Adonias saga

Text:

AM 593 a, 4º

Notes:

AM 570 a, 4º

AM 579 a, 4º

Stockh. Perg. fol. nr 7

Stockh. Perg. 4: o nr 6

(Rask 31)

1. ‹M›Arger fyre menn og froder meistarar leitvdv ꜳ̋ marga vega lister og fræde saman ath setia epter komandi monnum til minnis og skemtanar. og marger af þeim þeir menn sem frædder voru morgvm tungvm fȯrv vid‹a› vm heiminn fyrir saker fỏrvitni. ath verda viser þeirra hluta. og hinna stæstu atburda sem j þvi landi sierhveriv hafa giỏrzt. og epter þeirra frasỏgn hafa huerer sem einer þær saumu frædisaugr fært til sinnar tv̇ngv enn sumer sett j latinu og aukit so v̇t sidan med meire fiȯld ordanna enn j fystv voru framit. og hafa þar marger ꜳ̋ synt sina malsnilld. Enn þo ath hier verde synd einhuerr sv frasỏgn sem sumvm monnum er eigi kunnig þȧ gengr þeim er þat gio‹r›di eigi þat til ath hann vili af nỏckurre sinne malsnilld hrȯsan giora þviat hon er hier eingi til. helldur fyrir þvi. ath hann syner þat j slikv ath hann hefer ꜳ fleira fest sinn hug enn ath auka eda ꜳvaxta med agirnd alnar edr aura. sem nu̇ er heimsins plag. þviat nȧliga avll manvizka avnnr enn þessi fỏrdrifzt og færr aungann framning. enn sȧ skal huerr ʀeiknazt vitur og vel færr er fiȧrens kann ꜳ̋ flesta vega ath afla. þvi er vȯrkvnn þeim er heiminn elska ath þeir fysezt fiȧrens miỏg. þviat alldri nærr finzt sa druss eda dȧraligr bu̇niordur ath eigi sie hann ʀeiknadur sem vitringur þegar hann er fiolskrv̇digur ath fėnu. þar til heyra þessi ord er einn klerkr kastade fram so segiande Vir1 lungi vestitus pro uestibus esse perditus. Creditur auullt quam vis in dicita sit ille. Þat hefer svo ath seigia vpp j vort mal. Welklæddr madur. þȧ hyggia þat marger ath hann sie vitringur þȯ hann sie skiptingur. Margfalliga sannazt þessi grein. þviat þo ath listỏgr madur og vizkvnogur verde vidstaddr þar sem vỏnd mal verda fram borin og til dȯma skotin manna j mille. þa er hann ʀeiknadur2 sem eingi madur og eingi sinnar honum sem hann sie eige fæddr. Enn hinn heimski ʀeverator færr vppgang og er ath kvaddr ỏllvm greinvm þo ath hann kynne eigi meira til ath leggia enn þetta. þar sem hinn visse madur hefer ȧdr vpp borit eina malsgrein viturliga. ja. seiger hann. Annar berr framm hiegȯma grein med slėttvm ordvm. og kuedr þenna hinn ovitra ath. og enn seiger hann jȧ. Nv̇ þo ath hann hafi þiȯfur verit eda aunnr lyti snerti hann. þa þvær3 þessi lyti aull ʀikdomurenn af honum. og so þrutnar þa ofsinn j honum ath hann vner med aungv mȯti ath vel færer menn og ath ỏllv sæmiliga kender og sidader sie honum jafnhȧtt setter. Nu er þat synt ath heimurenn hatar hvern fatækann þȯtt margt gott kunne. þȧ er þat þȯ ʀėtt skynsemi at eigi virde menn so andaligar gudsgiafer. Enn sa er ʀeiknadr vitraztur er smȧsmugligazt færr ath fėnu komizt. huort er þat verdr med nockurre kugan edur klȯkligri slėttmælgi. Slikum greinum hæfa þær fabulas4 sem froder menn hafa vessad. og ein af þeim var so fallin at einn hrafn hafði sier til sadningar feingit eitt ostbryne. og til þess ath hann mætti þꜳ̋ nȧduligar neyta sinn snæding flaug hann j skỏg nockurn og settizt j hȧtt tre. Vnder trenu var einn ʀefur hungradur. og sier hrafninn med þat tafn sem hann hafdi sier feingit og giordizt miog lystugr til og hugdizt neẏta skylldv vizky og slægdar. og sem hann væri þessi ord til hrafnsins talande. “Heyr hinn virduligi fugl5 er kallazt broder þess fugls er svanur heiter fagr sem Fenix. og ecki vætta skorter þig vid þinn brodur svan vtan þat eitt. ath þinn saungur er ei so sætur sem hans er. og þvi ‹er› so ath þu hefer þess ei freista viliat hier til. og berr þier vel ath profa þina ʀaust er þig skorter mest ȧdr”. hrafnenn vard ʀeifur miog vid slėttmælgi þessa. og hygzt nu skulv profa sina ʀaust. leinger nu hȧlsinn og hreyfer fidrit opnar nu klofann og kann sig nu valla. ætlar nu ath ʀeyna ʀaustina og ʀekur vpp skræktinn. misser nu kostinn og feller nidur ostinn. enn ʀebbi var nærr staddur. tȯk og ꜳt. enn hrafninn flaug j brutt gintur og gabbadur. Svo færr og vitur madur gint þann sem grunnsærr er. so ath hann færr med ordlofi lockad hann til fiȧrlȧtz. Enn ef valldzmadurinn ȧgiarn færr eigi med þvi feingit mu̇tv̇na. þa ȯgnar hann litilhugadann mann. so ath af ȯttanum þorer hann eigi annat enn lata til slikt er hinn agiarne krefr. og til likingar segizt su fabula ath vargur og lamb drucku bader6 samt v̇r einv vatnfalli og þo lambit nedar. og gaf vargrinn lambinu þȧ sok at þat spillti vatninu fyrir honum og sagdi þat hafa nỏga davdasauk og sualg hann lambit. og saddi svo sinn kvid. Medr þeim hætti læzt hinn klȯki vallzmadur syna nỏckurn lagalit fyrir ouitrum monnum. og verdr af ofʀiki til at lȧta er hinn agiarne krefr. Enn þȯ ath nỏckur sidugr madur siȧe sanninde og til leggi sin ord med sannindvm. þȧ skulu þeir þvi sidr þar vm heyrazt ath sitia skal m hvert ord ef honum mætti sauk ꜳ̋ giefa. Nu erv so marger heimsins ȯvanar og þungr ȧgangur ʀanglatra manna. og væri þat nȯg uerk margra daga ath skrifa. og snertur þat ecki þetta mȧl. vtan þat at slikt er ȧminning7 vid þȧ er þat snertur. Enn þat er vȯnligt ath ʀiker metnadarmenn leggi ecki hug sinn ꜳ̋ framburd fȧtækra manna. þo ath menn mætti þar gaman af henda. þeim8 er heyra vilia þær sogur er monnum eru okunnaztar og first hafa giỏrst voru fȧtæka lande. Þessi saga hefer giordzt v̇t j Siria er iafnan hefer fordum verid mikill ȯkyrleikr af herskap og orvztum. ath bædi hafa stridt ꜳ̋ adrar þioder. og stundum adrer ꜳ̋ þȧ. Enn þo ath þesse saga sie eigi sagnamannliga saman sett þȧ er þȯ sỏguligt efni hennar. og er þvi bezt til ath hlyda gamansamligrar rædu ath dvelur ȯnyta syslu og ʀanga hugrenning er jafnan kann ath veralldligum monnum fliuga med ỏdrvm tȧlarskeytvm pukans til sendvm. enn þȯ er vȯn ath þat ʀæki huerr mest sem honum er skapfelldazt.

2. 9‹S›vo hofum vær lesit i frædibȯkvm ath eftir Nȯaflȯd skiptu þeir syner Nȯa med sier heiminvm. bygdi Seem austurȧlfu og sudurȧlfu veralldar er heiter Asia. Enn nordrhalfuna bygde Jafeth. Kȧin10 þridi son Nȯa bygdi vesturhȧlfv veralldar. Nȯi ȧtti son hinn fiorda epter flodet er Ivneth het. sȧ er ecki til þess ʀeiknadur ath nỏckut tæki hlutskipti landanna. og eigi erv ættartolur fra honum kommnar. og þo finzt11 med honum mikill og ȧgætur spadȯmur. og þvi fȯr Chain ꜳ̋ fund þessa brodur sins ath hann skyllde spȧ vm hans forlỏg. og hann sagde at hann munde fyrstur allra manna tignar nafn fȧ og med afli og vælvm annarra ʀiki under sig leggia. þa12 fȯr Chain j Affricam er so het af nafni Affricans sonarsyne13 Chains14. Einn hlutur ʀikissins er kalladur Palestina. af Pȧlestre sonarsyne Seems. j þessum heimsins part stendur þat ʀiki er h(eiter) Siria. þar liet Chain setia eina stora og sterka borg er hann kalladi Enos af nafni sonar sins. og er þadan komit ʀisa kyn allt. og þvi stod ecke vætta vid þeim. og lagdi hann vnder sig mikit af ʀiki Seems brodr sins. Þessir sỏmu ʀisar er af Chain voro komner giordu siðan borgina Babiloniam og stopulinn Babel. Enn sidan sem framm lidu timarner fiolguduzt kongdomarner. og skiptuzt rikin. giordizt okyrleikur mikill og hernadr og oroztur vida vm sudurʀiki og hofuzt upp ȧgæter kongar. Acyens15 hinn mikli er Serkland er ‹uid›16 kent. Af Seem Nȯa, syne er Gydinga kyn komit. og ættar tala drottins vors. og er þat folk guds17 lydr kalladr allt til hingadburdar Kristz. A þridia alldri heims voro hỏfutfedur Abraham. Ijsaach og Jȧcob. og þȧ syner hans. Þȧ riktu og þeir hỏfdingiar j Frigia er agætazter hafa verit j fyrra hluta heims sem var Priamus kongr j Trȯia og syner hans. Enn Grickia ʀiki var auflugt miog og ȧttv þeir vid Trȯio menn þȧ oʀostu. er mest hefer verit j verolldinne. er Gricker vnnv Troivborg. og stod sv oʀosta .x. vetur. Enn so sem framm lida æfi og alldrar heimsins giordizt mikit vmskipti. og minkadizt afl konganna. þar til er Alexandur hȯfzt og oflgadizt þa af nyv Grickia ʀiki. og þeir kongar er þadan eflduzt settuzt sidan j Siria. og heriudu þadan ꜳ̋ nalæg ʀiki so sem var Antiochus kongr er kalladr var ʀadix peccati18 þviat hann var upprȧs og rȯt allrar illzkv. hann heriadi ꜳ̋ Gydinga lyd. og sidan huerr kongr epter annann. og var þat lỏng æfi er sȧ orȯe19 geck alldri af þeim.

3. ‹E›pter þat er fram hafdi lidit margra konga æfi j Siria var sȧ kongr þar odalborinn og af konga ættvm kominn er het Marsilius. mikill og mektugr fridr og sterkur aurr og agætur varr og visdomsfullr fimur og fỏrsiall j oruztvm milldur og mattugur linur og litilȧtur ỏllvm tidur og tig‹v›ligr20 j yferbragdi vænn og vel sidadur. þa er þessi saga giỏrdizt var hann vngr ath alldri. og hafdi feingit eina agæta drottningv. dȯttur kongs af Indialandi af þeirre borg er Pentapolim21 h(eiter). hon het Semerana22. hon hafdi numit allar bȯkligar lister þær er meistarar mȧttv henne kenna. hon var23 snemma stiornu rims meistare so mikill ath eingi var hennar liki j þessu fyrsogdv ʀiki. hon visse af himintungla gang vm getnat og fæding barna og huat manna þau mundv verda og marga ȯwordna hluta visse hon fyrir. hon var væn og tigulig og snioll j mȧli. og kæn vid alla kuennmannliga pryde. kongur vnne henne mikit. þau voro saman .v. vetur so at þau attv ecki barn. kongrenn leitade epter vid drottninguna huat hennar visdȯmur sagde vm huort nỏckur gietnadar24 afspringr munde af þeim fædazt. hon var nockut sein j v̇rskurde vm þetta mȧl og mælti. “ ʀansakad hefer eg þat. ath bædi oss og ydur mun audit verda ȧgætz afsprings. og þo verda mier þau stiornu mork ỏll oliosare er af þier leidazt enn mier og þȯ veit eg þat barn er eg fæde mȧ eigi af ỏdrum getazt enn ydr. þviat lifa munv þier nỏckura tima vm þat framm sem þessi getnadr mun fædazt. enn þȯ seiger mier so minn visdȯmur sem eg villda sizt kiosa ath þier munit eigi langt lif fa. Enn sidan mun mitt afkvæmi og ydart ʀikinu rȧda. enn af ollvm hlutvm vndrumzt vær mest ath sv̇ hin ægæta stiarna er fyrir farandi er þeim burde sem af ỏckur mun fædazt er æ sem j tuær stiornur skiptizt sem þo mȧ eigi wera ath sin stiarna fylgi hvors ockars ‹af›kuæmi25. Enn þetta mun þo frestazt vm .iiij. ȧr. og til þess ath þetta afkuæmi verdi þvi agætara skal eg fyrir seigia hversv vid þessu skal buazt". kongr bad hana rȧda og sagdi mikid vm hennar vizku og visdom og langar nu miog til þessa tima at drottningin sagdi ath koma mundi.

4. ‹S›ȧ var einn hertogi j ʀiki Marsilij kongs er het Konstancius. þessi var stor og sterkr sem ʀisi grimmur og grȧlyndur vitur j radvm og vnderhyggiumadur mikill. hann hafdi til forʀȧda nærr þridiung ʀikissins. og voro margar borger og sterkar og storar j hans ʀiki. hann hafdi ‹j›26 sinne þionoztv hina mestv berserki og kappa er iotnvm voro likare enn mennzkum monnom. og þessir vordv hans ʀiki. so hardfeingliga ath ecki mȧtti ꜳ̋ ganga. Enn saker vizku og hardfengi hafdi kongr hann innann hirdar med sier ath ‹rada›27 fyrir dȯmum hans med sialfvm honum og ỏdrum spekingum. þessi hertogi hafdi sier28 konu ȧtt. og var hon þa ỏndud. j hans ʀiki voro margar og storar borger er agæter fornkongar hỏfdu vpp ʀeist. Þar stendr Cesarea Augusti. og Kartago. Laodicia. Sepantana. og margar adrar. Marsilius kongr hafdi sitt hasæti j hỏfudborg Antiochia. Nu lidu framm næstu fiorer vetur ath ecki afkuæmi gezt j millvm ‹kongs›29 og drottningar. þviat visdomur hennar vard ath fyllazt epter fyrirsdgn.

5. ‹Þ›at berr nu til einn dag þa er kongr sat yfer bord‹um›30 og hia honum drottning Semerana ȧ adra hỏnd. marger hofdingiar voro þȧ yfersitiandi med konginum. þȧ tȯk drottning so til mals. “herra kongr" seiger hon. “Nv eigi fyrir laungu hefi eg enn profat mina stiornujþrott og nȧlgazt nu sa time sem eg hefi fyrir sagt so ath innann .xij. manada dags hedan ‹j frꜳ̈ mun mijn saga fyllast›31. og þvi bidur32 eg ath þier lȧtid smida einn kastala vid sioinn so ath svmur hlutur sie v̇t yfer sioinn. hann skal vera eigi audsȯtligur. og vel mu̇radr. aungar skulu þar dyrr ꜳ̋ vera. vr vigskordvm skal nidur ganga. og kom‹a›33 nidur j hȯll þa er j kastalanvm skal34 smidvt vera. vnder henne skulu standa hafer stȯlpar. hon skal vera fagurliga pentud innann og bera so hȧtt ath sȯlin megi fagurliga skina ꜳ̋ alla glerglugga. vmkringis kastalann skal vpp ganga mega einn vind þar til er kemur j vigskord. og þadan nidr j hollina. þar skulu sængr bunar vera. og ein af þeim skal standa hæst. og vera buin virdvligazt med nyvm pellum og þeim bedium. og ỏllum klædvm sem alldri fyrr komu j nỏckura sæng. Sidan skal þangad færa allzkostar ʀikdȯm j kost og klædum. krydd og klenodia. vin og valdan dryck. og til gevmslu vid kastalann skal setia .ᴍ. ʀiddara. harda menn og vigkæna. þessir aller hluter skulu vera buner ath jafnleingd annad ȧr. og þȧ sỏmu nott munu himintunglin standa j þeim morkum sem mest farsælld fylger. og sa time er vissaztyr til getnadar og friȯleiks þeim er slikra hluta girnazt". eingi j þessi holl gaf gaum ath huat þau drottning tỏludv vtan hertoginn Constancius er sat hia honum. hann hugleiddi vandliga ath þessi ʀadagiỏrd og ollum þeirra ordum.

6. ‹N›v kemur sa timi sem fyrr var greindr. og woro nu aller fyrr sagder hluter buner epter skipan drottningar. og þat sama kuelld ferr drottning til kastalans med agætre fylgd meyia. og ʀiddara. og vill þar bida sins herra. Nu situr kongrinn vm hrid. og skemter sier med vijn. enn hert(oginn) gengr ath sofa og epter lidinn litinn tima gengr kongr med sinne heimuligri fylgd til kastalans og hofd‹u›35 med sier stor blys med logande kertvm og skridliȯsvm. Nu sem kongrinn var kominn vpp j ʀidin. og sumer hans menn fyrir enn sumer sidar en hann. þȧ verdr vndarliga. þesse blys og log oll voro slegin v̇r hondvm þeim er ꜳ̋ helldv. og sloknudy ỏll. Enn kongsins hird var gripin þar hver sem komin var. og kastad nidr fyrir murana. sumer voro beinbrotner. enn sumer fengv bana. Enn saker myrkurs þess er vard epter liosen slokin. vard kongr eigi fyrr varr vid enn hann var med hardri hende gripenn. og yfer hann kastad einu yferklæde og sidan var skundat med hann nidr fyrir kastalann. og sidan var so flugliga med hann hlaupit ath eingi hestur mȧtti hardara hlaupa. var hann og so fast halldinn ath hann matti sig hvergi hræra þo at hann vid leitade. allt fram yfer midia nȯtt fȯr þessi madur med konginn. og þa vnderstod hann at hann fȯr vmm herbergi nỏckut þat36 hlunkade vnder fȯtvm þess er hann bar. og þvi næst var hurdv vpp lokit. og þar næst annarre. og woro þær læstar vandliga. og epter þat var kongrinn nidr lȧtinn og af honum dregit þat yferklæde er hann war huldur med. sier þȧ kongr at hann er kominn j eitt fagurt herbergi. og allt pentad innann med fỏgrum pilȧrum. þar var liȯs brennande. og j herbergino stȯd medal tveggia pilȧra ein sæng med gulligvm pellvm. og j þesse sæng sa hann liggia eina jungfru so fagra og elskuliga sem alldri fyrr sidan hann var fæddr sa hann nockura hennar lika. þviat so var hun biỏrt og blȯmalig ʀiȯd og ʀȯsalig skær og skemtilig ‹ad›37 hann38 hafdi alldri slíka sied. hvorke ȧdur nie sidan. kongrinn sier nu þenna mann er yfer honum stendur so mikinn sem ʀisa stȯrskorenn og garpligann. þȧ leit kongrinn til hans og mælti. “Hverr er þesse hinn mikli madur er mig hefer ʀæntann minv kongligv valldi og borid mig burt fra minne eginligri pusv. og þar fyrir værer þv verdr grimmligs dauda. þviat kongligt valld ꜳ̋ jafnan frialst at vera“. þessi madur s(varar) honum. “þo eg sie otiginn madur enn þu tiginn madur. þȧ skal eg þo ath sinne eiga valld yfer þier enn þv eigi yfer mier. Enn eigi hirdi eg ath le‹y›na39 nafne minv. eg heiti Grimalldus. og er eg einn af kỏppvm Constancij hert(oga). Enn þo ath þu̇ hafer mist þina fru nȧttlangt at sofa hiȧ þȧ skal eg nu fȧ þier hȧlfu villdare og skæra jungfru. þȧ er fullkomin heidur væri j40 allz heims keisara hia ath sofa". og hier næst tekur G(rimalldus) konginn med afli. og afklæder hann. Sidan tȯk hann vinkonnv og eitt gullkier. og gaf konginvm svefnkier at drecka og lagde hann sidan nidr j sængina hia þessi hinne fridu jungfrv. gengr sidan burt og læser aptur hurdum þegar hann hefer yfer konginn lagt klædinn.

7. 41 Nv er fra jungfrynne at seigia at hun vaknar j sænginne. og hefur sitt tal þegar med harmsamligum andvỏrpvm so seigiande. “Ho ho vei sie þeim er med afli og þrugan bar mig j þetta herbergi til so suiuirdligra svikræda. hugsande mier harm og skadsamliga skỏmm at eg skyllda hier tapa minne meydomligri mekt. Enn nu̇ bidr eg þig fyrir allann heidur himneskra manna. og fyrir siȧlfs þins manndȯm hverr sem þu ert at ‹þu›42 þyrmer minvm jungfrvrdome og ef þv ert tiginn madur þa vil eg fa mier adra sæng. og heidra ydr med fỏgrvm fegiofvm. og þeim hlutum sem mier byriar ydur at veita’”. Nu s(eiger) M(arsilius) kongr “hverr er þesse hin frida jungfru at nafne og ætt“. hon s(eiger) “‘eg heiti Remedia. og er eg dottir Constancij hert(uga) hins tignazta hofdingia M(arsilij) kongs. En nu seg mier ef ydr likar hverer þier erud ath nafni edr tign eda med hverium hætti þier komut hier j þessa seng”. “Ecki skal þig leyna” seiger hann “‘eg er M(arsilius) kongr þessa ʀikiss. og seinn fagnadarlaus suikare ʀænti mig minv frelsi. takandi mig burt fra minne drottningv berandi mig j þenna stad. þessi nefndizt Grimalldus mikill sem ʀisi sterkr sem troll. hann lagdi mig nidur j þessa sæng og afklæddi mig. og læsti mig hier so at eg mȧtti eigi burt komazt”. ““ja" seiger Remedia “þetta allt er bruggan og ʀȧd faudur mins. þviat hann mun heyrt hafa fra sagt at þessi time er miog tilheyriligur agætz getnadar lofligs afsprings. og þann sama getnad mun hann sier ætla med ydvarre drottningv ath fȧ og þann sama afspring ætlar hann med langri flærd og fyrirhugsan ath verda skuli yfermadur þessa ʀikiss. A þeim fyrirfaranda degi tȯk mig þessi same Grim(alldus) vt af minne hỏll. og bar mig hingat med flugskiotri ʀȧs. og þetta er allt ʀȧd fodr mins. at hann skyllde ydr sỏk moti mega gefa ef þessir hluter mætti opinberir verda. Nu samer ydr vel saker ydars kongdȯms ath þier verdit saklauser fyrir honum. og fȧi eg mier adra sæng og43 þvi bidr eg þu sier44 þolinmȯdur vilia mins at eg þurfi hann eigi med afli af ydr at sækia". Sidan snỏrizt kongrinn til sinnar v̇nnvztv. og med þvi at hon sȧ at eigi matti hon med afli mȯti standa kongsins vilia. slȯ hon sier til samþyckis vid hann og elskuligra bragda og skemtanar leika sem likamann lysti. og vỏktu þav so alla þessa nȯtt.

8. ‹N›v er fra þvi at seigia huat heima giỏrdizt j borginne Anthiochia at sidan drottning Semerana var v̇t gengin j kastala sinn. og so sem hon kom j hollina afklæddu hana45 hennar þionuztu konr. steig hun j þessa sæng bidandi þess tima er kongrinn þar kæmi. ofarliga46 brunnu liosin j hollinne og bar ofarliga skvgga ꜳ hid nedra. pionvztumenn gengu aller bvrt og sem stund uar liden kom þar hert(uginn) Const(ancius) en eigi M(arsilius) kongr. hans þionvztumenn draga þegar af honum klædin. og steig47 hann nidur j sæn‹g›ina. og gengv sidan burtt. drott(ning) uar sofnut og snerist hun jmoti hert(uganum) hvxandi sier efalaustt sinn bonda þviat hana grunadi aunguar s vælar þviat þott hun uæri frammuis og frod þa var48 hun þo heilhugi og milld eigi þat huxandi at svo mikill kyndugskapur49 og daleg drottinssuik at nokur madur mundi dirfzt hafa slikra hluta. þar hugdi hun sinn herra vera mundu. Wissi hun og at fulluliga hafdi hun getnad feingit ꜳ þessi nott. Nu sem at kom deiginum vitiar til drott(ningar) suefn epter natturligu edli og sefur fast en hert(uginn) hefer sig burtt af kastalanum og legzt nidur j sæng sina heima j Damasko.

9. ‹U›m morgvninn arla var upp lokit þvi herbergi sem M(arsilius) kongr suaf j og hia honum Reme(dia) dotter Const(ancij) og nv gengr inn fyrrsagdur Grim(alldus) og at sænginne tekur konginn med hardri hendi og klęder hann. Þa m(ælti) fruin til hans suo sem med nockrum spadomi “þv uondur suikari” seger hun. “bruggadi‹r› ꜳ þessi nott þier sialfum makligan dauda þier ouitanda”. En hann suarar aungu og klęddi kongin og gaf honum handlavger50 og epter þat bar hann til hans tafirne med hinum vildvztum krasvm og þar med gott vin. fruin Rem(edia) var þa og klædd og taladi þa til kongsin‹z›51 “hier mun fram koma þat sem mæltt er at epter stutta glede mun koma lavng hrygd. ydra asionu mun eg alldri sia og eigi kemur mier ꜳ ouart þo at minn fader verdi yduar skadamadur og farꜳ nu morg oskaplig uerk fram” og nu grætur hun sarliga. en Grim(alldus) tok konginn og bar hann burtt af herberginu og rann suo skiott med hann sem fugl flygi og fyrer midian dag kom hann med hann j sialfs hans holl og setti hann nidur j sitt hasæti suo at menn grunudu eigi og litlu sidar geck inn drott(ning) med sinn skara. kongrinn stod eigi upp j moti henni og eigi fagnadi hann henni epter sinum vana og þetta, var drott(ning) miok undrandi þviat hun hugdi nu þat fyllazt mundu sem hann hafdi til langat. Nu skipazt menn j hollina og fagna sinum herra. marger voru dauder af hans heimvgligum monnum en sumer lamder. kongrinn jhugadi alla þessa giord og daleg drottinssuik sem hann vnderstod at hertv(ginn) mundi honum giort hafa. en þo treystizt hann eigi at opinbera þat bædi saker rikdoms og hardfeingi hertu(gans) og52 þess sviuirdliga ordroms og ufrægdar sem von uar at drott(ning) mundi hier af fa. og af þessv ollu saman og þeirri miklu elskv sem hann hafdi uid dottur hert(ugans) lagt. og þvi dualdizt framkuæmd kongsins reidi og hier epter þrutnar kvidur drott(ningar) og sem vidurkvæm‹i›ligur53 time kemur tekur drott(ning) strida sott og fæddi sveinbarn vm sider svo vænt ꜳt alldri fyrr var slikt sed ꜳ iordv fæ‹da›zt54 j ollu Siria og nv bidur drott(ning) sem barninv uar þionat at þat skylldi konginum færa og lata hann sveinenum nafn gefa. nv var sveirnin til kongs borin at hann lite hann suo uænan og virdvligan. þa var hert(uginn) hia konginum sitiandi. kongr leit ꜳ barnit og villdi eigi uid taka og m(ælti) “yfrit er þetta barn fritt en ecki mun þat j uora ætt kallad vera at minvm vilia“. hertuginn m(ælti) “huar fyrer uili þier suo gera þviat vær hvgdum ydur mundv hina55 mestu gledi at geta svo ęskiligt barn at þat mætti giorazt ydar erfingi og styra þessu ʀiki epter yduarn dag”. kongrinn re‹i›ddizt56 nu og stillti sig vel og m(ælti) “med þvi at þu hafer stiorn og forsio fyrer rikinv þa meigi þier og rada fyrer nafni þessa sueins lettliga at þier halldit eigi annan framar til ʀiki‹z›57 en hann”. hertuginn s(eger) “medr þvi at hann skal ecki j ydra ætt kallazt þarf eg ecki leingi at leita hvat þetta barn skal heita. mun eg draga af nafni minu og heiti hann Constantinus”. þa uar þetta nafn sveins‹innz›58 stadfest og uar hann brutt borin og til modur sinnar og undratizt hun miok æt kongrinn villdi eigi þessum sveine nafn gefa. Og fæddizt hann59 vpp med modr sinne og ‹er› bradgior j ollum þroska og afbragd annar‹a›60 manna.

10. Nw skal þar til taka at Rem(edia) d(otter)61 Const(ancii) hert(uga) kom ap‹t›ur j sin herbergi þrungin af miklum harmi og þegar sem hun uar is heim komin liet hun j sinvm kast(ala) smida eitt leyniligt herbergi og bva vel innan og þat uissu faer menn huar þetta herbergi uar komit og sezt hvn nv þar j. þvi giordi hun suo at hun vissi þat at hun hafdi med konginum getnat feingit og þat uilldi hun aungan uita lata vtan þær .ij. sier heimugligar konur sem j herber(ginu) bionudv hia henne og þar til liet hun flytia þa hluti sem henne þarfnadizt62 j kosti og klædum og or þessu herbergi kom hun h‹u›orki63 nott ne dag þar til sa time kom er hun kendi sier sottar. þetta er allt ꜳ einum tima og þat er drott(ning) fæddi sitt barn. nv sem Re(media) hafdi barnit fætt þa var sia sveinn suo fagurliga skapadur at hennar þionustukonr sogdu aungvan slikan fæddan hafa verit j þvi landi. Sidan var sveirnin fagadur og j reifa lagdur og modr sinne færdur og nu litur moderin ꜳ barnit og leizt elskuligt og m(ælti) “suo mun til ætla‹d›64 minn sæti son at þv hafer ecki uid langt lif ad stydiazt þviat miner frændur munu svo þyster ‹ꜳ̈›65 þitt lif sem hungradur uargr ꜳ saudinn. þo ma suo at berazt at hamingian vilie þier um sider eigi sidur ꜳt halldazt en hia daligum drottinssuika og sæmdarlavsum en eigi mvn eg vid margan eiga rads at leita hvert nafn þessi sveinn skal fa. hann skal heita Adonias þviat będi hier ꜳ Syrlandi og suo ꜳ Iudea er þat nafn miok frægt“. Þessi sveinn uex þar upp j þessu leyniliga herbergi svo at eingi j þvi landi66 ‹hafdi› nockura frett af at þetta barn hafdi þar alit verit. sveinninn Adonias vex þar upp leyniliga þar til er hann er þrevetur. uar hann þa svo mikill sem .uj. uetra gomul born. fruin sezt nu idvliga j sina holl og kallar til sin hofd(ingia) alla þessa ʀiki‹s›67 og giorer þa sier suo kera med blidum ordum og godum giofum og veizlvm agetum at aller voru henne buner til þionustu og at gera huat er henne bezt likadi.

11. Þar ma nv til taka sem fyrr uar fra horfit at hinn ungi Constantinus uex vpp j holl modur sinnar og var nv ordin .iij. vetr at alldri suo mikill og megtugur vænn og virduligr at eigi lidu menn68 j þvi landi hans iafningia. moder hans unni honum mikid en þat undradi hana miock at kongrinn uill þeim sueine eigi sinna og angradizt af þessu. En hert(uginn) uar miog blidur uid hann og elskadi sveinnen hann miog og uirdi svo sem mundi uera fader hans. hert(uginn) for iafnan j þann part rikisins sem hann atti ualld yfer og hafdi þadan allz kyns gersemar og goda gripi og gaf med lavnvngu kongsins hofd(ingium) og heimugligum monnum suo at þeir uoru buner honum at þiona og for hier sem vida at flester uerda fyrer fenu tẻlder og því giordi kongrinn sier fatt til hert(ugans) at hann vissi huer svik hann hafdi honum bruggat. En hert(uginn) vissi eigi nema sa time kæme þvi nẻst at kongrinn uilldi eigi þola honum og hugdizt hafa skulu nogan styrk j moti honum og þeir hofd(ingiar) sem hann hafdi med fenu tælda mundv sitia kyrrer hia þeirra deilu.

