Jarlmanns saga og Hermanns

1. Vilhjálmur1 hefir konungur heitið, er réð fyrir Frakklandi. Hann var höfðingi mikill. Hann hafði fengið drottningu af dýrum ættum og átti við henni tvö börn. Son hans hét Hermann; hann var mikill vexti og sterkur að afli, vænn að yirliti, vinfastur og einþykkur. Dóttir hans hét Herborg; hún var allra meyja fríðust, þeirra er menn höfðu séð í þær mundir. Hún hafði numið allar kvenlegar listir, sem þá var títt að nema í þann tíð. Faðir hennar unni henni mikið, og sat hún í einum ágætum turni innan borgar. Þar voru til fengnar ágætar konur að þjóna henni, svo og hæverskir menn. Margir ríkir menn héldu lönd og lén af konungi og voru honum lýðskyldugir.

Roðgeir hét ríkur jarl í Frakklandi; hann var mikill vinur Vilhjálms konungs og hélt mikið ríki af honum. Íþróttamaður mikill var hann og kunni allan riddaraskap, svo og allar bóklistir, þær sem einn riddari skyldi kunna. Hann var ráðagerðamaður mikill, og laut að honum mikill hluti landstjórnar sökum hans vitsmuna. Hann hafði átt eina ágæta konu og við henni einn son, þann er hét Jarlmann. Hann var íþróttamaður hinn mesti og líkur föður sínum upp á riddaraskap og vitsmuni. Hann kunni og allar tungur að tala.

2. Nú víkur æangað sögunni, að Hermann konungsson óx upp hjá föður sínum. Þótti föður hans hann svo til vitsmuna kominn og aldurs, að honum sómdi að bera riddaravopn og læra þess háttar listir. Því sendir hann með sveininn til Roðgeirs jarls, að hann skyldi dubba hann til riddara og kenna honum allar listir og íþróttir, og fékk honum sæmilegt föruneyti og svo mikið fé, að hann mátti sig ríklega halda. En sem Hermann kemur til Roðgeirs jarls, fagnar jarlinn honum vel og leiðir hann í borgina og setur hann sér hið næsta og gerir honum sóma sem mest má hann í öllu, og er svo sagt, að hann lærði allar þær íþróttir, er jarlinn var fær honumað kenna, á litlum tíma, hvað aðrir gátu trautt eða aldrei numið.

Konungsson og jarlsson voru að flestu mjög líkir; þeir voru og jafngamlir; þeir lögðu félag og fóstbræðralag, og þóttu2 ei aðrir æeim samlíkir. Hermann konungsson var fríður sýnum, sterkur að ali og ákafur í skaplyndi, djúpvitur og ör af peningum. Blíður og lítillátur var hann og vinsæll af öllum.

Jarlmann, fóstbróðir hans, var líkur honum um afl og íþróttir. Hann var djúpvitur og ráðagerðamaður mikill; hann var skjótráður og sköruglegur, og varð það allt að framgangi, sem hann ráðlagði, og eru þeir nú báðir fóstbræður með jarli langan tíma í góðu yirlæti.

3. Það segir nú þessu næst, að Vilhjálmur konungur tók sótt, er hann leiddi til bana. Voru þá boðskyldi heim koma og taka ríki eftir föður sinn. En er hann heyrði þetta, segir hann fóstbróður sínum, hvar komið var, og biður hann með sér fara. Því næst lyfta þeir ferð sinni heim til borgarinnar, er konungur hafði í setið. Roðgeir jarl fylgdi þeim á leið með miklu föruneyti. Síðan Hermann til konungs tekinn yir öll þau ríki, semfaðir hans átti. Tók hann að sér fé og hirð alla. En Roðgeir og hans fóstbróðir Jarlmann hélt og skipun landslaga.

Eftir æetta fór jarl heim í ríki sitt og hafði samt lén af konungi eða þó meira, og var þeirra vinátta hin mesta. Jarlmann var eftir hjá konungi, og leið svo fram um stundir, að þeir juku ríki sitt á marga vegu og urðu mjög víðfrægir. Þóttu þá engir þeim jafnfrægir.

4. Það bar til einn dag, að Hermann konungur sat í sinni höll og hirðin með honum; þá var gleði mikil. Þá mælir konungur til sinna manna og spyr, hvar þeir þann konung, að hans líki væri eða meiri. Flestir sögðu, að sá mundi ei auðfundinn, og óx æar afmikið tal um alla höllina.Konungur spyr Jarlmann, hvað hann segi til þessa: “Eða hví ertu svo fátalaður hér um? Eða þykir þér ei hér um sem öðrum?”

Jarlmann svarar: “Svo æykir mér sem öðrum um riddaraskap æinn og íþróttir og allan höfðingsskap. En veit ég þann hlut, sem yður skortir við margan þann, sem yður er ei jafntignar.”

Hvað innur æú til þessa?” segir konungur.

Það,” sagði Jarlmann, “að þér haið ei fengið yður drottningu, sem yðar tign sómir. Er það besta gæfa að fá gott kvonfang með ríkum mægðum og eiga sér eðalborna eringja eftir sig til fjár og ríkis. Er og mikill frami að mægjast við ágæta menn, þá honum má langgæður styrkur að verða.”

Konungur spyr: “Hvar veistu þá mey eða konu, að mín sæmd vaxi við, þó ég fái hana?”

“Þér munuð nærri geta,” segir Jarlmann, “hver við yðar skap er, því fáir kunna Þetta fyrir annan að kjósa.”

“Ei hei ég þá konu séð,” segir konungur, “að við mitt geð sé eða fullræði að tign og fé. En með því þú heir hér orðum á komið, þá muntu einhverja til nefna, er þér þyki saman draga.”

“Spurn hei eg,” segir Jarlmann, “að konungur sá ræður fyrir Miklagarði, er Katalatus heitir hinn mikli, en sumir kalla hann Dag. Hann á dóttur, er Ríkilát heitir; hún er fríðari en allar aðrar konur og meyjar og betur mennt en nokkur mey á allar listir” (þær þeim var títt að nema í mundir). “Hún er svo góður læknir, að hún græðir allt heilt, sem lífs er von og hún leggur sínar höndur yfir. Á hinu vinstra handarbaki hennar er einn kross svo litur sem skærasta gull, og með þessu merki var hún fædd. En ef þér fengjuð þessa mey, þætti mér yðar vegur vaxa.”

Þá mælti konungur: “Með því þú sagðir svo mikið af þessari mey, þá vil ég senda þig að forvitnast, hvort það er með sannindum sagt, sem af henni er talað, og ef þér virðast vitsmunir hennar og annað athæfi, þá skaltu biðja hennar mér til handa.”

Jarlmann segir: “Skyldur er ég að fara, sem þér bjóðið. En það kann ég yður að segja, að farið hafa þeir menn sjálir hennar að biðja, að ei þykjast minni en þér, og þó ei fengið hennar, en sumir ei kost að sjá hana eða við hana tala, og engum útlenskum manni er lofað að koma í hennar höll, svo mikið er af henni haldið. En fara mun ég þessa ferð, ef þér viljið, og ræður auðnan því, hvernig það gengur.”

5. Nú lætur Hermann konungur búa ferð Jarlmanns með miklum fékostnaði. Hann hafði fimm skip úr landi, og var valið lið á þau, það sem reynt var að hreysti og harðfengi. Hans skip voru glæsilega búin með gullofnum seglum og gylltum veðurvitum.

En er þeir voru til búnir, gengur Jarlmann í turninn konungsdóttur; hún fagnar honum vel og spurði, hvert hann býðst að fara. En hann segir hið ljósasta. Hún segir Ríkilát vera þá greiðkeyptari en af henni væri sagt, ef að sending þyrfti við hana að hafa aðeins, svo mörgum manni ágætum sem hún heir frá vísað. “En vel þykir mérmaðurinn til fallinn að reka þetta erindi sakir þess, að mér þykir þú góður drengur og að þú ert trúr mínum bróður og með eiðumvið hann bundinn. Nú vil ég fá þér eitt gull, en sá steinn, sem þar stendur í, heir þá náttúru, að ef þú dregur það á hönd konu og um, svo orni, þá skal hún unna þeim, er þú vilt, og varðar þá miklu, hversu sá vill venda, er með fer.”

