiggja
tvær ambáttir,
[drósir úngar67
[um dauðan kálf,68
sögðu hryggri69
Hildigerði:70
»Nú er barn bola
í71 björg horfið«.
27. [»Hálfu eigu vær72
[harma stærri73
en þó úngneytis
eins vér söknum
ef eg missi alla
eigu mína,
[alls andvana,74
og [unað bæði«.75
28. Þar sá hann alla
ýta hryggva,
þegar álfkonan
út gekk úr sal,
en öðlíngur
einninn mátti
[með lófalín76
[láta dreyra.77
29. ([Hugur léði þá78
[Hrafni vizku,79
hann [þóttist miklu80
margfróðari,81
vaknaði hann heima
með hirð konúngs;82
sagðist víkíngur
vel hafa sofið.
30. Æ var þeingill
þess hljóðari,
sem að sumri meir
sækja náði.
[Snjás83 sögðu það
seggir vanda:
»Flýðu bráðlega Hrafn,
burtu héðan«.84
31. »Það er ódreingilegt,
að eg öðlíngi
mjög fjölprúðum
fyrri bregðist;
mig mun öðlíngur
annað tveggja
[firra fjörvi
eður fé gefa«.85
32. »Djúpan86 hefir þú
[dulkofra,87 Hrafn,88
[hygðu vel fyrir,89
yfir90 höfuð91 settan,
[hyggur að gramur
af heimsku þinni,92
gæði þig gulli,
en glati eigi.93
33. Víst hyggjum vér þér
verði sem fleirum
vetrartaksgestum,
er geingur inn sumar.
Allir hafa þeir hér
helju gista,
því muntu og eigi
þetta um flýja«.
34. »Góðs vil eg vænta
af gumna vin;
hefi eg við siklíng
til saka eigi;
gott er að hrósa
því geingið er,
sá hefir mér vísir
veitt prúðlega«.94
35. Nú eiga seggir
sumri að fagna,
[þá var í sæti95
sveitgramur96 kominn:97
[»Lýstu fyrir virðum98
vitru þinni,99
hvern hefirðu, Hrafn, konúng
heim um sóttan?»
36. »Man eg að deildu,
minstu þess, konúngur,
drósir úngar
um dauðan kálf;
stóð100 [fyrir móður101
mögur102 á gólfi,
og vildi að góðu
gullinu leika.
37. Nú hefi eg sagt þér,
Snjár,103 það eg vissi,
[dreingja drottinn,104
[um dulkonu.105
Hvort skal eg ráða
reikar fjalli
mínu á móti?«
En mildíngur sagði:
38. »Heilu106 skaltu þínu
höfðinu ráða,
þar læt eg fylgja með
fimm gullhrínga,
[hjálm glæsilegan107
[og hlífar vænligastar,108
[bitran mæki109
[og (brand roðinn.110
39. Stendur á ströndu,
sá er [þér stillir gefur,111
[hafnar nökkvi112
hlaðinn113 gersemum;
hans er þér allvel
unt að njóta,
hafðu hann, frægr dreingr,
í förum leingi«.114
40. Undruðust allir
innan hallar
[hverjar gersemar
þá gáfust Hrafni,115
en þeir vissu
jafnglögt sem áður,
hvern þeir áttu sér
að yfirmanni.
41. [Hrafn í hljóði
hana að spurði
því snótar hagur
þanninn væri.116
»Þættist eg miklu
margfróðari,117
ef aðrir mig
eptir spyrðu«.
42. »Það er að segja,
(að [sæll Logi118
löndum stýrði
og [liði mörgu;119
[hafði eg feingið ást
af föður og móður120
[og var álfkonúngs
einkadóttir.121
43. Þau giptu mig
göfugum manni,
er í Álfheimum
æðstan vissu,
[en það mæltu menn122
þá eg þángað kom,
að eptir123 mínum mun
skyldu menn124 allir gjöra.