12. Hier næst ber suo til at ꜳ einn hatidardag sem kongrinn hiellt mikit hof og marger hof(dingiar). hans69 drottning var j hasẻti hia honum sítiandi og hert(uginn) Constan(cius) ꜳ adra hond konginum og sem bordin voru brutt borin satu menn og drucku en svmer leku tafl70 edur fromdv aðra skemtun. j þessu rann inn j hollina hinn vngi Constantinus miok hẻfiskliga buinn kom hann þar fram fyrer kne modur sinnar kyssandi hana. sidan bat71 hun hann ganga fyrer sinn fodur M(arsili)um kong og heidra72 hann med fodurligum kærleik. sueinnenn rann nv fyrer kne konginum og villdi klifra upp ꜳ hann og sem kongrinn sa hann hratt hann honum fra sier svo segiandi “hadugligr horkonuson” seger hann “haf þig brott og ver eigi svo diarfur optar at þu beider af mier nockurs blidleiks". sveinninn lꜳ flatur ꜳ golfinu og skyndi drott(ning) til og ʀeisti hann upp undrandi þat er kongrinn sagdi slikt og þottizt miok svivird j slikvm ordum þviat hun hafdi en avnga73 grvnsemi ꜳ þvi at eigi uæri kongr sialfur ‹fader›74 þessa barns. þa m(ælti) Constan(cius) hert(ugi) “ovidurkuęmiliga og eigi kongliga synizt monnum slikt giortt at tala suo haduliga sem bẻdi snertr drott(ningu) og ydvarn son. og helldr75 stendr ydr at tigna og vegsama so æskiligt barn sem ydr war af gudvnvm gefit til ʀikis stiornar. epter ydvarn dag". Nu sem kongrinn heyrde þessa hans dirfd og dul er hann hugdizt hann munde vmturna hans samvitzku. þȧ uard hann geysiliga ʀeidur. og m(ælti) grimligvm ordvm vid hert(ugann) so seigiande “heyr suivirdligr suikare. og hneisuligr nidingr. hyggr þv daligr drottins76 suiki ath þv fȧer dult mig þeirra suika sem þv̇ hefer mier bruggat og drott(ningv). og þo at eg hafi hier til þolat þessa skỏmm. þa vartu þess makligr at þv værer brotinn j hioli eda brendr j elldi edr heingdr ꜳ̋ gȧlga. og saker þinnar dirfdar mȧ eg eigi þessa skomm þola leingr atgiordalaust”. kongrinn hleypur nu vpp j hȧsætinv gripande sitt suerd er lȧ j sætinvy hia honum. og brȧ v̇r slidrvm. og ætladi at setia ꜳ̋ hȧls hert(uganvm) ok suipta hann sinv life. enn þo bar nu eigi so til sem kongrinn hafdi hugad. þviat hert(uginn) var bædi fimur og ʀamr at afli. og fyrr enn kongrinn gæti framm ʀėtt sverdit greip hert(uginn) hann med hardre hond77 og lagdi hann nidr j hȧsætid. og tȯk med afli af honum sverdit og þetta sama suerd setur hann j gegnvm konginn. og lauk so hans æfi. Aullvm þeim sem j hỏllinne woro fėlluzt hendr þeir sem sȧtu vȯpnlauser sem plagazt j ȧgetvm veizlum dẏrra höfdingia. hert(uginn) stendur þȧ vpp og talar sniallt erinde. og tiarr fyrir þeim. og seiger so. “ollum monnom þeim sem hier erv vid stadder byd eg frid grid. sæmd og soma. og gott yferlæti. og aungvm manni vil eg misþyrma þeim er hier eru inne. Enn þier hafit sied ath þetta stȯrrædi at drepa M(arsilium) kong giorda eg ei fyrir sakleysi. helldur atti eg hendur minar at veria. þviat kongrinn hefdi drepit mig ef eigi hefda eg hann yferkomit. Enn eg og miner menn munu elligar giora hier id mesta mannspell ef þier vilid ei þessv jata”. Hier epter drifa inn menn hert(ugans) so þykt sem my. og hinn mykli Grimalldus þar fyrir lidi sȧ er fyrr var nefndr og med þvi at hert(uginn) hafdi vnder sig lagt og spanit med langri forhugsan bædi hỏfdingia kongsins og hirdsveiter og sav nu aungver kost til varnar. þa ganga aller a hỏnd hert(uganvm) og suordv honum trunadareida. Drottningin sem hon sȧ sinn bonda j blȯdi fliota. færr hon meira harm enn fra megi seigia og fiell nidr vitande ecki j þenna heim. var hon borin til sinnar sængr. og ʀetti hvn vid vm sider med myclum harme. Epter þetta var lik kongsins til graptar fært. ok bu̇id vm þat med mikilli vegsemd hia hinvm fornum kongvm j Antiochia. Constan(cius) lætur nu þing stefna j borginne Ant(iochia) af ỏllum þeim herudvm sem þar woro j nȧnd og ꜳ̋ þvi þingi talade hert(uginn) fyrir þeim langt erinde og sagdi sat hann atti adr þridiung ʀikissins. og kongrinn M(arsilius) atti aungan erfingia epter sig til þessa ʀikiss. bydr hann sig nu framm at vera briȯst og forusta fyrir þeim og varnarmadur ʀikissins fyrir ollvm ahlaupvm vikinga og hernadar78. enn hann vill nu hier med gefa þeim rettar bætur og auka þeirra sæmd og fiegiafer og nafnbætur. og helldi hann til ʀikiss. og nu med þvi at hert(uginn) hafdi mikinn styrk. og þat annad ath þeir woro adur miog vnder hann haller saker fe giafa79 þa verdr þat af at þeir gefa honum kongsnafn. ferr hann vm borger og kastala og lætur sig til kongs taka hvar sem hann kom. og okade so vnder sig allt folk þviat aungver treystazt j moti standa.

13. ‹B›orger tvær ero nefndar j Siria er so heita. Tyrus og Sidon. hertugar tveir ʀedu fyrir borgvm þessum er so heita Berad og Fabricius. þeir hỏfdy haft mikinn kærleik vid Mar(silium) kong. og sem þeir fretta ỏll þessi tidinde sem nu hafa sỏgd verid. þa fær þeim þetta mikils. og ȧttv þing vid landzmenn. og tiȧ fyrir þeim þesse tidinde. og so þat ath Const(ancius) var þangad vȯn og hann ætladi þȧ under sig at leggia sem allar adrar þioder j Siría. “Nu væri þat mitt ʀȧd” seiger hert(uginn) Berad “at vær snvvm j mȯt med ỏllvm þeim styrk er wær kunnvm fȧ. og er miklv betra at deyia med dreingskap og agætri vỏrn. enn þiona suikaranum prettafullvm. og mun þat vel fyrir mælazt". Fabricius hert(ugi) var þessu vel sampyckur. og war gȯdr ʀomur giorr ath þeirra mȧli. og var nu̇ slitid þinginv. Hert(uginn) huortveggi hefer nú mikinn vidrbuning vopna og hermanna. og ætla nu̇ ath veria ʀiki80 sitt fyrir Con(stancius) kongi. enn þeir skulu til borganna leita og ueria þær ef þeir verda ofurlide borner. nu nȧlg azt Const(ancius) kongr til borganna med herr sinn og fretter nu lidsafnad hertuganna. og nu mun eigi langt til ath þeir munv hittazt. talar þa kongr fyrir lide sinv ok mælti. “Nv er þat truligt” s(eiger) hann “at vær mvnvm fyrir hỏndvm eiga mikla orruztv. og vardar oss nu miklv huerso oss tekzt til vm þenna bardaga. fȧvm vær j honum sigur er81 wær ʀekum flȯtta. þȧ mun ecki vid oss standa. og ỏll þiȯd þessa ʀikiss mun oss ottazt. og vera bu̇ner oss ath þiȯna. Enn ef so illa kann til ath bera at vær fȧvm osigr. þȧ mun huadanæfa82 drifa oss ꜳ̋ hendr ȯtalligur herr. jamvel þeir sem wær hỏfvm ȧdur vnder oss spanat. enn wær þurfvm eigi ath eggia ydur þviat þier erud adr fullvel fuser sigurenn at vinna. skvlv þier og eigi til litils starfa. þviat huorcki skal spara vid ydr gull nie goda gripe heidr nė herskruda. Enn ef þier verdit sigrader. þa mun ydar kostur audsærr vera ath þier munit sæta ʀefsingvm og afarkostvm og sumer wera drepner og vera kallader suikarar og landrȧda menn. Grim(alldus) vȯrr hinn mesti kappe skal j mȯti hert(uganum) Berad med sinne fylking og berserkium. Enn eg skal vera med minne fylking j mȯti Fabricius af Tyro. þviat þeir munu vera bader kappar. og hiner mestv agætismenn. herklædi sig hverr sem bezt. og hlifi huerr ỏdrvm ef hann þarf sin at gæta. hlaupi eingi v̇r sinne stỏdv. ʀasi eingi fyrir ʀad framm”. aller giordu godann ʀȯm ath hans mȧli. og sogdv ecki mundv vid þeim standa og þenna dag er næstur kom skulv þeir þessa bada hert(uga) j heliu hafa og allann þeirra skara.

14. ‹N›v er fra hert(ugunvm) at seigia at þeir sækia, ȧ mȯti hernum kongsins. og hỏfdu lid minna og þo giordv þeir ʀȧd fyrir lide sinv og settv sumt lid sitt ath gæta borganna. og liuka upp hlidvm ef þȧ kynne at ath bera. þeir badu sina menn veita ȧhlaup sem hardazt j fyrstv. og vita ef þeir hrycki fyrir. “ þviat vær munvm ecki vinna mega vtan med skiȯtvm atburdvm. h‹l›ifvm83 oss sem bezt. og lȧtvm sigazt vndan ef wær verdvm ofurlidi borner þar til er wær naum borgunum. þa er þurfum til at taka". Nu flytur Con(stancius) kongr herr sinn hert(ugunum) j mȯti. og nu̇ sia huorer adra. og saker þess at komit var ȧ enda dags. þȧ setia þeir sinar herbu̇der eigi langt fra fyrr sogdum borgum. og lȧgu þar vm nȯttina. og hỏfdy ʀik vardholld. Einn hofdingi j lidi Const(ancij) kongs hėt Metellus84. hann var so agætur kappi ‹at› hann hafdi alldri } burtreid nė bardaga sigradr verid helldur hafdi hann alla yfer komit. og þat hugde hann at eigi mundi finnazt hans jafningi. hann var til fenginn ath bera merki Const(ancij) kongs. og hans hestur var mikill og sterkr fridr og kænn j oruztvm. hans herklædi woro miog traust og ỏll buin med gull.

15. Vm85 morguninn þegar liost var af degi fylkia huorertveggiu sinv lide til oruztv. og epter þat woro lu̇drar þeytter af huorutueggi lidi og siga saman fylkingar. og fliuga fyst allz konar skotwopn so snart ath þar af vard so mikill gnyrr j loptinu sem ʀeidar86 gėngi yfer hernum. og særduzt þar af marger enn sumer fengu bana. Epter þat bidia hert(ugarner) slȧ vpp herȯpe og geysazt ꜳ̋ þȧ med hỏggoruzty og brugnum87 sverdvm. hert(ugarner) bader woro ꜳ̋ sinum hestvm og mikil ʀiddara sveit med þeim. hvortveggi þeirra hafde miog huast og biturligt spiȯt. med digrv skapti. og so hart ganga þeir hertuginn framm Fabricius og hans menn ath fylkingu kongsins at þeir bognudv fyrir. og fėll j þeirre svipan margt manna af konginum. og nu eggiar hert(uginn) ȧkafliga sina menn og er nu fystur og fremstur allra sinna manna. og nu drap hann .xx. ʀiddara hina fræknuztv af konginum. og hefer badar hendr blỏdgar til agslar. hans ʀiddarar fylgia honum nu vel. og drepa marga menn. og nu sier þetta Const(ancius) kongr. og kallar ꜳ̋ merkismann sinn Metellus og bidr hann mȯte snu̇a hert(uganum) F(abrici)us og lata hann eigi so mikinn skada giora leingur ꜳ̋ hans herr. Met(ellus) sȧ nu̇ atferd hert(ugans) og so at hier mun hann koma mega j fulla mannraun. og treyster þo afli sinv og hamingiu. og keyrer nu̇ sinn hest med spỏrum og ʀidr nu geyse miog framm j mȯt hert(uganum) og sem F(abrici)us sierr huersu flugliga þessi ʀiddare ʀidr þickizt hann skilia at hann vill hans fund sækia. og byrr sig moti honum. skėkur sitt spiȯt grimliga og keyrer hestinn spỏrum og nv leggr huorr til annars j skiollduna. Enn so sȧtv þeir fast at huorgi halladizt j sinvm sỏdli. Met(ellus) bravt sitt spiȯtskapt j skilldi hert(ugans) og flugv spiȯzskaptzbrotin yfer hỏfud þeim. enn spiot hert(ugans) gekk j gegnvm skiolld Met(ellij) so at hann ʀifnade j sundur og hliop j gegnum bryniuna og treyiuna fyrir vtan sidu honum. og so skilldu þeir sinn turniment. Nu taka þeir til sinna sverda og bregda skiȯtt. hỏggr nu huor til annars med myklv afli og fimleika. og elldur flaug v̇r stȧlvnum er þau mjættuzt. og saker þeirra ȯgurligra bresta er vrdu af þeirra hoggvm. þȧ ædduzt hestarner vnder þeim88. so at þeir mattv eigi hoggvm vid koma so makliga sem þeir villdv. og fyrir þvi stigu þeir af hestvnum. og fengu skialldsveinvm sinvm til gevmslv og gengu nu saman og bỏrduzt so akafliga at vid himne var at sia lauf af hiȧlmum þeirra og partar af skiolldvm þeim er þeir barv fyrir hỏggin. Enn sialf suerdin synduzt þeim fiỏgur senn ȧ lofti og elldurenn syndizt so glæda vm þ[a a]t varla matti siȧ þa siȧlfa fyrir. eingi madur þottizt sied hafa frækiligra kif ne afbragligra af .ij. monnum. æ syndizt at sa mundi bana fæ er at var reitt sverdit. og so lengi borduzt þeir at ỏllvm þȯtti vndr j at þeir woru eigi fyrir laungu spru̇ngner af mædi enn hiȧlmar þeirra woru so trauster at eigi biludv. Nu leiddizt F(abrici)us hert(uga) at standa so lengi fyrir einvm manni at eingi vmskipti verde þeirra j milli. og ʀeider suerdit af miklu afli og ʀeide og saker þess at skiolldur var allr hỏgginn af M(etell)o þȧ feck hann eigi hlifvm vid komit. og kom hoggitj hialminn. og vard so mikid ath hiȧlmurinn biladi. og bognadi at hausnum. og fell hann þegar j ȯvit. og hert(uginn) ꜳ̋ hann ofan. og þegar er M(etell)us vitkadezt mælti hann “sie nu er mitt lif j ydru valldi og nu̇ gef eg upp min vȯpn". hert(uginn) lėt hann vpp standa og bad hann leida heim til borgar. og toku skialldsueinar M(etell)us og leiddv hann fra bardaganum. og sem þetta sier Const(ancius) kongur. at merkismadur hans er fallinn. þȧ æddizt hann af ʀeide og angre. og eggiar nu sinn herr. og er sialfur j ỏndverdri fylkingu. og hio til beggia handa allt þat er fyrir vard. og ʀudde hann nu og hans menn veg j gegnvm fylking hert(ugans). og fyrir þvi at F(abrici)us var miog vigmȯ[d]ur enn kongr hafdi ȯvigann herr. þȧ lȧta þeir un[dan] ath sinne og hlifa sier og leita til borganna.

16. Nv89 j annann stad er at seigia fra Berad hert(uga) Sidoniorum at þeir hlaupa framm med ȯpi og kalli og giora so harda hrid at briȯst fy‹l›kingarinnar90 bognadi og nȧliga woru þeir til flȯtta buner. og lėtv þeir ganga spiȯt og fletti skeptur ỏrar91 og atgeira. hert(uginn) B(erad) var j framanverdri fylkingu og drepr menn til beggia handa sier. og ꜳ̋ hȧlfri eykt feller hann .c. manna og hans menn hlada nu̇ mikenn valkỏst j her Grim(ald)us og er hann sierr huersu mikinn skada þessi madur giorer ꜳ lide hans. þȧ vard hann reidur miog. og eggiar nu berserkina at þeir þyrme aungu. og nu grenia þeir illiliga og h‹l›au|pa92 fram og drepa nidr menn hert(ugans) sem saude og felldu ꜳ̋ litille stundv .v. hundrud manna. sumer hỏfdv bryntroll at vȯpne. enn sumer atgeira. Grim(alldus) fylger þeim fast framm. og drepr allt þat er fyrir honum verdr bæde menn og hesta. og nu sier þat B(erad) hert(ugi) at þeir sem epter lifdv munv eigi langa vidstodv eiga mega. og nu tȯk hann sier eina ʀuddv jȧrngoddvm setta. og hleypur framm j herrinn mȯti berserkiunvm. þar sem þeir ʀudduzt vm. og drapu menn til beggia handa sier. og þegar sem hert(uginn) kemur j hỏggfæri slȯ hann einn af þeim er fremstur uar ꜳ̋ hans hỏfud so at gaddarner hulduzt. þȧ ʀeikade hann ꜳ fȯtvm og fell þo eigi. þa lėt hann fara annad og id þridia. og þȧ fell berserkurinn daudr nidr. og slikt embætti veiter hann ỏdrum og þridia med morgvm stȯrum hỏggvm. og sem þetta sierr Grim(alldus) sæker hann moti B(erad) hert(uga) og hỏggr med mikille ỏxe j skiolld hans. og klauf hann j einv hỏgge j sundr skiolldinn og ʀuddvskaptid. og toku menn hert(ugann) og leiddv hann vndan hỏggum hans og lȧta nu̇ sigazt vndan. þar til er þeir nadv borgunum. og luka aptur hlidvm og hỏfdv lȧtit mikid lid. enn þo kongrinn hȧlfu fleira. Nu sezt Con(stancius) kongr og hans herr vm borgernar. og leita þær at vinna med morgum brogdvm. enn hert(ugarner) vỏrdu borgernar snarpliga. og fȧ þeir ecki at giỏrt. Nu̇ seiger Con(stancius) kongr at þeir skyli so lengi vm borgernar sitia at þeir er þær byggia gefazt93 vpp edur suellti j hel. og nu sitia þeir þar so lengi at þȧ þrytur visternar. og nu giorer kongr .d. manna j bygdina at afla þeim vistar. og taka strandhỏgg. borgarmenn hafa laungvm niȯsn j lidi Con(stanci)i kongs er vissu alla þeirra ʀȧdagiỏrd. þa woru borgarmenn miog þrotner ath vistvm. og eiga nv þing sin j milli. og giora þat ʀȧd at þeir giora v̇t af borginne . ᴍ. valdra manna vel wȯpnada. og sitia j leyni þar nærr sem þeir fara til herbu̇danna med herfangit. þȧ skal94 .cc. manna fara med fėnadinn leynistiga til borgarinnar. enn hiner hlaupa ꜳ̋ þȧ med bradvm bardaga. og drepa af þeim hvert mannzbarn.

17. Nv̇95 kemur sa time er þeir fara fra herbu̇dunum med .d. manna at taka strandhỏgg. enn borgarmenn foru leyniliga þa sỏmu fyrirfarandi nȯtt og hỏfdu iafnan vissv af ferd hinna. og sem þeir snúa til herbu̇da. þa ʀȧku þeir .vij. . ᴍ. sauda og .d. nauta. og sem þeir voru skamt ꜳ veg komner hlaupa borgarmenn ꜳ̋ þȧ med ȧkỏfum bardaga. enn hina varde einskis vm. og woru drepner og hoggner nidr sem stord. eda hrȧuidi. og var þetta lid96 allt nidur drepit. enn .cc. manna ʀȧku fe þetta allt med siofar strỏndv til borganna. var þȧ komit j mȯti þeim. og j borgernar flutt. og skorti nu vm langan tima eigi vister j borginne. Nu þicker Con(stanci)us kongi frestazt apturkuoma sinna manna. og lætur nu fara ꜳ̋ niosn at vitia þeirra. og finna þeir valinn daudann liggia. enn strandhogg ecki. sierr hann nu at eydazt mun þessi ʀȧdagiord at sinne. Snyrr hann nu aptur j landit til Dȧmaskvm97 borgar. og vner illa vid er hann færr eigi þessa hert(uga) vnder sig lagt. enn hafdi fengit mikid manntion. og hefzt hann nu̇ heima vid vm hrid. Drottningin Semerana syter sarliga j sinvm kastala epter sinn herra M(arsilium) kong. enn saker þess ath hon var vng og væn og af dyrligri ætt komin. þa girnizt kongrinn at fȧ hennar og vitiar nu̇ til kastalans med heimỏligum sinum monnum. og hefur nu̇ mȧl sitt vid drott(ningu) og tiȧrr fyrir henne at hann vill fȧ hennar. og so þat at hann var fader at barni þvi er hon hugdi M(arsilium) kong faudr at vera. og þenna sama svein Constantinum mun hann efla til ʀikiss j Siria. Aller fluttu þetta mȧl fyrir drott(ningu) og stodadi þat ecki. hon sagdizt þann mann alldri eiga skylldv er bæde hafdi falsad hana til samrædis og drepit bȯnda hennar. og nu hefur hon sinn harm med grati. og fa þeir ecke at gior‹t›98. og ganga j burt at sinne. kongrinn leggr nu allt kapp ꜳ̋ at hans vile gangi fram vm þetta mȧl. Hann kallar nu til sin þann mann ‹er›99 Zordastres100 hėt. hann kunne hardla mikid af fitons andalist. og sem hann kom fyrir konginn seiger hann ‹at›101 Zordastres skal snu̇a hug drott(ningar) til sins vilia. ef hann þættizt nockura kunȧttv til þess hafa. hann s(eiger) “herra” seiger hann ““ver ecki hugsiukur vmm þenna hlut þviat med minni viel skal eg so fȧ giort at drott(ning) þesse skal eigi muna at nỏckunn tima hafi hon unnad M(arsilio) kongi. og tapa ollvm sinum harmi”. kongrinn gladdizt nu af þessv fyrir heiti. og bad hann sem fyst profa sina list hier vm. hier epter tȯk Zord(astres)102 margskonar lyf grasa og annara hluta. og blandadi þar med dryck. og lėt gefa drott(ningu) og jafnskiȯtt sem hon hafdi druckid þenna kynstradryck tynde hon allri sinne ȯgledi. og litlv sidar kom Con(stancius) kongr. og blidkadezt drott(ning) þȧ moti honum og vard samþyck ỏllvm hans vilia. Litlu sidar lėt kongrinn vid veizlu bu̇azt. og þar til bydr hann morgum hỏfdingium og ʀikvm bændvm og giorer nu̇ brullaup til drott(ningar) og færr hennar. og at lidinne þesse veizlv foru hỏfdingiar og ỏll alþyda heim med gȯdvm giofvm. sezt nu kongr vm kyrt. og takazt gȯdar ȧster med kongi og drott(ningu). frettizt þetta nv vmm allt Siriam.

18. NV103 skal þar til taka sem fyrr var fra horfit at Remedia dotter C(onstanci)i kongs fæder upp sinn son leyniliga. j fyrr sỏgdvm stad. þetta grunar nærr aungann mann j landinu. og enn hafdi Con(stancius) kongr aunga vissu hier af. og var nu sveinnenn Ad(onias)104 .v. vetra gamall so mikill og vænn at hans lika mȧtti eigi finna j ỏllvm þeim hȧlfum veralldar. og ꜳ̋ þessum timvm hafdi Con(stancius) falskongr alldri komit j þann part landzins sem hans ‹dotter›105 sat j. Nu þickizt Re(media) vita at sȧ time mun nȧlgazt er fader hennar mynde þar koma og ʀansaka oll hennar herbergi. og ef hann yrde vijs at hennar son og kongsins M(arsilijo væri þar vpp fæddur myndi hann glata skiott sve(ininum) og þat likara saker grimleiks at hann lėti tyna þeim bėdvm. og þar myndi ʀȧd þurfa mȯti at setia ef hlyda skyllde og var hon hier vm jhugafull hvert ʀȧd hun skal vpp taka enn hon visse þȯ at eingi uar þat ʀȧd finnandi at ei væri hon sialf betur kunnandi.

19. Sꜳ106 kongr ʀėd fyrir Spania er nefndr er Lodovikus vitur og vidlendur vngur og ȧgætur mikill og mektugur. storr og sterkr. eigi var hann kuȯngadur j þenna tima. hann ȧtti þat ʀike er het Galicia Aqvitania og Prȯvincia. þar stendur su borg er Aqvilogia h(eiter). fiȯrer kongar woru j hans riki. og veittu aller þessum fyrrsogdvm kongi L(odoviko) styrk107 og hlydne til allra hluta þeirra er hann villde ath hafazt. hỏfudkongrinn siȧlfur var sterkur og storradr og bardagamadur mikill hỏfdingligur j kongligvm108 kurt. þessar ero hỏfutborger j ʀiki hans. Aquense109. Nerbonas. Arelaten. Telose110. Vasconia. Demonida. Sanitenas. Aqvilogia. Cenomana. Bitania. Verosica. Petagoritas. og margar adrar þær er ei er naudzyn at telia j þessv mȧli. og er nu j flestum þessum sem nu ero nefnder erkibiskupstolar. og vnder hvern þeirra marger lydbiskupar er sitia j ỏdrum borgvm. er þetta vissv mark til þess hversv mikid ʀiki Hispania er. Enn j Galicia er Libervm Donvm. og Avemon. Arelaten111. Runeival. Joppen. og Veterana og margar adrar ȧgætar borger. Nu saker þess at kaupmannaferd var iduliga mille landanna. þȧ hafdi L(odovikus) kongr frett af þessi fyrr nefndri fru̇ Re(media) dȯttur Con(stanci)i kongs at eingi fru wæri mektugri og vitrare. villde hon og giarna na at heyra og siȧ þenna kong. og nu tȯk hon þat ʀȧd at hon kallar til sin dygga menn og hæverska. og bidur þȧ fara med sinvm erindvm til Spanialandz112. og hier med lætur hon fylgia margar gȯdar gersimar. og sin brėf færr hon þeim j hỏnd at þeir bere framm fyrir L(odoviku)m kong og hier med færr hon þeim j hỏnd Ad(onias) sinn vnga son. og villde hon so forda honum vndan grimleik sins fedr og hȧska daudans. þetta var giort so leyniliga at aungver vissu nema hon og þeir er sender woru og þeir er þȧ woru j herbergi hia henne. Nu taka þeir til segla þegar byrr gaf. og hỏfdu .c. manna. fengu þeir gȯda byre og hitta gȯda hỏfn vid Spaniam. og settv tiỏlld sin ꜳ̋ lande. koma þȧ landzmenn til þeirra og attv vid þȧ kaupstefnur. og epter .iij. daga lidna giora þeir ꜳ̋ kongs fund sina menn .xij. þȧ sem mȧlsniallazter woru at flytia framm erinde Re(medie). Nv̇ koma þeir til borgar þeirrar er kongrinn sat j. hitta þeir so til at kongr sat yfer bordvm. fengu orlof til inngỏngv. og gengu þeir fyrir konginn og kuỏddv hann listuliga. kongr s(uarar) þeim blidliga epter frettande huadan þeir woru. edr huert þeirra erindi væri þangat j þeirra ʀiki. þeir seigiazt vera sendibodar þeirrar fru er þa var j Siria og Re(media) het. dȯtter Con(stanci)i er þa var kongr kalladur. Nu berr sa framm þeirra erinde er fyrir þeim var skipadr. og seiger oll merki til huerso hert(uginn) fader hennar hafdi suikit konginn og hans drottningu til samrædis vid sig. og hon hafdi vid honum þat barn getid. og huerso hann drap Mar(silium) kong. og hiellt til ʀikiss sinn son og drottningarinnar og huerso Mar(silius) kongr var j hennar sæng borenn. og hon hafdi vid honum barn getid. og hon pȯttizt uita at fader ‹hennar›113 med sinvm grimleik mundi med ỏllvm mætti epter leita dreyra og dauda þessa sueins. og þegar hann yrde vijss þeirra hluta mundi hann eigi hennar lifi þyrma vilia. “‘og saker þess milldleika’ seiger sendibodinn “er af ydr fluttizt sendi hon oss hingat med sinn son. og nu er hann hier kominn treystandi ydrum milldleik at þier mundit vmm tima forda honum vndan draparans hendi. þviat þo at hon siė vng at alldri þa er hon þo ʀosken j ʀȧdagiord og hinn mesti hỏfudspekingr til allra hluta". Epter þetta berr hann framm brėf fru̇innar. og less L(odovikus) kongr þau siȧlfur yfer. og sỏgdu þav vidurlik‹a›114 hluti er nu woru greinder. og sem kongr visse alla þessa hluti fagnar hann þeim vel og bidr þa vel komna og syna sier hinn unga svein. og hann vill giarna vid honum taka vegsamliga. og hann skal veria hans lif sem sialfs sins. og hier epter bera sendibodar framm gersimar þær sem fru̇in hafdi konginum sent. og sidan var kongsson inn leiddur. og þegar L(odovikus) kongr leit sueinenn so vænann og virduligann seiger hann so. “at visv mȧ þat ꜳ þessum sueine siȧ at hann er af gỏfugligv kyne kominn þviat hann er gỏfugligr og giptusamligr. og einge kom slikr adr fyrir vor augu. Enn huat merkia þessar dyru presentaner er hun fruen hefer oss sent vtan þat ath henne og oss megi verda allt þetta sameiginlegt. og þvi at vær siȧum hier i millvm annara hluta þȧ tignarkȯronu sem hinn agæti Mar(silius) kongr mun borid hafa ꜳ̋ hatidvm. og med þessu vil eg henne tignina gefa med siȧlfvm oss. og þvi vil eg ydr senda med minvm bodskap at sækia fruna og allt þat folk sem henne vill fylgia”. og nu lætur hann sendibodana þar dveliazt medan hann byr sina sendimenn. Enn hann tekur nu hinn unga svein Ad(onias) j hina mesto kærleika vid sig. og gaf honum hid virduli‹g›azta115 fȯstur og116 bezt uar j þvi lande. Nu̇ sem sendibodar kongs ero bu̇ner þa fara huorertueggiu saman. og komu j Siriam og sækia, til borgar þeirrar er Re(media) sat j og þegar hun visse þat gengr hon til tals vid þa. og veit hon nu skiott oll þeirra erinde. og j þenna tima koma niosnarmenn þeir sem Re(media) hafdi til sent at niosna vm ferder fỏdr sins. og var hann nv ȧ veg kominn. og ætlade þangat og sia vm ʀiki sitt. og var hann j grimmvm hug. þviat hann hafdi nu heyrt nỏckunn þata af þvi at hans dȯtter munde barn fætt hafa. og sa sveinn mundi þȧ j burt sendr. og j annat land kominn vera. og hier af giordizt j hans hiarta mikil grimd og illzka bædi til dȯttur sinnar og þeirra manna er j sampycki woru med henne. og nu sem hon spyrr þessa hluti kallar hon at sier alla þa menn og hỏfdingia ath nỏckud mætti ȯttazt at j vitvnd hefdi verid med henne. og lėt alla þȧ med sier fara er þat þotti betra enn epter vera. hon lėt ransaka allar fėhirdzlur. og ꜳ̋ skip bera alla þȧ gripi er til woru. og hledur skipin med allz kyns gædzku. og þar med lėt hon taka strandhỏgg stor. og hỏfdu nu hladit onnur117 .v. skip er hon hafdi bu̇a lu̇tid. og skunda nu ferdinne sem mest mega þav. Med henne foru margar konur ‹og›118 dætur þeirra manna er þar woru j ferd med henne. og nu lȧta þav j haf og ero þvi næst burt vr ollvm haska. og ei leggia þau sin segl fyrr enn þau koma vid Hispaniam j þær hafner er kongs sendibodar burt sigldu og giora þegar menn til kongs. at frven Re(media) var þar komen og margt fȯlk med henne.