Síðan kveður hann konungsdóttur og innur svo konung, tekur svo orlof af honum til ferða. Konungur fylgir honum til skipa með hirð sinni, og skilja með vinskap.

Sigldi Jarlmann í brott af Frakklandi með fríðu föruneyti. Hann hafði fimm skip, sem fyrr segir; sigldi hann blíðan byr, sem leið liggur, og er fréttalaust um ferð hans, þar til þeir koma í Miklagarð. Jarlmann leggur skipum sínum í eina leynihöfn og allnærri borginni. Hann stígur á land einn frá mönnum sínum og segir þeim fyrir, að þeir bíði hans þar um þrjár nætur og geri ekki vart við sig. Hann gengur heim til borgarinnar í fátæklegum búnaði, og brugðið heir hann yirbragði sínu, sem væri hann með kranklegri ásjónu. Hann skoðar setning borgarinnar og þykist skilja, hvar vera mun kastali konungsdóttur. Síðan kom hann til þess höfuðmusteris, sem honum þótti líkast hún mundi til tíða ganga, og sest hann þar fyrir kirkjudyr.

Líður svo fram á daginn. því næst sér hann opnast kastalann, og koma þar fyrst út leikarar með allra handa hljóðfærum; þar næst herklæddir menn með vænum búnaði; hér næst ganga kurteisir sveinar, berandi sér í höndum blómasamlega vöndu sætlega ilmandi umalla borgina; hér næst ganga fjórir jarlar og tveir stívarðar með henni, berandi gulllegar stengur. Á þeim ofan var einn glerhiminn; á honum var skrifuð öll himinsins sköpun, sólar, tungls og himintunglanna gangur. Þar upp yir var einn páfugl með miklum meistaradóm gerður; hér undir gekk þessi sæmilega jómfrú með skínandi búnaði. Hennar möttull var ofinn með svo miklum meistaradóm, að enginn meistari kunni skyn á, af hverju það væna smíði var gert. Hennar klæðum héldu uppi fjórir margreifar. En þar um kring gengu margar jómfrúr skrýddar með hinum besta búnaði. Þetta nálægðist skjótt musterið, það sem Jarlmann stóð hjá. En sem hann sá jómfrúna komna gagnvart sér, kastar hann sér fram fyrir hennar fætur, svo mælandi: “Miskunna þú mér, frú, fyrir guðs sakir.”

“Hver ertu?” segir hún.

Jarlmann segir: “Ég er einn útlenskur maður úr Norðurálfunni, krankur til yðar kominn, mjög þurfandi yðar lækningar við.”

Hún mælti og brosti við: “Hvernig á ég að lækna þig, maður minn?” Hún kallar á aðra jómfrú og talar svo til hennar: “Fylg þessum manni heim í minn kastala, þar sem eru aðrir krankir menn.”

Mærin gerir sem henni var boðið. En konungsdóttir stóð að tíðum, til þess að allar voru úti. Síðan gengur hún í sinn kastala. Voru þá borð til reidd með hvítum dúkum og dýrlegri fæðu, og sest jómfrúin svo undir borð. En sem þau voru ofan tekin, stendur hún upp og gengur þangað, sem krankir down, menn voru inni. Þeir fagna henni vel. Hún spyr nú eftir þeim manni, fyrir skemmstu hafði hana lækninga beðið. Hann stóð upp og laut henni. Hún spurði, hversu hans sóttarferli væri háttað. En3 hann sagðist það ógerla vita og segir hún muni því næst geta, ef hún færi þreifandi um sinn líkama.

Síðan lætur hún hann í afvikinn stað frá öðrum sjúkum mönnum og vill nú skoða og rannsaka hans sjúkdóm, hvernig honum sé háttað. Síðan talar hún til hans: “Ég hei hugsað um hríð og inn ég ei sótt í líkama þínum, nema svo sé henni háttað, sem orðskviðurinn hljóðar, að ‘sá er ekki heill, sem hugurinn veikir,’ og hygg ég, að svo muni vera.”

“Frú mín,” segir hann, “rétt segir æú mitt sóttarferli, og vil ég nú biðja yður griða, því ég er á yðru valdi, en fjarri yðar landi fæddur, og hefi ég lengi hugsjúkur verið, hversu mætti yðar fundi ná eða við yður tala. Er nú mikið mitt sóttarferli batnað, síðan ég sá yðvart andlit og ég heyrði yðvart mál; því væntir mig, að svo muni leira ganga um mitt erindi, áður en við skiljumst að. En með yðru lofi vil ég tala mitt erindi.”

Hún segir: “Hvert er æitt nafn eða kynferði? Eða í hverju landi ertu fæddur? Enginn maður kom hér sá fyrr, að mig þyrði svo að dára.”

“Ei kom ég hér til þess, frú,” segir hann, “að dára yður. Mitt heiti er Jarlmann og mitt fósturland hið lofsæla Frakkland. En minn faðir er Roðgeir jarl hinn ríki. Minn lávarður heitir Hermann; konungur er hann yir Frakklandi, ungur og listugur, valiant vaskur og vel menntur, og af hans forlagi kom ég hingað. En sakir frægðar þeirrar, sem fer af fegurð yðar og vitsmunum, þá vil ég fyrst vita, hver svör þér viljið til gefa, ef hann kæmi að biðja yðar sér til eiginkonu.”

En húnsvarar:“Mikla forhugsan hefir þú haft í þinni för um okkarn fund, og mun ég svo í ljósi láta þetta efni fyrir þér sem ei þurfti til að taka. Er mér maður sá ókenndur að öllu, að ég hefi ei nema spurn til hans. En þótt hann sé lofaður af öllum, þá hafa þó komið sjálir þeir menn þess erindis, að ég veit ei, hvort minni eru háttar en hann, og heir mér ei sýnst að giftast þeim. Eru þeir menn þó oss alkunnugir að mörgum góðum hlutum.”

“Spurt höfum vér það,” segir Jarlmann, “og þykir mörgum yður hafa það yir sést, að þér reynið svo hamingjuna að, þá hún býður yður farsællega hluti. Því vant er að vita, hvað við tekur, ef góðu neitar.”

Jómfrúin svarar: “Endast mun okkar skraf hér um að sinni, en með því mér virðist þitt orðalag vel og skil, að þú ertmaður vitur, þá megið þér dveljast hér nokkra stund og kenna mér Frakklands vísu og segja mér tíðindi af því.”

“Það viljum vér gjarnan, frú,” segir hann. Nú situr Jarlmann í turninum konungsdóttur, og vitu það engir utan hennar trúnaðarmenn, og jafnan talar hann um sitt erindi vegna síns fóstbróður, þegar hann fær tóm til, og lofar Hermann konung sem mest hann má. Heir hann nú tekið sæmilegan búnað og leynir ekki sinni ásjónu fyrir konungsdóttur. Sýnist henni hann bæði vænn og vaskur, sköruglegur og þar með hæverskur.

6. Eitt sinn talar frú Ríkilát til hans: “Seg mér nú satt, Jarlmann, er Hermann konungur svo stór og fríður sem þú ert?”

Jarlmann segir: “Það er eftir því, sem von er, bæði vegna slektis og nafnbótar, að hann ber svomikið yfir mig sem konungur ber yfir jarl að allri tign. En fegurð og karlmennsku ber hann yir alla þá menn, sem ég hei séð.”

Þá mælti frúin: “Muntu kunna að kasta upp á múrinn eitt líkneski eftir hans mynd mér til skemmtunar?”

“Ég skal við leita, frú,” segir hann. Hann tók sitt pincer og dregur eitt mannlíkan eða líkneski eftir hans mynd á múrinn með miklum hagleik og mjúkri list og biður frúna þar til að líta.

En hún hyggurað og mælir:“Víst ertu mikill meistari, og ekki kann ég ætla, að nokkur mundi sig öðruvís kjósa, þó sjálfur ætti um að ráða.”

“Meira mundi yður til innast, ef þér sæjuð Hermann konung,” segir Jarlmann.

Nú heir Jarlmann dvalist þar næstu þrjár nætur. Því næst talar hann við Ríkilát: “Ég hei nú dvalist hér með yður í góðu yirlæti; vildi ég nú fá orlof að inna mína menn, þá ég skilda við fyrir litlu, og vil ég nú ganga til konungs um mitt erindi, hvað um það verða skal.”

“Vel heir þú með oss verið,” segir hún, “og gott orlof skaltu af oss hafa. En engin boð mun ég gera Hermann konungi um þetta mál og engum konungi öðrum.”

