Jón Thoroddsen

Krummi svaf í klettagjá

Krummi svaf í klettagjá
kaldri vetrarnóttu á,
:,: verður margt að meini. :,:
Fyrr en dagur fagur rann,
freðið nefið dregur hann
:,: undan stórum steini. :,:

„Allt er frosið úti gor,
ekkert fæst við ströndu mor
:,: svengd er metti mína, :,:
ef að húsum heim ég fer
heimafrakkur bannar mér
:,: seppi’ úr sorpi’ að tína.“ :,:

Öll er þakin ísi jörð,
ekki séð á holtabörð
:,: fleygir fuglar geta, :,:
en þó leiti út um mó,
auða hvergi lítur tó;
:,: hvað á hrafn að eta? :,:

Á sér krummi ýfði stél,
einnig brýndi gogginn vel,
:,: flaug úr fjallagjótum. :,:
Lítur yfir byggð og bú,
á bæjum fyrr en vakna hjú,
:,: veifar vængjum skjótum. :,:

Sálaður á síðu lá
sauður feitur garði hjá,
:,: fyrrum frár á velli. :,:
„Krúnk, krúnk! nafnar, komið hér!
krúnk, krúnk! því oss búin er
:,: krás á köldu svelli.“ :,:

Источник: Tíminn, № 45 (4. mars) 1992. Bls. 6.

© Tim Stridmann