20. Nv119 sem kongrinn spyrr þesse tidinde byr hann sig og sina ʀiddara og margar kerrur og vagna let hann bua og til skipa færa. og j þeirre ferd var hinn vngi Ad(onias) son M(arsilij) kongs og Re(medie). hann var þȧ .vi. vetra gamall. og var þȧ so stȯr vegsti sem .xij.120 vetra gamler sveinar. fagnadi hann nu sinne mȯdr med allri blidv. kongrinn gengr nu til Re(medie) og minnezt wid hana. og bydr henne og ỏllu hennar fȯlke j sinn kostnad ei til fȧra daga helldr vm alla tima so lengi sem henne þætte þar betra enn j ȯdrv lande. kongrinn vndradi miog huerso fỏgr ‹og›121 frid Re(media) var skỏpud vm framm allar fru̇r þær hann hafdi fyrr sied. og ʀann honum þegar astarhugr til hennar. Sidan var hon j kerrv hafin. og fluttizt hon og allr hennar skare heim til kongshallar. og var nu bu‹inn›122 ȧgætlig veizla og til bodit morgvm hỏfdingivm landzins. Re(medie) var buit virduligt sæti j hallinne. og hiȧ henne sȧtv hæverskar frur. og dætur tiginna hỏfd(ingia). aller vndruduzt hennar fegurd og hæveskv. og gȧdu einskis vtan horfa ꜳ̋ hana. Enn at þessi veizlv hȯf L(odovikus) kongr so sitt mȧl. “alla mina hofd(ingia) og minne menn kued eg at þessv mȧli. þier munid spurt hafa þav myklu tidindi er giorst hafa j Siria at kongrinn M(arsilius) ȧgætrar minningar var suikinn af sinvm vndermanni hert(uganum) Con(stancio) og var sidan drepinn af honum. enn hann barnadi drottninguna at honum lifanda og lėt bera konginn j sæng sinnar dȯttur. og er su sama hans dȯtter hier komin so sem med flȯtta. þviat hann er nu ordinn falskongr. og ætlar at hallda sinn son til ʀikiss epter sig. enn epter leita med ỏllvm mætti lifs þessa sueins sonar M(arsilij) kongs og sinnar dottur. Nu er þat bæn min at þier veitid þeim og ollu þeirra fylgi sæmd. og sæmiligt yferlæti. Enn eg vil þat bert fyrir ydr giora. at eg ætla mier þessa fru til123 eigin konu at fȧ hvort sem hennar faudr likar þat vel edur illa. og hingad hefer hon flutt mikinn ʀikdȯm. og þenna vnga svein skal eg efla til hỏfdingia og ʀikiss epter sinn faudr ef þier vilid mier hier vmm sampyckia”. Aller giordv godann ʀȯm ath mȧli hans og sỏgduzt giarna villdv hans ʀȧdvm samþyckia. kongr m(ælti) “Epter lidinn næsta manud hedan skuli þier vitia hingat til veizlv. þviat þa mun eg drecka brullaup mitt med þeim fleirvm hỏfd(ingium) sem vær vilivm þȧ til vor kalla". aller þacka kongi fyrir sinn velgiorning. Enn Re(media) lauk vpp sinvm fėhirdzlum. og gaf hofd(ingium) dyrmæta gripe. þė sem trautt kunne þvilika fė j þvi lande. og þȯttuzt aller skilia at hon var hin gỏfgazta kona. og kongi mundi vel bera hennar at fȧ. fȯru hỏfd(ingiar) heim at sinne þackande konginvm og fru Re(medie) sina velgiord. Epter þetta lætur kongrinn bua til agætrar veizlv j sinne hỏfudborg Aquense og bydur þar til ỏllvm hỏfd(ingium) og vnderkongum af Galicia. og Aqvitania. og Prȯvincia. og kom þar saman allmikid fiolmenne. var nu̇ Re(media) j hasæti sett og sȧtv hia henne hinv dyrliguztv fru̇r er til woru j ollvm þeim lỏndvm er ȧdr woru nefnd. Meire dyrd og gledi mȧtti þar lita enn kostur væri at fa adra slika j nordrȧlfu heimsins j allz kyns gledi og leikum er þar fram fȯr j krȧsvm og kryddvm piment og klȧre. var þar druckit osparliga sem hverivm bezt likade. hverr var ỏdrum viliugur til allrar hæveskv. eingi hafdi þar kallz nie kijf vid annann. jduliga at þesse veizlu foru ʀiddarar vt af borginne. takande sin glavel. og vȯpnhesta. og ʀida j turniment. og var kongr og drott(ning) og allt ʀiddarafȯlk þar ȧ siȧnde og stȯd þessi veizla .xiiij. daga med ỏllum pris og sȯma. At þesse veizlu bar kongr þȧ dyrligu koronv er ȧtt hafdi M(arsilius) kongr og þar med tignarklædi þau ‹er›124 Re(media) hafdi presentad honum. ollvm hỏfd(ingium) woru gefnar agætar giafer hestar og herklædi gullker med gimsteinum. borger og kastala‹r›125. þeim sem med Re(medie) hofdu þangat farit. edr stora bæi. og eingi var þar sȧ er eigi hefdi goda gripi þegit. Epter lidna þessa veizlv foru menn heim þackande kongi og drott(ningu) alla hæversku og sæmd veizlu og vingiafer. kongrinn L(odovikus) sezt nu j sitt hasæti og styrer sinu ʀiki og hans drott(ning) Re(media).

21. Nv126 er at seigia fra Con(stanci)o kongi j Siria at hann kemur nu j þann hluta landzins sem hann hugdi sina dottur j vera. sækia þa marger ꜳ̋ hans fund þeir er eigi hỏfdu verid j ʀȧdagiord med dottur hans. segiande honum alla þȧ hluti er giorst hỏfdv j burtferd dȯttur hans med sinvm syne og miklvm audæfvm og sendibodum L(odovikij) kongs. Enn sem hann kom j þȧ hỏfudborg er Re(media) hafdi j setid. og hans tignarsæti hafde fyrr verid. þȧ er hann sat j sinu ʀiki. þa ʀansakadi hann þar alla hluti. og woru allar hans fehirdzlur ʀæntar og ʀupladar. burtv var og sv tignarkorȯna er M(arsilius) kongr hafdi borit at hatidvm. og hȯfvm. og hann hafdi þar til geymslu sett. og Con(stanci)us hafdi ætlat at lȧta setia ꜳ sitt hỏfud þȧ er hann yrde einvalldzkongr yfer Siria. og sem hann visse alla þessa hluti. og ath hans dȯtter hafdi son fæddann. og þottizt hann vita at M(arsilius) kongr var fader þessa sveins. vard hann bædi hryggr og ʀeidr og jhugafullur huerso hann skylldi hefnt fȧ þeirrar svivirdingar. hann leitadi og vanliga127 epter þeim monnum sem j þesse ʀadagiord hỏfdv verid med128 henne. og hugde ad þeir skylldu mæta stőrum ʀefsingum, enn nu vard hann þess vijs ad þeir voru aller j burtu farner med henni, og þő ad hann fylltist vpp mikillrar grymdar og ʀeidi af þessu øllu, þa̋ var hann þő bædi vitur og forsia̋ll og sier129 ad hann ma̋tti þessu eij framm koma vtann med langri forhuxan og vidurbunjnge, főr hann nu vm sitt ʀiki fyrst og allar landsinz alfur og lætur sig til kongs taka j øllum høfudborgum og giefur ʀiettarbætur øllu landz főleki og ma̋lagiafer ʀiddurum sijnum, og treyster so landz folkit j trvnadi vid sig, Epter þetta fer hann aptur til sinnar høfudborgar Ant‹i›ocia og lætur efla vijgi og kastala vijda vmm landid og bæta aptur þat sem adur var nidur brotid.

22. Nu er ad segia fra̋ hinum vnga Constantijnus kongssyne, ad hann vex vpp heima j herlidi fødur sijnz, kongur vnni honum mikid og so drottning, og voru honum fengner hiner villdustu formeistarar ad kenna honum allskinz jþrőtter og frædi bokligra lista, Epter þat nam hann j turnjment ad ʀijda og skilmast med suerdi, og skiota af boga og med steinj ad hefia130 og a̋ hest ad hlaupa, og allra handa jþrőtter ad fremia, og vm alla hluti var hann vmframm adra menn alla þa̋ sem finnast ma̋ttu j þui landi, hann var manna mestur og sterkastur, vænn og virdiligur j yferbragdi, midmiőr og herdabreijdur og sterkligur j øllum limum, hann var blijdur j ma̋li og af hirdinni elskadur, og øllum þőtti mijkilz vm hann vert og mest fødur og mődur, nu var hann ordinn .xij. vetra er hann gieck fyrer fødr sinn so til hanz talandi. “heyr elskuligi fader” s(agdi) hann, “nű er þar komit minni æfe ad mier byriar ad bidia ydur stőrra hluta, og fyrer þui ad mier er von ad eij veiti þier fyrri enn þier vitid131 huørz bedid er, þess vil eg fyrst bidia ydur ad þier latid smijda mier einn kastala skamt frꜳ̋ yduare borg. so sterckan ad ecki vætta megi granda med marmara grioti saman lijmdur medur allskonar litum huijtum og suørtum, bla̋m og ʀaudum, gulum og grænum, og sijdann sie hann settur med murum og vijgskordum, j þeim kastala skal setia eina høll miog stőra og fagurliga pentada jnnann med margskonar myndum fijla og fugla dreka og dyrra manna lijkneskiur og sogur fornkonga þeirra er ʀijkt hafa j Sijria fordum og þau hinu stőru verk er þeir ynnu ꜳ̋ annarligum þiődum, marger pijla̋rar gulliger skulu vera fyrer jnnann, og mørg sæti dy̋rleg skulu j honum buinn vera med gulli og mikillri prijdi so ad huørium hinum a̋giætasta og tignasta høfdingia sie sæmiligt j ad setiast, } þennan castala skal flytia vijn og vister gull og gnőglig audæfi so og vopn og klædi, og þa̋ er þetta er vtendad, giørid eina merkiliga samkundu, og kallid þar til ydar høfdingia og ʀiddara og bændur med sonum sijnum, og þar af vil eg velia la̋ta mier til þionustu c: ad tølu, og sijdan skulu þier dubba mig til ʀiddara og alla þa̋ menn sem med mier vilia vera med vøldum vopnsum og ꜳ̋giætum essum og allri ʀiddara hardneskiu, sijdann skulum vær med heimugleijkum saman bua j þeim kastala, og vackta þadan vor æfinntijr", sem kongur heyrdi þessa hluti sagdi hann so, “vijst birtir þu þessa þijna bæn ad þier bijr eij lytid j hug, þui þessi þijn fyrsta bæn lyst oss hardla mikil vera, og stőrt starf ad fylla yduarn vilia, enn þő med þui ad oss byriar og stendur vel ad hefia yduarn heidur, og þat kann vera ad oss verdi pørf slykra dreingia ad styrckia vorn afla, þä munum vier freysta ad fylla yduarn vilia hier vmm”, kongson þackar sijnum fødur fyrer ja̋tada þessa bæn.

23. Hier epter lætur kongur kalla saman alla sijna hegustu menn ꜳ̋ steijnteglu132 og lætur myra takmark bad er castalinn skal standa, og lætur efna til hallar og husa þeirra allra sem j kastalanum skulu standa, og var kongur þar nær staddur, og liet allt smijdi sem mest vanda, nu gieck þetta skiott fram, þui fiøldi mykill var ad þessu starfi og var kastalinn buinn jnnan .x. ma̋nada, voru nu þangad flutt allra handa audæfe, og litlu sijdar helldur kongur jnni mykid bod, og þar til bijdur hann mørgu stőrmenne, og þar med bidur hann ‹þa›133 ad hafa sijna sonu, og sem þeir voru þar komandi og med konginum vppsitiandi, er hann þessara ma̋la vid þa̋ leitandi, og sinn vilia øllum þeim seigiandi, ad hann vill ad þeirra syner134 sie hans syne fylgiande. og vid hann sina elsku leggiande. og honum truliga pionande. og sem hỏfd(ingiarner) hỏfdv heyrt þessa kongsins beidne vikia þeir ‹til›135 sinna sona hverso viliugt þeim væri kongssyni at þiona. og honum til allra sæmiligra hluta lid at veita med fullkominne trulynde. enn þeim þȯtti þat miog fysiligt og hid mesta sæmdarbod. og jatudu giarna og vm morgunen annass dags. þegar ȧrdegis. kallar kongr til sin sinn son Constantinus og þegar bȧrv .v. ʀiddarar framm þav agætv her‹k›læde136 er einskis mannz augu j þvi lande hỏfdv þvilik siėd. silke ‹treyu›137 var hann fyst klæddur so traustri at ecki vȯpn matti ꜳ̋ festa. hier næst var panzara yfer hann steypt. sȧ var af gulli einv giȯrr bædi vidur og sidr. brynhosur woru138 og beinlingar kragi med glỏfvm. þetta var allt af gulli giort. hiȧlmr var settur ꜳ̋ hỏfud honum gulli laufgadr. og gimsteinvm settur. so sterkur at ecki mȧtti jarn ꜳ festa. Sidan lėt kongrinn framm bera eitt suerd þat hafdi smidat einn dvergr j Borgundia er Nipingr heiter er var allra dverga hagaztur. þetta sverd beit stal sem klædi. hiolltin woru af gulli. og grafin oll med hinvm mesta hagleik. oll var vmgiordin buin med gull. og so fetlarner. Skiolldur var heingdr ꜳ̋ hlid honum þyckr og þrividadr og allr gimsteinvm settur. Epter þetta var framm leiddur einn hestur vngr og fridr stȯrr og sterkur. allr bryniadr og buinn med gullbunvm sỏdli. hesturenn hafdi svỏrt eyrv og augv tagl og topp. enn allur var hann annars stadar sniohvitur. epter þetta dubbadi hann hvern at ỏdrum med voldvm vȯpnum og hestvm. Sidan foru þeir vt af borginne ꜳ vidan vỏll at gledia lydinn og skemta hirdinne med sinvm atʀeidvm. og sem .vij. dagar eru lidner fara hofdingiar heim til sinna borga og bæia. og þo ȧdur seiger kongr þeim ath hann mun þa bardaga139 krefia at hefna þeirar svivirdingar sem L(odovik)us kongur og Re(media) hỏfdu honum giort.

24. Nv140 ferr kongsson j sinn kast(ala) og med honum allr hans skare og setiazt þar med gledi og gȯdvm nȧdvm. og þadan ʀida þeir vt dagliga og fremia allra handa leika og lister. og keppizt hverr vid annann. og giorazt agæter j atgiorvi og allzkonar jþrȯttvm stundum ʀida þeir j turniment edur skylmazt med suerdvm. edur skiota med spiȯtvm edur boga. og hæfdv allt þat er þeir villdv. og skiota dyr og fugla. og flytia þetta allt j kast(ala) sinn og sidan ʀida þeir vida vm audner og eydimerkur og vinna þar morg dyr. og drepsamliga dreka þar sem þeir til spurdv. og vnnv þeir med þessu mỏrg snilldarverk. og ferr nu vida af þeim mikel frægd og ȧgæti. og þvi trua nu aller ath eingi kongsson mun slikur vpp fædazt j ỏllvm vthȧlfum heims sem Constantinus j Siria og hans skare.

25. Hjer141 med lætur Con(stanci)us kongr afla til skipagiordar og akvedr hversv morg skip huerr hofdingi skyldi til fȧ. þviat hann ætlar nu at fara herfor j Spania at hefna sinnar svivirdingar og þyrma aungv vætta. ʀæna og ʀupla drepa og deyda allt þat er kvikt er. “og vær megvm yfer komazt og eyda so allt þat ʀiki med odde og eggiv og drepa konginn. hlifa huorki dȯttur minne nie hennar syne. og launa henne so dul og dramb er hun hefer m sig dregit". Nu sem hỏfd(ingium) kȯmu þesse bod kongs biuggv þeir sinn herr sem skiȯtazt. Const(antinus) baud fodur sinvm sinn styrk og sina ʀiddara at þeir færi med honum aller j þessa herferd. þa s(eiger) kongr. “nei son minn" seiger hann “þu skallt vijst heima vera. og þiner kvmpȧnar. og gæta vors ʀikiss. þvi ath sȧ dagur mun koma at vær munvm þurfa ydvars lidsinnes. Enn eg veit at finnazt þeir j Spania er skæder munv vera ꜳ̋ þitt lif. og fuser ꜳ̋ þinn dauda. og þvi skalltv hvergi fara fyst at sinne". Nv buazt hỏfd(ingiar) og hefer hverr þeirra ‹morg skip, kongur sialfur hefer›142 .d c. skipa. og ei hafdi hann minna herr af Siria enn .x. c. skipa. og woru hertugar marger. skipstiornar menn. og iarlar. og ætla þeir nu̇ at koma at ovorum j Spania og eyda þar land allt med oddi og eggiv.

26. Nv143 er fra þvi fyst at seigia at hinn væni Adonias son M(arsilij) kongs vegs vpp heima j Hispania med L(odovik)us kongi og Re(medie) sinne mödr. Eingi madur j þvi lande var honum iafn eda so stȯr og elskuliga vaxinn. hann var miog lærdr ỏllvm bȯkligvm listvm. og fullkominn j allzkonar jþrȯttvm og frodskap so framt vm sider at eingi fanzt j þvi lande at honum ‹mætti›144 kenna. þar epter woru honum feingner hiner fræknuztv menn ath kenna honum ʀiddaraskap og allan fimleik til vopna vidskiptis. hann var so sterkur til afls ath einngi jafngamall j ỏllv Spania og Ǡqvitania stȯzt honum huorki til afls nė jþrotta. kongrinn feck honum einn sterkann kastala og fagrann. og þar med .c. þionostusveina alla honum iafngamla. ʀikra manna sonv. og mega þeir nȧduliga byggia þenna kastala og padan vt ʀida sier til skemtanar at gledia sig med sinvm vȯpnvm og hestvm eda skiota sier villibrader. og woru þeir nu aller prydder ʀiddara tign. og var þeim ecki j mȯti lȧtid.

27. Þat145 bar til eina nȧtt at kongr og drott(ning) lȧgu j sæng sinne at merkiligan draum bar fyrir drottningina Re(media). hon pȯttizt komin ꜳ þat fiall er Alpis heiter. hon pȯttizt siȧ þadan vida vm heim. og so sem hon skodade synina sierr hon allt v̇t vm Siriam og syndizt med stȯru vedri og miklum gny vpp ʀæta alla stȯrskȯga j landinv og med miklum stormi ꜳ̋ siȯ ʀeka og bar nordr j haf. “og allt vestur hingat til Spaniam”. og þa þȯtti henne sem vpp hæfizt af vesturætt vindr hvass j loptinv. og þetta id ȯgrliga vedur kom j mot þeim hinvm grimma stormi er af siȯnum kom til. og skogana keyrdi þangat. og af samkomv vedranna vard so mikill gnyr sem þȧ munde verda ef hinu stæstv fioll j heiminvm berdizt saman. og af þessum ỏgrliga storme og samkomv vedranna ʀugludust146 skyen j loptinu. og so bylgiur siȯvarins med grunnfỏllvm og bỏrduzt storer bodar huorir odrum mȯte so at bædi loptin og bylgiur siȯfarens giorduzt blȯdi drifnar. og so lengi sem hon var a̋ þetta horfande. og henne þȯtti sem sa hinn ogurlige stormur mundi meira mega er af hafino geck ꜳ̋ landit. sȧ hon af v̇tnordri fara j loptino eina ʀeid med elldingum. og kom mȯti hafvidrinu so snart at skȯgar og stȯrtre keyrduzt j haf v̇t. og dreifduzt sundur og suckv nidr stȯrtre og kuomv alldri vpp sidan. “Enn eg uard af þessu ȯttafull” seiger drott(ning). kongr mælti “mikill draumur er þetta’” seiger hann. “og fyrir tidindvm stȯrum mun þetta vera. og þat þætti mier likligt at fader þinn mundi epter leita life bædi hins vnga Ad(onias) og þino og leggia vnder sig vort ʀiki. og mun hann af sino ʀiki hafa allt stȯrmenne. og þat mun merkia skȯga og stȯrtre er þier synduzt vpp ʀætazt j Siria. Enn stormur og vedur bædi ꜳ̋ sio og j lopti mun vera fyrir oruztv. og mun ydr horfa ovænna j fystv. enn þat þætti mier vænst at þadan mynde oss koma nockur sȧ styrkur at vm myndi skipta med oss. þo at vær vitum þess eigi vȯn". hon seiger draum þenna ʀettliga ʀȧdinn vera. og seger nu mikla naudzyn at buazt vid med ollмm mætti og safna lidi vr ỏllvm ȧlfvm heimsins. og þann sama dag epter komanda lætur hann þegar fara herỏrr vida vm landit og setia vardhỏlld147 sem nu var sagt. og drifr til þeirra mikill fioldi af nȧlægd ʀikissins. og nu var eigi langt at bida ȧdr vardhalldzmenn kȯmv med miklum skunda. og sỏgdu L(odovik)us kongi mikil tidindi. og so mȧtti at kueda at nær allr siȯr var þakinn af stȯrskipum so at varla matti tolu ꜳ̋ koma. og so mikill herr drifr a̋ landit at eingi þȯttizt slik ȯdæmi fyrr sied hafa. þeir stefna þegar til þeirra borga er þeim woru nȧlægaztar. eyda og brenna og giora allt þat illt er þeir mattv. og drepa bædi konur og kalla naut og saudi. enn sumer ʀeistu herbu̇der ꜳ̋ lande. og so sem L(odovik)us kongr heyrer þesse tidindi kallar hann saman allan þann herr er hann kunne at fȧ og byrr til ỏruztv.

28. Nv148 er at segia fra Ad(onias) kongssyne at hann fretter þessi tidinde. hann bregdr vid skiȯtt og ʀidr burt fra sinvm kastala og med honum .xx. ʀiddarar. enn bad alla adra bida sin j kast(alanum) og geyma hann þar til er hann kæmi aptur. kongsson ʀidr nu med sinvm kumpȧnvm sem mest matti hann. og synde hann þat nu at hann hafdi vidara kannat landit enn menn hugdv. þviat millvm Spania og Galicia er kallat Span hid heidna149. þat liggr med hafinu sialfu og er þat mikil bygd. og er valla ʀeiknut med annari bygd heimsins þviat marger vissv eigi huar þesse bygd var komin. ecki ero þeir menn er þar ero miog ʀiker at gulli og gersimvm. þeir menn woru stȯrer og sterker nærr sem iotnar æ(dur) ʀisar. Ad(onias) hafdi komit fyrr til þeirra. og gist þar marga mikils hȧttar bændur. og gefit þeim gȯda gripi. Enn þeir woru ȯvaner miog slikvm hnossvm. og hỏfdv lagt vid Ad(onias) mikla elskv. Einn af þeim het Hernit. hann atti fiȯra sonu stora og sterka. eingi af þeim ollvm er Ad(onias) hafdi med sier at neirn hlut mætti150 vid þȧ keppa so woru þeir miklir atgiorvismenn. Nu̇ letter jungkæri Ad(onias) sinne ferd eigi fyrr enn hann kom j þetta herad. og fagna honum aller med mikilli blidv og budu honum alla þȧ hluti sem hann villde af þeim þiggia. og nu seiger hann þeim þav miklv tidinde at ȯvigur herr var kominn af Siria vid Spania. og sagdizt giarna þiggia villdu þeirra lidveizlu. og sagdi þȧ eigi minna hlutskipti taka skylldv enn þeir er mest tæki j sina mala giỏf. og þegar sem Hernit heyrer þetta þȧ kallar hann saman alla bygdarmenn ꜳ eitt stort þing. og bar framm erindi Ad(onias) og seiger ỏllvm naudzyn at fylla hans vilia og sagdizt mundv fa honum sonu sina .iij. og huerium þeirra .xl. ʀiddara. aller giordu at þessv gȯdann rȯm. og feck hann þar .ij.ᴍ. manna. þetta woru allt æskumenn og ʀikra bȯnda syner sterker og stȯrer vegsti. og fu̇ser at ʀeyna sina atgervi. afl og elian. biuggu nu huerir sem einer sina sonv. og mikid lid annad. og þadan hafdi Ad(onias) .iij. ᴍ. manna þeirra er aungver woru sliker epter j ỏllv landinv.

29. Nv151er þar til at taka sem fyrr uar fra horfit at Con(stanci)us heriar ꜳ̋ landit j Spania. og woru j ferd med honum marger ȧgæter kappar og hỏfdingiar. Med honum var fyrr sagdur Grimalldus so stor og sterkur at vid honum stod ecki og hans fylgiỏrum. þeir briota nu borger og kast(ala) og drepa allt þat er kuikt var. og nu sender L(odovik)us kongr til þeirra sina sendiboda at hann fyrirbydr þeim hernad og manndrȧp. og hann vill taka þeim oʀuztustad ꜳ̋ þeim velli er þeim var þȧ nær. og hann mun þar koma med slikt lid sem hann kunne fȧ. Enn þat woru lỏg152 bædi þar og annars stadar at þeim skylldi nidingskapur vid liggia er af brygde153 sidan oruzta var lỏgd þar til at bardagi tækizt og af þessv stoduadizt hernadur ath sinne. Nu byrr kongr lid sitt og fylker til oʀuztu og skipar j annann arm hid hardazta lid. og ætlar þat j mȯti G(rimalld)us og hans sveitungvm. kongr siȧlfur var j midiu fylkingv. og þar var merki hans framm borit. þat var med miklum hagleik. j mynnd eins pȧfugls med opnum munne og ʀėte vt gulliga tu̇ngv. og þegar vindurinn blės þa breiddi hann fra sier bada vængi so sem beinandi sinn flug. og nv flytur hann sinn herr j mȯti C(onstanci)us. hann giorer ord til kast(ala) fostursonar sins Ad(onias) at hann skal huergi nærre koma þesse oʀuztu þvi honum þotti allz geymt ef hans life er fordat. þviat eigi visse kongr at hann væri burt ʀidinn af kast(alanum). C(onstanci)us fylker nu sinvm herr og skipar j annann arm fystan og fremstann G(rimalld)us og berserki þȧ er honum fylgdv. Nu̇ dragazt saman fylkingar. huȯrar mȯti ỏdrvm. og epter þat er vpp lostid herȯpi j hvȯrutveggiv lidinv. þar næri stȯd fiall eitt hȧtt med stȯrum hỏmrvm. og laust hliodinv j hamrana. og vard hliȯmurenn so mikill at vndr þotti j. tȯk þȧ herrinn ath154 skiota spiotvm og flettiskeptum geirvm og gaflokvm. fifvm og falbroddvm. og flugu nu so þykt handskot og bogaskot ath travtt matti siȧ fyrir heidann himmenn. og mikill skugge vard af þessv yfer hernum. og geck þetta leingi dags. Enn þa þessu lėtte hefzt hoggoruzta. og hỏfdv marger fallit enn fleire woru sȧrer j þessare skothrid. Nu giorizt gnyrr mikill og vȯpnabrak af storum hỏggvm. og saker þess at hiner sterkuztv kappar vel skialldader woru setter j ỏndverdar fylkingar þȧ sȯttizt ecki skiott ꜳ̋ mannfallit og stod vm hrid at þeir hiuggu med suerdum er fremster stodv enn hiner med ȯxvm eda atgeirvm er þar stȯdv næst. enn þeir lỏgdu med spiȯtvm er sidar stȯdu. enn þeir er sidazt stȯdu hlifdu hinvm og studdu fylkingar og155 skipuduzt þeir þȧ til mȯtstỏdu er osarer woru. og v̇mȯder. enn hiner lėtv þa sigazt. og woru færder til herbuda þeir er ȯviger woru. Nu eggiar G(rimalld)us fast sina menn og briotazt framm j fylkingina og sækia þar ꜳ̋ sem fyrir woru kappar L(odovik)us kongs. og verdr þar ȯgurlig oruzta og gengr G(rimalld)us hart framm so ecki vætta stȯd vid honum. og vegur med einvm þungvm atgeir so at allt lamdizt þat er fyrir vard. mardizt holld enn brotnudu bein þeirra er fyrir stȯdv og veittv hart vidrnȧm og agæta vorn og syndv af sier mikla hreysti.

30. ÞAr skal nu nỏckud fra segia er þeir kongarner fylkia huorer ỏdrum j mȯti. og verdr hier hinn hardazte bardagi. kongarner siȧlfer fylgia fast framm sinvm merkium og eggia lidit. L(odovik)us kongr sæker fast framm ꜳ̋ sinvm hesti er bædi var stȯr og sterkr og ỏlmur j bardỏgvm. L(odovik)us kongr ʀidur at einvm miklum kappa er Doek het. sa hafdi ȧdur fellt marga menn af lide kongs hrausta og mikils virda. og fylgdv honum marger ȧgæter ʀiddarar. og nu leggur L(odovik)us kongr sino spiȯti j skiolld Doek med so miklu afli at skiỏlldur og brynia falsadizt. enn fyrir þvi at hann sat fast j sỏdlinvm geck spiotid j gegnum156 hann sialfan. og vt vm herdarnar. og sem hann hrister hann daudan af spiȯtinv ʀida ath konginum marger ʀiddarar og leggia til hans med sinvm spiȯtvm .iij. senn. og koma honum eigi af hestinvm. enn herklædi hans hardla gȯd hlifdv honum so at eigi skeindizt likami hans. Enn kongr bra skiȯtt sino suerde og hio af sier spiȯtin. og hier epter ridr kongr at ỏdrum ʀiddara og hio j hiȧlm hans og litadi sverd sitt j blodi hans og heila. og nu drepr kongr alla þȧ er j moti honum sneruzt. og ʀuddi gotuna fyrir sier. og sem þetta sier Con(stanci)us kongr vill hann nu ʀeyna sinn mȧtt og ȧgætan ʀiddaraskap og keyrer filinn er hann sat a̋. og snyrr at fylkingu L(odovik)us kongs og vegur margann mann med sino spiȯti. og þvi næst tekr hann sitt sverd og drepr þar med margann mann157. og fellr nu mikill fioldi af huȯrumtveggivm og þo fleira af landzmonnum. þviat þeir ȧttv vid mikid ofrefli at beriazt. þviat skipaher var so mikill at eigi mȧtti tolu ꜳ̋ koma. og hid hardazta lid og fer nu landzfȯlkit helldur ꜳ̋ hæl. og nu villdi Con(stanci)us giarna til kongsins L(odoviku)m. Enn fyrir þvi at fylkingar ʀeidde ymsa vega. og woru eigi j sundr dreifdar. og þa tok at dimma af nȯtt og fyrir þvi var halldit vpp fridskilldi. og lietv af at beriazt og forv Syros til herbuda. Enn L(odovik)us kongr j borg sina.

31. A158 þesse nȯtt kom margt fȯlk til lids vid L(odovik)us kong af fiarlegum bygdum landzins. og hafdi kongr nu meira lid enn hinn fyrra dag og var þar fyrir kongr af Galicia. og hafdi hann med sier .x. ᴍ. manna og buner vel at vopnvm og treysta þeir sier nu vel og ætla nu af sier ad hrinda þessum ofride. Nv fretter þetta Con(stanci)us kongr þviat niosnarsmenn hans woru j borginne. og slær hann nu vid ỏllvm sinvm afla fra skipunum. Enn þegar dagurinn var biartur ordinn og sȯlin tok at skina og herrinn hafdi snætt bu̇azt huorertveggiu til oʀuztv. Epter þetta siga saman fylkingar. og tekzt þegar hỏggoʀuzta med mikilli akefd. og nv sæker þegar framm fyrr sagdur G(rimalld)us og berserker þeir er med honum woru og rȧda þegar ꜳ̋ fylkingina þar sem fyrir var skipat miklvm koppvm og hraustvm dreingivm og veittv af sier ȧgæta vỏrn. og hlifdv sumer enn sumer hiỏggv. enn huar sem hoggin komu ꜳ̋ berserkina beit huergi ꜳ̋ þa edur þeirra vopn enn þeir gengu j gegnvm fylkingar og drapv margann mann. og var fremstur af þeim G(rimalld)us og veitti morgvm manni skada. Nu stendr ecki vætta fyrir og hallar nu miog bardaganvm ꜳ̋ landzfolkit og nv sier L(odovik)us kongr og vner illa vid ef þeir verda ofurlidi borner edr verdi at flyia. enn hefer pȯ ærid at vinna þviat C(onstanei)us kongr sæker fast ꜳ̋ hendr honum og gengr nu ymsvm fylkingum betur. og taka nu bukar daudra manna vida at hylia jỏrdina. og woru vopn og menn trodner vnder hesta fȯtvm. og tokv nu miog at þynnazt fylkingar huorra tveggiu. þviat margar .ᴍ. manna woru nidur drepnar af landzmonnum og þo mart af Syris159.