Jarlmann segir: “Skilmála nokkurn muntu gera og lofa því að giftast eigi öðrum um eitt ár, fyrr en þér sjáið þennan mann, svo þér haið yðar raun við, hvað fjarri er því, sem ég hei sagt yður.”

“Mjúka tungu heir þú, Jarlmann,” segir hún, “og með mikilli list heir þú rekið og lutt þíns herra erindi. En engum manni veðset ég mig. En fyrir okkarn vinskap og þína þru vil ég þessu játa fyrir þér, ef ég er sjálfráð.”

“Frú,” segir hann, “ég vil nú ei framar beiða, og fáið mér yðar ingurgull, að þetta skal standa stöðugt.”

Hún gerir nú sem hann beiddi. Hann lætur nú sitt gull koma á hennar hönd og heldur að, svo ornar, og biður hana að hyggja, hversu vandlát hamingjan væri, ef nokkur oftreystir henni. Gefur hann henni síðan góðar kveðjur og snýr í brott. Hún bað hann vel lifa og þótti sýnum mikið við hann að skilja.

En er hann kemur út af kastalanum, sá hann að höfnum sigla mikinn skipalota og mjög hermannlegan. Þau voru sex hundruð4 að tölu og fimm drómundar að auki, furðulega stórir. Jarlmann flýtti sér ekki úr borginni, því að hann vildi fá vitund af, hvert erindi þessir eiga.

Nú ber skipin að landi, og reisa þeir herbúðir sínar. En er þeir hafa um búið, gengur Jarlmann til stranda, og Jarlmann sem hann er kominn nokkuð svo frá borginni, þá ríða í móti honum tólf menn furðulega stórir. Hann heilsar upp á þá og spyr, hvaðan þeir séu. En sá, sem fyrir þeim var, mælti: “Ég heiti Starkus.”

Jarlmann spyr: “Hver ræður þeim mikla skipalota, er þar er nýkominn við land?”

Starkus segir, að hann heiti Rómanus konungur, son Ródíans konungs af Púl. “Förum vér þess erindis hingað að fá konungsdóttur, því mikil fregn gengur af hennar listum og fegurð.”

Jarlmann sagði: “Ég vænti, að ykkur verði það ekki að erindi, því að hún er trúlofuð öðrum manni áður.”

“Ekki mun það hefta ferð vora,” segir Starkus, “því að vér förum ekki héðan á brott, fyrr en hún fylgir oss, þó hennar faðir vilji það ekki, og ekki fær neinn maður því á móti staðið; svo höfum vér mikinn her, að slíkt stoðar ekki.”

Þeir skilja að svo mæltu.

7. Það5 er nú því næst, að Miklagarðs konungur sat í sinni höll og heir spurn af þeim mikla her, sem nú er kominn yfir hans hafnir. Nú lúkast upp hallardyr, og ríða þar inn tólf menn furðulega stórir og þó sem með sendimanna búning; þeir ríða fyrir konung. Sá mælti, sem fyrir þeim var: “Enga kveðju eigum vér þér að bera, því að þeir eru þess eigi maklegir, sem kristnir kallast. Rómanus konungsson utan af Púl er hér kominn í yðrar hafnir; hann gerir yður þau boð, að þér sendið honum yðra dóttur, svo framt sem þér viljið halda yðru ríki, því að eigi viljum vér, að kristnir spenni svo væna jungfrú. En ef þér viljið nokkuð í móti mæla, þá eru endaðir þínir lífdagar og allt yðvart ríki forráðið, því að vér höfum bílagt yðrar hafnir og allt yðart fólk er griðalaust fyrir oss. Nú ger á góðan úrskurð um vortmál, því að ei viljum vér lengi athafnarlausir, því að svo mikinn her höfumvér hingað dregið, að engi von er yður hjálpar, þótt nokkur væri svo heimskur, að við það vildi leita, því að vér höfum sex hundruð skipa og þar til fimm drómunda. Er allt fólk í veröldu við mig hrætt.”

“Hvorttveggja er, að þú ert mikill, enda lytur þú ákalega þín erindi. En ef þinn herra er svo mikill sem þú segir, þá bíði hann morguns til svara, því að ég vil tala við dóttur mína og vini um þetta mál. En fyrr skal ég deyja en ég gifti hana utan hennar vilja.”

Sendimenn fara nú á brott. En konungur situr eftir hryggur og ókátur og allir hansmenn, því að svo mikil ógn stóð af sendimönnum og þeirra heitum, að þeim þótti sér von friðar. Sendimenn fóru, til þess er þeir fundu Rómanus konungsson, og sögðu honum, hver svör konungur hefði geið. En hann varð ákalega reiður, svo að réð um,6 hvort hann mundi halda vitinu.

8. Nú kallar konungur saman alla sína menn og leitar ráðs, hversu með skal fara, að lestum þótti úr vöndu að ráða. Konungur spurði að dóttur sína, hversu hún vildi vera láta, en hún kvaðst fyrr skyldu ganga út á bál en samþykkjast þessum fjanda, sem bæði væri hundheiðinn og að öllu illa fallinn.

Konungur bað þá sína menn búast við bardaga með slíkum styrk sem þeir kunna að fá. Var á þessi nótt mikið brak í borginni og öllum nálægustum stöðum, svo vítt sem komast mátti. Bjó hver sig og sinn hest, og biðu svo morguns.

Nú er að segja af heiðingjanum, að Rómanus konungsson vaknar snemma og vekur upp herinn og biður þá herklæðast og ganga að borginni og brenna hana, en drepa hvert mannsbarn, er þeir fá náð, og svo gerir nú allur herinn, blása í lúðra, stíga á sína hesta og láta allhreystimannlega. Starkus tekur í hönd sér merki konungssonar, og eru nú albúnir.

9. Þennan morgun snemma, sem sólin rýður, sáu menn úr borginni fimm skip siglameð gylltum veðurvitumog gullstöfuðum seglum, og stefndu að Stólpasundum. Var höfnin upp lokin fyrir þeim.7 Þeir lögðu í konungslægi og gengu á land vel imm hundruð manna. Þeir létu leiða af skipinu góða hesta og stigu á bak, riðu skyndilega til borgarinnar. Hafði konungur þá skipað sínum mönnum til varnar, og voru læst öll borgarhlið. Jarlmann bað orlofs á konungs fund til viðtals, og að því fengnu reið hann í borgina og gekk fyrir konung og kvaddi hann virðulega. Konungur spyr, hvað manna hann væri.

“Jarlmann heiti eg,” segir hann, “en ætt mín er á Frakklandi, og þar er ég barnfæddur. En sá konungur sendi mig hingað, er Hermann heitir. Hann stýrir öllumFrans ogmiklu ríki öðru. Hann vill fá yðra dóttur Ríkilát, er lof ber allra meyja, þeirra er vér höfum spurn af. Vill hann þessa ráðs vitja til yðars lands, ef þér viljið hér nokkurn kost á gera með hennar samþykki.”

Konungur svarar: “Það var um stund, að oss þótti hennar gjaforð standa til góðs efnis, en það veit nú allt öðruvís við, því að hér er nú kominn einn blár berserkur og vill kúga hana af oss með ógrynni hers og ógnar oss dauða.”

Jarlmann segir: “Ekki stendur oss það fyrir ráðum, ef þér viljið oss nokkurn kost8 á gera, því að eigi hræðumst ég heiðingja, þó að þeir séu margir, því að jafnan selst þeirra ofstopi illa.”

Konungur lætur nú kalla dóttur sína þangað, og þegar hún kemur, kennir hún Jarlmann og hvort þeirra annað, þó konungur vissi það eigi; og varð hennar brjóst harðla fegið, því að síðan þau skildu, gekk hennar hugur aldrei af Hermanni konungi.

Konungur segir nú dóttur, í hvert efni komið var, og biður hana gefa skjótt ráð og gott. En hún svarar: “Ég veit nú eigi, hvort góðu einu kemur við,” segir hún, “en ólíkt þykirmér að eiga kristinn mann, þann sem vér höfum góða spurn af, en þann bölvaða hund, semills eins er að von. En ef Jarlmann vill oss lið veita síns fóstbróður vegna, þá mun ég þessu játa.”