44. Bölsaga var mér
borin að eyrum,
að mín væri móðir
moldu ausin,
svo og það annað
[að sjábyggja125
[stýrði míns föður126
mætum127 öllum.128
45. [Reið eg til fundar
við frískata,129
þá var öðlíngur130
að heimboði;
fagurt lét hún við mig,
en flátt bjó undir,
[kunni eg ei131 við flagð(i)
forljótu132 að sjá.
46. Út var eg geingin
árla morguns,133
kembdi134 eg við sólu
svarðarþáttu;
hún kvað mér grimmast
gjalda skyldi
[að einga hefði eg við sig135
alúð góða.136
47. »Þú munt svanni eiga
svein í vonum,
seggir ætli þig þó
son þíns föður;
víf,137 skaltu deyja
ef vita það fleiri,
[sýnt munu þér af því138
sorgirnar vaxa«.
48. Mig bað hún eðli
mínu að leyna,
[nema dapurlega
mig deyða vildi,139
utan dreingur á mér
deili vissi,
hverjum eg veitti
veturlaung140 grið.141
49. Þá kom öðlíng
að gángandi,
er mig hafði veigskorð
vessað í pínu;
[hann veitti henni
heljar farir,142
[honum var óglatt143
[æ meðan lifði.144
50. Réð145 eg kvenglysi
kasta mínu,
steypti seggur yfir mig
svárri146 brynju,
setti skreyttan hjálm
á skarar fjall,
en í hendi
[hjaltorm búinn«.147
51. Svo herjaði eg
á Háleygja,148
féll glaður fyrir mér
Geir í rómu;
hef eg svo níu149 vetur150
verið að löndum,
að mitt eðlið
einginn vissi.
52. Þótti eg á haustum
harðkeypt gjöra,
þá eg seggjum bauð hér
setugrið hafa,
illur varð á því
endir bundinn,
því að satt til mín
sagt gat eingi.151
53. Þú hefir forvitnazt
um farir152 mínar
og haft svo við153 það
haldinyrði;
hefðir þú sagt það
fyrir sumarið skýra
þá hefði eg æ orðið
úlfur með dýrum.154
54. [Nú er eg aptur komin
að eðli mínu,
hefur dreingur um það
drjúgmikið ollað;155
litlu mun þér
launað verða,
[vertu Hrafn æðstur156
[allra kónga.157
55. (Þú munt hljóta,
Hrafn, að ráða,
ríki þessu, [er eg158
[ræð þér nú gefa,159
[og þess æðra
þitt mál hafa,160
[sem þeir eð kynstærra
kappið færa«.161
56. Hlýtt hafðu Oddný162
heil mínu kvæði,
þér hefi eg
með þessu gamnað.
Gefi þér alls kóngur
gæfu að hljóta,
en eptir dómadag
dýrð á himnum.163
Hrs. Thotts 489, 8vo = A. Hrs. Á. M. 147, 8vo, skrifað 1665 af séra Gizuri Sveinssyni = B. Hrs. Á. M. 148, 8vo, 230.–232. bl. og tveir miðar að auk = C. Magnús Jónsson í Vigur hefir ritað handrit þetta c. 1676. Hrs. Á. M. 154, 8vo, frá hér um bil 1700; fjórar útgáfur = DEFG. D 6 bl. 4to, 80 hálferindi. Framan við kvæðið hefir Árni Magnússon skrifað: »Snjáskvæði í latínu og íslenzku með hendi séra Sveins á Barði; er marrángt og þar til illa útlagt. Eg hefi feingið það af Christiano Wormio 1706«. Útgáfa þessi er þó að eingu leyti reingri en hinar. E, »Snækóngskvæði, skrifað eptir fyrirsögn óskýrrar kellíngar, er það hafði numið af móður sinni«, 8 bl., 8vo, 45 err. 1. er. er í hrs. Á. M. 153 V, 8vo, 6. bl. og hrs. Sv. Grv. 65 og 66. F, »Eitt fornkvæði gamalt«, 4 bl., 8vo, 45 err. Aptan við kvæðið stendur: »1670, 23. Oct.