32.ÞAr160 er nu til at taka at Ad(onias) kongsson ʀidr med sina sveit sem mest megu þeir aptur. marger af þeim sem sterkazter woru hỏfdu sier gi‹o›ra161 lȧtid stȯrar gadda kylfur slegnar vtan med jȧrn so þvngar at osterker menn fengu varla upp lypt af jỏrdv. og hỏfdu sier þetta at vȯpni. so berr til þeirra ʀeid ath þeir koma fyst til kast(ala) kongssonar og woru þa hans kumpȧnar buner med hestvm og vȯpnum. og162 ʀida med siofvar stravndv. og koma at herbudvm C(onstanci)i kongs. og ʀȧda þegar ꜳ̋ þa med bradvm barda(ga). og vard þar litil vidrtaka og drapv þȧ nidur sem bu̇smala so at ecki mannz barn komzt vndan. enn .ᴍ. manna hliop til skipanna og lomdv nidur at sio so at ȯfær woru. og so sem þessi syslv163 var lokit ʀida ‹þeir›164 til oʀuztunnar og sia þav stidindi sem þar giỏrduzt at margar þusunder af landzmonnum woru nidr drepnar165 og þeir komner ath flȯtta. kongssyne verdr vid þetta eigi gott. og rida þeir þegar þar ꜳ̋ sem fyrir woru berserkerner. og ʀuddu gotvna. þurfti nu eigi at spyria til huers gadda kylfurnar166 woru giorvar. þviat .ij. ʀidu jafnan senn at einvm berserk. og vard hvorigvm bilt at slȧ hann. þviat hvorki hlifdi þeim skiolldr nie brynia. eigi hiȧlmur nie traulldomur. þviat gaddar ꜳ̋ kylfunvm gengv j gegnvm hialma og hlifar og s‹p›rungu167 hausar þeirra so at heilinn dreifdizt vm þa. Enn hiner er til woru komner lietu skamt hỏgga j millum. og so letv þeir ogurliga at fyst drapv þeir alla berserkina so at eingi stȯd vpp af ỏllvm þeim. og sem þeir er168 til flȯtta woru bu̇ner sa þessa sterku menn sier lid veita so mikid dirfduzt þeir þegar og snerust169 j mȯti diarfliga og drepa þeir nidr sem stord allt þat er fyrir þeim vard. og skiptizt nu skiott vm. þviat ꜳ litlum tima felldv þeir .v.c. manna. Nu sier þetta G(rimall)dus og þyckizt þat vita at sỏgn annarra manna at þessv lidi mun styra Ad(onias) dotturson C(onstanci)i kongs. og villdi hann giarna nȧ til hans. og þo mun hann nu hafa fyrr nȯg at vinna enn þat verde. þviat þegar sækia at honum fiorer syner Hernitz hỏfdingia og adrer .viij. og lėtu ganga kylfurnar og lỏmdu j sundur allar hans hlifar og matti hann eigi hỏggvm vid koma. þȧ slȯ einn af fyrr sỏgdvm brædrum. og kom þat hỏgg ꜳ̋ hiȧlminn og bỏgnade hann. og v̇r hrut‹u›170 aller gimsteinar nidr a̋ vỏllinn. og þar med oll lauf og hialmurenn svignadi at hausnvm. tok þȧ vid brynkollan og kendi ha‹u›sinn171 hỏggsins so at vid broti hiellt. og var honum buit til ȯvitz og sier nu visann dauda sinn ef hann bidr lengr og snyr vndan hestinvm sem skiotazt og i þui slo einn þeirra til hans og bar hesturinn hann vndan hogginv og kom ꜳ̋ lend hestinvm oglamdizt hann allur. og vard nu þat sem eigi hafdi fyrr verit at G(rimalld)us flydi nu ꜳ̋ fæti og matti eigi forstỏdv veita.

33. ADonias172 son M(arsilij) kongs sier sinn fosturfỏdr nauduliga staddann. þa ʀeidizt hann þvi miog. og med þvi at hann hafdi mikla heipt ꜳ̋ sinvm modurfỏdr þvi keyrer hann hestinn spỏrum og ʀidr at einvm miklvm kappa og leggr til hans med spioti. og laugadi þat spliot j hiartablodi hans. og hristi hann daudann af spiotinv. honum fylgdu .d i c.173 ʀiddara. þessir aller saman falla. marger menn af lidi þeirra Syris174. Ad(onias) hio nu huern er fyrir honum vard. og ʀijdur175 so j gegnum fylkingina. og kemur hann fram at merkium og drepr hann alla þa er j mȯti honum stȯdv. og nv sier þetta merkismadurenn. hann var hinn mesti kappe. og setur hann nidr j wỏllinn merkistongina enn hȯf vpp eina bitra ỏxe. hon sneid stal sem klædi. og med henne hiȯ hann til Ad(onias) kongssonar. enn hann bra j mot skilldinvm. og þo hann væri sterkur og traustliga gior þa dugde hann þo eigi fyrir þessv hoggi og skyfdi af skilldinvm einn mȧna. og flaug hann langt j burt. Enn hoggit kom ꜳ̋ hestzhalsinn vid sodulbogan og beit ỏxin allt nidr j bȯguna hestzins og fėll hann daudur nidr. og fyrir þvi at þeirra manna var skamt at leita er Ad(onias) hafdi med sier haft. þviat þeir hỏfdy allt kapp ꜳ̋ lagt at fylgia honum sem bezt og176 einn af fyrr sỏgdvm sonvm Hernitz hinn ellzti feyker nu at j þessv177. og slȯ med gaddakylfu merkismannenn j hans hiȧlm so at heilinn hraut vm allt hans hỏfut. og var hann þegar daudur og tæmdi þessi hinn sterki madur einn sodul er ȧdr sat j iall einn ʀikr. og af honum daudvm tȯk kappinn hest þenna178 med gullbunvm sỏdli. og feck Ad(onias) kongssyne og steig hann ꜳ̋ bak honum. og veit hann nu glogt hvat hann skal at hafazt. og so mȧ nu synazt sem hans hỏnd sie eigi þreytt af erfide þviat hann hỏggr ꜳ̋ huoratveggiu hlid allt þat fyrir verdr. og drepr margan mann. og allt þat fȯlk er honum fylgde. Nv verda morg og mikil tidinde ꜳ̋ skamri stundv og ein af þeim þrimur systrum sem aurlỏgunvm styra færr nu eigi so skiȯtt slitit ỏrlỏgsþradvna at hon þurfi nu eigi til þessa starfs fullting sinna systra. og vm sider vinzt þeim varla at slita. vtan jafnvel sem skiȯtazt at skera þviat marger deyia nu̇ senn. þȧ fellr annar er annar færr hỏggit. þa blæder ỏdrvm er annar færr bana. þa sprỏklar annar er annar sperrizt. þȧ sæfizt annar er annar er med ollv fullsæfdr. Nu taka lik daudra manna hvervetna at hylia jỏrdina. og diuper daler taka nu at fyllazt med blȯd. jordin hafnar nu̇ sinvm þosta. og giorizt so sem aulȯd af blȯdinv. aurn og u̇lfur hrafn og valr hafa so nȯg at eta og drecka hỏlld og blȯd at saker fylli mega þeir varla burt komazt af þeim sama velle. og lȧ vida so þykt valurinn at varla mȧtti hestunvm fram koma. L(odovik)us kongr fylger nu fast framm sinvm merkivm. og bad þess sina menn at skiliazt so vid at Syros fysti ecki tidara at sækia j Spania med herskillde. Epter þetta sækia þeir so fast framm at ỏll fylking su er sett var vm C(onstanciu)m kong og so skialldborgin var nu ʀofin og so nærr komzt Ad(onias) kongsson at hann sier nu huar falskongrinn mȯdurfader hans stod. og skaut til hans snarspioti og kom j skiỏlldinn. og flaug j gegnum hann. og armlegg hans hinn vinztra. og saker þess at af mikilli heipt og afli var til skotid þȧ skar v̇t v̇r handleggnvm. og tok þann mann er stod ꜳ̋ bak nærri konginum. og feck sȧ bana. Nv flyia aller þeir er epter lifdv af Syris. og var þat eigi hinn tivndi partur af herr hans. og leita nu aller til skipanna. enn L(odovik)us kongr og Ad(onias) ʀeka flȯttan oþyrmiliga og drepa allt þat þeir til nadv.

34. Gʀimalldus179 hafdi verid færdur til skipa ufærr og yferkominn af sȧrvm. og nu hlaupa þeir sem vndan komuzt ꜳ skip v̇t. ꜳ þav fyst er næst woru landinv. og skiota fyrir bord forkum og hala sig vt ꜳ̋ diupit þegar sem þau skip toko at siga180 med mannfarminvm þviat þav woru mest hladinn er næst woru landinv. suckv þau skiȯtt nidr enn sumer woru af sundi tekner. Enn þȯ tyndizt þar margr. sidan leita þeir at forka sier fra landinv og leifdv þar epter .dccc. skipa og allar sinar herbu̇der. og mikla fiȧrhluti j vopnvm og klædvm kervm og bordbunadi. Epter þetta fara Spaniamenn j herbu̇dernar med kongi sinvm og Ad(onias) kongssyne og taka þar vin og vister og huila sig epter mikit erfide. snæda nv og drecka gott vin. og sem þeir woru huilder lætur kongr ʀansaka valinn. og leita þeirra manna er sarer woru og grædandi. huort sem þeir woru af Siria edur Spaniȧ. Sidan lėt kongr saman bera herfang j einn stad og skipta med herr þeim er epter lifdi. og woru nu marger ʀiker burt farande þeir er adur woru fevana. Enn huerr þeirra manna sem med Ad(onias) kongssyni hỏfdu til oʀuztunnar komit taka jafnt hlutskipti vid .ij. huerr þeirra. Sidan lėt kongr bva gropt sinna manna og bua vegliga leidi hỏfþingia sinna. og so lėt hann vel vm bua gropt þeira hỏfþingia er þar hỏfdv fallit af Syris. enn almenningsval let hann saman draga j morgvm stodvm. og þar yfer liet hann þekia med molld og torf. woru þar sidan stor hollt þȧ er þar var iỏrd groin. og eingi var so gamall j Spania at hann segdizt slika oʀuztu munad hafa ꜳ sinvm dỏgvm.

35. (E)Pter þessa oʀuztu fara hỏfþingiar og allt folk heimleidis med miklum fiarhlutum og at auk godum giỏfum burt leyster. Ad(onias) þackar forkunliga vel sinvm vinvm agæta fylgd og framgỏngv. og gefur þeim margar gȯdar giafer. enn þeir hėtu honum sino lidsinne jafnan er hann villde þeirra vitia lata. Hier epter lætur L(odovik)us kongr efla borger og kast(ala) og onnvr vigi j landinv. og giora þat vpp sem C(onstanci)jus hafdi nidr brotid. Ad(onias) kongsson ferr nv j sinn kast(ala) med sinvm kumpȧnvm. og woru marger af þeim miog sȧrer og woru læknar til fengner at binda sȧr þeirra. og epter litinn tima lidinn verda þeir heiler og ʀida at skemta sier ꜳ̋ skogvm og jaga dyr. og drepa fugla. enn stundvm ʀida þeir j turniment. og fremia allzkyns leika og lister. Nu kemur C(onstanci)us heim j Siria med vsæmd og sigurleysi og hafdi lȧtid mestan hluta sins hers. og þat miog sȧrt er epter lifdi. og frettazt nv̇ þessi miklu tidindi. og sem Constantinus son C(onstanci)i kongs fretter at hans fader var heim kominn ferr hann ꜳ̋ fund sins faudr fagnande honum vel. og inniliga at frettande hans ferdvm. Enn kongr seiger fra sinne v̇hamingiu og sigrleyse og at hann hefer tynt ollum hinvm ȧgætuz‹t›vm sinvm kỏppvm vtan G(rimalld)us og hann þo miog sar og yferkominn. sem kongsson heyrdi alla þessa hluti v̇tskyrda af ferdvm sins fedr og so huerso nær honum hafdi haft hans systurson. og sært hann miklu sȧre. og j hans armlegg woru allar sinar syndr skornar. þa vard hann dapur miog vid þetta og þagdi vm hrid. og mælti sidan. “þat þicke mier uggligt” seiger hann “at hamingian mun sinu hiȯle ætla fra oss at snua. og til mins systursonar. og ef so ‹er›181 fallit at hann sie þess kongs son sem ʀėtt kominn var til þessa ʀikiss þa mun ganga skulu epter mȧlefnvm vor j millvm. og þat mun þessi vngi madur hugsa at sa skyli verda hinn næsti yckar fundr at hann vinne sigur og hefnd ꜳ̋ þier. og epter ydare frasogn er eingi sa fæddur j verolldinne so vær vitvm edur hofum spurn af at vær ȯttumzt at oss mune yferkoma annar enn hann". kongur s(agdi) “þat er mællt at bysna skal til batnadar. og þat þicki mier likligt at hier ‹munj›182 ymser brỏgdvm fegner. Enn þȯ mun nu hlie ꜳ̋ verda. at vær fỏrvm herfor j S‹p›ania183. þviat vær hỏfum þar fengit mikinn mannskada. og lȧtid nærr allan hinn mesta styrk vors ʀikiss og berserki vora”. Nu lėt hann endrbæta ỏll vigi j landinv þar sem hann hafdi valld yfer. vtan þar sem stȯdv borgernar Tyrus og Sidon. þviat fyrsagder hertugar villdv med aungvm hætti upp gefazt. hỏfdu þeir og hid hardazta folk er til var j landinu. og oll þau herod er j nand þeim woru hỏfdv þeir vnder sig spanat. woru þeir nu miklu ỏruggare enn fyrr. og giordu litlu sidar sina sendiboda j Spania at seigia L(odovik)o kongi at þeirra styrkr skal til ʀeidv vera huern tima sem hann vill heria j Siriam. er L(odovik)us kongr þeim þat mikiliga þackande. og sender þeim aptur giafer. og treyster so vid sig þeirra lidsinni.

36. NV184 skal enn vikia sogunne j Spania og seigia nỏckut fra Ad(onias) syni M(arsilij) kongs at hann þrȯazt iafnan dag fra degi j sinvm atgiordvm þar til hann er ordinn .xv. vetra gamall. var þa eingi hans liki j ollu þvi landi. og þo vida185 væri leitad. Þat bar til einn tima þa er þeir ʀida ut af sinvm kast(ala) og foru j mork þa er mest vissi til nordrættar. og þeim var miog fiarlæg. þviat þeir hofdv miog eytt af dyrum hina næstv veidiskoga. og sem ‹þeir›186 koma fram j morkina og koma vȯveifliga ath ʀiȯdri einv miklu þar sprettur vpp fyrir þeim einn mikill dyraflỏckur. þat woru flest hirter og birner og ʀauddyri og einn visundr so stȯr at þeir hỏfdu aungan slikan sied. honum fylgdu marger visundar smærri og yngri. og fylgdu þav ỏll hinvm stæsta visundi. þa m(ælti) Ad(onias) “nu̇ ero veidarefni j nȯg" seiger hann “og skulum uær so at fara at þat takizt huerr ꜳ̋ hendr sem hann ætlar sier at veida sumer ʀȧ edur ʀauddyre sumer biornv og hiỏrtu. hinn stora visund ætla eg mier at veida" seiger hann. og hier epter ʀida þeir at dyrunum. kongsson stefner at hinvm mikla visundi. og þau hinu smærri dyr sem honum fylgia vilia ecki vid hann skiliazt og hlaupa nu vndan j skȯginn. og nu ʀidr Ad(onias) epter sem hans hestur mȧ skiotazt bera og verdr honum miog ȯhægt. pȯ at nỏckurn tima kæmi hann j hỏggfæri. edur skotfæri. þȧ var skȯgurinn so þraungr at hann matte eigi skotunvm vid koma. og vida matti eigi hestynum framm ʀida. og vard þȧ at snu̇a annann veg. og var þa og buit at hann mundi tyna dyrunum. þȯ kom þar vm sider at skogurinn tȯk at þynnazt og dregr þa saman med þeim nockut. þviat hinn yngri dyrin woru holldig miog. og tokv at mædazt. hinn mikli visundur hliȯp jafnan fyrir. og fȯr miog hveckiott. og leit aptur jafnan til hinna smærre dyra. þat vnderstod kongsson at þesse dyr mundi af hinum gamla visvnd alin vera. og hann munde ꜳ̋ þeim hafa mikla elskv. og nu stefna dyrin af skoginvm til siovar. og j þvi bili laust kongsson med ỏrv eitt dyrit j briostid. og hafdi þat þegar bana. litlv sidar drap hann .ij. onnur. og sem þetta sierr hinn gamli visvndur þa þotti kongssyne þat audsynt at hann hrygdizt hier af hiartaliga og bysti sig illiliga. og hliop at kongssyne og setti sin horn med skiotvm atburd vnder kuid hestzins so sterkliga at hestinvm umturnadi. enn kongsson kom standandi ꜳ̋ jord. Enn saker þess at sỏdulklæde kongssonar war miog sidt og hestbrynian ꜳ̋ ofan. þa skeindizt hann eigi fyrir hornvm dyrsins. og þegar sneri visundrinn at kongssyni og ætladi at vega hann smed hỏrnvm187. Enn kongsson veik sier vndan hia dyrinv. og misti þat hans. og j þvi bra hann sinv suerdi og hio til dyrsins enn þat bra vid hỏrninv og tȯk j sundur hornit skamt fra hausinvm. dyrit æstizt miog vid þetta og ylmdizt. og sȯtti at kongssyne. so var þat miukt at hiner fyrre fætr þess woru jafnan vid himne at bera. og kastar sier vm ꜳ̋ ymsar hlidar. leingi ȧttv þeir saman. þar til vm sider hio kongsson ꜳ̋ snȯppv dyrsins fyrir nedan augun so at þar tok j sundr. og þȧ hnigur dyrit dautt nidr og nu gengr kongsson og ætlar at sundra dyrit. og nu sier hann einn ʀiddara miog stȯrann ʀida einvm hesti. sa hestur var suartur sem hrafn. enn eyrun hvit sem sniȯr. hardla stȯr vexti. og vænn. ʀiddarinn var allr tyadr til handa og fȯta. A hans skilldi var pentadr einn vargr med grettvm tȯnnvm. vmkringis ꜳ̋ skilldinum var ein spaung sterk med iȧrn. enn þelit ꜳ skilldenum var suart sem hrafn. hialmur hans suartr og þo hardla vænn. þviat gullig flu̇r skinv skærliga ꜳ̋ honum nærr sem logande elldur. hann hafdi ꜳ̋ sino spioti eitt merki svart med silki og ꜳ̋ markadur vargr med gull sem ꜳ hans skilldi. hans sỏdull var miog sterkur. og vida gulllagdr. þesse ʀiddare ʀidur þar til sem kongsson stȯd yfer dyrinu. “vel kominn hæveskur ʀiddari” seiger Ad(onias) “eg mundi med eginligv nafni þig kuedia ef eg visse þitt nafn. edur huadan komtu til. edur huert skaltu ʀida". þȧ s(eiger) ʀiddarinn. “alldri skaltv vel kominn. þviat þu̇ ert ecki þess verdr. enn nafne minv hirdi ‹eg›188 ecke at leyna. eg heiti Albanus enn fader minn Sillanus. enn þitt nafn hirdi eg ecki at vita. þviat þat skal skiott verda af jordunne mȧd. og alldri skalltv hedan heill fara hinn vȯndi gaurr. þviat þu hefer þat verk giort at med aungv mȯti stendur at ʀefsingarlaust sie. þv hefer ʀidit j veidimork mins fedur. og giort þar mikit illvirke og þo þetta mest er þu hefer drepit hans visvnd er hann hafdi miklar mætur ꜳ og fyrirbaud vnder daudans vidlȯgv at spilla þessum dyrvm. þvi tak j stad þinn hest. og ʀid fyst j turniment mȯti mier. ef þu̇ treyster þinvm krapti. þviat ecki skal stelazt ꜳ̋ þig vbuinn". Nu s(eiger) Ad(onias) “vist eigi skal ydr þess synia er þu beider. og þȯ er nu eigi hier þat spiȯtskapt sem eg er vanur at hafa til burtreidar". Nu tok kongsson sinn hest og hliop ꜳ̋ bak honum og þreif sitt skotspiot. og setti fyrir sig sinn skiolld og ʀidr nu fyst huor langt fra odrum. og sidan ʀidazt þeir at sem hestarner mega mest ʀenna. og hefer sig hȧtt ꜳ̋ lopt j þeirra samkomu. og stingr huor til annass sino spioti. og med þvi at kongsson kunne med mikilli list sinvm skilldi mȯti at hallda sterks ʀiddara atlogv þȧ halladi hann skilldinvm j þvi er spiȯtid kom ꜳ̋. og skar af vt. og hliȯp spiȯtid fyrir vtan sidv hans. enn kongsson setti spiȯtid j skiolld ʀiddarans enn hann sat fast ꜳ̋ hestinvm og braut kongsson spiȯtskaptid j skilldi hans. og ʀunnvzt hestarner hia. Albanus ʀeiddizt miog er hann hafdi eigi af baki steypt þessum ʀiddara. og ætlar nu at fela sitt spiot j hans likama. og snyrr þȧ sem skiotazt hestinvm. og varla feck kongsson fyrir sig komit skilldinvm. og skekr nu̇ grimliga sitt spiȯt. og lagde til Ad(onias). enn hann brȧ skiȯtt sinv sverdi og hio j sundr spiȯtskaptid og m(ælti) “vondr fantur” seiger hann “v̇kurteis og illa lærdur. makliga mister þu þitt spiot. þviat þv villder eigi giora lỏgmal vid mig. eda hvar lærder þv þa vhæverskv at sækia ꜳ̋ hesti j burtreid med spiȯti spiotlausan mann. þviat spiȯt skal spioti j gegn koma enn skiolldr skilldi þar til at annar huorr yfer vinnr annann”. nv ʀeiddizt ʀiddarinn at meir vid hermdarord þesse og hyggr at hann skal ꜳ̋ hans likama sedia sina ʀeide og bregdr nu skiott sino suerdi og hoggr til kongssonar af mikilli ʀeide j skiỏlldinn so at suerdit festi. og kipti kongsson skilldinum at sier so fast at Albanus halladizt epter og sem sverdit vard laust hiȯ kongsson til hans. og kom hann hæverskliga fyrir sig sinvm skillde. enn hann var bædi þyckr og þungr. og allvr rendur med stȧli. og so traustur at valla matti med vȯpnvm spilla. Nu̇ beriazt þeir so fimliga at fiogr synduzt sverdin senn ꜳ lopti og elldurenn glædde vm þeirra hlifar og þar kom vm sider at þeir vrdv af at stiga sinvm hestvm. og bordvzt nu ꜳ̋ fæti. og drȯ huorr grimliga sitt suerd yfer annars hlifar. og nu þicker kongssyni þetta mikil skamm at einn ʀiddare skal standa fyrir honum so leingi. þar sem hann hafdi ȧdr sigrad og yferkomit hina mestv kappa. og ʀeider nu upp sverdit med miklv kappe og ʀeidi og hið j hialm Al(bani) og j þvi brast sverdit j sundr vnder hiolltvnum. þa m(ælti) Alb(anus) “Nv geck þier epter malaefnvm. nu ertv sigradr og yferkominn. gef nu vpp vȯpnin. þviat nu̇ er þitt lif j minv vallde” og sem hann talade þesse ord greip Ad(onias) med skiȯtri svipan vpp spiotzskaptzbrot þat ʀiddarenn hatdi ȧtt og slo med ollv afli til hans og fyrir þvi at ʀiddarinn hafdi kastad skilldin‹um›189 ꜳ̋ bak sier enn bradvm bar at vm hỏggit þȧ bra hann uid sinne hægri hendi. hoggit var so mikid at j svndur geck armleggrinn hægri. fellur þȧ nidr suerdit fyrir fætur Ad(onias) og jafnskiȯtt greip hann sverdit og hio j hialminn Alb(ani) so mikid hỏgg at hiȧlmurenn svignadi nockut so og omegnadiz ʀiddarinn vid allt saman. og fellr nu til jardar og kongsson ꜳ̋ hann ofan og spenner fast hans hiȧlmbỏnd. og j þessv bili vitkadizt hann og m(ælti) “þu hinn ȧgæti ʀiddari” seiger hann “hefer mig yferkomit einn allra manna. og ꜳ morgvm ʀiddorum hefer eg profat mina atgiorvi og vrdv aller yferkomner og vopnsȯtter. og nu hefer eg þat ʀeynt at hami‹n›gian190 er ostỏdvg og kann skiȯtt vmturna sinv hiȯli. munv þau ord ꜳ̋ mier fyllazt sem eg taladi til þin þvi nu er mitt lif j ydru vallde. og ef ydare hæverskv likadi villda eg giarna vita hverr mig hefer yferkomit". þa s(eiger) kongsson. “Ad(onias) er mitt nafn son M(arsilij) kongs er drepinn uar j Siria. og fȯsturson L(odovik)us kongs hier j Spania”. “þȧ skal eigi hamingivna ꜳ saka” seiger hann “'er so dyrligr dreingr hefer mig yferkomit. og ef ydr myskunsemi vill þat veita at eg fȧe lif og grid af ydr. þa vil eg þat trvlofa ydr at giorazt ydar madur. ef þier vilit þiggia ‹mijna›191 þiȯnvztv. enn nu vil eg seigia ydr mina ætt. fader minn Sillanus er hertugi. og ʀædr fyrir borginne Avimon192 er stendur ỏdrv megin þessa skȯgs vid ȧna Ligeris. enn eg hugda þat at minn jafningi mundi eigi finnazt mega j þessv lande og þvi woru min herklædi merkt med vargsmynd at hann er hveriv kvikendi grimmari. enn nu mȧ þetta af skafa. og penta j stadinn eitt lamb þviat hedan j fra mun mig eingi hrædazt helldur enn lambit". “eigi mun so profazt” seiger kongsson “þviat eg hefer ꜳ̋ mier markad at þu ert vm allt langt fyrir mier. vil eg og giarna þiggia ydra fyl‹g›d193 og þionuzty". Nu stodu þeir vpp. og færer kongsson hann af klædvnvm og tȯk sina skyrtv. og ʀeist194 j svndur. og telgdi vid spelkur og batt handleg hans. og sem hann uar klæddur m(ælti) Alb(anus) “Nu bidr eg at þier ʀidit heim til kast(ala) med mier. og skulum vid hitta fodur minn". og þessu samþykti kongsson og ʀida nu af skȯginum. og þa sierr kongsson eina frida borg standa framm vid ȧna er Ligeris h(eiter). og sem þeir koma til borgarinnar stod þar margt fȯlk j vigskordvm. og var þat hird hert(ugans) og þar sat hia þeim hert(uginn) Sillanus og skemti sier vid skȧktafl og hia honum eitt stȯrt flȧbellvm. þviat þa var sumar time og hiti mikill af solinne.

37. Nv195 siȧ þeir og kenna ʀeid Albani. og siȧ at med honum er j ferd einn hæverskligur ʀiddari. og seigia hert(uganum) at þenna mun Alb(anus) hafa yferynnit og mun hann hafa gefizt ꜳ̋ hans valld og nu gengr ‹hertuginn›196 ofan v̇r vigskordvm og til hallar sinnar. og þar koma þeir þa Alb(anus) og Ad(onias) fyrir hert(ugann) þȧ er hann hafdi nidr sezt j sæti sitt. og kuoddu hann kurteisliga. hann tekr þeim blidliga. og fretti hverr sa væri hinn giptvsamligi madur er j ferd var med hans syne. Alb(anus) s(eiger) “þessi er sa virduligi madur ath ætt og kynferdi sem eingi mun slikur fædazt j þessu ʀiki. hann er son M(arsilij) kongs og fȯsturson L(odovik)us kongs. þessi hinn agæti berns‹k›vmadur197 hefer mig yferkomit vȯpnsȯttan og sundr slegit minn armlegg og saker sinnar hæversku gaf hann mier lif. og giordi mig sinn mann. og nu stendr ydr at hỏndla hæverskliga þenna mann. þviat hann hefer med atburd fraskila ordit sinvm sveinvm. og allt þat gott sem eg ꜳ̋ j þessi borg þȧ er þat eiginligt honum sem mier". Sem hert(uginn) heyrdi þessa hluti þȧ stod hann v̇r sino sæti og geck til Ad(onias). og mintizt vid hann. og tȯk j hans hỏnd og leider hann til hasætis hiȧ sialfvm (sier)198 og bidr hann þar dueliazt so lengi sem honum bezt likadi og eignazt huat hann vill. kongsson segizt þar munu dueliazt þessa eina nȯtt. enn at morni vitia sinna kumpana. þar var Ad(onias) þessa nȯtt j hinvm bezt‹a›199 fagnadi sem hert(uginn) mȧtti honum ueita.

38. Vm200 morguninn sem kongssyne var til sinna klæda þionad gengu þeir til snædings og druckv gott vin. þȧ var kongssyne upp skeinkt j einv gullkeri. þat var allt innann vmkringis fyrir nedan þrom og ofan vm beitina sett þeim gimsteinvm at allt kerit sȧ innann jafnglỏgt sem j solarliȯsi. þȯ at myrk nott væri. ꜳ̋ botninum var ein beit loptskorin og grafin med miklvm hagleik. þar j stȯd einn mikill gimsteinn sȧ er hafdi mikla natturv med sier. ef dryckur er falsadr med eitur edur nỏckurvm ȯhreinendvm. þȧ ypper sier beitin j kerinu af steinsins nȧtturv. og var alldri kyrr. Ad(onias) fannzt mikid vm þessa gersime. og sem þeir woru vel glader bidur kongsson fȧ sier sinn hest og herklædi. þa m(ælti) hert(uginn) at til hans skylldi bera spiȯt tvo Dainsnauta er dvergrinn giordi. og þa tȯk hann ker þat er kongsson hafdi af druckit. og m(ælti) sidan. “Til þess at þier minnizt ath þier hafit hier komit til vor. og gefit lif vȯrum syni þa vil eg gefa ydr þetta ker med þeirri natturv sem fyrr var sagt. hier eru og spiȯt .ij. er fyrrsagdur dvergr giordi. þeim fylger su̇ nattura at þau mega alldri so j strid edur burtreid borin verda at þau brotne og alldri skytur madur so annari hendi bȧdvm þeim spiotvm senn at201 eigi kome þau þar nidr sem hann vill. huorki eru þau pyck nė þung og hardla fỏgur". gullmȧl woru j huȯrvtueggiu. og falurinn af hinu skærazta gulli. þa tȯk hert(uginn) upp v̇r hȧsætinv hia sier eitt suerd þat er hiolltin woru af þvi gulli smidut er vtrȧs þess gullz var er nyrunnit var undan orminvm202. og sidan skirt af meistorum .iij. tima. “ þetta kỏllvm wær lysegull. þat birter so j myrku herbergi at hann203 ma vel siȧ sinn veg”. ỏll hiolltin woru fagurliga grafin med miklum hagleik. “þetta suerd bitur stal sem klædi. og aungann lỏst ueit eg ꜳ̋ þvi vera. þetta sverd mun alldri bila nė brotna huar sem sterkur madur hoggr þvi til. Enn son minn mun eg til ydar senda þegar hans armleggr er vel saman grȯinn". Nu þackar kongsson hert(uganum) alla þȧ sæmd er hann veitti honum. nu færr hert(uginn) honum .ij. ʀiddara at fylgia honum aptur til sins kast(ala) og skiliazt þeir nu med hinum mesta kærleik. Rida þeir nu langa vegu. Hid fyrra kuelld vid nȯtt sialfa hỏfdu hans kumpanar aller komit til kast(alans) og soknudv kongssonar og verd‹a›204 vid þat hardla hryggver og vỏktu alla þessa nȯtt. og þegar sem lysti hỏfdv þeir sig burt af kast(alanum) og leita hans vm storar merkur og fiarlægar. enn ef so bæri til at nỏckurr fynde hann skylldi þeyta ludra sem ȧkafligazt. Nu sem ꜳ leid þenna dag berr so til at j mot þeim kȯmv þionuztumenn kongssonar. og blasa þeir þegar sem mest mega sin horn. og epter þat drifa huadanæfa at þeim ʀiddarar kongssonar. og verda þeir nu hardla fegner er þeir finnazt. seiger kongsson þeim allt fra sinum ferdvm er þeir koma j sinn kast(ala) og syner þeim gersimar og alla sæmd er hert(uginn) hafdi honum giort. og nu ʀida ʀiddarar hert(ugans) med godum giofum heim til sins herra og þacka kongsyne fyrir vel giort.