Jarlmann segir: “Viljið þér, frú, selja mér yðra trú til að vera eiginkona míns fóstbróður og mér fylgja heim í Frans, þá skal ég ganga í lið með föður þínum og glaður berjast við Rómanus. En ef þér viljið ei svo gera, mun ég fara heimaftur tilmíns lands og engan hlut í eiga með yður. En loið mér því einu, sem þér viljið stöðugt halda.”

Þessu játar nú konungur og hans dóttir, og tekur Jarlmann handfestur að vitni alls hersins. Og þegar í stað lætur Jarlmann lúka upp hliðunum — og ganga allir menn út af borginni — og fylkja9 sínu liði á völlinn og blása síðan herblástur og bíða svo tilkomu heiðingja.

10. Nú var ei langt að bíða, áður en blámennirnir geysast neðan frá skipunum með miklum gný og vopnabraki. Rómanus konungsson var auðkenndur fyrir sakir vaxtar og vopnabúnings; hann var öðrumegin blár sem hel, en öðrumegin fölur semaska; hans augu voru gul sem í ketti og svo hið sama tennur; hljóð hans var svo mikið, að dvergmála kvað í hverjum hamri, er hann talar. Á sömu leið var Starkus, hans merkismaður. Margur annar var þar mikill vexti, en illur kosti.

Síga nú saman fylkingar með miklum gný og vopnabraki. Jarlmann fylgdi svo konunginum, að ekki mátti umkringja þá. Hann hafði skipað í vígskörð marga bogamenn að skjóta á heiðingja, og voru þeir menn til þess valdir, sem vel kunnu að skjóta, en voru svo gamlir, að þeir máttu ganga í höggorrustu, og urðu þeir heiðingjum mjög skeinuhættir. Jarlmann sækir nú fram djarlega með sínum mönnum og höggur bæði menn og hesta; þurfti sá engi um sár að binda, sem hans sverð nam; og er hann kominn í miðjan her heiðingja, svo að merki þeirra stóð á baki honum. Slíkt hið sama gerði Grikkjakonungur og fylgir fram sínu merki, drepur allmargan mann, því hann var hinn besti riddari.

Nú ríður fram Starkus hinn mikli, og honum í mót kemur merkismaður Grikkjakonungs. Starkus leggur til hans með merkistönginni og þegar í gegnum hann og vegur hann upp sem hæst mátti hann og lætur hann sprikla á oddinum. Þessu var nær staddur Grikkjakonungur og hjó til fjórðunginn af skildinum, og hljóp sverðið ofan á lærið, svo í beini stóð, og féllu á jörð bæði senn merkin, og varð þá gnýr mikill. Starkus hjó á móti til konungs, og kom á hjálminn, og tók af fjórðunginn og af konungi hið hægra eyrað. En höggið var svo þungt, að konungur hné í óvit fram á söðulbogann. Í því kom Jarlmann að ríðandi og hjó til Starkus á hálsinn, svo að af tók höfuðið og stökk yir þrjá þá, sem næstir voru. Þetta sama högg tók höfuð af hestinum, og var þá dyntur mikill, er Starkus féll til jarðar.

Rómanus konungsson ríður nú fram alldjarlega og gerir bæði að höggva og leggja, og á lítilli stundu drepið hundrað manna af liði Jarlmanns, og svo háan valköst hlóð hann, að jafnhátt bar hans söðulboga á báðar hliðar, og engi maður vogar honum á mót að ríða.

Jarlmann hafði sett eftir á skipum sínum sex hundruð manna, þá sem vaskastir voru, og skyldu þeir koma í opna skjöldu heiðingjum. Rémund hét sá, sem fyrir þeim var, hinn mesti kappi og frændi Jarlmanns. Og þá hann kom í bardagann, urðu heiðingjar felmsfullir bæði af falli Starkus og af sókn Rémundar. Rémund hjó eitt mikið högg til eins kappa, er Gibbon hét. Það högg kom þvert framan í hjálminn um þvert andlitið, svo að sundur tekur höfuðið fyrir neðan augun, og féll hann dauður niður til jarðar. Þetta hið mikla högg hræðast heiðingjar og þykjast til dauða dæmdir, ef nokkur verður fyrir þeim. En hann gengur þegar djarlega fram og höggur át vær hendur sér, drepur svo margan mann, að ótal mátti heita.

Þetta getur að líta Rómanus konungsson, hversu mikinn skaða þessi maður gerir á hans liði. Snýr hann nú í mót Rémundi og leggur til hans sínu digra spjóti; kemur lagið í söðulbogann hinn fremra, svo hann klofnaði, en spjótið hljóp í brynjuna fyrir neðan bringspalirnar og svo út um bakið. Nú heir Rémund fengið sitt banasár. Nú er hann svo vaskur, að hann höggur til konungssonar, og kom það á fótinn fyrir ofan ökklann og tók í sundurmeð brynhosunni,svo að lítið loddi við, og féll Rémund þegar dauður af hestinum. En Rómanus konungsson eirir nú engu og drepur nú allt það fyrir honum verður, svo að hvorki stendur fyrir honum hjálmur né brynja.Þykir þeim vísast, að hann muni drepa einn allt það lið, sem þar er saman komið.

Þetta getur að líta Jarlmann, en þó átti hann ærið um að vera, því hann var einn kominn í miðjan her heiðingja, svo að þeir voru bæði á bak og fyrir og á báðar hliðar. En hann ruddi þeim frá sér með sínu sverði. Er nú höggvinn hans skjöldur og hjálmur; blóðgar eru hans báðar hendur til axla; þó snýr hann nú þangað, sem konungsson var, og fær eitt mikið spjót og skýtur til konungssonar. Það kemur í lærið, svo að í gegnum gekk, og svo söðulfjölina, að meiri hlutur spjótsins hljóp inn í búk hestinum. Nú höggur konungsson til Jarlmanns, svo af gekk blakan af hjálminum,en sverðið hljóp niður á brynjuna, og af honum geirvörtuna hina hægri, svo að skein í bert holdið. Nú sér Jarlmann, að engi er lífs von líkari en að hefna sín. Því höggur hann nú til Rómanus og af nefbjörgina hjálminum og af honum neið sjálfum; sverðið hljóp niður í milli skjaldarins og brynjunnar, og af honum báðar hendurnar í olbogabótinni, en sverðið nam staðar í söðulboganum, og steyptist Rómanus dauður til jarðar. En Grikkir lustu upp miklu sigurópi; heiðingjar tóku að flýja til skipa sinna. En konungur og Jarlmann elta þá, suma á kaf, en drepa suma á landi, svo nálega komst engi undan af þessum mikla her.

Fara þeir nú síðan heim til borgarinnar og áttu fögrum sigri að hrósa og miklu herfangi. Engi maður kom ósár heim, sá sem í þessum bardaga hafði verið, en svo mikill fjöldi fallinn, að varla komtölu á. Allir lofuðu Jarlmann fyrir sína hreysti. Ríkilát tók að græða sár með mikilli list og kunnáttu og svo föður sinn og marga aðra, þá sem mikils þurftu við. Nú er Jarlmann gróinn sára sinna, látið heir hann í þessum bardaga hundrað sinna manna.Hefir hann nú konung á málstefnu og dóttur hans, heimtir fram þau um mæli, sem honum voru lofuð, þá er hann gekk í lið með konungi; og er þá ekki getið, að konungsdóttir hefði þá nokkur mótmæli um þetta.

Konungur segir: “Svo mikið eigum vér þér að launa,” segir hann, “og mikill skaði er oss, að slíkirmenn vilja eigi hjá oss staðfestast. Eða hvar fyrir annt þú þér eigi hins besta ríkis? Því að vel hefðir þú til unnið, þótt þú hefðir átt hana sjálfa.”

Jarlmann segir: “Eigi fyrir þína dóttur né mikið ríki vil ég drottinssvikari heita. En ósýnt þykir mér, ef ég hefði ekki hér verið, hver þinnar dóttur hefði notið, og þykjumst ég því vel til kominn, þó að haldinn sé skildagi við mig.”

En konungur segist ekki í móti mæla, ef dóttir hans vildi svo. En hún gefur þar já til, því hún segist þeim manni best eiga að launa, “og mun þá eftir hið meira, ef svo fer sem mig varir.”

Lauk svo þessari stefnu, að þetta var fullráðið, að frú Ríkilát skyldi fylgja Jarlmanni heim í Frakkland, og sór hann henni sína trú, að hann skyldi henni hollur og hjálplegur, hvers sem hún kynni með að þurfa.