«, með sömu hendi og kvæðið sjálft. G, Mansaungur 8 er., »Snjárskvæði«, 6 bl., 8vo, 47 err. Aptan við kvæðið stendur: »Finis fabulæ«, en aptan á 6. bl., sem annars er autt, stendur: »Björn Gíslason skrifari». Þetta er þó skrifað með annari hendi en kvæðið sjálft og virðist vera ýngri hönd. Auk þess stendur aptan á 6. bl.: »Fjórtán og tíutíu hjá Bersa. Tíutíu hjá Þorláki«. Ny kgl. Saml. 1141, fol., bls. 357–73, með hendi Þorleifs Aðaldals = H. Hrs. Rasks 87, með hendi séra Einars Hálfdanarsonar að Kirkjubæjarklaustri († 1752) = I. Hrs. Á. M. 960, 4to, hér um bil 1840, fyrri hlutinn af 37. er., 38., 39. er. og seinni hlutinn af 54. er. mjög afbakað. Enn er kvæðið í safni Finns Magnússonar í Brit. Mus. 293, 4to, og 174, 4to, og er byrjunin og stutt ágrip af efninu eptir seinna hdr. í hrs. Sv. Grv. 67. Loksins er kvæðið í hrs. J. Sig. 405, 4to (kvæðabók Gísla Ívarssonar), nr. 68. Í Ny kgl. Saml. 1894, 4to, bls. 81–122 er afskript af D með hendi Markúsar Magnússonar og samanburður við F. Í hrs. Sv. Grv. 65 eru líka nokkur erindi eptir B og H. Ekkert hefir verið prentað áður af kvæðinu nema 1. og 2 línur framan af 2. er. (eptir hrs. J. Sig. 405, 4to) í Ant. Tidsskr. 1852. bls. 233 og nokkur erindi hjá Jóni Þorkelssyni, Om Digtningen på Island, 1888, bls. 207.
Til er annað Snjáskvæði, miklu leingra (130 er.), og hefi eg ekki séð það nema á einum stað, í hdr. í fol., sem dr. Jón Þorkelsson ýngri á, og ritað er með hendi Páls verzlunarstjóra Hjaltalíns í Stykkishólmi (d. 1876). Útgáfa þessi er auðsjáanlega miklu ýngri en sú, sem hér er prentuð, og hefir því nefnd þeirri, sem fjallað hefir um safn þetta, ekki virzt ástæða til að hún væri prentuð hér. Í þessari ýngri útg. eru 20 err., sem eru keimlík err. í gömlu útg. Til eru líka 4 rímur af Snækóngi eptir Steinuni Finnsdóttur frá Höfn í Borgarfirði (var enn á lífi 1710), og eru þær til í safni Á. M. 146 b, 8vo, og örstutt brot (Rímur af Snjá kóngi) framan af fyrstu rímunni í hrs. Bmfj. 302, 4to (Svarfhólsbók). Efnið í rímunum er nokkuð öðruvísi en í kvæðinu, og er það helzt að mununum, að Steinunn lætur Snjá kóng heita Ólöfu Íngjaldsdóttur réttu nafni, og að hún lætur hana giptast Hrafni, þegar hún komst úr álögunum, því þá var bóndi hennar í Álfheimum andaður. Byrjunin á rímunum og málrúnavísa, þar sem rímnaskáldið bindur nafn sitt, er prentuð hjá Jóni Þorkelssyni, bls. 208. Loksins má geta þess, að sagan af Snotru í Þjóðs. J. Árn. I., bls. 115–116 er ekki ókeimlík efninu í Snjáskvæði, og vísan: »Deildu tvær um dauðan kálf« o. s. frv. gæti vel verið úr rímum af Snjá konúngi, en ekki er hún í rímunum eptir Steinunni.
1 Snjalls kvæði B. Snjás kóngs kvæði C. Snækóngskvæði E. Eitt fornkvæði gamalt F.
2 Mansaungur þessi er hvergi til nema í G, og á eflaust ekkert skilt við kvæðið eins og það hefir verið upprunalega.
3 risti E.
4 reitinn E.
5 Er. vantar í BFGI.
6 góða E.