39. EPter205 þetta er fra þvi at seigia at L(odovik)us kongr minnizt þess hernadar er Con(stanci)us kongur heriadi j Spania. og þȯ at hann færi þangat aunga sigrfỏr þa kom konginum þat j hug at þegar Con(stanci)us efldizt at lidi mundi hann minnazt sins osigurs. og heria annann tima j Spania. synizt honum nu betur fallit at hann verde fyr206 at bragdi. og þvi lætur hann endurbæta herskip ỏll þav er fyrnd woru der farin. og giora þo morg til. og færa til ʀeida allann. hann lætur og bu̇a vopn og hlifar og vister og flota skipvm j einne mikilli ꜳ̋. og þar lætur hann ꜳ̋ bera fyrr sagda hluti. Sidan stefner hann fiolment þing og lyser þvi fyrir monnum at hann ætlar at fara herfỏr j Siria. og kuedur ꜳ̋ hversv margt leidangurslid huerr hỏfþingi skal hafa af Galicia og Aqvitania og Prouincia. Nv dregzt þessi herr saman allr og sækia til fundar vid konginn. og er þetta mikid ofrefli. og sem allr skipastoll er saman kominn woru talin . ᴍc. skipa og ỏll vel buin at monnum og uỏpnnum kasti207 og margs kyns vigvælum til borger at uinna. marga hesta hỏfdv þeir. ecki hafa þeir208 med sier mikil audæfe at sinne. Ad(onias) kemur nu til fundar vid sinn fȯsturfỏdur og segizt nu vilia fara med honum j Siria og hefna sins faudr ef so mætte takazt. þa s(eiger) L(odovik)us kongr. “þat kann eg siȧ"" seger hann “‘ef þu̇ kemur j Siriam at þeir munu þar fyrir vera er allt kapp munv ꜳ̋ leggia at nȧ þinv lifi. enn þu ert enn bernskumadur einn og munt meir hyggia ꜳ̋ kapp enn forsiȧ þegar briost þitt og hiarta hitnar af ʀeidi er þu sier þinn fỏdrbana. og fyrir þvi vil eg at sinne at þu siert heima og gæter vors ʀikis med þeim hỏfþingivm er eg set til med þier. og ef so kann til at bera at þesse ferd snuizt eigi til hamingiu sem opt verdur þa mun mier þickia betur ʀȧdit at þv siter helldur heima med mȯdr þinne þviat ef so kann til at bera at min misser vid. þa vil eg þvi fyrir ỏll‹um›209 monnum lysa at eg ann aungvm manni betr þessa ʀikis enn Ad(onias) ef minn verdr eingi skilgetinn son til ʀikis stiornar. Nu skaltv setiazt j þinn kast(ala) og gledia þig og þina menn vid allt þat er þier vel likar at hafa af minu ʀiki". Nu skilzt hann vid sina frv og heimoligt fȯlk med mikilli elskv. og stiga þeir nu ꜳ̋ skip sin og kippa bryggivm. og draga vpp segl sin þegar byrr gefur. og lata j haf og lėtta eigi fyrr enn þeir koma vid Siriam. j þær hafner sem woru vid borgina Antiochiam. og þegar bera þeir ꜳ̋ land sinar herbuder og settu ꜳ̋ einvm fogrvm velli. tȯku sidan til starfs og grofv diki um herbudernar. og veittv þar j vỏtnvm og giordv bruar til. og biỏggv blidr og arbysti210 og allra handa uigvælar. Epter þat lætur hann taka hina skiȯtuztv hesta. og giorer .xij. sendiboda. og færr sinn hest huerium þeirra. og bidur þȧ fara til borganna Tyri og Sidonis til hert(uganna) er fyrr woru nefnder at þeir veitti honum nỏckurn styrk j þenna leidangur. Enn þegar sem þeir vita þessa hluti at L(odovik)us kongr var þar kominn med mikinn herr brugdu þeir vid skiȯtt og safna lidi vm ỏll hinv næstv herod þar sem þeir attv ualld yfer. og vỏldv med sier211 hina hỏrduztv ʀiddara. og hofdu mikinn ʀiddara herr og lėttv eigi fyrr enn þeir komu til herbu̇da L(odovik)us kongs og fagnar hann þeim vel. og ꜳ̋ ỏdrum degi hefia þeir hernad sinn og leita fyst til hinna næstv borga. og briota þær og brenna enn taka fie allt og bera til herbuda sinna.

40. Nw er at seigia fra Con(stanci)o kongi. hann verdr nu viss vm þenna mikla herr og þickizt nv vita at fyrir þessum herr muni ʀȧda L(odovik)us kongr og þȯ hafdi hann adr saman dregit mikinn fiolda hers j hinar stærstu borger þviat hann hafdi nu litlu sidar212 ætlad at fara herfỏr j Spania og hefna þess ȯsigurs er fyrr fȯr hann. Nu giorer hann sendiboda alla vega fra sier til borga þeirra er hann hafdi sinn herr j settann. og so lætur hann fara ỏrvarbỏd vm allt ʀikid bædi nærr og fiarre. og stefner at sier þegn og þræl og færr ȯflyanda herr. Constantinus kongsson kemur nu til fodr sins og bydr honum sitt fylgi og sinna manna til oʀuztu. kongr s(eiger) “ þat fyrirbyd eg at þu komer nærr þessi oʀuztu med þvi at Ad(onias) þinn systurson er ecki hier. þȧ vilia þeir eigi hætta honum j bardaga. og þvi skaltu þin vel gæta j þinum kast(ala). Enn ef vær þurfum lids wid likar mier vel at þier fȧit mier helming ydars lids. enn so hefer mig dreymt at þeim mun þetta at aungri sigrfỏr verda at sinne enn vær hỏfum morg v̇rʀædi þviat Gydinga lydur er oss nȧlægr og ero bædi harder og sȯknum vaner. og hafa optliga þionad vnder syrneska tign. og verda þeir þegar med fegiofvm keypter. Nv far aptur son minn fyrst j þinn kast(ala) enn eg skal beriazt fyrir þinv frelsi og eigi fyr vid skiliazt enn þu̇ ert fullkominn j ʀikis stiorn og meger kongdȯm taka. Enn ef eg fretti þat at Ad(onias) minn dȯtturson sie hier kominn og sie j oʀuztu þa vilium ver ydar vitia og megi þid þat profa huor hamingiudriugari verdr”. sidan skiliazt þeir og fer kongsson j sinn kast(ala). enn sender fedur sinvm .cc. ʀiddara.

41. Hjer213 epter buazt huorertveggiu til oʀuztu og fylkia lidi sinv. L(odovik)us skipar þrennar fylkingar og setur fyrir eina hert(ugann) Berad af Tyro og var þar merke borit j þeirre fylkingv. fyrir adra fylking setur hann hert(ugann)214 af Sidon. var þar og merki borit j þvi lidi. hann skipadi so lidi sino j þessa hvoratveggia fylking. hann var sialfur j hinne þridiu fylking. og var þar hans merki j midri fylkingv framm borit enn þo var kongrinn sialfur ꜳ̋ hesti og matti hann ʀida vm herrinn þviat hann villdi siȧ hverer bezt gengi framm enn eggia hina er slæligar sȯttv. Con(stanci)us kongr skipar herr sinum j tvær fylkingar. og woru ʀiddarar setter j adra. og þar fyrir var hann siȧlfr og hans merki er var med .iiij. litvm. ʀaudvm huitvm blȧm og suortvm. og gulligt leo markat j hverivm hlut merkissins. enn fyrir adra fylking setti hann hinn sterka G(rimalld)us og hina mestu kappa med215 honum. skylldu þeir vera j briosti fylkingar. og var þetta kallat leidangrslid. Þviat þetta folk var allt ꜳ̋ fæti þviat G(rimalld)us var so stor og sterkr at eingi hestur mȧtti bera hann. j þessv lide var og merki borit. Epter þetta talar huortveggi þav eggianarord fyrir lidi sino sem þeim þȯtti mest frammhvot j vera. og þar med hetu216 hvorirtveggiv miklum giỏfvm þeim er bezt gefezt j oʀuztu. og at þessu fram komnv siga saman fylkingar. og færazt hvorir ỏdrum j moti.

42. ÞEssv næst liȯsta huorirtueggiu upp heropi. sumer þeyttv ludra sina og var herȯp so mikid at vndur þȯtti j vera so at gall j hverivm hamri hv̇svm edur holltvm skipvm edur skȯgum er j nȧnd woru og er þat truligt at nỏckurer þeir er nærri hafa verit litilhugader munv þar at giallti ordit hafa. Sidan tȯk herrinn at skiota allz konar skotvȯpnum þeim er j fȯlkoruztu ero menn vaner at hafa. og woru j huorvtveggia lide menn til þess fengner at setia hlifar moti skotvm. og hlifa so þeim er skutv enn þo særdvzt marger af skotvm. enn sumer fellv. Epter þat hefzt hỏggoruzta hin hardazta. þat var epter midiann dag er oʀuztan tȯkzt. Nu taka hiner mestu kappar j huoratueggiu lidi at hỏgga ærid stȯrt. G(rimalld)us hinn mikli kemur at fylking þeirra Hispanie og hafdi eina stora auxi so trausta ath hvert stȧl styfdi hon j svndur þviat G(rimalld)us ʀeiddi oslæliga til. og so drap hann einn saman .xx. ꜳgæta kappa. Epter þetta veik hann sier aptur til hvildar. og þa er þeir sa eigi G(rimalld)um j ondverdri fylking dirfazt þeir og drepa margann mann af Syros. og nu taka ymsar fylkingar betur at ganga fram. giorizt nu mannfall mikid af huorumtveggium og þo fleira af Syros. og nu sæker G(rimalld)us framm ỏdru sinne med ogurligvm hoggum so ecki stȯd vid honum. og nu ʀydr hann gotuna fyrir sier framm j fylkingina og aller ȯttazt hann nu. og j þessi svipan drepr hann .xxx. kappa og nu sier þetta kongrinn L(odovik)us þar sem hann ʀeid vm herinn og þicker illa er hann skal so mikid illt vinna ꜳ hans monnum og ʀidr framm mȯt honum. og kallar at hans menn beri skiolldv at G(rimalld)us og þraunga honum so at hann mætti ecki217 hỏggvm vid koma. og nu hlaupa þeir saman sem sterkazter woru. og hefer nu hverr sinn skiolld yfer annass hỏfde. og sækia so framm at honum. kongrinn hafdi sier j hendi eitt mikid fiadrspiȯt med digrv skapti. og knyr218 nv sinn hest med spỏrum og hleyper framm j milli manna. og skopa þeir vndan honum og nv leggr hann til G(rimalld)us enn hann kom fyrir sig skilldinvm enn hann var so þyckur og þungur at hann brast eigi ne bognadi enn þo kiknade kappinn vid. enn þvi fell hann eigi ath spiotskaptid vannzt eigi til. og veik kongr sier aptur og ʀeid j annann tima at G(rimalld)us og leggr til hans af ỏllu afli. og ʀistur nu spiotid v̇t v̇r skilldinvm og kom ꜳ̋ hann sialfan og slitnade brynian. og tȯk likama hans at beine og þȧ fell G(rimalld)us ꜳ̋ bak aptur. og komzt naudvliga ꜳ̋ fætur. og treystizt eigi vid at halldazt og leitar burt v̇r bardaganvm og til herbuda sinna og nv æsizt oʀuztan af nyv og þekia nu lik og vȯpn vida vỏlluna og vida mȧ nu siȧ stora valkỏstu af valfalli.

43. Nv219 fyrir þvi at eigi mȧ allt senn seigia þa verdr þar nỏckut sỏgvnne til at vikia hvat ʀiddaraherrinn hefzt at. Con(stancijus kongr sat ꜳ̋ sinvm hesti og skipti j svndr sinv ‹lide›220. og setti fyrir annann helming einn ʀikan jarl er Kador het. hann var hinn mesti kappi og vanr bardogvm. og þess mun hann og þurfa. þviat honum og hans fylking var skipad mȯti hert(uganum) af Sydȯn og hans fylking. og var fyrir þessum jalli merki borid. tȯkzt þessi oʀuzta miog jafnsnemma og hin er fyrr var fra sagt. og epter vm lidit herȯp ʀida framm hiner fystv ʀiddarar. verda þar ymislig vmskipti. sumer briota sin spiot. vnder sumvm falla hestarner. fyrir sumvm þolir eigi ʀeidingur og brestur j sundur edr sodulbogar. Sumer ero so jafner at huorgi kemur odrum af baki. sumer falla af hestunvm so þeirra fætur woru vid himne at siȧ. og marger af þeim woru trodner vnder hestafotvm. og fengv af þvi bana. sumer woru lagder i gegnvm og vida woru spiotskaptabrotin vid himne at sia. Nv ʀidr fram kongrinn Con(stanci)us og hyggr at hvern hann sierr fræknaztann af hinvm v̇tlenda hernum. hann sierr nu einn ʀiddara er Vollas het stȯr og sterkur af Spania. og hafdi sȧ fellt .x. ʀiddara af Syris og þenna þickizt kongrinn finna skapligan at velli at leggia og ʀidur nv framm geysiliga at Vollas. og sem þeir mætazt leggr huor til annars af miklu afli. burtsteingr þeirra woru miog sterkar. enn þo kom huorgi ỏdrum af hestinvm og fyrir þvi at hestar þeirra woru miỏg kuiklater þ‹a ʀ›ann221 hvorr langt sfra ỏdrum. og nu̇ þicker konginum þetta mikil hneisa er þessi ʀiddare skyldi eigi verda yferkominn j þeirra vidskipti og ætlar nu aptur at vernda til hans. og nu sierr hann at Vollas ʀidr þegar at ỏdrum ʀiddara og laugar spiotid j hiartablȯdi hans. og fleyger honum daudvm af hestinvm. og j þessv bili sier Con(stanci)us kongur huar fram ʀidr Berad hert(ugi) af Sidȯ222 og stefner hit beinazta at honum. og þat þickizt hann vita at hier mun hann koma j fulla mannʀaun j þeirra vidskipti og snyr nu j mỏti honum sinum hesti. og ʀidazt nu at sem hestar þeirra mattv hardazt ʀenna. og sem þeir mætazt leggr huor til annars med frabærv afli. og festi hvȯrgi sitt spiot j annars skilldi. hert(uginn) Berad var so sterkur at hann bifadizt huergi j sinvm sodli. og þar epter hafdi hann valit sier enn sterkazta hest er j var ỏllv ʀikinu. spiȯtskapt kongsins brast j sundur j skilldi hert(ugans) enn hestur kongsins fell fyrir lagi hert(ugans) og la flatur vid vellinvm. og þo spratt hann vpp. hert(uginn) Berad hefer nu brugdit sinv sverde og var buinn til hoggs ef kongrinn ʀide j mȯti honum. Con(stanci)us bregdr nu skiȯtt sinv sverdi og ʀidur at hert(uganum) og hỏggr til hans med myklu afli og ʀeidi. hert(uginn) kunne vel vid skiolld og sverd og kom fimliga fyrir sig sinne hlif og kom hỏggit ꜳ̋ flatann skiolldinn. og beit eigi meira enn hu̇dina. nu̇ hỏggr hert(uginn) til kongs og sneid spordinn af skilldi hans. Epter þetta beriazt þeir so fimliga at fiogur synduzt sverdin senn ꜳ̋ lopti og varla fengu menn auga ꜳ̋ fest. og vid himne var at siȧ partar af skiỏlldvm þeirra. lauf og steinar er skȧruzt af hiȧlmum þeirra. Nu taka hlifar þeirra miỏg at hoggvazt og þo meir fyrir konginvm og eigi þickiazt menn nu vita glỏgt hversu þetta einvigi mun fara. ero hvorirtueggiu ȯttafuller vm sinn herra. nærr þotti þeim sem sa myndi hvern tima dauda hafa sem fyrir sat ꜳ̋ hestinvm af þeim er þȧ ȧtti at hogga. Enn fyrir þvi at hier mun þicki‹a›223 langt vm talat. þȧ berr vel at seigia af endalykt þessa einvigis. þȧ hỏggr hert(uginn) Berat til kongsins og ʀeide224 vpp hȧtt suerdit. enn hestur kongsins brazt vid og hringdi hatt vpp sinvm fyrvm fȯtvm. kongr bra skilldinvm vid hogginv. og klauf sverdit skioll‹d›inn225 nidr j gegnum og kom ꜳ̋ fot hestzins fyrir ofan knėit og so ꜳ̋ kne konginvm. og tok af kneskelina. fell þȧ hesturenn vnder konginvm. þa m(ælti) hert(uginn) “þat veit tru min” seger hann “nu giorda eg þat verk er eg villda eigi giort hafa. þviat hesti ydrum kongr villda eg giarna eigi spilla. Sie hier" seiger hann “tak þenna hest. enn eg skal fȧ mer annann. og leidum vid til lykta ockart einvigi”. “Vist eigi skal so vera” seiger kongr “ þviat so agætur madur er makligaztur at hafa so gȯdann hest. og eigi var mier þȧ hamingian hỏll er eg feck þig eigi vnder mina tign okat enn þat eitt hefer ordit ockart vidskipti at eg fysymzt ecki lengr til þess". og nu komu ʀiddarar og fengu konginvm hinn bezta hest og sneri hann burt vr bardaganvm. hert(uginn) af Sidon hafdi ʀidit .iij.226 j gegnum fylkingar Con(stanci)us kongs. og drepit hafdi hann Kadorem og nidr hoggit merki hans. þa var og komit at nȯtt þessa dags. og woru nu fridskillder ꜳ̋ lopt borner. og var mikill fioldi fallinn af lidi L(odovik)us kongs. og þȯ halfu fleira af Con(stanci)o kongi. og lykur nu oʀuztunni at sinne og ferr L(odovik)us kongr til herbuda sinna med lid sitt. enn Con(stanci)us kongur j borg sina Ant(iochiam) enn sumt lid hans fȯr til herbuda og woru nu bundin sȧr manna af leknvm þeim er j hernum woru. sidan toku menn ȧ sig nȧder. snæda og drecka gott vijn og leggiazt epter þat til svefns. og setia sterk vardhỏlld.

44. COnstancius227 kongr kallar saman herinn j 24 borginne. og leitar ʀȧd‹s›228 vid hỏfþingia sina huat til skal taka. seger at honum þicker oʀuztan þungt fallit hafa. og syner sꜳ̋r sitt. og seger at hann er ȯfærr til oʀuztu og þo G(rimalld)us kappi hans illa færr. “hafa þeir so ȧgæta kappa j lidi sino at ecki stendur vid. Nu synizt mier þat hellzt til at senda menn þegar j nȯtt til Iudeam þar sem hingat er næst og bioda þeim tvifalldar mȧlagiafer. og hverium hỏfþingia mork gullz. Ma þetta vel sækiazt at þetta lid komi hier hinn þridia dag hedan og giỏrum þetta so leyniliga at Spaniemenn verdi eigi varer vid. og ef þetta verdr framgeingt mun þessi herr koma þeim miog at ovỏrum. Enn þat folk er miog hart j vopna skiptvm. og giarner til fiar og frægdar". Nu synizt monnum þetta vænligt ʀad og bua nu̇ sendibodana med brefvm og vỏldvm hestvm og fara þeir leyniliga burt v̇r hernum. og ʀida sem mest mega þeir af taka. og koma snemma dags j borg þa er Azotun229 heiter. og bera þar þegar framm sin erinde og bref. borgarmenn bre‹g›dazt230 þegar vid. og buazt aller vel færer menn af þeim hierodvm og .v. odrum borgvm. og dregzt þar saman mikill herr og buazt sem bezt at vȯpnum. og var skorat manntal .xx.ᴍ. manna og flytia þenna herr sem skiotazt megu þeir af taka og hỏfdu valid lid og lėtta eigi fyrr sinne ferd enn þeir koma j Siriam og er þar fyst fra at hverfa.

45. Um231 morgvninn nærsta epter þessa oʀuztu sender Con(stanci)us menn v̇r borginne til herbuda L(odovik)us kongs þess erindis at hann vill grid setia vm tuo daga. og þo eigi sie meir enn einn at grafa tigna menn og mykia sȧr manna. og þetta skal hann þiggia j mȯt ef þeim giorizt sliks þỏrf annann tima. Enn L(odovik)us kongr kallar til sin hỏfþingia sina. og leitar ʀȧds vid þȧ huort þat skal til lata er bedit var. þeir woru fu̇ser til huildarog segia at eigi var þeim sidr þỏrf at grafa frændur sina og binda sȧr sinna manna er sarer woru. kongr seger at þvi mun vera misradit. seger Con(stanci)us kong vera slægann og forsialann. “kann vera at hann fae at sier komit styrk nỏckurvm þo vær vitum eigi þess von. Enn nu mætti vera ef þeir geingi ut af borginne at litid væri fyrir godu bragdi at þeir feingi ȯsigur". Nu rėdv hỏfþingiar. og var gefin hvild vm einn dag og þvi moti jatad at þeir skylldu slikt sama moti þiggia ef þeim yrde þess þorf. og nu segia þeir þetta Con(stanci)o kongi. og woru nu grafin lik manna allann þenna dag og var þetta mikid starf adr fullgiort uæri.

46. Ad232 morni buazt hvorertveggiu til oʀuztu og fylkia lidi sinv og tokzt nu oʀuztan. var nu skotid skialldborg vm Con(stanci)um kong og var þar framm borit merki hans. þviat hann var eigi fær j oʀuztu at ʀida saker sȧra sinna. G(rimalld)us var j oʀuztv og hafdi alldri verit ȧkafari enn nu. og vard morgvm manni at skada. Enn þo hafdi L(odovik)us kongr lid bædi meira og traustara. enn hert(ugarner) Tyris og Sidonis woru sem fyrr hiner mestv agætismenn. og sneri mannfallinu j lid Con(stanci)i kongs. og tok nu at falla huor um þverann annann. og sem Syri woru at flȯtta komner heyra þeir lu̇dragang mikinn. og þessv næst gny og vȯpnabrak. og sia þeir at sier ʀida mikid ofrefli lids. og þar woru .ij. merki fram borinn og .x.ᴍ. vnder hvorv merki storra manna og sterkra. þessir rada ꜳ fylking L(odovik)us kongs so snart at fylkingin bognadi oll. og skipti nu̇ skiott vm þviat nu snere mannfallino ollv j lid L(odovik)us kongs og lėtu þeir Hispani nu margann dyran dreing. fyr sagder hert(ugar) stỏdu ȧgæta vel vid. og fella enn sem fyrr margann mann. og stȯd oʀuzta þessi allt til nætr. og þȧ hafdi L(odovik)us kongr lȧtid mikinn mannfiolda sins lids. og marger mundv laungu ȧdr flyit hafa og skilr nu nȯtt bardagann. fara Cananæi til herbuda sinna. og so Con(stanci)us kongr. L(odovik)us kongr og hans menn fȯrv og til sinna herbuda. og draga brvar af dikivm. og hỏfdv latid mikinn hluta lids j þessum bardaga. hafa þeir nu ꜳ̋ sier sterk vardholld. hann hafdi niosnarmenn233 j herr Con(stanci)i kongs so at þeir vissv eigi. skylldv þeir viser verda hveria radagiord þeir hefdi og kunna at segia L(odovik)o kongi.

47. ÞA234 er Con(stanci)us kongr kom j herbuder sinna manna fagnar hann vel Chananeis. og þackar þeim vel goda lidveizlv. “vænter mig nv̇" seiger hann “ef þeir treystazt til oʀuztv at fara ꜳ̋ ỏdrum degi at þȧ verdi ender ꜳ̋ vȯrum bardỏgvm þviat ecki standazt þeir margar slikar hrider sem nv hafa gengit. Nv skulv vær at morni sla vit ỏllu lidino og tæma borgina af vigvm monnum. og flytia herr vȯrn til strandar. og ʀȧda þar til oʀuztv. og235 gæta so til at þeir nȧi eigi til skipanna. skulum vær helldur taka þau at herfangi. og allt þat er femætt er ꜳ̋ þeim. enn drepa hvert mannzbarn og lata ecki vndan komazt". þessa ʀadagiord heyrer niosnarmadur L(odovik)us kongs. og hefer sig þegar til herbuda segiandi L(odovik)us kongi alla ʀadagiord Con(stanci) i kongs og fyrirætlan. og þa er þeir heyrdv þessa ʀadagiord. kallar hann saman hin‹a›236 vitruztv hỏfpingia j hernvm birtande þeim þessa hluti og bidur237 ʀad til leggia hverso med skal fara. nv leggia marger til þat ʀȧdligazt þicker. sumer af þeim leggia þat til at þeir skule þegar vid bregda vm nȯttina og leita at ganga ꜳ skip sin. og hallda j burt ef þat ma takazt. Svmer leggia þat til at beitt sie grida vm nockura stund og vita ef þeir mætti ꜳ̋ þessi stundv koma at sier lidi af Spania. so at þeir mætti hefnazt æ Syros. L(odovik)us kongr s(eiger) vm sider “ꜳ hvỏrvtveggiu þessv synizt mier mikill þverbrestur. þviat ef eg sendi menn j Spania og sie mier þadan lid sent þȧ er þo eigi vist at oss kome þat lid at halldi enn Con(stanci)us kongr mvn oss þo ecki so lỏng frest gefa ‹at›238 eigi sie ȧdur vmskipti ordin. kann eg og kappe Ad(onias) mins fostursonar at hann situr eigi heima þȧ er hann fretter þessa hluti. og mun Con(stanci)us kongr þar allt til vinna þat er hann ma at nȧ hans lifi. Enn eg villda þar allt til gefa at þetta tækizt eigi so. enn ef ver leitvm j nȯtt til skipanna þa munv þeir hafa so239 menn ꜳ vardhalldi at þetta mun ecke med launungv giort verda. Nu mun eg lȧta herbu̇der og diki geyma vȯr nȧttlangt þviat þeir smunv hlaupa ꜳ̋ oss med bardaga er vær verdvm fraskila herbudvnvm. og missvm vær þa hvortveggia þeirra og skipanna. Nu er þat mitt ʀȧd at þeir menn sem skipanna geyma hėllde j burt j hlie vnder eyiar þær er j hafino standa og heita Krisen240 og Argiren og bide þar til þess er þeir fȧ niȯsn af worre frammferd enn vær munvm bida fyrst ꜳ̋ morgin med bu̇nv lidi woro. og ef þeir fylkia nær siȯnvm og ætla at banna oss til skipanna at komazt. þȧ skulum vær lata hefiazt vndan j fyrstv so at vær verdum j millvm þeirra og borgarinnar og giorvm þeim þa hina hỏrdvztu atlogv. og ef vær megum eigi vidstodv veita. þa skulum vær hopa at borginne og hafa skiolldvna yfer oss og þa er vær ervm at komner borginne þa skulum vær hlaupa j borgina og veria oss þadan ef þeir vilia ꜳ sækia þviat konginum mun j augv vaxa at briota so ȧgæta ‹borg›241”. Nu samþyckia þessv aller hofpingiar. var nu sent leyni‹li›ga242 til skipana og þeim er þar birt þessi skipan243. hafa þeir sig þegar j burt vm nȯttena.

48. NV sem dagur var kominn ganga aller viger menn v̇t af borginne og buazt til bardaga. enn L(odovik)us kongr bidr enn ‹j›244 herbu̇dunvm. og lætur giora þat sama herkuml ꜳ hialmvm sinum sem borgarmenn hỏfdv til þess at þeir hygdi at siner menn væri þȧ er þeir kæmi at borginne. Nu bida þeir j herbudvm þar til er lidinn mundi vera midur dagr og þat hyggur nu Con(stanci)us kongr at þeir muni eigi þora at beriazt. L(odovik)us kongur er nv buinn til oʀuztv og fara nu vt af sinvm herbudum þann veg sem til borgarinnar vissi. og þegar Con(stanci)us kongr vissi þat at þeir ætla sier ecki til skipanna at leita þꜳ kallar hann hȧtt og bidur herrinn at þeim stefna sem hardazt. og lata nu aungann vndan komazt. þeir sækia nu til mȯtz vid þa. hefzt enn oʀuzta. og hafdi Con(stanci)us nu miklo meira lid. enn þo taka menn L(odovik)us kongs vel j mot. og fara þȯ nỏckut ꜳ hæl vndan. og er þeir nȧlgazt borgina. eggiar L(odovik)us kongur sina menn. og taka þeir nu hart at beriazt. hỏgga fyrrsagder hert(ugar) til beggia handa og drepa margan mann. G(rimalld)us var nu framarliga. og drap hvern er hann nȧdi til. Enn fyrir saker ofreflis mattv þeir eigi mȯti standa og brȧ þȧ kongr vpp sinvm skillde og giorde vissv mark at þeir skyllde j borgina leita. og so giora þeir. og sem þeir menn siȧ er borgar hlids gættv herkuml ꜳ̋ hialmum þeirra hugdu þeir vera sina borgarmenn. og lėtv vpp borgina. og nu hlaupa þeir inn sem þeir mega komazt og luka aptur hlidvm borgarinnar og skilr þar nu̇ bardagann fyrst at sinne þa m(ælti) Con(stanci)us kongr “ þetta er slægdarbragd er þeir hafa giort at nȧ borginne. Enn þo skulum vær nv snu̇a til skipa þeirra og drepa alla þȧ menn er skipanna gæta enn brenna skipin. so ad alldri sidan megi þeim þav at hiȧlp verda”. og þvi snua þeir þar til er skipanna var vȯn. og fundu þar aungan mann. enn skipin woru horfin ỏll. “fyrir flestv er nu̇ ʀad giort” seger kongur “enn þȯ skal þeim nu̇ fyrir allt eitt koma þviat nu skulu vær sitia þeim mat j borginne og at siduzty svellta þȧ til heliar. þviat þeir hafa ecki lenge til þess kost at fæda þar so mikinn herr med þvi folke sem þar er ȧdr fyrir j borginne". nv fara þeir aptur til borgarinnar.

49. ÞA245 er þeir woru j komner borgina bad L(odovik)us kongur þa fara hermannliga og drepa alla vnga menn og gamla. enn born og konur alldradar ʀak hann v̇t af borginne enn vænar konur og vngar lėt hann epter vera til skemtanar sinvm monnum. Nu taka þeir vin og vister sem þeir þurfa. enn Con(stanci)us kongr situr vm borgina og beriazt jafnan vid borgarmenn. enn þeir vorduzt snarpliga og drapv jafnan nỏckut af lide Con(stanci)i kongs. Enn af lidi L(odovik)us kongs fėll ecki. þar kom þȯ vmm sider at vista fatt giordizt j borginne. og var vm sider allt drepit þat er kuikt var vtan hross. þȧ ȧtti L(odovik)us kongur þing vid hỏfþingia sina og fretti þȧ ʀȧds huat til skylldi taka. Berat hert(ugi) var vitur madur. hann s(uarar) mali hans. “heyrt hefer eg kuitt af þvi at Chananæi ætli nu heim at snuazt og skulum vær þess bida ef þat giorezt. og hallda ni‹o›snum246 fyrir ef so berr til. þȧ munv vær giora sendiboda v̇t af borginne. og giora konginum þann kost at slegit verdi til sættar med ydr. og ef hon tekzt eigi skal segia þeim at vær munum hlaupa ꜳ̋ þȧ med bardaga og munv vær enn giora ꜳ̋ þeim mikit mannspell adur enn vær fỏllvm. og þa skulum uær eigi þess at bida at suelltizt afl og elian fra oss". Nu syndizt monnum þetta likliga ʀȧdit og þegar annann dag epter biogguzt Chananæi brutt fra s herbu̇dvm. og hafa fengit mikid hlutskifti j gulli og gȯdvm kledvm. hestvm og herskru̇da og fara þeir heim til sins landz. og þegar þeir verda þess varer er j borginne woru giora þeir sendiboda ut af borginne. vȯpnlausa og snialla j mȧli. og ættstora menn. Enn þat þȯtti þȧ vera hid mesta nidingsverk at granda sendimonnum. og nu koma þessir menn til herbu̇danna. og kuaddi sȧ konginn er fremstur var. og berr framm ỏll þessi bod er fyrr woru tind. og lėtu þat at lyktum fylgia at þeir mundu aungv þyrma huorki konum247 ʀikra manna nė dætrum. og brenna hvert herbergi er var j borginne. og hana siȧlfa “og munv vær þess ꜳ̋leita at giora hinn mesta mannskada. og eigi vist enn hverso248 veiter ȧdr þeir erv at velle lagder". Nv sem kongrinn heyrer þetta erind‹i›249 þeirra þa jhugar hann miog og þicker þetta jsiȧ vert og kallar sina hỏfþingia ꜳ̋ husþing. og tiar fyrir þeim þetta mȧl. og bidr þȧ til leggia þat er þeim synizt ʀadligazt. Enn fyrir þvi at ʀiker menn attv konur og detur j borginne. og þȯttvzt vita at aungu munde þyrmt ef eigi væri þetta til lȧtid. og lỏgdu þat til at fundr væri lagdr vid þa til sættar vmleitunar. og skylldv aller ꜳ̋ þat þing fara vȯpnlauser og sueria þetta adr at aller skylldu fridhelger þar til er þeir koma aptur j borgina. og adrer j herbuder sinar. og nu er þetta stadfest og sagt sendemonnum. og fara þeir nu aptur j borgina og segia þȧ kosti sem giorder woru. þessv iata borgarmenn. var nu ȧkuedinn stefnudagur til vidtals og grida med eidvm og koma ꜳ̋ þingit huorirtveggiv vopnlauser. og var þvi næst vm sætter talat af huorumtveggivm.