Lætur konungur nú búa ferð dóttur sinnar með miklu föruneyti í gulli og silfri og mörgum dýrgripum, svo sem honum sómdi og báðum þeim mátti mest til heiðurs verða. En þegar hennar ferð var fullbúin, vill Jarlmann eigi bíða lengur, því hann hafði búið sig og sín skip. Leiddi konungur þá til strandar dóttur sína og fól hana honum á hendur og kenndi henni mörg heilræði Konungur gaf Jarlmanni sæmilegar gjafir og öllum hans mönnum. Því næst gengu þeir á skip. Við þeirra skilnað var engi svo harður, hvorki karl né kona, að vatni mætti halda, og grétu allir Ríkilát og þótti sem aldrei mundi koma slík kona í Grikkland. Sigla þau nú í haf, þegar þeim gefur byr.

Látum þau nú sigla, sem þeim vel gegnir, en víkjum til heima í Frakklandi, hvað þar heir fram farið, síðan Jarlmann fór á brott.

11. Það er sagt einhvern dag, sem Hermann konungur sat í sinni höllmeð hirð sinni, og var þar þá gleði mikil, þá var lokið upp hallardyrum, og gengu þar inn tólf menn í ríkulegum búningi. Þeir gengu fyrir konung. Sá sem fyrir þeim var kvaddi konung og mælti síðan: “Vér erum sendimenn þess konungssonar, að ekki þykir meira til þín koma en eins óbúins spora; en spurt hefir hann, að þér eigið eina systur, er lof ber allra meyja fyrir norðan Mundíufjöll. Nú ef þér viljið enga him, hneisu af honumfá, þá sendið honum yðra systur, því að það er hans erindi, að hann vill hennar fá, ogmá þá vera með tillögum góðra manna, að þér haldið ríkinu. En ef þér viljið eigi svo gera, þá haið þér tapað yðrum sóma, því að hann kemur hér á morgun með svo mikinn her, að yður er eigi lífs von, nema þér látið hann einn öllu ráða.”

Konungur leit til hans brosandi og mælti: “Hvert er nafn þitt, góður drengur? Eða hvað heitir konungur sá, er mér gerir slíka kosti?”

Hann segir: “Minn lávarður heitir Ermanus, son Mundíans konungs af Svíþjóð hinni köldu. Þar fellur nægra gull en grjót, þar eru menn sterkir sem birnir, en grimmir sem ljón, svo ljótfættir að þeir sigra mjóhunda á rás. Um allt Asía og svo um Eystrasalt eru allir menn við oss hræddir. Ger nú skjótan úrskurð fyrir oss, því að ekki rýfst þér það ég segi.”

Hermann konungur sagði þá: “Ef þú innur Ermanus konungsson, þá mátt þú þetta segja honum, að ég hefi ekki numið að lúta nauðugur nokkrum manni, og ekkert já vil ég á hans boðskap gera. En ef hann sækir oss heim, þá munum vér hans heima bíða, en ef hann kemst í brott héðan, þá mun hann það sanna, að aldrei fór hann sér óþarfari ferð.”

"Ekki veit ég,” segir Landrés, “hvaðan þú dregur þá dul á þig, að þú svarar svo drembilega slíks manns orðum, því að mér sýnist menn þínir veiklegir og þó ekki margir, og mun þér annað sýnast, þá þú sér hans mikla kappa.”

"Haf engi hót frammi,” segir Hermann konungur.“Séð hefi ég slíka menn mjöl sælda og eta sjálir sáðirnar.”

Þá snerist Landrés í brott og kvaddi ekki konung. Konungur talaði þá til sinna manna: “Góðir drengir,” sagði hann, “vér höfum fengið ný tíðindi, og leggið nú til góð ráð, hversu með skal fara að halda vorri sæmd.”

En allir sögðust hans vilja og ráðum fylgja vilja. Hann segir svo: “Aldrei skal ég á lótta leggja fyrir heiðingjum, heldur skulum vér út af borginni og berjast við þá með það lið, sem vér fáum, og megum vér skjótt af atburðum segja. En ef oss tekst það eigi, megum vér halda aftur í borgina, læsa hana og láta hana geyma vor; og mun oss snart koma mikið lið, ef vér gerum boð landsmönnum, og skulum vér aldrei upp gefast, meðan vér getum borgina varið.”

Voru nú þangað boð ger um alla nálæga staði. Kom þar hver maður, sem skildi mátti valda, því að konungurinn var svo vinsæll, að allir vildu með honum bæði lifa og deyja. Bjó hver sig og sín herklæði, sem best voru fengin.

12. Þetta sama kveld kom til höfuðborgarinnar Roðgeir jarl með hundrað riddara og vissi enga von í þessu stríði. Konungur fagnaði honum vel. Varð konungur nú glaður við hans komu og sagði honum til sinna vandræða og svo, hver svör hann hafði geið sendimönnum, og bað hann til leggja góð ráð, hversu með skyldi fara. En hann sagðist eigi kjörið hafa öðruvís svör úr hans hálsi en þessi, “og er betra að fallameð heiður en lifameð skömm; og skal ég veita þér slíkt er ég má. Mundi ég fjölmennari hafa verið, ef ég hefði vitað þetta fyrir. Var ég lengi hræddur um það, að ég munda deyja inni á pallstrjám mínum sem kerlingar, og má mig það mikið gleðja, þótt ég falli hér, ef þér yrði nokkuð lið að mér og mínum riddurum. Skulum vér ganga út úr borginni á morgin með alla vora menn og gera þeim svo hart áhlaup, að sá skal betra þykjast hafa, sem fjarri oss er, því að oft eru heiðingjar illir í þrautum.”

Síðan gengu þeir til drykkju og gerðu sig svo glaða sem þeir ætti ekki um að vera og sváfu í náðum um nóttina. En þegar er dagur kom, skorti hvorki lúðragang né vopnabrak í borginni. Gengu þeir þá út af staðnum og á slétta völlu og fylktu liði sínu og settu upp merki sín. Þeir höfðu frítt lið og ekki mikið. Sjá þeir, hvar geysast frá sjó neðan og höfðu svo mikinn her, að það var sem á ísmöl large. sæi. En þegar þeir innast, þá slær í hörðustu sókn af hvorumtveggja; mátti þar sjá mörg högg og stór og margan dramblátan heiðingja úr söðli falla og svo hart niður koma, að þeir stóðu aldrei upp síðan.

Landrés bar merki Ermanus konungssonar og ruddist um fast. Ermanus konungsson fylgdi sjálfur merkinu og drap menná tvær hendur sér, og þótti hann líkari tröllum en mennskum mönnum. Roðgeir jarl reið fram karsklega. Háls lágur var á baki fylkingum heiðingja öðrumegin; undir brekkunni hafði hann sett hundrað manna, og skyldu þeir koma heiðingjumí opna skjöldu. Þeir höfðu merki og skyldu bera hátt, svo að sjá mætti upp yir hálsinn, og sýnt bil á milli merkjanna, og blása allir í lúðra, svo sjá megi merkin, en heyra lúðrablásturinn, og hugðu þeir, að þar mundi undir mikill fjöldi hers. Þar var og undirmikill fjöldi hesta og nauta, svo að heiðingjum skyldi sem mest sýnast tilsýndar.

Nú ríður fram Roðgeir jarl og hans fóstri, Hermann konungur, og verða þar undan að láta heiðingjar, þó fræknir þættu. Sneri Hermann nú á vinstra veg og drepur á lítilli stundu meir en hundrað heiðingja. Roðgeir jarl snýr á móti Landrés; þá lagði Landrés til hans með spjóti og hæfði í brjóst hestinum og upp í gegnum söðulbogann. Tók þá skjöldurinn við, og var hann svo harður, að ekki festi á honum. Hann rétti upp hestinn, svo hann stóð á eftri fótunum. En jarlinn stökk af baki og kom standandi niður. Hann skaut sínu spjóti til Landrés, og kom í augað, því að hvergi var bert annars staðar, og gekk út um hnakkann; var það hans bani. En Roðgeir jarl hljóp þegar á hest hans og reið djarlega í mót heiðingjum.