7 þá til kvæða kunni að segja E.
8 um svarta CFG.
9 sönn orð C.
10 lýðinn H.
11 Er. vantar í BCEG. Í staðinn fyrir þrjú fyrstu erindin hefir D:
Þegi þú Guðrún,
þér vil eg gamna
og úngri mey
einatt skemta,
því Jónsdóttur þarf
opt að hugga,
meyju únga,
þá móðir er fjarri.
12 E, hætt mær dreka A, heipt mardreka D og hélt marbrekku GI (márbrekku F).
13 rekja CEFGI.
14 Snjall B, Snær C.
15 Snækóngur E.
16 5. og 6. er vantar í BCDEFGHI.
17 Snjáls B, Snæs E.
18 tíutíu GI.
19 CEFGI, fundar A.
20 CE. Frá [ við frítt meingi A.
21 vista(r) CDEFGI.
22 fylkíngu CE.
23 bráðlyndis A. Frá [ bráðhendis FGI.
24 bráðlyndum til BH.
25 Frá [ eptir E.
26 Frá [ eptir E.
27 [þá er vandræða vist sem þykir E. 12. og 13. er. vantar í ABCDH.
28 hesti lesti B, hesti léttum E.
29 höllu F.
30 seggur gjörði síðla um sumaraptan C.
31 EG.
32 sl. C.
[Gjöfull var af gulli
gramur heimboðnum,
þó var við firða
fálátur kóngur C.
34 aldrei CFGI.
35 húsbóndinn D, hornskati FGI.
36 greina FGI.
37 Frá [
Hrafn réð að spyrja
hölda káta
hvar að fylkir sá
hvíla mundi C.
Frá ( vantar í E.
38 Er. vantar í D.
39 Út var geinginn BCDEFGHI.
40 eitt sinn árla BDFGHI.
41 heimlogn D, huðlogn E, hauðri, getgáta í I.
42 Snjall B, Snær E.
43 [Forvitni var fylki á því FGI.
44 gullbroti FI.
45 Frá ( vantar í O.
46 úngan H.
47 Er. vantar í E.
48 axlir E.
49 bera DFGI.
50 Er. vantar í B. Frá [ vantar í D.
51 allaufgaða GHI.
52 grund þaslegasta B.
53 hugðu E.
54 Frá [ vantar í BDEFGI.
55 [hún kvaðst heim fara DFGI.
56 [áður haninn gylli FGI. (gyli) D.
57 »hefir þú víf, þér BDFGI.
58 Er. vantar í BDEFGI.
59 Vist BCDEGI, víst, aðr.
60 [opt veit auga B.
61 [allt hvað segir B, ef allt á að segja FGI.
62 seinni hlutinn er svo í CDEFI:
»Við munum síðar
sjást aldregi,
nema sá að sumri
sannorður reynist«.
63 Lék CGI.
64 [sælborinn C.
65 sveinn C.
66 [vildi að góðu gulli leika D.
67 [lágu á hálsi C, höfðu á höndum E.
68 [hvor annari CE.
69 hygginni DEFGI.
70 h(H)ildigefni DF.
71 fyrir CD.
72 D, Oss mun hótum A, vér höfum hótum FHI, Hót eigum við E.
73 DEFGI, harmur að þýngri A.
74 æ án vera E, fara allsvana GI.
75 una hvergi (D)GI. Er. vantar í C.
76 í lófa lind FGI, láta títt strjúkast C.
77 af loki hvarms C.
78 Hafa þóttist (nú) DEFGI.
79 Hrafn hið bezta DEFGI.
80 [var að morgni I.
81 maður fróðari, aðr. Frá ( vantar í C.
82 glaður C.
83 Snjalls B.
84 Er. vantar í DE, en í staðinn er þessi vísa í D:
Ráð lögðu Hrafni
ræsis ýtar:
»Farbúinn [vertu]
áður fram kemur sumar,
drepur þig ella
dróttarseti,
ef þú kant ekki
út segja deili«.