50. Fyrst250 stȯd vpp Con(stanci)us kongr og taladi langt erindi og sniallt. og inti fyrst vpp alla hluti þȧ er til ȯsættar hofdu ordit þeirra j millvm og sidan vm skada þann er huorr hafdi giort ꜳ̋ annars251 ʀiki. “Nu er su̇ sokin ȯtold er mest er at þier hafit tekit vȯra dottur ydr til eiginkonu vtan minn vilia og samþycki og þȯ mætti segia fyrir nockura grein at ydr væri þat eigi ofgott at fȧ þessa horkonv. og hier med hefer hon ʀænt og ʀuplat mitt ʀiki og flutt j þitt land. og þar med marga gȯda dreingi þa er woru vnder woru vallde. og fæder þar vpp einn horkonuson til fiandskapar vid oss. Nu vilium vær heyra hverr sættarbod þv villt hier j moti biȯda”. Nu s(uarar) L(odovik)us kongr. “þessa hluti sem þier hafit mier til saka gefit kenniz eg ei. þviat ydra dȯttur sotta eg eigi. og eigi ʀænti eg ne ʀupladi ydart ʀiki. Enn þo at þier hafit vnder ydr þreyngt þessv ʀiki. med hardfeingi og slægd. þȧ munv þier þȯ siȧ kunna at huorki megi þier þat eignazt nė sȧ sannkalladr horkonuson sem þier ætlit til ʀikiss epter ydr. enn þier hofud fyrr hernat j vort ʀiki. Enn ef nỏckur sætt skal verda vor j millum þȧ tider oss ecke at minnazt ꜳ̋ saker þær er giorst hafa vor j millum. og þvi megvm vær vel heyra huers þier beidit j sættargiord þessa". þa þagnadi Con(stanci)us vm hrid og hugsadi þetta mȧl og m(ælti) sidan. “eigi er þetta mikil þravt er eg mun til sættar skilia ef hon skal takazt. Hin mỏrk j ydrv lande heiter Fragon su er stærst allra skoga j ydru ʀiki. so er sagt at Sersex252 kongur hinn mikli hafi fỏrdum mikid ʀiodur giort j þessum skȯgi og lȧtid vpp ʀæta hvert stȯrtre og sidan hefer þar eigi skogur verit. j þenna skȯg og ʀiȯdurit skaltv koma þessum vnga manni fostursyne þinum fyrsta dag þess mȧnadar er mȧius h(eiter) med eigi fleirum monnum enn hans sveinvm og þessy skaltu hann leyna. og hvern annann j þinv lande og aller þeir er þier fylgia”. “eigi synizt mier vænt" seger L(odovik)us kongr “at svikia þann mannenn er mier truer bezt. Enn huat sem þar er vm talat. þȧ mun þat ʀadligra at gefa eigi fiỏlda mannz so ȧgætra253 vit einvm og mun ꜳ̋ þetta litid verda med þeirre sætt at þier skulut alldri sidan heria ꜳ̋ vȯrt ʀiki og gefa gott samþycki til eiginordz vid dottur ydra. og þat allt sie heimangiof med henne er hon hafdi med sier af ydru ʀiki". vid þetta vard Con(stanci)us gladr miog. og þotti sier nu vist j hendi at nȧ lifi þessa mannz. og hugdizt þadan af j nadvm hafa mvndv Syria ʀiki og hans son epter hann og segizt þetta munv til vinna at sættin takizt. og epter þetta var fyrir gridvm sagt. og med ordum fest at huorgi skylldi ꜳ þetta ganga.

51. EPter254 giorva þessa sætt lætur L(odovik)us kongr vitia sinna skipa. Enn hert(ugarner) af Tyro og Sidȯn fara heim hryggver til sinna borga. þviat þeir ȯttuduzt at sȧ hinn agæti kongsson Ad(onias) mundi nu til dauda selldr. enn þeir villdu giarna þiȯna afkuæmi M(arsilij) kongs. Con(stanci)us kongr giorer nu veizlv L(odovik)us kongi og ollvm hans monnum peim er epter woru. og litlu sidar komv aptur skip þeirra. skiliazt þȧ kongarner med kærleik. ganga sidan ꜳ skip og draga vpp seglin. gaf þeim vel byre og komu255 heim j Spania. og verdur drottning þeim fegin og allr landz lydr. kongr hafdi varat sina menn vid at þeir skylldi aungvm manni seigia fra sæt og skilorde þeirra Con(stanci)i kongs. og þvi iata þeir. Remedia drott(ning) fretter at ferdum kongs. og hversv gengit hafdi oʀuztan. kongr seger henne hid liosazta af sinne ferd. og so þat at þeir woru sȧtter. enn ecki sagdi hann henne fra þvi skilordi er kongarner giordu um þat sem Ad(onias) snart og eingi annara.

52. (N)v dregr at þeim tima er kongrinn hafdi jatad at koma Ad(onias) j þann skȯg sem fyr var nefndr. og þann sama morgin er fyrstr var j mȧio manadi geck L(odovik)us kongr ꜳ tal vit Ad(onias) kongsson og seiger so. “Vndarligt er þat" seiger hann “at þier ʀidit iafnan ꜳ̋ sỏmu skoga dyr at veida. enn eg veit eina mork eigi miog skamt hedan. Enn þo megi þier enn þar koma fyrir midian dag enn þar megi þier fȧ og velia allz kyns dyr. og sym af þeim miog mannskæd. og siȧit þier vit þeim og hafit vopn ydr. og einkanliga spiȯt þau er hert(uginn) og hans son gȧfv256 ydur þviat med þeim muntu hæfa mega hinn mikla biorn ef hann kann framm at koma j þetta ʀiȯdur". kongsson vissi eigi huat vnder þessu257 bio. og giordizt fu̇ss at koma j þenna skȯg og bidur sina menn vopnazt sem skiȯtazt og taka sina hesta og so giora þeir. og nu ʀida þeir sem huatazt. og koma j ʀiodrit. og siȧ eigi so skiott dyrin. Enn fra L(odovik)us kongi er þat at segia at hann hafdi leyniliga saman dregit mikinn herr. og sett vmmkringis ʀiȯdr258 þat er kongsson var j kominn. og einn lu̇drsuein framm vid ʀiodurit so nærr at hann mȧtti siȧ þangat ỏll tidindi. og skylldi blasa ef hann sæi herlid drifa j ʀiodurit at þeim. Enn herrinn sa er kongr hafdi sett j skȯgana skylldi þegar hlaupa ꜳ̋ þȧ ef oʀuztan tækizt. ‹I›259 annann stad er fra þvi at segia at Con(stanci)us kongr byzt heiman af Siria med mikinn herr. og var hinn sterki G(rimalld)us j lide hans. og fara nu sem leyniligazt. og koma til Spanialandz j þær hafner sem næstar woru þeim skỏgi er fyr var fra sagt. og epter þat skipa þeir vpp og settu herbu̇der | sinar ꜳ̋ slėttvm og grænum velli. og þenna dag skipar Con(stanci)us kongr so at G(rimalld)us skal vpp ganga j ʀiȯdurit. og med honum .dc. valldra manna. “takit þegar Ad(onias) med afli og færit mier lifanda enn drepid þa er honum tylgia”. Nv sækia þeir j ʀiȯdrit og fyrstr af þeim fȯr G(rimalld)us. Ad(onias) var j ʀiȯdrinu sem fyrr var sagt. og kendi G(rimalld)us og var so buinn at hann hafdi luktann hiȧlm ꜳ̋ hỏfdi og mȧtti ecki bert sia vtan augun. hann hafdi kastad skilldinvm ꜳ̋ herdar sier þviat hann villde hafa lausar og lidugar sinar badar hendr at gripa kongsson. þviat hann sȧ j ʀiodrinu ecki fleira manna enn hann og sveina hans. og hugdi at þar skylldi verda skioter atburder. Nu kendi Ad(onias) G(rimalld)um og vill nu profa natturv spiotana og greip bæði senn sin spiȯt og skaut af ỏllv afli til G(rimalld)jum enn spiotid hvortveggia misti eigi. og nu flugu þessi bæde spiot j gegnum hans bædi augv. og v̇t vm hnackann. og fell G(rimalld)us daudr til iardar. og vard þeim vid þetta illt ollvm hans monnum og ȯtti mikill. J þessv bili blæss lu̇dursveinnenn. og þysia þegar framm v̇r skoginvm margar .ᴍ.260 manna og hlaupa þegar ꜳ̋ þa med bradum bardaga. og drapu þar þessi .dc.261 manna so at fȧer einer komuzt vndan. | Enn þeir ʀȧku þȧ ꜳ̋ leid til herbu̇da. þȧ kom j moti þeim meginherrinn Con(stanci)us kongs og sierr hann nu ordinn mikinn skada ꜳ̋ lidi hans. og verdr bratt þess vijs at daudr er hans hinn mesti kappi G(rimalld)us og nærr allt lid þat honum fylgde. verdr hann nu bædi hryggur og ʀeidr. hann sierr nu sinn dotturson so storan og sterkligann vænann og virduligann og sierr nu huersv margann mann hann felldi med sinni atgiorvi262.

53. LOdovikus263 kongr lyser nu þui fyrir sinum monnum at Con(stanci)us kongr hefer ʀofit sȧttmȧl þeirra. og hafit hernat j landi hans. og nu seger hann at hann skal eigi leingi j kyrdvm sitia. “og af þvi at Con(stanci)us kongr hefer nv lȧtid sitt hid mesta traust þvi skal herỏr fara vm allt mitt ʀiki. og nu skal Ad(onias) eigi vnndan draga at hann nȧi eigi at fara j þessa herfor. og vinna slikt er honum byr j hug". Nu ferr ỏrvarbod vm allt ʀikid. og so vm Galicia og Aqvitania og Provincia og kemur saman ȯvigur herr j hỏfutborg Aqvilogia. þar woru j lidi .ij. kongar og hafdi huor þeirra mikinn herr. Sidan woru skip bu̇in so at þeir hofdu .ᴍ. stȯrskipa og allzkyns vȯpn og hlifar. ꜳ̋ skipvm woru herkastalar marger ef so kynne til at bera at þeir þurfi ꜳ̋ skipvm at beriazt. og sem þessi herr var albuinn kom þar Ad(onias) og þar med honum aller hans menn. ‹og›264 hert(uga)son265 sa er barizt hafdi vid hann sem fyrr var sagt. þar woru og komner þeir menn aller er fyr hofdu honum lid veitt. og woru þeir hiner mestu kappar. og so viliuger kongssyne at þeir villdo med honum bædi lifa og deyia og þȯtti þeirra flockur helldr torsȯttligur. þviat þeir hỏfdu266 hlifar ỏruggar. og hỏggvȯpn god ỏxar og atgeira og spiot biturlig. og nu sem þesse herr var buinn. og oll skip med vȯpnvm og vistum. þȧ bida þeir byriar. og epter hann fenginn draga þeir vpp segl ꜳ̋ ỏllvm skipunvm. og var so ætlad at eingi skylldi vid annann skiliazt j þess‹o›267 samfloti.

54. Þar268 skal nu nỏckut af seigia huat Con(stanci)us kongr hefzt at j Siria. hann færr niȯsn af huat kongr j Spania ætlar fyrir at berazt. og honum ‹muni›269 betra vidsiȧr at veita moti270 þessv ofrefli þvi lætur hann hafa mikinn vidbuning j landinu. og liet smida vȯpn og hlifar. og margar vigvælar med blidvm ‹og›271 skotelldi. Sidan dregr hann herr j borgernar allar þær er næst woru hỏfnum þeim er honum þotti vȯn at Spanie kæmi at. og hafdi þar sett vida valslaungr. og j turna alla bogmenn. enn j hin nedri vigskord setti hann þȧ menn er bezt woru færer spiȯtum at at þar muni þier sigur ꜳ̋ vinna". þa s(uarar) Constantinus “þat er mitt hugbod at oss sigrizt eigi vel þviat þa skipter hamingian ʀėttliga ef hon lætur ganga epter mȧlaefnum ydrum hinum fyrrvm og lizt mier ecki ꜳ̋ þav. og þat vggi eg ef eg kem ꜳ̋ hans valld at þesse hinn v̇ngi og hinn agæti herra minn frændi mun meir minnazt grimligra verka minna forelldra ꜳ̋ hans forfedur giorfvm helldur enn millde edur miskunsemda vid oss272 ef vær verdum yferkomner". Con(stanci)us kongr vard hryggr vid þessi ord og m(ælti) “ þess þyrfti son minn at þu værer ‹eigi likr›273 þinne mȯdur j spadȯmnvm. þviat ef so verdr at vit verdvm bader sigrader og fangner mvn eg marghattudum kuolvm pindur verda. enn hitt ‹hygg›274 eg at hamingian mun oss eigi med ollu enn af hende lata". kongsson snyrr nu til sins kast(ala) og aller hans ʀiddarar.

55. ‹N›w er at segia fra L(odovik)us kongi og hans herr at þeir sigla til Siriam. og sækia til þeirra sỏmu hafna er þeir fyr j kȯmv. Nu er sigling þeirra sien af landzmonnum og sagt Con(stanci)us kongi og þegar lætur hann saman kalla allan sinn herr og skipadi hverium j sitt starf. bua nu̇ sumer valslaungur edur blidur vid siȯinn. sumer fara vpp j kast(ala) þa sem vid siȯinn woru ʀeister. og þar j setter skotmenn. og woru þessir nu aller buner til sins starfs. og nu sem L(odovik)us kongr nȧlgazt til hafnar þickizt hann sia hversv fyrir var buit ꜳ̋ lande. og sȧ mikit herlid vid strondina. seiger kongr at hann þickizt þat sia at þeim mun landit veria skulu275. og bidur sina menn vidsiar veita. og þegar sem eitt skip kom at hofninne ʀeis einn hardla stȯrr steinn af strondinne. og kom nidur j þat skip sem næst var lande og brotnade allt þat vnder vard. og .iij. menn fengu bana. og hliop hann nidr j gegnvm bord skipsins. hliȯp þar þegar inn siȯrr og fylldi skipit. enn menn komuzt ꜳ̋ ỏnnvr skip. sumer woru af sundi tekner enn sumer sucku nidur. eigi var langt at bida ȧdr enn kom onnr vidrlik sending af lande su er tynde odru skipi og morgum monnum og nu̇ þottizt L(odovik)us kongr understanda at vhreint munde fyrir vera j hofninne. og segizt eigi vilia so tyna skipvm sinvm og monnum og bad forda skipunvm fra landinv. var nu so giort. og sem þeir komu v̇r skotmȧli var mikil vmræda hveriu framm skyllde fara. og syndizt torvelligt ꜳ̋ landit at ganga. lėt þȧ kongr saman kalla hofþingia og vill vita huat þeim synizt hellzt til ʀads vera. Enn kongr af Galicia lagdi þat til at skiliazt skyllde fra flotanvm leyniliga eitt .c. stȯrskipa vm nott. og leita þar til hafna er þeir mætti ꜳ̋ land komazt. og flytia so þann herr sem leyniligazt landveg. og leita at komazt ꜳ̋ vvart þeim er valslaungurnar gæta276. og briota þær sem skiotazt. þat skulv vera .xxx.ᴍ. godra dreingia og þeyta ludra so at heyra megi til skipanna og þeir megi þat at marki hafa. “sidan skulu vær skipa skialldborg af framstafni skipanna fyrir skotvm þeirra”. þetta syndizt monnum viturliga mællt. og var þetta ʀȧds tekit. og valit þetta lid. og var kongr af Galicia skipadur hofþingi þessa hers. sȧ er þetta ʀȧd gaf v̇t. og þa næstv nȯtt er allt folk var j suefni bædi ꜳ̋ skipvm og lande leystu þeir brutt v̇r flotanvm og hỏfdu byrr godann og sigldu fyst fiarre landi og sidan stefndu þeir beint at landinv. og fyrir þvi at þar var ȧdr eytt miog af vigvm monnum þȧ ʀenna þeir þar vpp af skipvnvm og settv þeir epter .cc. manna at geyma skipana. og nu sækia þeir landveg og þo meir nætur enn daga og foru þvi leyniligar sem þeir komu nærr herkast(ala) Syris. og einn morgin þa er þeir hỏfdv legit j skogvm skamt fra herkast(ala) þeirra finna þeir277 eigi fyrr enn herr þesse geysizt ꜳ̋ þȧ med ȯpi og ludragangi og brugnvm278 sverdvm hỏgga og leggia allt þat er fyrir verdr og fellr þar hverr vm þuerann annann. og verdr þar mannfall mikid. Nu hlaupa aller v̇r kast(alanum) til lids vid hina. enn þo woru þeir so ȧkafer og marger er til komu at hiner hėlldu ꜳ̋ flotta er fyrir woru. þeir sem þvi komu uid. eda woru drepner. ʀȧkv þȧ sumer flȯttann. enn sumer brutu blidr og allar þeirra vigvælar. so og trėkast(ala) er bogmenn woru j setter. epter þetta lỏgdu þeir elld j og brendv vpp allt saman.

56. ÞEir sem ꜳ̋ skipunvm woru heyrdu nu ȯp og lu̇dragang ꜳ landit upp. og nu bidr L(odovik)us kongr at þeir skuli at landinv hallda sem skyndiligazt og so giora þeir og helldu nu̇ at landi j þær somv hafner sem þeir woru fyrr. Enn flȯttamenn er fyrr var fra sagt kȯmuzt ꜳ̋ fund Con(stanci)i kongs og sogdu honum oll þesse tidindi. og sog‹d›uzt279 eigi vita huadan þessi herr var at kominn. enn hugdv þo at kongr eda hert(ugi) væri formadur þessa hers þviat ȧgætt merki uar fyrir borit og ꜳ̋ markat med gull ein konglig kru̇na. þa s(eger) kongur “bysna skal til batnadar. og mun sidar betur takazt". og nu læt‹ur›280 hann blasa saman ollvm sinvm herr og skunda til hafnanna og ætla281 at veria þeim landit sem fyrr enn þat sȯttizt þa eigi. þviat þeir woru nu ꜳ̋ land komner. þa woru og ꜳ bak komner ʀiddarar med konginum. og nv̇ kemur þar at þeim Con(stanci)us kongr og veiter honum þegar ȧhlavp med ȯpi og eggian. og nu tekzt hin hardazta oʀuzta. og þegar sett med storum hoggum og nu ʀidur þegar framm hinn agæti Ad(onias) ꜳ sinvm gȯda hesti. og ꜳ adra hond honum hinn frækni Albanus hert(uga)son fȯstbroder hans ecki dæliger bleydimonnum vnder bru̇n at lita. þeir ʀida nu fram j herinn og drepa margann mann bædi med spiotvm og sverdvm. Enn fyrir þvi at dagur var miog lidinn enn Con(stanci)us hafde eigi slegit vid ollvm sinvm afla þa lėtti hann vndan at sinne. þviat afli sa allr sem hann hafdi haft af Chananea var eigi til hans kominn. þviat þeir sȧtu282 j borgvm þeim er þeim woru lenar j at vera. og son hans med sinvm ʀiddorum er miog var ȧgætur. gefzt nv upp bardaginn. og for Con(stanci)us kongr heim j borgina Anthiochia. og þa kom til motz vid þa L(odovik)us kong herr sa er drepit hafdi kast(ala)mennina og eytt ollum þeirra vigvælum vid siȯinn. hann fagnar þeim agæta uel og taka nu aller hofpingiar sitt starf. og fara nu j þann stad er fyrr settu þeir sinar herbuder. og grafa stor dike og buazt vm vel og fȧ til bryggiur og þa hluti er þarf. og var þetta giort næsta dag epter oʀuztona. enn Con(stanci)us giorer nu bod epter lidi sinv þenna dag. og dregzt þar nu saman oflyandi herr og byzt nu sem bezt til oʀuztu. og epter þat sofa þeir af þessa nott. Enn at morni buazt huorertveggiu til oʀuztv og taka nu̇ hesta sina og bva med brynivm og sodlvm. þeir sem ꜳ̋ hestvm skylldv beriazt. og woru til þess ætlader þeir sem vanazter woru og fræknazter j huor‹um›tueggia283 herr j turniment ath ʀida.

57. Nv284 skipar Con(stanci)us kongr lidi sinv j fylkingar. vill hann siȧlfur vera j einne. og meginherrenn allr sa er eigi var ꜳ̋ hestvm. og skylldi þar hans merki framm bera j þeirre fylkingu. “j annarri fylkingu skulu vera ʀiddarar vorer. þar skulv vera fyrir setter hert(ugar) .ij. hiner fræknuzty Balldack og Benevent. þar skal og merki fyrir bera. hina þridiu fylking skulu hafa Chananei. ero j þeirre .xxx.ᴍ. og er þar merki fyrir borit”. Epter þetta lėt Con(stanci)us kongr herr sinn vera j hlė undan285 vindi og talade hann so fyrir lidinv at allur herrinn mȧtti heyra huat hann mælti. hann tok so til mȧls.

58. “Goder viner" seger hann “nu̇ er kominn sa time er oss byriar vel at giora enda ꜳ̋ þesse hinne lỏngu deilu so at vær mættvm vm sider j nȧdvm sitia j woro landi og ef so uel villdi takazt at sȧ horkonvson Ad(onias) yrdi sigradr sem af hefer hlotizt þessi orȯe og ȯnȧder þa væri oss frelsit j hendi og allt þat er vær vilium at hafazt. og mun su vȯr frægd leingi vppi vera. giỏrvm þȧ hina fyrstu hrid at þeir fysizt eigi miog til annarar. megum vær þat hugsa at sa kemzt eingi burt er feigr er. þo at likaminn sie daudr þȧ lifer þo hans frægd þviat til munu nỏckurer verda fra at segia. Nu mun ecki morg eggianarord vid ydr þurfa at hafa. þviat sialfer munv þier hugsa a frægdina. og so eigi sidur ꜳ̋ nȯg audæfi er þier skulit vpp taka bæde af oss og ydrvm ovinum. son minn skal koma þeim j opna skiolldyv sem ꜳ̋ hestvm beriazt. mun þar vera Ad(onias) j þeirre fylkingv. þviat hann skal mæda sig ȧdr j oʀuztv. vænti eg þvi at vmskipti megi ꜳ̋ verda". sem Con(stanci)us hætti sinne ʀædv þa hietv honum aller286 godri fylgd og bua sig til orrusto.

59. Lod{o)vikus287 k(ongr) hefer nu fylgt lidi sinu og skipt j fylkingar. setti hann fyrir eina288 riddara sinn Ad(onias) og med honum Albanus289 þann agiæta ʀiddara er fyrr var fra s(agt) og aller hans kumpanar og eigi sidr þeir kappar er fyrr veittu Ad(onias) lid. en adra fylking setti Lo(dovikus) serlega mot Kananæis. þar var fyrir settur k(ong)r Friderikus af Galicja. en Lo(dovikus) hafdi sialfur enu .iij og med honum sialfur meginherinn af Spanie og voru þeir ætlader moti her Co(nstancius) k(ongs). Lod(ovikus) talar fyrir sinu lidi suo s(egiande) “Þat er ydr kunnigt huer navdsyn oss berr at sækia fodurleifd þessa ens unga mannz og ens agiæta A(donias) sonar Mar(silij) k(ongs) og hefna þeirra suivirdinga og suika290 sem honum hefer gert hin jlle suikari C(onstancius). vænter ek þess at mune os ganga at malaefnum. ottizt eigi þat goder viner at þessi hin ungi madur mune eigi mykla aumbǫn veita ydr fyrir ydart starf ef þer vinnit honum landit til handa og fellit suikaran fǫdurbana hans. standit vid sem fastazt og felmte291 eingi ne rasi fyrir rad fram og geymi þar stodo sem honum er skipat og hlifi huer audrum en þeir hlifi ser er sarer eru. eigi þarf ek fleiri eggianarord fyrir ydur at hafa. þuiat þer erud aller reynder at hiartapryde”. aller toku hans mali uel og hietɔ honum sinni framgongo.

60. NV flytiazt þeir vt af landtiolldum sinum og taka nu til sinna ludra og blasa j og suo gerir nu huortvegi herin og dragazt nu allar þessar fylkingar .vj. saman og sla vpp heropi og matti þar þickia þeim er ouaner voru mikit undur. Ok þessu næst vill Lo(douikus) k(ongr) vid aunguan meta at vekia þessa orrosto og skaut spiȯti j lid Co(nstancius) k(ongs) og kom ȧ einn rikan baron og flaug j gegnum hann og þotti þat siguruænligt er k(ongr) sialfur hefer vakit fystur manna orrosto og rodit fystur manna þenna voll. “Vort ‹er›292 et fysta uig" s(eger) k(ongr) “og sækit fram betur. Nu hefzt þegar hoggorrosta med miklvm ny og vopna braki. Sumer hoggva en sumer legia en sumer hlifa. Nu briotazt fram kappar j huoratvegio fylkingu og fellur mikill fiolldi af huorumtvegivm og þekiazt nv vellirner af daudum monnum. þar verda morg tidendi a skamri stundo. þuiat marger senn falla til jardar. og eigi ma en sia huern ueg hniga mun orrostan. en þo fiell fleira af Co(nstancius). hann var sialfur j framanverdri fylkingu sinne og egiar sina menn og berr þa med spiotskapti er hann hiellt a er honum þotti slæligar293 beriazt og þa er miog var lidit a daginn snyzt mannfallit me‹i›r294 j lid Co(nstancius). en saker þess at menn hafa eigi frædi e(dur) mine til haft med nafni295 at merkia þa menn alla er bezt hafa fra‹m›296 geingit og flestum hafa at skada ordit. Þa verdur þar vm at lida til frasagnar at færa. J anann stad briotazt amoti fylkingar Galicie og Kananæis og eru huorirtuegiu ener akofvztu. Kananæi voru harder en Galicie voru kostgiæfer og kappgiarner. og var þar odduiti fyrir þeim orvgur og agiætur k(ongr)inn sialfur. Egiar hann fast sitt lid og s(eger) at betur samdi at þat syndizt a þeim at þeim hafi ȯþyrmi297 til dregit at ueita lid suikaranum og þat se mikil vanvirding “ef ver einer skulum osigr fa en aller adrer sigrizt". Aller skipuduzt vel vid haris eggian og nuduzt298 fram med opi og kalli og tokzt þar grimlig orrosta og eru Kananæi akafer þuiat þeir voru fuser a fiefong þuiat þeirra land var longum ʀænt og ruplat þuiat þar var herskat miog og voru þeir vaner hernadi og voru þeir harder miog og hugpruder og var þar af þui allhord orrosta og mannskiæd og fiell mikill fioldi af huorumtvegium og halladizt meirr bardaginn a Kananæis og þo borduzt þeir af mikilli pryde og hvoreger vilia fyrir odrum vægia og helldr vilia þeir falla en flyia og þo med þui at mikill var fioldi hersens huoratuegio og skiptvzt þeir vid iafnan og hopvdo aptur þeir er adr voru moder af sokn e(dur) suo sarer at eigi voru færer j orrosto at vera. Suo borduzt þesser hvorirtvegio allt til kvellz at eingi vrdo umskipti299.

61. ÞAr er nu nockut fra at s(egia) at riddar‹ar›ner hefia sinar atreider. Ad(onias) s(on) Mar(silij) k(ongs) var fuss at reyna sina atgiorfi sem hungradur haukur til bradar og slikt sama hans suara broder300 Albanus fyrir bui at þeir voru fremster af Syris sem agiætazter voru og þui stefndo þeir bader fram sinn at huorum riddara og logduzt amot med styrkre hond og sterko afli og gengo sundur fyrir Syriamonnum burtsteingurnar. en þeir fostbrædur laugvdo sitt spiot j þeirra hiartablodi þuiat þeim hlifdi huorki skiolldur ne brynia og nu ottuduzt þeir miog af þeim atburd sem næster voru stadder og leitudo anars stadar fram at leita301 og giorezt nu mikil atreid med ymisligum atburdvm. sumer woru j gegnum lagder og steyptuzt med þvi ꜳ jord. Sumer woru miog jafner og kom huorgi odrum af hestinvm. under sumum falla hestarner. og so ogurlig var þessi atlaga at vida var vid himne at siȧ skillder og skaptabrot. sumstadar hendr og fætur manna. enn j sumvm stodvm umturnadi hestunum og hỏrfdv fætur j lopt vpp. Eingi vard sa fyrir atreid Ad(onias) at eigi verdi annadtveggia af at falla hestinvm edur spiotid j gegnvm hann at ganga. og vida var nu at siȧ hestana liggiandi og spiot og skiolldv grundina hyliandi. og slikt sama vinnr Albȧnus hinn frækni morg ȧgætisverk. og snyrr nu hier mannfalli j lid Syros. og taka þeir nu at falla morgum .c.302 og þar kemur at Syri woru buner til flȯtta.

62. J þessv bile lykzt upp kastali sȧ sem j sat Constantinus son Con(stanci)i kongs og ʀida þar vt .cd.303 ʀiddara vel buner at hestum og vȯpnvm og ȧgæta frækliger. enn þo bar einn langt af ollum. Enn þat var Constan(tinus). hann ʀeid so stȯrum hesti og vænum at eingi hafde sied slikann j þvi landi. hann var sniȯhuitur vtan eyru og tagl. þat var huortveggia suart sem hrafn. hann hafdi skiolld allann med gulli buinn. og ꜳ̋ markadur lėo. j þeim skilldi woru marger hiner ȧ‹g›ætuztv304 gimsteinar. og þessi skiolldur gaf af sier yfrid liȯs þo at hann væri j myrkri borinn. hidlmurenn allr logadi sem elldur af lysigulli og gimste‹i›num305 og so hardr at ecki vȯpn mȧtti ꜳ honum festa. skiolldur var bædi þyckur og þungr med dyraskinnvm limdur og filsbeine. panzaren var med skært gull giỏrr. Sỏdull hans var allr vmm bogana ȧmaleradr. og hino skærazta silfri buinn. brynia hestzins var med gulli giỏrr og so woru hans brynhỏsur. hann hafdi stȯrt og agætt sverd og af gulli grafinn fetillinn med meistaradȯm og buin oll vmgiordin med gull. hann hafdi digurt spiotskapt. og ꜳ̋ framanverdri stonginne var einn gullstv̇ka med merki meistarliga giỏrfv. eingi keisarason j ollvm heiminum mȧtti vera virduligar buinn og meira ʀikdȯm ꜳ̋306 sier bera. Sialfur var hann mikill og hæverskliga vaxinn. þessir ʀida geyster til bardagans þar sem ʀiddararner bordvzt. Constan(tinus) ʀidr pegar at einvm hinum fræknazta ʀiddara þeim er var af Spania. sȧ hafdi marga at velli lagt þenna dag. Constan(tinus) leggr sino spioti j skiolld hans so sterkliga at skiolldurinn iarnspein‹g›dr307 klofnadi j sundr og geck j sundr brynia hans. enn spiotid geck j gegnvm hann. skavt hann honum daudvm langt af hestinvm. og þegar ʀeid hann at ỏdrum og hinvm þridia. og veitti ỏllvm hid sama embætti og aller hans kumpanar woru hiner mestv ȧgætismenn og drepa þeir marga ʀiddara af lidi Ad(onias) og so mikit giora þeir af sier at þeir ʀėtta aptur alla fylking er ȧdur var at flotta komin. marger fellu nu senn til iardar so valla mȧ hestunum hleypa fyrir daudvm monnum skiȯlldvm og spiotskaptabrỏtvm. Enn j sumvm stodvm lȧgu dauder hestarner ꜳ hals hỏgner edur spiȯtvm lagder. enn sumer hlavpa med tȯmvm sodlum gneggiande vm herrinn. Constan(tinus) færr nu sina burts‹t›aung308 einмm skialldsveini til geymslv. “og haf til reidv þȧ eg þarf til at taka" seger hann. og nu tekur jungkæri Constan(tinus) til sins suerdz og hoggr nu til beggia handa. woru þeir flester at eigi þurftv til bana meir enn eitt hogg. og so ferr hann geysiliga og ỏgurliga j hernum at hann ȯttaz nu aller þeir j mȯti stȯdv. þetta sier nu Ad(onias) og Albanus. þȧ m(ælti) Albanus. “Sie hversu þessi ʀiddari steyper morgum gȯdvm dreing ꜳ̋ iỏrd. og þat mȧ eigi leingr þolazt. og vil eg mȯti honum ʀida ef þier lofit at eg ʀeyni mig ꜳ̋ honum". “veit eg” seger Ad(onias) “at þu munt vera mier fræknari. og j ollvm hlutvm betur at jprottvm buinn enn eg. Enn þo fyrir kappsaker ann eg þess aungum vtan sialfvm mier at profa huor annann mȧ yfer koma. enn þu̇ munt min hefna ef eg fæ minna hlut”. “eigi er eg til þess færr” seger Albanus “at yferkoma þann er þier sigrizt eigi ꜳ̋. og ef þier latizt fyrir honum þȧ ynda eg eigi odrv enn fȧ slikann dauda af honum sem þier fait".