Í þessu bili komu bakjarlar10 upp á hólinn með liði sínu og gerðu mikið af sér, blésu í hvella lúðra, og sýndist heiðingjum það lið svo mikið, að þeir örvæntu sér liðs og lýðu þegar til skipa. En Ermanus kallar hátt og bað mannhunda ekki flýja að engri raun. Þeir voru og margir, að ekki létu sem heyrðu, hvað hann sagði. Hann reiddist Roðgeiri jarli11 og lagði til hansmeð spjóti. En Roðgeir jarl hafði ærið um að vera, því að hann hafði þá nýdrepið einn kappa. Lagið kom í millum herðanna og gekk út um brjóstið, og vó hann upp og kastaði honum yir hina næstu þrjá, svo að hvert bein brotnaði í honum, er hann kom niður.

Þetta getur að líta Hermann konungur og verður nú ákalega reiður og vill hefna síns fóstra eða fá skjótan dauða. Ríður hann til móts við Ermanus konungsson, þar sem hann brýst um, og þegar þeir til nást, höggur hvor til annars og klýfur hvor annars skjöld að endilöngu. Sverð Ermanus konungssonar kom á lær Hermanni konungi, og var það mikið sár, svo að í beini stóð. Hermann konungur hjó í mót Ermanus konungssyni um þvert andlitið, svo í sundur tók höfuðið í einu, svo að í jörðu nam staðar. Þetta hið mikla högg óttast allir heiðingjar, og flýja allir, hver sem því mátti við koma, sumir til skipa, en sumir annarstaðar. En konungur rekur lóttann og drepur af slíkt, er hann getur, og af öllum þeim fjölda komst ekki meira á brott en eitt skip, og voru þeir þó illa leiknir. Venti konungur nú aftur miklum sigri og skiptir herfangi miklu með sínum mönnum. En þá er hann kom heim frá bardaganum, þá hafði hann eigi meira en hundrað menn, þá sem liðfærir voru, og voru þeir þó mjög sárir.

13. Þá var eigi langt að bíða, áður Jarlmann kom heim með frú Ríkilát, og varð konungurinn við það furðu glaður og fagnaði þeim með mikilli gleði og blíðu. Sagði hvor öðrum slíkt, er gerst hafði, og þótti hvorumtveggja mikils verð annars frægð. Þakkaði konungur Jarlmanni með mörgum fögrum orðum sína festarkonu Ríkilát. Tekur hún að græða sár konungs og þeirra manna, sem mest þurftu. Sáu menn brátt, að hún var afbragð annarra kvenna bæði til vænleiks og visku; því felldu allir góðan hug til hennar. Hún gerði sér alla góða menn að vinum; hún var blíð og lítillát við alla.

Nú er Hermann konungur gróinn sára sinna, en svo mikil mannfæð orðin í hans ríki, að hann þóttist eigi mega halda sitt brúðlaup með fullri sæmd, fyrr en hann hafði gert sínum vinum boð og búist svo við sem honum þætti vel sóma, og sendir hann nú sína menn víða í brott að kaupa þeim föng, sem þurfti, og bjóða þeim til, sem hann vildi koma láta. En nokkru síðar en þeir voru brott farnir, gerðist Hermann konungur nokkuð ókátur, og fór svo fram nokkra stund, og undruðust allir það. Nú kemur frú Ríkilát að máli við Jarlmann og mælir svo til hans: “Góði vinur,” sagði hún, "hvað mun valda konungur er svo óglaður?”

“Þér munuð það vita, frú,” sagði hann, “því að ég hei ei hann að spurt. Eða hvers getið þér til?” segir hann.

“Ei vildi eg, að af mér stæði,” sagði hún.

“Með yðru loi, frú,” segir hann, “þá mun ég eftir spyrja og vita, ef ég kann vís verða, hvað honum stendur fyrir gleði.”

“Alls er ég ófús um það,” sagði hún, “því að illt mun af standa, ef svo fer sem mig grunar.”

Jarlmann gengur nú fyrir konung, og ganga þeir á málstefnu. Jarlmann talar þá til konungs: “Seg mér, kæri vin, hvað veldur þinni miklu ógleði, er þér haið fengið? Ertu reiður manni nokkrum? Eða þykist þú ekki svo giftur sem þú vildir? Eða kemur nokkuð til mín af þessu máli, þá skal ég gjarna um bæta, ef ég má.”

Konungur svarar máli hans: “Góður vin,” segir hann, “það tregar mig að segja, en þó með því að þú spyr eftir, þá vil ég eigi leyna þig, hvað mér býr í skapi: Konan líst mér ágæta vel, og eigi kjósi ég öðruvís, ef ég mætti njóta. En nú uggir mig, að hún unni þér betur en mér, og munt þú fíla hana fyrir mér.”

Þá svarar Jarlmann: “Það er satt, sem mælt er,” segir hann, “að ‘hvarkvæm er ástin.’ Hún kveikir það jafnan í mannsins brjósti, sem honum má mest angur að verða. Og er slíkt ólíkleg ætlan, að égmundi svíkja yður hér í yðru landi, því að það kann ég segja yður, að kost átti ég að fá hennar, þá ég var út í Grikklandi, að frænda ráði, og vildi ég þá ekki heita drottinssvikari heldur en nú. En ég má þetta böl skjótt bæta. Ég skal mig af þínum garði skilja og aldrei koma þér til skapraunar fyrir henna raugu.”

“Það er mér óbætilegur skaði,” segir konungur, “að missa þína náveru.”

“Fyrir öllu því má eigi svo vera,” segir Jarlmann.

Skilja þeir nú sitt mál. Kallar Jarlmann á sína menn og biður þá taka sína hesta og búast á brott sem skjótast máttu þeir. Hann gengur fyrir Ríkilát og biður hana orlofs að to Ríkilát fara heimí sitt ríki.Hún bað hann vel fara, og gat hún ekki leira við hann mælt fyrir harmi. Hann gekk fyrir konung og kvaddi hann og reið síðan á brottmeð alla sínamenn, og kunnu því allir illa, og léttu þeir ei, fyrr en hann kom heimí sitt ríki. Urðu menn honum fegnir. Tók hann sitt ríki og settist um kyrrt.

14. Það bar nú þessu næst til tíðinda, að til hirðar Hermanns konungs komu tólfmenn; höfðu síða höttu. Þeir gengu fyrir konung og kvöddu hann. Konungur spurði, hvað mönnum þeir væri. Þeir sögðust Kulunga heita og komnir vestan af Afríka og sögðust vera smiðir og nefndu margar borgir og kastala, er þeir höfðu smíðað, og mörg tíðindi kunnu þeir að segja. Þótti konungi skemmtan mikil að hverju þeirra orði. Konungur spurði, hvort þeir vildu smíða sér eina höll svo mikla sem honum þætti hóleg að drekka í sitt brúðlaup. En þeir sögðu, að það skyldi með hans forsjá vera. Voru þeim þá fengnir þrælar og þjónustumenn; tóku þeir til hallarsmíðisins; þeir voru bæði hagir og ljótsmíðir. Sá konungur, að þeir voru miklir meistarar; þeir voru víðförlir og forvitnir. Mörgum var forvitniá að vita, hvaða mönnum þeir voru. En konungi þótti allt sem þeir töluðu fyrir honum. Ríkilát var jafnan ókát, síðan lét þó sem minnst á sér inna.

Líður nú svo, að höllin er búin fyrir jól. Setur konungur nú brúðlaup sitt og sendir boð Jarlmanni, fóstbróður sínum. En hann vill ekki koma hið fyrsta kveld veislunnar. Konungur kallar Kulunga til sín og þakkaði þeim smíðina, biður þá sjálfa kjósa sér laun fyrir. En þeir sögðust nóg hafa fé, en báðu konung veita sér þá virðingu að gefa þeim að drekka í brúðlaupinu í konungshöllinni. En með því að konungur sá, að þeir voru hæverskir og kunnu vel að þjóna, veitti hann þeim það.

Tólf hundruð manna sátu inni í konungshöllu og að auki brúðurin og hennar frúr. Þeir bera mönnum svo ákalega drykk, að af töfrum þeirra fellur hvermaður niður sofinn í sínu rúmi. En menn brúðgumans og brúðarinnar og allir menn í höllinni vakna eigi, fyrr en sól skín á alla glugga í borginni, og var þá horfin brúðurin úr höllinni og allir Kulungar, en hallargólið í sundur og kominn upp kolblár sjór.