Seinna hluta er. vantar í C, en þar er þessi vísa í staðinn:
Hirðmenn ræddu um
Hrafni áheyris,
hvers vona hann mundi
frá virða hara;
lét hann vel yfir,
er lofðúng um ræddi,
en húskarlar
hjöluðu þetta.
85 [gulli gæða eða glata fjörfi D. Er. vantar í CE.
86 Dimman D.
87 dulkofur CE.
88 [dulaskofra FGI, dulkufl yfir þér D.
89 og óhæ[g]an hjálm D, hann má hver sjá E.
90 á CDE.
91 h. þér E.
92 [og dylst við það að döglíngur sá C.
93 Hér bætir E inn í:
Mun sá einginn
ör af leikum,
sem hersögu veit
eða hugsun nokkra.
94 33. og 34. er. eru að eins í C.
95 [var þá sjóla hirð D.
96 sveit öll BEFGI, í sess D.
97 komin BDEFGI.
98 vísi FG, vitrum E.
99 Frá [ Að því réði fylkir fyrst að spyrja D.
100 Lék C, sat E.
101 sælborinn CE.
102 sveinn CE.
103 Snjall B.
104 um dreingja vini C.
105 [og deili á mönnum BEFGI, um dygðir manna E.
106 Heill DE.
107 brynju síða CE, skreyttan hjálm F.
108 biturlegan mæki CE, á skararfjalli F.
109 en í hendi F, gullroðinn brand GI.
110 hjalthorn búið F. Frá ( gersemar GI.
111 Frá [ D.
112 hrökkvir BH. Frá [ ferjubátur C.
113 fermdur B.
114 Er. þetta er næst seinast í C.
115 C, Hví hún lét honum helzt knör gefinn A.
Nú muntu Hrafni
hljóta að segja:
Hefir þinn svo leingi
hugurinn verið?« C.
117 maður fróðari DE.
118 sælhuginn C, Sælogi DFGI. Frá ( hvar eg sælu með E.
119 lýða meingi GI.
120 [mér var einskis að vant orðið C.
121 þá var mér ekki neitt að meini E.
122 [þess bað mildíngur E.
123 BH.
124 BH.
125 eyrbyggju B, yfirbúan ein C, eybúan ein EGI, einbúa ein F. Frá [ sem aptur þrír klæddu D.
126 míns föður öllum (höllum) GIF.
127 meinginu GI.
128 stýrði FGI.
129 friðtöpuð E, friðskata FGI.
130 Frá [ mig kvaðst horska hitta vilja, fór eg hennar C.
131 [varð E.
132 fullilt E.
133 I, myrgins DEG, eitt sinn árla A.
134 greiddi CE, breiddi DEGI.
135 C, hafði eg úng við hana A.
136 C, litla A.
137 víst CF.
138 þér munu seinna við það C.
139 [svo það eingir aðrir vissu D.
140 veturleingis BD.
141 Er. vantar í CEFGI.
142 [svipti seggur henni yfir sjálft helfarið C.
143 þessi sælhuginn C, vorum við alsæl E.
144 lifðum E. Frá [ var sæll meðan lifði C.
145 Varð E.
146 svalri B, svartri EH.
147 hjalthorn búið DG. Er. vantar í F.
148 Haleyjar ABCDEFGI.
149 tíu C.
150 vintur E.
151 Er. vantar í CEF.
152 færur I.
153 um D.
154 Hér hættir D.
155 [vantar í E.
156 F, skaltu hverjum öðlíng A.
157 FGI, æðri verða A. Er. vantar í C.
158 sl. FGI.
159 [rétt sem eg mæli GI. Frá ( vantar í E.
160 Heiður á jörðu hafðu jöfur FGI.
161 sem við kynstærri þú keppir iðju E, en um dómadag dýrð af himni GI. Er. vantar í B.
162 Orny A.
163 Er. vantar í BFGI.
Источник: Íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur (1898), Jón Árnason og Ólafur Davíðsson, IV. bindi, bls. 29–38.
В данной электронной версии исправлены замеченные ошибки и опечатки.
OCR, подготовка текста к публикации, исправления: Speculatorius