63. HJer309 epter ʀidr Ad(onias) framm j ʀiddaraherrinn. og stefner þar at sem Con‹s›ta(ntinus)310 drap ʀiddarana til beggia handa sier. hann sierr nu og þat fullgiorla hvar Ad(onias) ʀidur og þickizt vita at hann mun nu koma j fulla ʀaun. og hann mun allz megins kosta verda og atgiorda sinna ef duga skal. og vikur nu aptur bidiandi sinn skialldsvein fȧ sier sitt glawel311. og sem hann hafdi þat fengit ʀidur hann mȯti Ad(onias) og gefzt þeim nu nȯg rv̇m til vtʀeidar. hestar þeirra woru nu þeyster med sporum og hlupv so ȧkafliga sem fugl fliugandi. og j þeirra samkomu vard mikill gnyr og brestur er spiȯtin gistv skiolldvna. þviat hvortveggi neytti sins afls enn hestar þeirra woru so sterker at hvergi viknudv. enn huorgi halladizt j sinvm sỏdli. Enn fyrir þvi at eitt hvert annat hlaut fyrr at bila enn afl ʀiddaranna. og þo at þeirra spiȯtskỏpt væri sterk og digr þa brustv þau þȯ j sundr. enn þann brest heyrdi vm allann herrinn. og broten spiotskaptanna flugu yfer hỏfud þeim. þar næst brvgdv þeir sinvm sverdum. hỏggr þȧ huorr til annars bædi ‹stort›312 og tidvm so varla mȧtti augv ꜳ̋ festa enn elldurenn geisladi og glæddi um þa sem vr afli stæde af samkomu stalanna og eing‹i›313 madur þottizt hafa siėd ogurligra vig tveggia manna. og af þeim grimma bardaga er þeir giordv og huorr villde giarna ỏdrum fyrirkoma. þa fyllduzt hestarner grimleiks. og taka at bitazt vnder þeim jafnfram hogga vidskiptvm þeirra. so leingi geck þetta einvigi at ollvm þȯtti þat mikil vndur at þeir woru eigi sprvngner af mædi. og þo vm sider þȯttuzt þeir sia at Constan(tinus) tȯk at mædazt og so hestur hans og for nu helldur ꜳ hæl undan. Enn Ad(onias) var þvi ȧkafare so sem hann hefdi ecki at hafzt og þo tȯkv þȧ miỏg at spillazt þeirra hlifar þȯ at þær væri traustar. þviat þær woru nu meir ʀeyndar af stȯrum hoggvm enn nỏckurn tima fyrr. hestur Ad(onias) var þvi akafare og grimmari sem hann fann at hinn fȯr helldur ꜳ̋ hæl. og þȧ þȯttizt Constan(tinus) siȯ hversu fara mundi. og saker þess at hann hafdi ȧdr þeir funduzt miog mætt sig ꜳ þeim storum kỏppvm er hann hafdi vnnit. og sem minzt var von keyrer Constan(tinus) sinn hest spȯrvm og hleyper burt fra bardaganvm. og honum fylgia aller hans kumpȧnar þeir sem lifdu. og þo hafdi hann lȧtid ȧdr .c. og .lxxx. sinna manna. og medan þetta einvigi stod hafdi Albanus eigi ecki at hafzt. þviat hann og hans menn hỏfdu ʀėtt þat skard er þeir hofdv latid og med sinne hende hafde hann fellt .Ix. ʀiddara. var þȧ og at nott komit. og var þvi næst fridskilldi ꜳ̋ lopt halldit og epter þat fela þeir sverdin j slidr og lȧta siga skiolldvna. og fara sidan heim til sinna herbu̇da. og var so margr epter liggiande daudur ꜳ̋ þeim viguelli at varla matti telia. enn þo var myklu fleira fallit af Con(stanci)us kongi. þviat L(odovik)us kongr sȯtti at med akefd. og woru marger buner til flȯtta ȧdur nottin bannadi þeim at beriazt. og leita nu huorirtueggiu til sinna herbuda og binda sar sin. og sem mædin var af þeim taka þeir at snæda og drecka. og leggiazt sidan til suefns og sofa sem þȧ lyster. sidan standa menn j klæde sin. og ganga sidan at snæda og drecka gott vin og buazt sidan til oruztu.

64. Þȧ314 er menn woru herklædder og af letti hinv mesta vȯpnabraki og okyrrleik þȧ kuaddi L(odovik)us kongr sier hliods og taladi fyrir lidi sinv og m(ælti) so “Nu er sa dagr kominn er vær megum oss til frelsis vinna ef hamingian vill oss sinna. ero þeir og hier marger at nu mun mȧl þickia ath vitia sinna fȯsturjarda315. og med þvi at nu er ordin mikill lidsmunur þa skal skipta lidi woru. skulu .iij.ᴍ. hraustra dreingia fara leyniliga fra herbudvnum og liggia j leyni hiȧ borginne og koma þeim þȧ j opna skiolldv ef þeir vilia flya til borgarinnar sem mig varer at ꜳ̋ þessum degi munu þeir syna oss bak sitt ȧdr lėtti. Ad(onias) minn fostrson skal hallda fylkingv sinne og vænter mig þo at þeir Constan(tinus) finnizt j bardaga sem fyrr at hamingian skipte ʀėttliga þeirra j milli. nu berr so til at Ad(onias) vinne vnder sig sina fỏdurleifd. þviat vær skulum honum sigurenn skenna ef fæzt. þȧ megi þier þat hyggia at þeir munu eigi til einskis starfa er honum fylgia j þessi herfỏr. þvi þeir skulu aller hans menn vera af vȯrum herr sem honum vilia fylgia. og alla þȧ mun hann giora meire menn enn þeir erv ȧdr. Enn þat er fullreynt at ydr mun eigi þurfa at eggia. þviat þȧ þurfti eigi þess er ȯvisare var sigurinn enn nu er". Aller giordu godann ʀȯm at mȧli hans. og sỏgdv at þa skylldi ‹eigi›316 skorta kostgæfd til at fylgia framm sinum sigri. Nv fara þessir sem skiȯtazt sem skipat var leyniliga fra herbudunvm og komazt vnder borgina so at Con(stanci)us verdr eigi var vid. Enn þo byrr hann sig enn til oʀuztv. og tiȧr þat enn fyrir sinvm herr. at hann vænter enn fyrir tvenna grein at hamingian mune snua hiolinu ỏdru vis enn nu er til ætlat. “su er onnr vȯn sigurs vȯrs at vær væntvm at son vȯr verdi hamingiudriugur. og þat at drottningin hefer af317 sinne stiornv jþrott þat fyrir sagt at hennar afspringi mundi hier j Siria ʀikia og fȧ allann veralldar frammgang. og treystvm af þvi" seger hann "at þessi spasaga fyllizt. og veitvm þeim ȧhlaup af ỏllu megni. og vitvm ef þeir vikni fyrir. og ef so verdr kostvm allz megins". Epter þetta ferr Con(stanci)us kongr v̇t af borginne med alla viga menn. og so þeir er j herbudvm woru og fylkia nv ollu sinv lide. og j annann stad ʀiddaraherr. Epter þetta koma til lids vid Con(stanciu)m kong þrir brædr þess sterka og stora ‹mannz›318 er fyrr var j sỏgunne nefndr er Grimalldus het. Einn þeirra het Margamur annar Melodias. þride Gorgonius319. þeir hỏfdv upp fæzt j ey þeirre er j Krit320 heiter. af ætt Jovisar woru þeir aller brædur kyniader. og þvi woru þeir myklu meire og sterkare enn adrer menn. þeir hỏfdu mikinn herr og ætla þeir at hefna sins brodr ꜳ Ad(onias) þviat þeir hỏfdv frėtt til þessar herferdar. og verdr nu Con(stanci)us kongr allfeginn þeirra komu. þviat þeir woru vaner hernadi og hỏfdu jafnan sigur haft. og þicker nu̇ hernvm vænna til sigurs enn fyrr. og ero nu̇ fuser til oʀuztv og skulu þessir .iij. brædr snuazt til ʀddaralids med helmingi sins lids. enn annar helmingr geck j lid med Con(stanci)o kongi. og setia sier nu nyann vigvỏll og fylkia þar ꜳ̋. og sem L(odovik)us kongr var kominn skamt fra herbu̇dym heyra þeir annann veg marga ludrasveina blȧsa og vndrazt þetta miog og þessv næst siȧ þeir jȯreyk mikenn. og j þessu kemur til þeirra niosnarmadur v̇r borginne og seiger þeim þav tidindi at fyrr sagder brædr ero þar komner med mikinn herr til mȯtz vid Con(stanci)us kong og ætla nu at hefna sins brodur. og woru aller hinv mestu kappar. og nu̇ hyggia þeir at huat fylgia mune þeim mikla ludragangi og joreyk er þeir heyrdu og sȧ. og nu lita þeir bratt mikinn herr geysiliga fara og þangad stefna. þa m(ælti) L(odovik)us kongr “þess mundvm vær þurfa at eigi væri þessir vorer motstỏdvmenn. þvi at þo mun Con(stanci)us kongr verda nȯgu liddriugr. ef þessir vilia enn honum veita”. Nu nȧlgazt þessir og woru hier merki fyrir borin. og kenna þeir nu̇ skiỏtt at fyrir þessv lide woru fyrr sagder hertugar Berad og Fȧbricius af Tyrȯ og Sydon. og verdur þar hinn mesti fagnafundr. og er‹v›321 þeim nu kunnig giord fyrr sỏgd tidindi. þeir sỏgduzt og spurt hafa herfỏr þeirra L(odovik)us kongs og brugdu vid þegar þeir frettv þat. og bioda enn sem fyrr allt sitt lidsinne. enn kongr vill þat giarna þiggia. Ad(onias) ʀidur nu til hertuganna fagnande þeim med mikilli blidv þackandi fyrir þat er þeir hỏfdv eigi vnder lagizt edur samþykt þeim fu̇la suikara er drottningina hafdi svikit til samrædis vid sig og drepit fȯdr hans. Enn þeir fỏgnudv honum med allri blidu og sỏgduzt ecki annat vilia samþyckia enn gefa honum kongs nafn yfer ỏllv Siria. og gefa þeir sig nu̇ og sitt ʀiki j hans valld. þetta þackar kongsson þeim margfalliga og epter so giort skiptv þeir lidi sinv. skal Berad hert(ugi) vera j lidi Ad(onias) og med honum hȧlft lid hert(uganna). Enn Fabricius skal ganga j lid L(odovik)us kongs. spiot þau er þeir Albanus gȧfv Ad(onias) vill hann nu̇ j strid bera. og nv̇ fylkia þeir lide sinv ỏllv og hafa framm at vigvelli. og þar næst er heropi upp lostid og siga saman fylkingar. og þegar skaut sinu spioti huorr j lid C(onstanci)i kongs L(odovik)us og Fabricius hert(ugi) og vekia þeir so ỏʀuztuna at huortveggi hafdi sa bana er fyrir vard. Nu eggiar Con(stanci)us sitt lid. og ʀidur geysiliga framm j heirinn. og tekzt snu grimlig oʀuzta. og ganga nu bædi hỏgg og lỏg. minnazt þeir nu sem med Con(stanci)o woru hans orda og þȯtti vȯn sigurs. og ganga so fast at j fystv at fylking L(odovik)us kongs fȯr ꜳ hæl. og felldu marga þȧ er framarliga stodu. þetta sier L(odovik)us kongr huersv hardliga at þeir fara og kallar hann hȧtt og bidur kempur sinar framm ganga hart og hermanliga og lȧta eigi þessa menn vinna sigr ꜳ̋ þeim.

65. ÞEtta sierr og heyrer hert(uginn) Fabricius og bidr sina menn framm ganga diarfliga og ʀidur hann so322 geystur þviat hann var ꜳ̋ hesti. og so kongrinn L(odovik)us. hann kemur nu at þeim kappa er Arvel het. og leggr til hans grimliga med sinv spiȯti og falsar þat hans skiolld og bryniu og hliȯp þetta spiot j gegnvm hann. og hnigur hann daudur ꜳ jord. og þegar epter ʀidur hann at odrum og sæker sȧ hid sama eyrindi. Nu sier þetta Fȧbricius hert(ugi) og eggiar fast sina menn. hann ʀidur nu snarliga framm og fylgia honum hans kappar. þeir koma nv at fylkingu Con(stanci)i kongs og hoggua til beggia handa og var nu morgvm syndr sinn endadagr. og ʀėttv þeir aptur ꜳ̋ skamri stundv þat sem hopat hafdi þeirra fylking. Fabri(cius) hert(ugi) ʀidr framm j midia fylking Con(stanci)i kongs og drepur hvern mann yfer annann. og alldri hafdi hann fyrr ȯdare verit enn nv. og hafdi ỏll sin vȯpn drifin med dreyra og bȧda sina armleggi. og allr hans skare sem hann hafdi med sier. og stendur nu̇ ecki vid þeim. hrỏckr nu allt vndan þeim þat sem fyrir verdur. og nu sier Fȧb(ricius) hvar framm brunar merki Con(stanci)i kongs og snyrr hann þar til. enn þar var þyckuzt fylking kongs og skialldborg sett yfer konginum og sækia bader hofþingiar þar til. L(odovik)us og Fab(ricius) og aller þeirra hinv mestu kappar. og drepa nu allt þat fyrir þeim verdr og ʀiu̇fa skialldborgina og drȧpu merkismannenn og hiuggu j sundur merkisstỏngina og fėll þetta allt saman ꜳ̋ jỏrd. og nu sem þetta sier Con(stanci)us kongur þicker honum miog at sier þreyngt. og af þvi at hann var hinn mesti fullhugi hirder hann nu ecki ym merkit og huxar ecki vtan ꜳ̋ frægdina. tekur nu skiolldinn og sitt gȯda suerd og hỏggr til beggia handa og eggiar nu fast sina menn til hefndar. og ʀidr j fylking L(odovik)us kongs og veiter skada morgum gȯdvm dreing. og honum fylgia nu marger þeir er vel woru hugader og giora þeir aller saman mikinn skada og vmturnadi snu ꜳ̋ skamre stundv margs mannz fỏrlỏgvm.

66. Nu323 skal þar til taka þviat eigi mȧ alla hluti j senn segia at ʀiddararner hefia sinar atʀeider. Nv var hinn ȧgæti Ad(onias) fyrir ʀiddarahernum. Og var nu j hans fylkingv merki hans framm borit. Og þeim j mȯti koma fyrr sagder brædr. og woru af þvi audkender at þeir woru meiri og sterkare enn adrer ʀiddarar. og ætla þeir skiȯt vmskipti at giora. og at vmturna lifi Ad(onias) kongs ꜳ̋ skommv bragdi. Enn þeim mun eigi þȯ so gefazt at hann standi einn vpp. þviat þeir Berad hert(ugi) og Albanus skipudu sier eigi langt frȧ honum. og epter þetta ʀida hvȯrer ỏdrum j gegn og hefzt hier nu̇ ogurligur atgangr. Og leggia huȯrertueggiu sem tidazt og briota sin skỏpt enn sumer tvmba af hestunvm edur woru lagder j gegnum. og verdur þetta med ymisligvm atburdvm. Enn fyrir þvi at j huȯrvtveggia lide woru miklir ȧgætismenn at afli og hug þȧ verdr sỏgunne til þeirra at vikia og þȧ atburde at inna er þar giorduzt324. fyrr sagder .iij. brædur woru miog fu̇ser at hefna sins brȯdur. þviat þeir treysta bædi afli og atgiorvi. og pȯttuzt hafa ʀėttlig mȧlefne og þvi ʀida þeir j fylking Ad(onias) og fyrir þeim fellr margur godur ʀiddare af sinvm hesti daudr til iardar. og snu̇a þeir med sinvm krapti miklu mannfalli j lid Ad(onias) og ef þeir fa aungan hnecki sinnar framgỏngu þȧ munu þeir mikinn skada giora ꜳ̋ lide Ad(onias) kongs. Nu stefna þeir framm j herrinn at Ad(onias) kongi. og nu siȧ þeir þetta Bėrad og Albanus og keyra sina hesta. og drepa hvern ʀiddara er fyrir þeim verdr og komazt framm at fyrrsogdvm brædrym. annar þeirra stefnde at Margamur. enn Albanus at Gorgonio. Enn Melodias var þeirra sterkaztur og mestur kappi og snyr hann mȯti Ad(onias). þetta sierr Ad(onias) og kemur þat j hug at honum mun koma nȯg mædði ef kast(ala) ʀiddarar koma at honum. og þvi tekr hann spiȯt þat er hert(uginn) fader A(lban)us gaf honum. og nu sem hann sierr huar Melodias ʀidr einvm fil stefnandi at honum ‹og þa skaut hann at honum›325 fyrr sogdo spiȯti. og misti eigi. helldur flaug j augat inn vmm hialmraufina og aptr j gegnum hnackann. og fėll hann þegar af hestinum daudur. og nu woru þeir saman komner Albanus og Gorgonius. Enn j ỏdrum stad Margamur og Berat. og brotna hvoratveggiu spiȯt j þeirra samkomu. og epter þat taka þeir til sinna sverda og beriazt afburdar frækliga. og eingi þottizt sied hafa slikt vig so agætligt. þviat varla mȧtti ꜳ̋ þeirra hoggvm auga festa. enn huorirtveggiv woru hiner mestv kappsmenn. J þessu bili lykzt vpp kast(ali) kongsonar og ʀidr nu v̇t Constan(tinus) son Con(stanci)i kongs so buinn sem hinn fyrra dag. og aller hans kumpanar. og ʀida þegar til bardagans. og snua þar at sem Berad og Margamur eigazt vid. Ætla þeir skiȯtt at skacka med þeim og veita Berad liflat. og nu berr at Ad(onias) kong. og tȯk þegar þat annat spiot er hert(uginn) gaf honum og skaut þvi at Margamur. og kom hann eigi fyrir sig skilldinum og flaug spiȯtid j gegnum hann. og fell hann daudr af hestinvm. og woru nu fallner .ij. af þeim brædrum fyr sogdvm. og sem þessi atburdr var ordinn ætlar Constan(tinus) at hert(uganum) og villde hefna þessa mikla kappa. og sem þat sier Ad(onias) kongr kallar hann og m(ælti) “Minztv Constan(tinus)" seger hann “at vid hofvm ei til lykta leitt ockart einvigi og þess annars at þv ȧtt ꜳ̋ mier at hefna þessa mannz er nu fell af hesti. og nu sæk at mier saker þins manndȯms. enn ecki þarf þier hugarpryde at frya“. og nu sem þetta heyrer Constan(tinus) snyrr hann j moti Ad(onias) kongi. og munv þeir nu̇ til lykta leida sitt einvigi. enn þo skal nu̇ fyst fra þvi segia er þeir Albanus og Gorgonius eigazt vid. at epter þat er spiȯt þeirra woru j svndr brotin tȯku þeir til sinna sverda og hỏggr hvortueggi bædi stort og titt. og sæker Gorgonius grimliga. þviat honum þicker eigi betra lif enn hel er hann sier brædr sina dauda liggia m vigvelli enn þo at hann væri bæði stȯr og sterkur fimur og frækinn þȧ ꜳ̋ hann pȯ nu̇ vid þann vm er hann mun allz þessa neyta verda j fremsta pungt. og þo eigi vist huort honum duger. og nu̇ hỏgga þeir bædi ȯtt og tidvm enn sverd þeirra woru huỏss og hỏfdv hardar eggiar og varla kunnv þau at sliȯfazt þo at þau kæmi j stȧl edur hlifar enn saker þess at Gorgonius hafdi eigi so ỏruggar hlifar sem Albanus þa tȯku þær miog at spillazt. og hiȯ Albanus med so mikilli list at af geck hvern tima þat er hann ætladi hiȧlmi edr skilldi panzara edur plȧtv. og þar kom ath holld og hỏrund hans tȯk hỏggym at mæta. enn þȯ at sȧrin bærizt ꜳ hann þa dignadi hann eigi vid þat326 helldr hitnadi hans ʀeidi æ þvi meir og greidde hỏgg þvi stære. þviat hann hirder nu ecki vm lifid. og hỏggr æ sem tidazt. þetta leidizt Albanus og tekr nu at þrutna hans ʀeidi. og hitna hans kapp og veit hversv mikit hann ꜳ vnder sier. og hỏggr nu af miklu afli til hans j þann hlut skialldarins sem epter var. og klofnadi hann sundr j midiu og af hondina hægri þar sem hann hėllt mundridanym og ꜳ̋ lærid vinstra fyrir ofan sỏdulinn og nærr j sundr so at litt loddi vid. þa brosti Gorgonius og m(ælti) “Nu veitter þu mier mikit embætti ok vil eg nu giarna bida annars meira. lȧt nu þitt suerd syngia j minv hȧlsbeini. þvi eingi er vȯn j at eg vili lengr lifa”. hann fleyger suerdino langt j burt. og slitur af sier hialmbondin og kastar burt hiȧlminvm. Og lætur framm hỏfudit yfer sỏdvlbogann. enn Albanus dualdi at hogga hann og baud honum lif at þiggia. senn hann villdi þat med aungu mȯti. og m(ælti) so. “veit mier þa sæmd. hinn dyri dreingr. at þu ʀiȯd þitt sverd j minu banablodi. þviat vær aller brædur hỏfvm hingat sȯtt vȯrt forlag enn nu þicker mier mikil vegsemd at deyia fyrir þinvm vȯpnvm". Enn fyrir því at Albanus sȧ at hann villdi ecki nema deyia. þȧ sveifladi hann til sverdinv og slȯ af honum hỏfudit. og epter þetta ʀida þeir Albanus og Berat ꜳ̋ ʀiddarasveit C(onstanci)i og lỏgdu margann fræksinn ʀiddara at velli. og þar fell oll sveit sv sem fylgt hafdi þeim brædrum. og er nu lokit fra þeim at segia.

67. Nv327 er fra þvi næst at segia at Constan(tinus) heyrdi ord Ad(onias) og saker þess at hann var bædi sterkr og fullhugi og mesti jþrottamadur þȧ vill hann fyrir aungan mun bila nė vndan flya. og snyrr mȯti Ad(onias) afburdar frækliga. og leggr til hans med sinv spioti. Enn Ad(onias) kom fyrir sig listuliga sinvm skilldi sem hann var vanur. og kom þar j spiȯtid. enn so fast lagdi hann til. og med miklu afli at þat geck naliga j gegnum skiolldinn. og hesturenn stakadi storliga miog vnder Ad(onias) þo hann væri ecki þvi vanur. og i þvi sem hesturinn spyrndi vid treystandi sitt afl. þȧ brast j sundur spiȯtskaptid. þa m(ælti) Ad(onias) “so dreingeliga var nu lagit at til þess kendi eg aungan mann j ỏllv Siria huorki vngann nė gamlann at þvilika atreid myndi giora. og mikill harmr er þat ef þv̇ likizt j þitt fỏdurkyn. og fyrir þat sama þȯ at þv̇ siert minn mȯdrbroder mun hier huorgi ỏdrym þyrma". Ad(onias) tekur nu sitt spiȯt. og skekr þat ȯgurliga. og æser framm sitt ess. og lagdi med ỏllv sinv afli til Const(antin)us enn hann sa vel vid. og sat fast j sinvm sodli sem mu̇rr væri. feck hann og vel fyrir sig komit sinvm skillde. Kom spiot Ad(onias) j skiolld hans. og geck j gegnvm og so bryniu hans og panzara. og v̇t annann tima vm ỏll hans klæde. og skar fiodurin ꜳ̋ spiȯtinv nỏckut sidv hans fyrir vtan ʀifin. og j þvi snaradizt vid kviklȧtur hestur Const(antin)i so hart at spiotskaptid brast j sundur. Nu sem Const(antin)us kendi sig sȧr hafa fengit þȧ æddizt hann vid þat og bregdr þegar sinv sverdi. og hoggr til Ad(onias) af mikilli ʀeidi. og klauf mikinn mȧna af skilld‹i›328 hans. Ad(onias) villde og eigi leingi ecki at hafazt og gaf honum slag j mȯti. og klauf allann skiolld hans nidr j gegnvm. og nu sækiazt þeir so lengi og grimliga at elldr flaug v̇r stȧlunum er þau mættvzt. og var þat lengi at menn þȯttuzt eigi vita huersv ʀeida mundi. enn þo kom þar vm sider at Const(antinus) mæddizt sem fyr. og nu hoggr Ad(onias) j hiȧlm hans. þviat skiolldr hans var allr af honum hogginn enn hiȧlmurenn bognade allr at hỏfdi hans. steinar þeir hlifdv er j stodu at sverdit matti eigi bita. Enn þo var hoggit so þungt at Const(antinus) omættizt. og fell af hestinvm. enn Ad(onias) hliȯp þegar vr sinvm sodli og a̋ hann ofan og j þvi vitkadizt Const(antinus) og m(ælti) “Sie. nu̇ gef eg vpp ỏll min vȯpn og lifit med vȯpnsottur og yferkominn. og j ockru vidskipti syner hamingian satt ʀėttlæti. þviat þv ert þess kongs son er ʀettliga var til ʀikiss kominn. Gior nu gȯdur frændi skiȯtann skilnat millvm hỏfuds mins og bols enn pin mig eigi. þviat eg hefer ‹ecki›329 framar giỏrt j motgangi vid ydr enn fylgt bodskap mins fỏdr. Enn nu er hans ʀanglæti ʀėttliga ꜳ mier nidurkomid". sidan feck hann sverdit j hỏnd Ad(onias) og bad hann med þvi sier liflat veita. “Godur freendi” seiger Ad(onias) “hvar fyrir langar þig so fast til daudans. þat veit330 menn” seiger hann “at þetta embætti skal min hỏnd þier alldri veita. þu ert minn mȯdurbrȯder. og kann vera at þv siert henne likare enn fỏdr þinvm. Nu statt vpp skiȯtt. og giordzt minn madur ‹med›331 fridi og fullkominne sætt. og kyss mig fyrir vtan fals og svik. eg trulofar þier ef eg fæ nu mitt ʀiki at þv skalt med truligre þiȯnuztv mier veitande vera hertogi minn. og þiner fylgiarar sie ydrer ʀiddarar. og gefizt þo ȧdr ꜳ mitt valld". Constan(tinus) vard nu gladr vid hans ord og stȯd þegar vpp og ʀann ath Ad(onias) kongi. hann fadmande. og honum þat fullkomliga tru̇lofande at hann skyllde hans soma giora. og gæta j ỏllym hlutvm. og nu kalladi Const(antinus) ꜳ̋ sina ʀiddara. og bad þȧ hætta at beriazt. og ganga ꜳ̋ hỏnd Ad(onias) er þȧ var makliga kongr ordinn. Enn þeir woru þess buner og fleyia nu̇ vȯpnvm sinvm. og gefa sig upp j valld Ad(onias) kongs og bidur hann þa fara til kast(ala) sins. og bida þar til þess er lykti þessvm bardaga. enn hann sagdizt vitia vilia oruztunnar og so giora þeir.

68. Nv̇332 ʀidr Ad(onias) kongr þar til er meginherinn bardizt. og var þa mikid lid fallit af hvorumtveggivm þviat hvȯriger villdv vægia fyrir ỏdrum. Enn er Ad(onias) kongr kom til oruztunnar med ʀiddarasueit sina þȧ þurfti eingi at kenna þeim huat þeir skylldu at hafazt. ʀida nu ꜳ̋ fylkingina þar sem fyrir stodv C(onstanci)us og hans kappar. og nu̇ ʀidr Ad(onias) kongr at einvm ialli er framarliga stȯd og hafdi drepit marga hravsta dreingi af L(odovik)us kongi. Ad(onias) lagde j gegnvm hann. og skamt fra honum ʀidur framm Albanus og laugadi sitt spiot j hiartablȯdi hert(uga) þess er Maliburinus333 het. sȧ var hỏfþingi hers þess er kominn var af Chananea til lids vid C(onstanci)um. þeir drepa med sinvm spiȯtvm .xx. menn af kỏppum C(onstanci)i kongs. og nu skipti skiott vmm þviat oll sveit er fylgde Ad(onias) kongi þȯtti sem od være ȯg drepa nidr vnnvorpvm lid C(onstanci)i kongs og drepa334 alla fylkingina. og nu sier Ad(onias) huar C(onstanci)us stȯd og hafdi veitt335 morgvm manni bana. og hafdi bȧda armleggi blȯdga. og ridr nv Ad(onias) at honum med kappi og ʀeidi. og leggr af ỏllu afli spiotinv til hans. enn hann kom skilldinvm fyrir sig. og geck lagit j gegnvm hann og so bryniuna. og hlifde þat hans life at hann lėt fallazt vndan ꜳ̋ bak aptur. Enn Ad(onias) hliȯp af hestinvm. og ꜳ ‹hann›336 ofan. þa m(ælti) C(onstanci)us “ecki mvn eg mier lifs nė grid‹a bid›ia337 þviat sa einn hefer mig fangat at mier mun þat ecki vinna. og þvi veit mier skiȯtt daudans embætti". þa s(eger) Ad(onias) “Nu vm sider er þar komit at þu munt eigi ꜳ̋ alla hluti kiȯsa. þu hefer langa tima epter leitat minv life. og med þvi at þv ert landrȧdamadur og drottinssuiki og fullkominn suikare ꜳ̋ margann hȧtt338 og ertu nu fanginn lifande þa skaltu nu bida þess at ʀiettur domur fellr a þitt mal". Þa bad A(donias) taka gulligan fiotur og ꜳ hann legia og færa hann til myrkuastofu og setia þar yfer sterk vardhaulld og sem þeir er epter stodu sau at hofdingi þeirra var fallin339 þa snuazt þeir aflotta til340 borgarinar. sem þeir Co(nstantinus) hofdu ʀad fyrir gert og sem þeir er j leyni voru setter vid borgina sia flȯttan ʀadazt þeir þegar jmoti og komu þeim j opna skiolldu. ‹Flottamenn›341 sia sig nu komna milli steins og sleggiu. sia sier nu ecki annat til lifs en kasta vopnum kallandj hatt a A(donias) bidiandi sier fridar og myskunar biodande sina framgongu og þionuzstu og342 j hans valld gefazt en A(donias) var miog myskvnsamur og þui fyrirbaud hann at drepa skylldi neinn af þeim er sig haufdu vopnlausa gert og gefizt a hans valld. bad hann þa vpp standa og lif þigia og soru þeir Ad(onias) at vera honum vpp fra þeim tima tryger og truir vtanlandz og jnan og epter þat slidra Spanie suerdin saudd af manndrapum og þorstallaus343 af blodi Syris og Kanenæis. Enn veller aller jnand borginne flutu med blodligum344 beckium en lik daudra manna huldu uida jordina. Nu er yfer farit med ofrodligum ordum at s(egia) fra orrostum og efni þess ofridar er gerdizt j milli Palestini og Galicie med Spanis og er þat ollum þeim liost sem bædi er gefin veralldarvizka og næm malsnilld. mun þessi samskipan orda synazt þuilikazt sem þa ohagur madur leitar saman at klambra kerlaug345 der klyfbera sleda e(dr) slattuorf og er huorki fellt ne fagurliga telgt og ma þo hafa og so ma skilia þetta efni og uppras ȯsmidliga til enda fært.