Nú hlaupa menn upp, og er nú mikið kall og þys um alla borgina og víðar annarstaðar,og finnst ekki til hennar. Eigi inna sporhunda þeirra för, hvorki völvur né vísindamenn kunnu nokkuð til hennar að spyrja. Var hennar svo leitað allan þann mánuð, og fannst hún hvergi. Þótti þetta mörgum mikil tíðindi, og voru ýmsar getur um það hafðar, hvað af henni mundi orðið hafa. Sumir hugðu hún mundi numin í brott af tröllum,sumir ætluðu, að galdrar mundu hafa sótt hana, sumir ætluðu hún mundi hafa sokkið í jörðina, sem hallargólið hefði sundur sprungið, og mundu Kulungar verið hafa úr undirheimum og árar fjandans.

Þetta fékk Hermanni konungi svo, að hann gáði ekki ríkis síns, og lagðist hann í rekkju af harmi. Mátti svo að kveða, að allir stæði þar í sorg og gráti. Þetta frétti Jarlmann, og þótti honum úr vöndu að ráða, býr sig og sína menn og reið til Vernissuborgar, kom þar snemma morgins og gekk í það loft, er konungur var inni, og arriving talaði svo til hans: “Bæði er hér,” segir hann, “að mjúkt hold er spennt,” segir hann, “enda soið þér nú lengi.”

Konungur kenndi mál hans og sagði: “Góður vin, eigi skaltu spotta mig. Legg mér heldur góð ráð, því að ég er þurftugur þeirra.”

“Eigi mun svo illa til hafa borið,” segir Jarlmann, “að þú hair misst Ríkilát, þótt eigi fílda ég hana frá þér.”

“Því var misráðið, fóstbróðir,” segir konungur, “og fyrirgef þú mér það.”

“Allt er annað tiltækilegra,” segir Jarlmann, “en að syrgja orðinn skaða. Rís heldur upp, og gefum síðan góð ráð, ef við kunnum. En ekki mundi Ríkilát í brott, ef ég hefði hér verið.”

Ganga síðan inn í höllina. Tekur nú konungur að hressast, og taka síðan tal með sér.

15. Litlu síðar lætur Jarlmann búa eitt skip og heir þar á ellefu manna, og skyldu þeir þjóna til skips, sem kænastir voru til segls og stjórnar, en þrjátigir skyldu vera hans sporgöngumenn. Gull og silfur skorti þar ei og allar gersemar, svo að enginn kunni marka tal. Hann talaði við Hermann konung: “Nú mun ég fara að leita eftir Ríkilát, hvort sem ég get hana fundið eða eigi. En til þess máttu ætla, að nær sem ég geri þér boð, þá kom þú til mín með svo marga menn sem ég kveð á og fé sem ég vil hafa, og ætlið svo til, að þar liggi við bæði hennar líf og mitt, ef þér komið eigi í nefndan tíma.”

Eftir það skildust þeir fóstbræður, og sigldi Jarlmann í haf. Hann hafði vali með sér brott af landinu þá menn, sem vaskastir eru. Sigla þeir nú leið sína ávallt, þegar byr gefur, og fara svo land af landi, og heir Jarlmann forsögn á ferð þeirra, og er ekki getið um þeirra ferðir, hvað til tíðinda yrði fyrr en um haustið. Þá voru þeir komnir út á Serkland hið mikla. Þar réð sá konungur fyrir, semað Rúdent hét. Hann var svo gamall, að engi maður í því landi mundi12 nær hann hafði konungdóm tekið. Hann átti einn son, og var frilluson konungs, því að konungur var ógiftur. Nú kallar Jarlmann saman sína menn og talar svo til þeirra: “Góðir drengir,” segir hann, “nú er þar komið, aðmér þykir á liggja, að þér farið mínum ráðum fram. Skulu þér nú breyta nafni mínu og kallamig Austvestan, en hvað sem ég segi af ferðum vorum eða tíðindum úr öðrum löndum, þá skuluð þér það sanna. Látið mig fyrir svörum vera, hvers sem spurt er, en ef uppvíst verður, af hverju landi að vér erum, þá er það bani vor allra.”

Þeir lofuðu allir á sína trú að gera sem hann bauð. Síðan gengur Jarlmann heim13 til borgarinnar með þrítuganda mann. Hann gengur fyrir konung við tólf, en aðrir kompánar stóðu úti og geymdu þeirra vopna. Hann kvaddi konung hæversklega; hann þurfti ekki túlk fyrir sér. Konungur tók vel kveðju hans ok spurði, hvað manna hann væri. Hann sagðist Austvestan heita: “Ég fjarlægur yðru landi fæddur; ég á bróður, er heitir Norðsunnan. Við höfum tekið nafn af iðju okkarri, því að við höfum farið um allan heim, annar austur, en annar vestur. Við höfum farið víða og þess heit strengt að þjóna þeim einum konungi, sem okkur þykir allan höfðingskap hafa og engan hlut á skorta og okkur er svo eftirlátur, að við megum engan hlut að inna. Nú höfum við spurt til yðrar tignar, og hafa allir eitt um það mælt, að engi sé yðar líki. Því vildi ég dveljast hér hjá yður, þangað til er minn bróðir kemur, því að ég hei nóg men. fé að leggja fyrir mig og mína menn.”

Konungur svarar máli hans: “Velkominn skaltu hjá mér, svo lengi sem þig lystir að dveljast hér. Hversu marga menn heir þú?”

“Vér erum fjörutigir,” segir hann, “með eitt skip.”

Konungur kallaði sína menn, að þeir skyldu taka hans skip og upp setja og hirða reiðann vandlega, en skipaði þeim sæmilega steinhöll að hirða í sína peninga og sjálir í að liggja. Hann skipaði þeim sæmileg sæti í sinni höll; sína menn lætur hann úr sætum ganga fyrir þeim. Nú færa þeir heim sinn varning og tjalda sína höll og búast um sæmilega.

Næsta dag eftir gengur Austvestan fyrir konung og kvaddi hann virðulega og þakkaði honum fyrir góðar viðtökur. “Vildi ég gjarna þiggja, að þér kæmuð ímína höll í dag með svo marga menn sem þér viljið, og hún tekur, og sjáið vorn fararblóma.”

Konungur játaði honum þessu, og lætur Austvestan búa sitt borð sæmilega. Kemur konungur þar með sína menn. Rís þar upp hin sæmilegasta veisla. Austvestan gengur nú brott og með honum hans fjórir sveinar, koma inn aftur og bera stórar töskur fullar af gulli og gersemum. Hann gengur að þeim manni, sem sat við hallardyr,og gefur honum sverð gott og einn mikinn gullhring; öðrum gaf hann hjálm og brynju, og öllum gefur hann sæmilegar gjair, sem þar voru inni, og engi maður þá minna af honum en þrjú pund gulls. Konungi gefur hann einn skjöld, þann sem eigi kostaði minna en hundrað punda gulls. En áður konungur gengur á brott af veislunni, b􀝃ður hann Austvestan þriggja nátta veislu með öllum sínum mönnum heim í konungsgarð.

Austvestan fer nú til þeirrar veislu með sínum mönnum, og er þar mikill fagna fundur. Gefur konungur honum sæmilegar gjair, svo að miklu voru þær meira verðs en hann hafði áður geið, og öllum hans mönnum gaf hann nokkuð. En hinn síðasta dag veislunnar stóð Austvestan upp og beiddi konung orlofs að tala sitt erindi, en konungur beiddi þegar hljóðs.

16. Austvestan hóf svo sitt mál: “Þakka viljum vér konungi allan sóma, sem hann gerir oss, og mun ég því lýsa, að ég hefi nú farið um allan heiminn og sótt heim höfðingja og kannað þeirra siðu, og mun ég það mæla, að ég hefi slíkan fundið sem þennan höfðingja, er ég hei nú heimsótt, og af því að mér líkar hér vel, þá vildi ég, að engi maður hlyti hér illt af mér. Þó má ei illt varast, nema viti, og vil ég segja yður löst á mér: ég er svo forvitinn maður, að ég vildi allt vita, en ef ég verð nokkurs vís, þá má ég engu leyna, og verð ég allt að segja. Ég stend upp um nætur, og geng ég að forvitnast, hvað menn tala, ef ég kann nokkursvís verða. Því má hver maður varast að tala ekki leira, en hirða ei, hve nær upp kemur.”