69. HJer epter fara kongarner Lo(dovikus) kongr og A(donias) kongr med hertug(unum) og ollu stormenne j borg(ina). taka þar346 veizlu er Co(nstancius) kongr hafdi bua latit sinum vinum og sigurvegurum er hann hugdj at vera skylldi og þangat er nu kalladur Constan‹t›inus modrbroder A(donias) og skipar sier et næ̇sta ahægri hǫnd sier j hasæti Lo(dovikus) kongi347 og þar næst hertugum Fabricio og Berad en ut j fra Constan‹t›in‹us› sat Albanus og til beggia handa348 margt stormene þeir fremster er tignazter voru. þar voru þa komner saman aller hǫfdingiar sem epter lifdu af ollu Siria. og hofdu sig og sitt ʀiki med borgum og bæium gefit j valld A(donias). er þesse veizla nu hardla prydilig. Nu sem vt voru druckin minne og vm farenn pinne þa krafdi A(donias) sier hliods og sem þat fieckzt þa tok A(donias) suo til ordz og m(ælti) “Ollum er ydr godum herrum og hǫfdingium kunnigt huert starf Lo(dovikus) kongr fosturfader minn og magur hefer alagt at vinna mer j hǫnd mina fǫdrleifd og lagt sig og sitt folk } margan daudligan haska en Constancius suikare er drap minn fǫdr og sueik adr hans drottningu til samræ̇dis vid sig hefer kugat og okat vnder sig og sitt valld allt landzfolk vtan hier349 tuo ʀiettferduga hertuga Berad og Fabricium er allan manndom hafa at350 ʀiettendum at fylgia. hafa þessir aller vpp gefit sitt ʀiki j vort valld og skipat mig epter laugum hier ʀiettan erfingia351 landz og þegna. Enn352 med þvi at Constantinus minn mỏdurbroder hefer gefit sig j mitt valld. og trulofad sig j mina þionȯstv. þȧ vil eg ydr þat kunnigt giora. at eg gef honum þat sama ʀiki med ollvm þeim gædvm er fader hans ȧtti. þȧ er hann hellt trunadi sinvm vid Marsilivm kong fỏdr minn. hier med skal hann fȧ hertuganafn og alla þa tign er þeirre nafnbot ꜳ̋ at fylgia. Sidan hverr sem einn skal aptur þiggia allar þær sæmder sem hann hafdi af minvm fedr so framt sem þeir halldazt j trunadi vit mig”. aller þacka kongi sinn velgiorning. Enn Ad(onias) stȯd vpp. og lėt taka tignarklædi þav sem hert(uga)tignenne heyrdi til og gaf sinvm mȯdurbrȯdur. enn hann stȯd vpp j mȯti. og studdiz ꜳ̋ badi knė þackande konginvm fagrliga sinn velgiorning. og fȯr sidan med sinvm ʀiddorum j þȧ landzins hȧlfu sem kongrenn gaf honum. og giordizt landvarnarmadur kongs adr þeir skildv.

70. EPter þetta lætur kongr velia hina vitrvztu menn .xij. er til woru j landinu. ʀėttlȧta og v̇fėgiarna. og skipar þȧ dȯmendr yfer ollvm vandamȧlvm þeim sem til heyrdi353 kongdȯminum. og lagde lif þeirra vid ef þeir yrdi at þvi kunner at þeir dæmdi eigi ʀėtt. allar þær skipaner setur med honum L(odovik)us kongr hans fȯstre. epter þat var Con(stanci)us tekinn v̇r myrkastofu. kuaddi þȧ Ad(onias) kongr fyrsagda spekinga edr logmenn til at dæma mȧl Con(stanci)i kongs epter ʀettindvm. giordu þeir og so. þviat þeir ȯttudvzt aungann. Sidan demdv þeir at fyrir þat er hann leit girndaraugvm til drottningar og sueik hana til samrædis vid sig skyllde hann þau sỏmu avgv missa fyst. þar med fyrir þat at hann hafdi hendur at borit at drepa sinn herra M(arsilius) kong skylldi þær af honum hogga. Enn saker þess at hann hafdi falslig brogd og kroka til sett at væla drottningina. þa skylldi hagr madur ʀista einn ʀef med hvossvm knife ꜳ̋ baki hans allt at beini og ausa sidan huita sallti j opin oll þessi sȧr. Sidan skyllde ʀeisa vid vegginn vtan borgar hȧfan gȧlga og heingia hann þar. og epter vpp sagdan þenna dȯm var Con(stanci)us tekinn og pindur sem nu̇ var sagt. og heingdur. og lauk so hans æfi. Sidan woru menn til feingner at hylia j jỏrdv val þann allann er daudr lȧ a vollunvm fyrir vtan borgina. enn vopn og klædi og allt þat er fėmætt var j herbudum og ꜳ̋ vigvelli var skipt med leidangursmonnum þeim er L(odovik)us kongi hofdu fylgt. Enn sidan lėt Ad(onias) kongr vpp lu̇ka fėhirdz‹l›um354 hinvm ʀikuztмm er j woru Siria. og gaf fyst hina dyruztv gripe L(odovik)us kongi. og þar næst hert(ugunum) Berad og Fabricius og ollu þeirra lidi. Sidan dreifduzt menn heimmleidis og aller hỏfpingiar þeir innlenzker woru. skipti Ad(onias) kongr borgvm og kastolvm med sinvm monnum. þar sem hỏfþingiar woru fra fallner. Constantinus hert(ugi) ferr nu til þess ʀikiss er honum var gefit. og giordizt skiott agætur hofþingi og vinsæll. L(odovik)us kongur vill nu fara heim j Spania til sins ʀikis. og vill hann at Ad(onias) kongur fylgi honum heim og hitti mȯdr sina. og þat sama vill kongr samþyckia. og setur til landzstiȯrnar sinn mȯdrbrodr. drottning hin gamla er ȧtt hafdi M(arsilius) kongur ferr heim med syni sinvm Const(antinus) og vndi litt sidan medan hon lifdi.

71. KOngarner355 ganga nu til skipa sinna. og lata j haf og sigla til Spanialandz og fagna landzmenn kongi sinvm og Ad(onias) enn þo vard þetta mestur fagnadur drottning ʀemediv er hon hitti sinn bonda og son. og er nu bu̇en prydilig veizla. og veiter L(odovik)us kongr sinvm hofþingium og hirdsveitvm. og var Ad(onias) hans fosturson j hasæti hia honum sitiandi. og nu seiger L(odovik)us kongr so til hans. “þat lizt mier ydr vel fallit godr fȯsturson med þvi at þier skulid ʀikisstiȯrn hafa at stadfesta ydvart ʀȧd med sæmiligv kvonfangi. hefer eg og þat ʀȧd356 hugsat er ydr mȧ sæmiligt verda ef fazt kann. Teodosius keisaʀi j Rȯma ꜳ̋ dȯttur er Albaria heiter er oss er flutt at af bere flestvm þeim er fæddar ero bædi fyrir nordan hafit og vtan. og fyrr enn þu̇ ferr heim til þins ʀikis skulu vid bua þessa ferd sem vegligazt og velia hina villduztv ʀiddara. og þar med jalla og hert(uga)”. enn Ad(onias) seger at hann vill hans forsio hlita. og þeckiazt alla þa sæmd er hann vill veita honum. og epter litinn tima lidinn buazt kongarner med vegsemd og hinv villdazta fȯlke og skravtligum skipastȯl vestan af Spania og fengu hagstæda byri. og koma til Jtaliam og frettv at keisaʀin sat j Rȯma. sækia þeir æ hans fynd enn hann tok þeim vel biodandi þeim j sitt bod so langann tima sem þeim bezt likadi og ollu þeirra lidi. at þessi veizlu bera þeir vpp fyrir keisaʀann sin erindi med sniollvm ordtokvm. enn keisaʀinn svaradi kurteisliga þeirra erindvm. þviat þau hinu ȧgætv verk sem Adonias hafdi framit j Siria voru357 nu kunnig ordin ym allt Jtaliam. þvi var þetta mȧl audsȯtt vid keisaʀann at marger woru fysandi þessa ʀȧds. Enn Ad(onias) mȧtti þar nu synazt so fridr og elskuliga vaxinn at þat eggiadi og framm hvatti med frægdinne hug og hiarta meyiarinnar at jȧtazt Ad(onias) og lauk þvi mȧli so at Ad(onias) festi sier Albariam keisaʀa dȯttur. var þȧ og ȧku‹e›din358 brullaupsstefna og skylldi vera j siȧlfri Romaborg. fara nu kongar heim fyst j Spania. og þadan fȯr Ad(onias) heim j sitt ʀiki og baud fyst til sins brullaups Constantinus Berad og Fabricius hertugvm sinvm med so morgv lide sem hverr þeirra vill hafa. og sem kongur hefer bu̇it allan sinn skara sigla þeir fyst til Spanialandz. og hafa þadan med sier L(odovik)um kong og hans hỏfþingia hina tignuztv. koma nu j ȧkvedinn tima til Rȯmam og sitia þar aller þetta ʀikuliga brullaup er giỏrt var med hinum mesta kostnadi og allre heimsins makt. gaf keisaʀinn sinni dȯttur .x. borger er hann ȧtti j Italiam. Enn hỏfþingium ȧdr burt fȯrv woru gefnar gȯdar giafer gull og gimsteinar kier og klædi hestar og herneski pell og purpure enn at þessv ollv fylldv og framm komnu fȯrv kongarner heim til sinna landa. og skildv med hinvm mesta kærleik. Ad(onias) kongr ferr nu til Siriam og sezt at sinv ʀiki med sinne frv Albarie. var hann ollvm lofsæll j sinv ʀiki. enn Constantinus var honum tryggr og trurr j ollvm hlutum medan þeir lifdu bȧder. Nu er saga þessi komin ꜳ̋ enda. og skulu vær þvi til þagnar venda. aungan bid eg at hlydi enn þeir er þat giora fȧi sæmd og pryde. verde sȧ sỏgunnar ender at vær sėm aller til gud‹s› sender359.


1 Vir–ille] i. e. Vir bene (?) vestitus pro vestibus esse peritus creditur a multis, qvamvis indoctus (?) sit ille.

2 reiknadur] reiknader MS.

3 þvær] þvo MS.

4 fabulas] so MS.

5 fuglss] 1 written above the line MS.

6 bader] so MS.

7 aminning] written amiinning at line division MS.

8 þeim] wrongly for þeir?

9 With this chapter begins 570 a, 1r and Papp 4:o nr 6, 74r.

10 Kȧin] Kam (so also in the following) 570 a, 1r, Cam ( so also in the following) Papp 4:o nr 6, 74r.

11 finzt] fanzt 570 a, 1r.

12 þa–Seems] þau Feicärä og Affricam er so hietu ad nafne j heiminum Papp 4:o nr 6, 74r.

13 -syne] one expects -sonar.

14 Chains-sonarsyne] ÷ 570 a, 1r.

15 Acyens] y (?) corrected from i (?) MS; Æneas 570 a, 1r, Serskses Papp 4:0 nr 6, 74r..

16 uid] 570 a, 1r, Papp 4:o nr 6, 74r .

17 guds] gydinga 570 a, 1r.

18 peccati] written pc̄ci MS peccati 570 a, 1r.

19 sȧ orȯe] sv orrosta 570 a, 1r.

20 tigvligr] supplied from 570 a, 1v.

21 Pentapolim] Fernipolum Papp 4:o nr 6, 74v.

22 Semerana] Emvnia Papp 4:o nr 6, 74v.

23 var] written in the margin MS.

24 gietnadar] written gietnadr with an ar-sign MS.

25 afkuæmi] supplied from 570 a, 1v, Papp 4:o nr 6, 75r.

26 j] from 570 a, 1v, Papp 4:o nr 6, 75r.

27 ʀada] from 570 a, 1v, Papp 4:o nr 6, 75r.

28 sier] after this word there is a lacuna (1 folio) in 570 a.

29 kongs] from Papp 4:o nr 6, 75r.

30 bordum] supplied from Papp 4:o nr 6, 75r Semerana] hans og hertuginn Papp 4:o nr 6, 75r.

31 j–fyllast] from Papp 4:o nr 6, 75r.

32 og þvi bidur] written twice MS.

33 koma] supplied from Papp 4:o nr 6, 75r.

34 written in the margin MS.

35 hofdu] ba̋ru Papp 4:o nr 6, 75v.

36 þat] þui þar Papp 4:o nr 6, 75v.

37 ad] from Papp 4:o nr 6, 76r.

38 hann-sidan] gamann var ad sia enn þo meira ad ʀeyna Papp 4:o nr 6, 76r.

39 leyna] supplied from Papp 4:o nr 6, 76r.

40 j–sofa] ad sofa hiꜳ einum keysara Papp 4:o nr 6, 76r.

41 With this chapter the text in 570 a begins again, 2r..

42 þu] from 570 a, 2r, Papp 4:o nr 6, 76r.

43 og þvi–sækia] so also the other MSS, the passage is apparently corrupt.

44 sier] siter 570 a, 2r.

45 hana] after this word there is a lacuna (4 folios) in MS; the text is taken from 570 a, 2r–4r.

46 ofarliga] ÷ Papp 4:o nr 6, 76v.

47 steig–burtt] gengu sijdann j burtu, enn hann stie vpp j sængina Papp 4:o nr 6, 76v.

48 var–drottinssuik] kom hennj eij j hug Papp 4:o nr 6, 76v.

49 -skapur] -skapar MS.

50 -laugar Papp 4:o nr 6, 77r.

51 kongsinz supplied from Papp 4:o nr 6, 77r.

52 og] from Papp 4:o nr 6, 77r, at MS

53 vidurkvæmiligur] supplied from Papp 4:o nr 6, 77r.

54 fædazt] supplied from Papp 4:o nr 6, 77r.

55 hina] a written above the line MS.

56 reddizt] supplied from Papp 4:o nr 6, 77r.

57 ʀikiz] supplied from Papp 4:o nr 6, 77r.

58 sveinsinnz] supplied from Papp 4:o nr 6, 77v.

59 hann] written above the line MS. er] supplied from Papp 4:o nr 6, 77v.

60 annara] supplied from Papp 4:o nr 6, 77r.

61 dotter] written above the line MS.

62 þarfnadizt] from Papp 4:o nr 6, 77v, þar fædizt MS.

63 huorki] supplied from Papp 4:o nr 6, 77v.

64 ætlad] supplied from Papp 4:o nr 6, 77v.

65 ꜳ̈] supplied from Papp 4:o nr 6, 77v hungradur] supplied from Papp 4:o nr 6, 77v, hungrat] MS.

66 landi] +a mark of insertion, but no word written in the margin MS..

67 ʀikis] supplied from Papp 4:o nr 6, 77v.

68 lidu menn] høfdu menn sied Papp 4:o nr 6, 78r.

69 hans–var] voru med honum, var drottning Papp 4:o nr 6, 78r.

70 tafl] from Papp 4:o nr 6, 78r, written talf MS.

71 bat] so MS.

72 heidra–kærleik] so also Papp 4:0 nr 6, 78r; words like bad konginn would appear to have been omitted after og (or: fodurligum error for sonarligum).

73 avnga] written av̅nga MS.

74 fader] Papp 4:o nr 6, 78r.

75 helldr] with this word the text in 593 a begins again.

76 drottins] written tvice MS.

77 hond] written ħd MS.

78 hernadar] hermonnum Papp 4:o nr 6, 79r.

79 -giafa] from 570 a, 4v, Papp 4:o nr 6, 79r, giafer MS. þat] written above the line MS.

80 ʀiki] from 570a, 4v, , Papp 4:o nr 6, 79r, ʀikis MS.

81 er-ʀekum] og ʀekum þꜳ̋ ꜳ̋ Papp 4:o nr 6, 79r.

82 huadanæfa] a¹written above the line MS.

83 hlifvm] supplied from 570a, 5r.

84 Metellus] Motellus Papp 4:o nr 6, 79v (so also in the following). at] supplied from 570a, 5r, Papp 4:o nr 6, 79v .

85 Vm] V written in the margin MS.

86 ʀeidar] + þrumr 570a, 5v.

87 brugnum] so also 570a, 5v.

88 þeim] after this word there is a lacuna (1 folio) in 570 a.

89 Nv] N written in the margin MS.

90 fylkingarinnar] supplied from Papp 4:o nr 6, 80v.

91 ỏrar] so MS.

92 hlaupa] supplied from Papp 4:o nr 6, 80v.

93 gefazt] giefi þær Papp 4:o nr 6, 81r.

94 skal] skulu Papp 4:o nr 6, 81r.

95 Nv̇] N written in the margin MS.

96 lid] with this word the text in 570 a begins again, 6r.

97 Dȧmaskvm] Dammascci Papp 4:o nr 6, 81r.

98 giort] supplied from 570 a, 6r, Papp 4:o nr 6, 81v.

99 er] from 570 a, 6r, Papp 4:o nr 6, 81v.

100 Zordastres] Kordastus Papp 4:o nr 6, 81v.

101 at] from 570 a, 6r.

102 Zordastres] Cordas Papp 4:o nr 6, 81v.

103 NV] N written in the margin MS.

104 Adonias] ÷ 570 a, 6v; Addonijus Papp 4:o nr 6, 81v (so also in the following).

105 dotter] from 570 a, 6v, Papp 4:o nr 6, 81v.

106 Sꜳ] S written in the margin MS.

107 styrk] from 570 a, 6v, Papp 4:o nr 6, 81v, sturk MS.

107 kongligvm] kongligri from 570 a, 6v, Papp 4:o nr 6, 81v.

109 Aquense–Petagoritas] Aquente. Trobonas. Arceläton. Thelose. Grasconias. Vasconia. Serociä. Adenoniä. Sanitanas. Aqvilegiä. Enomäna. Britania. Seragentas Papp 4:o nr 6, 82r.

110 Telose–Verosica] Teloce. Vaskonia. Verociba. Demonida. Sæntonas. Aqvilegia. Enomana. Oriernia 570 a, 6v.

111 Arelaten. Runeival] Arelatem. Rvntyus Papp 4:o nr 6, 82r. Joppen] Jopen 570 a, 6v. Aropen Papp 4:o nr 6, 82r.

112 Spanialandz] with this word ends 570 a, 6v.

113 hennar] from Papp 4:o nr 6, 82r.

114 vidurlika] virduliga Papp 4:o nr 6, 82r.

115 virduligazta] supplied from Papp 4:o nr 6, 82r.

116 og] er Papp 4:o nr 6, 82r.

117 onnur] ÷ Papp 4:o nr 6, 82v.

118 og] from Papp 4:o nr 6, 83r.

119 Nv] N written in the margin MS.

120 .xij.] written in the margin MS.

121 og] from Papp 4:o nr 6, 83r.

122 buinn] supplied from Papp 4:o nr 6, 83r.

123 til] written in the margin MS.

124 er] from Papp 4:o nr 6, 83v.

125 kastalar] supplied from Papp 4:o nr 6, 83rv.

126 Nv] N written in the margin MS.

127 vanliga] vandliga Papp 4:o nr 6, 84r.

128 med] from Papp 4:o nr 6, 84r,MS. hudge] after this word there is a lacuna (2 folios) in MS; the text is taken from Papp 4:o nr 6, 84r-85r.

129 sier] from Rask 31, 174r, sei MS.

130 hefia] hæfaRask 31, 174r.

131 vitid] + þess, but struck out MS.

132 -teglu] ta̋glu Rask 31, 175r.

133 þa] from Rask 31, 175r.

134 syner] with this word the text in 593 a begins again.

135 til] from Papp 4:o nr 6, 85r.

136 herklæde] supplied from Papp 4:o nr 6, 85r. augu] from Papp 4:o nr 6, 85r auga MS.

137 treyu] from Papp 4:o nr 6, 85r.

138 woru] ÷ Papp 4:o nr 6, 85r.. beinlingar] beijnlegur Papp 4:o nr 6, 85r.

139 þa bardaga] written bardaga þa, but the order is reversed by a mark of inversion MS.

140 Nv] N written in the margin MS.

141 Hjer] H written in the margin MS.

142 morg–hefer] from Papp 4:o nr 6, 85v.

143 Nv] N written in the margin MS.

144 mætti|] supplied from Papp 4:o nr 6, 85v.

145 Þat] Þ written in the margin MS.

146 ʀugludust] from Papp 4:o nr 6, 86r, ʀugladizt MS.

147 vardhỏlld–sagt] sterk vardhølld Papp 4:o nr 6, 86r.

148 Nv] N written in the margin MS.

149 Span hid heidna] en heidna Spania Papp 4:o nr 6, 86v.

150 eingi–mætti] so ad einginn med Addonijus mätti Papp 4:o nr 6, 87r.

151 Nv] N written in the margin MS.

152 lỏg] vijkinga lỏg Papp 4:o nr 6, 87r.

153 af brygde] heriudu Papp 4:o nr 6, 87r.

154 ath] repeated at page-division MS.

155 og–ȯviger] enn þegar adrer mæddust skipudust adrer til motstødu enn þeir lietu sijgast til herbuda sem öfærer Papp 4:o nr 6, 87v.

156 gegnum] + herklædinn Papp 4:o nr 6, 87v.

157 mann] + med sinv spioti MS (incorrectly; repeated from l.10)..

158 A] written in the margin MS.

159 landzmonnum–Syris] huerutueggium, enn þő fleyri af landzmonnumPapp 4:o nr 6, 88v.

160 ÞAr] Þ written in the margin MS.

161 giora] supplied from Papp 4:o nr 6, 88v.

162 og] written above the line MS.

163 nidur–woru] miog nidur ad sio, og gørdu öfær Papp 4:o nr 6, 88v. syslv] from Papp 4:o nr 6, 88v, eydzlv MS.

164 þeir] from Papp 4:o nr 6, 88v.

165 drepnar] from Papp 4:o nr 6, 88v, drepner MS.

166 kylfurnar] from Papp 4:o nr 6, 88v, kylfarnar MS.

167 sprungu] supplied from Papp 4:o nr 6, 88v.

168 er] ero MS.

169 snerust] from Papp 4:o nr 6, 88v, snerizt MS.

170 hrutu] supplied from Papp 4:o nr 6, 89r.

171 hausinn] supplied from Papp 4:o nr 6, 89r.

172 ADonias] A written in the margin MS.

173 d i c.] .xij.cPapp 4:o nr 6, 89r.

174 saman–Syris] falla. marger (wrongly for fella marga ?) fylgdu honum vel og fella mykinn fielda af Syriamonnum Papp 4:o nr 6, 89r.

175 ʀijdur] from Papp 4:o nr 6, 89r, ʀida MS.

176 og] þä verndar ad from Papp 4:o nr 6, 89r.

177 feyker–þessv] ÷ Papp 4:o nr 6, 89r.

178 og–þenna] hinn sterki madur tök hestinn Papp 4:o nr 6, 89r.

179 Gʀimalldus] G written in the margin MS.

180 þegar–siga] skipinn sijga nu vnder þeim Papp 4:o nr 6, 89v.

181 er] from Papp 4:o nr 6, 90r.

182 mun] from Papp 4:o nr 6, 90v.

183 Spania] supplied from Papp 4:o nr 6, 90v.

184 NV] N written in the margin MS.

185 vida] vijdara from Papp 4:o nr 6, 90v.

186 þeir] from Papp 4:o nr 6, 90v.

187 hỏrnvm] hornunum Papp 4:o nr 6, 91r.

188 eg] from Papp 4:o nr 6, 91r.

189 skilldinum] supplied from Papp 4:o nr 6, 92r.

190 hamingian] supplied from Papp 4:o nr 6, 92r.

191 mijna] from Papp 4:o nr 6, 92v.

192 Avimon] Avion Papp 4:o nr 6, 92v.

193 fylgd] supplied from Papp 4:o nr 6, 92v.

194 ʀeist] after t an i has been added in a later hand MS.

195 Nv] N written in the margin MS.

196 hertuginn] from Papp 4:o nr 6, 92v.

197 bernskv-] æsku- Papp 4:o nr 6, 92v.

198 sier] from Papp 4:o nr 6, 93r.

199 bezta] supplied from Papp 4:o nr 6, 93r.

200 Vm] V written in the margin MS.

201 at] with this word the text in St 7 begins.

202 orminvm] ormum St 7, 61ra.

203 hann] madur Papp 4:o nr 6, 93r.

204 verda] vrdu St 7, 61ra.

205 EPter] E written in the margin MS.

206 fyr] fyrri St 7, 61ra.

207 kasti] ÷ St 7, 61ra.

208 þeir] with this word ends St 7, 61r, col. 2 is — apart from a few lines below — cut off.

209 ỏllum] supplied from Papp 4:o nr 6, 94r.

210 arbysti] armbristi Papp 4:o nr 6, 94r.

211 sier] the first word on the preserved part of St 7, 61rb.

212 sidar] with si ends St 7, 61rb.

213 Hjer] H written in the margin MS.

214 hertugann] +Fäbricius Papp 4:o nr 6, 94r.

215 med] the first word on the preserved part of St 7, 61va.

216 hetu] written huᵗ (normally = huat).

217 ecki] from Papp 4:o nr 6, 95r vel MS.

218 knyr] keyrer St 7, 61vb.

219 Nv] N written in the margin MS.

220 lide] from St 7, 61vb.

221 þa ʀann] from St 7, 62ra þann MS.

222 Sidȯ] written Sirȯ MS.

223 þickia] from St 7, 62rb.

224 ʀeide] from St 7, 62rb, ʀeidar MS.

225 klauf-skiolldinn] klofnade hann St 7, 62rb.

226 .iij.] þrim sinnum St 7, 62rb.

227 COnstancius] C written in the margin MS.

228 ʀȧds] supplied from St 7, 62rb.

229 Azotun] Azsetvn St 7, 62va.

230 bregdazt] supplied from St 7, 62va.

231 Um] U written in the margin MS.

232 Ad] A written in the margin MS.

233 niosnar-] from St 7, 62vb niosner- MS.

234 ÞA] Þ written in the margin MS.

235 og] written twice at page-division MS..

236 hina] supplied from St 7, 62vb.

237 bidur] + þa St 7, 62vb.

238 at] from St 7, 62vb.

239 so] + marga St 7, 62vb.

240 Krisen] Krissin St 7, 63ra Argiren] Argentem(written Arḡtem ) St 7, 63ra.

241 borg] from St 7, 63ra.

242 leyniliga] supplied from St 7, 63ra.

243 og-skipan] ÷St 7, 63ra. þar] þav MS.

244 j] from St 7, 63ra.

245 ÞA] Þ written in the margin MS.

246 niosnum] supplied from St 7, 63rb.

247 konum] from St 7, 63rb; cf. below p. 178⁶; sonvm MS.

248 hverso] + at St 7, 63rb.

249 erindi þeirra] ÷ i St 7, 63rb.

250 Fyrst] F written in the margin MS.

251 annars] St 7, 63va. annara MS.

252 Sersex] Serecks St 7, 63va.

253 ȧgætra] ꜳ̋giætan Papp 4:o nr 6, 98v.

254 EPter] E written in the margin MS.

255 ganga–komu] stigur Lodovikus kongr a sin skip gaf þeim vel byri St 7, 63vb.

256 og²–gȧfv] gaf St 7, 63vb.

257 þessu] written in the margin with a mark of insertion MS.

258 ʀiȯdr] written twice MS.

259 I] from St 7, 63vb.

260 margar .ᴍ.] morg þusund St 7, 64ra.

261 .dc.] v c' St 7, 64ra.

262 atgiorvi] rwritten above the line MS.

263 LOdovikus] L written in the margin MS.

264 og] from St 7, 64rb.

265 hertugason] + Alpanus Papp 4:o nr 6, 100r.

266 hỏfdu] with this word begins 579, 12r.

267 þesso] supplied from 579, 12r.

268 Þar] Þ written in the margin MS.

269 muni] from 579, 12r.

270 honum-moti] skyniar at honum mun betra at sea vid St 7, 64rb.

271 og] supplied from 579, 12r, St 7, 64rb.

272 at–oss] þess agiæta vnga herra mins frænda mun hann minazt grimliga mina forelldra verka a hans fodur helldur enn milldi edur mjskunsemi vid os 579,12r, þessa ens agæta og unga mannz minzs freenda at hann mun minazt grimliga minna forelldra og þinna meingiorda vit hans fedr St 7, 64va.

273 eigi likr] from 579, 12r, St 7, 64va.

274 hygg] from 579, 12r, St 7, 64va.

275 landit–skulu] landganga varin 579,12r, landgaungu eiga at veria St 7, 64va.

276 gæta] geyma from 579, 12v, St 7, 64vb.

277 þeir] kastala menn St 7, 64vb.

278 brugnvm] brugdnum 579, 12v.

279 sogduzt] geyma supplied from St 7, 64vb.

280 lætzr] liet 579, 12v, St 7, 64vb.

281 og ætla] ÷ St 7, 64vb.

282 sȧtu] + eige MS (incorrectly).

283 huorum-] supplied from 579, 12r, St 7, 65ra.

284 Nv] N written in the margin MS.

285 undan] from 579, 13r, St 7, 65ra, under MS.

286 aller] after this word follows a lacuna (2 folios) in MS, the text is taken from 579, 13r–v.

287 Lodovikus] cf. above p. 109⁸ etc.

288 eina] written above the line MS.

289 Albanus] from St 7, 65rb; cf. above p. 148¹⁰ etc; Albano MS.

290 suika] from St 7, 65rb, suikara MS.

291 felmte] from St 7, 65rb, flemti MS.

292 er] from St 7, 65rb.

293 -ligar] -liga St 7, 65rb.

294 meir] supplied from St 7, 65rb.

295 med nafni] written in the margin MS.

296 fram] supplied from St 7, 65rb.

297 ȯþyrmi] o þaurf St 7, 65va.

298 hnuduzt] St 7, 65va.

299 umskipti] um- written above the line MS.

300 broder] from St 7, 65va, brædur MS. Albanus] written above the line MS.

301 leita] ganga St 7, 65va, ymisligum] with this word the text in 593 a begins again..

302 .c.] written .c.m (i. e. hundrudum) MS.

303 .cd.] .iiijc. 579, 13v, St 7, 65va.

304 ȧgætuztv] supplied from 579, 13v.

305 -steinum] supplied from 579, 13v, St 7, 65vb.

306 ꜳ̋] repeated at line-division MS.

307 -speingdr] supplied from 579, 13v, St 7, 65vb.

308 burtstaung] supplied from 579, 14r, St 7, 65vb.

309 HJer] H written in the margin MS.

310 Constantinus] supplied from 579, 14r, St 7, 65vb.

311 glawel] gladiel 579, 14r, St 7, 66ra.

312 stort] 579, 14r, St 7, 66ra.

313 eingi] supplied from 579, 14r, St 7, 66ra.

314 Þȧ] Þ written in the margin MS.

315 -jarda] from 579, 14v, St 7, 66rb, -jardar MS.

316 eigi] from 579, 14v, St 7, 66rb.

317 af] from 579, 14v, St 7, 66rb, ꜳ̋ MS.

318 mannz] from 579, 14v, gridnidings St 7, 66rb.

319 Gorgonius] Gorgumus from 579, 14v, Gorgamus St 7, 66rb.

320 j Krit] Kreta 579, 14v, St 7, 66rb.

321 erv] supplied from St 7, 66va.

322 so] miog 579, 15r, ÷ St 7, 66vb.

323 Nu] N written in the margin MS.

324 giorduzt] from St 7, 66vb, giordizt MS.

325 og-honum] from 579, 15v.

326 þat] + at, but with dots under the word to cancel MS.

327 Nv] N written in the margin MS.

328 skilldi] supplied from 579, 16r, St 7, 67va.

329 ecki] from 579, 16r, St 7, 67va.

330 veit] vite St 7, 67va.

331 med] from 579, 16r, St 7, 67va.

332 Nv̇] N written in the margin MS.

333 Maliburinus] Malibrumus 579, 16v.

334 drepa] ʀiufa 579, 16v, St 7, 67vb.

335 veitt] from 579, 16v, St 7, 67vb.

336 hann] from 579, 16v, St 7, 67vb.

337 grida bidia] from 579, 16v, St 7, 67vb, gridia MS.

338 hȧtt] after this word follows a lacuna in MS, in which the rest of f. 104r is in blanco i.e. that the lacuna has been in the original of MS; the text is taken from 579, 16v—17r..

339 falinn] so also St 7, 67vb.

340 til] written above the line MS.

341 Flottamenn] from St 7, 67vb.

342 og] written above the line MS. valld] v written twice MS.

343 þorstallaus] so MS.

344 blodligum] first written blodlaugum, but -laugum struck out and ligum written MS.

345 kerlaug] apparently written k'laug, faded and uncertain, perhaps klaua MS; St 7, 68ra has: hus edr skip.

346 þar] + giæzlu but struck out MS.

347 sier–kongi] honum hit næsta ser en Lod(ovikus) kongi jhasæte St 7, 68ra.

348 handa] written in the margin MS.

349 hier] þessa St 7, 68ra.

350 at] a lagt St 7, 68ra.

351 erfingia] + epter but with dots under the word to cancel MS.

352 Enn] with this word the text in 593 a begins again.

353 heyrdi] heyrdo 579, 17r, heyrdu St 7, 68rb.

354 fėhirdzlum] supplied from 579, 17r, St 7, 68rb.

355 KOngarner] K written in the margin MS.

356 ʀȧd] written above the line MS.

357 voru] from 579, 17r, St 7, 68rb, var MS.

358 ȧkuedin] supplied from 579, 17v, St 7, 68va.

359 verde-sender] mal þetta verd ek skyra efter bæn og vilia mins hlyra. hann man eigi af virda þo hann atti hier ʀædu stirda. latum þat vera enda at vier fysumzt til guds venda579, 17v, St 7, 68va.

Источник: Agnete Loth (ed.): Late Medieval Icelandic Romances. Vol. 3. Editiones Arnamagnæanæ. Series B / 22. København, 1963.

Текст подготовил к публикации на сайте Hrafn Hvíti

© Tim Stridmann