Konungur segir, að þetta mun margan henda, þótt eigi segi svo fyrir. “Og við mundir þú vara, ef að meira væri.”

Slítur nú veislunni. Er Austvestan nú með konungi í góðum kærleika, og er hann nú svo vinsæll maður, að allir vilja svo sitja og standa sem hann vill, og líður svo veturinn fram til jóla.

Hið fyrsta kveld jóla var sæmileg veisla og mikill drykkjuskapur. Er Austvestan á gangi þessa nátt, sem hann var vanur. Hann gengur nú undir eitt loft og heyrir, að þar talast við þrír riddarar. Einn mælti svo: “Gott munhérað öðrumjólum,”segir hann.

“Því þá betra en nú?” sagði annar. “Mér þykir jafnan til sanns að ætla um það.”

“Víst mun þá meira við haft,” segir hann, “að konungur heldur sitt brúðlaup.”

“Hvort talar þú drukkinn,” segir hann, “eða hversu víkja við orð þín? Eða hver er sú kona, sem hann ætlar að fá sér?”

Riddarinn segir, sem áður hafði þagað: “Talið ekki svo margt,” sagði hann, “þið vitið ekki, nema Austvestan sé nær og heyri til, hvað þið talið.”

“Það má ei vera,” segir hann, “því að ég sá, að hann gekk að sofa, áður vér fórum hingað. Þið verðið að segja mér,” segir hann, “nokkuð af þessu efni, því að vér höfum trúlofað, að hver skal með öðrum vita alla þá hluti, sem við bera.”

“Heir þú ekki frétt,” segir hann, “að konungur sendi Kulunga að sækja Ríkilát hina vænu? Hún er svo fögur, að gull er á henni allt handarbakið, og þá er hún kom heim, varð konungur henni feginn og vildi þegar gera brúðlaup til hennar. Hún bað fresta til þriðju jóla, og kvaðst hún þá skyldi vel una. Þá vildi konungur kyssa hana, en hún kveðst það mundi veita honum, ef hann gerði þá bæn, semhún beiddi. Hann spurði, hver sú væri. En hún bað hann láta drepa alla Kulunga fyrir augum sér, svo hún14 sæi á, og það veitti konungur henni.”

“Hvar er þessi mey geymd?” sögðu hinir.

“Það er oss bannað að segja,” sagði “Til heir þú látið hið meira,” sögðu hinir.

“Veist þú eigi,” sagði hann, “að konungur á sér móðursystur, sem heitir Þorbjörg hin digra? Hún býr í fjallinu Baldak, er norðast er á Serklandi. Henni þjóna mörg tröll. Þar er geymd Ríkilát í einum glersal; skal hún þaðan ei koma, fyrr en hún er sótt á brúðbekk.”

“Mikið þótti mér konungurinn til vinna að kyssa hana, eða hvað mundi henni til ganga, að hún vildi svo gera? Og undur þótti mér, að hann vann það til, svo mikla gersemi sem þeir sóttu honum.”

“Því gerði hann svo,” segir hinn, “að15 hann þóttist nóga hafa slíka, en hún óttaðist, að þeir mundu þekkja ef nokkur af hennar liði kæmi til hjálpar henni.”

Austvestan skellur nú upp og hlær og gengur í brott; en þeir urðu mjög hræddir, og segir sá, sem þagað hafði að nú væri betur ótalað, en riddari svarar: “Austvestan er svo góður drengur,” segir hann,“því hann lætur sem hann muni ekki þekkja oss, en vér skulum eigi sjálir frá segja.”

Fóru þeir nú að sofa, og leið svo þessi nótt.

17. Næsta morgun var Austvestan snemma á fótum og kvaddi konung á málstefnu og mælti svo til hans: “Ég hei fengið nokkur ný tíðindi í nótt,” segir hann, “að þér eigið yður festarmey og hér mun niður komin Ríkilát hin fagra, er þeir leita um alla Norðurálfuna, en hennar festarmann kvað vera sprunginn af harmi.”

“Hver heir þér þetta sagt?” segir konungur.

“Eigi kenndiég þá menn,” sagði hann, “en heyrði ég, að þeir töluðu, og eigi vissu þeir, hvar ég var.”

“Hér hei ég mikið við lagt,”16 segir konungur, “ef nokkur segði þetta, að sá skyldi engu fyrir týna nema lífinu. En nú bið ég þig, að þú hair sem minnst17 orð um þetta.”

“Það má ég vel gera,” segir Austvestan, “því að ég hei nú mína forvitni í ljós látna fyrir yður.”

Og skildu þeir nú sitt tal að sinni.

En litlu síðar talar Austvestan við konung: “Mikil forvitni er mér á,” segir hann, “að sjá yðra festarmey, og mundi ég mikið til gefa.”

En konungur svarar: “Það má ei gerast,” segir hann, “utan með miklum fékostnaði, æví að Þorbjörg kemur eigi af sínu ríki með minna kostnað en hálfa lest gulls.”

En Austvestan svarar og segist allt vilja til leggja, “æví að ég hei nóg fé.”

Konungur segir: “Fyrir okkarn vinskap mun ég þetta veita þér, og gerum ekki orð á fyrir öðrum mönnum.”

Austvestan sagði svo vera skyldu.

Hverfur konungur nú á brott nokkra daga.En þá hann kemur heim, gengur Austvestan á mót honum og öll hirðin; fögnuðu honum vel. Hinn átta dag jóla bað konungurinn alla sína menn gera sig glaða og káta og hafa það til skemmtunar, sem hver vill, “en við Austvestan munum fara tveir saman, og forvitnastengi um okkur.”

Þessu lofuðu þeir. Gengu þeir tveir á brott frá öðrum. Vissi engi, hvert þeir fóru. Þeir gengu fram í einn dal mikinn. Voru það stuttir vellir. Þar var reist eitt silkitjald á einum hól. Þangað gengu þeir. Risti konungur þar um reit. Síðan blés hann í eina silfurpípu litla. Þá opnuðust hólar þeir, sem þar voru nærri og svo víðar annarstaðar. Koma þar út álfar ok dvergar ok önnur illkvíkindi.Það sótti þangað að, sem þeir voru á vellinum, ok í sinn reit hver þjóð. En gekk konungur út ok þeytti sína pípu. Þá opnuðust gljúfur ok hamrar. Komu æar út bergrisar og tröllkonur og margur ófríður þurs. Þetta kemur og allt þar niður, sem þeir eru. Enn blæs konungur í sínu pípu. Stundu síðar sjá þeir opnast fjallið Kaldbak,18 og kemur þar út svo mikill fjöldi trölla og illþýðis, að þar var eigi jafnmargt fyrir. Þar fylgdi með ein kvinna nokkuð stór og hæversk. Aldrei sá hann slíka fyrr, því að hennar hæð tók langt upp hjá fjallinu. Hún hafði eina gullfesti sér í hendi. Þar var við festur einn glersalur. Hann með henni á hjólum. Þau nálægjast19 skjótt þangað í dalinn. Þorbjörg leiðir glersalinn upp á reitinn, þann sem konungur var fyrir. Konungur gekk út og heilsaði frændkonu sinni. Hún leiddi glersalinn inn í tjaldið. Nú sér Ríkilát Jarlmann, og þekkir hvor annað; batnar hér nú sýnt í skapi.

Konungur mælir nú til Austvestans: “Sé nú, góður vinur,” segir hann, “mína festarmey. Hvar sást þú aðra slíka fyrr?”

“Nei, herra,” sagði hann, “hún finnst ekki; slík heyrir yður vel.”

Konungur talar nú við frú Ríkilát: “Mín unnasta,” segir hann, “hversu líst yður á þennan mann, sem hér stendur hjá mér?”

Hún svarar brosandi: “Minn elskhugi,” segir hún, “slíka kjöra ég yður marga.”

Nú gladdist konungur, er hans frú er svo blíð.

18. Þorbjörg settist nú niður á einn stól og biður, að sitt fólk skyldi hafa nokkuð til gamans. Standa þá upp álfar og allt smáfólk og slógu allra handa dansleika, hvert eftir sinni lýðsku, og þykir þeim mikil skemmtan. Litlu síðar biður Þorbjörg, að þeir skulu afklæðast og glíma, sem til þess eru færir. En þótt margir léti treglega við, þá varð þó hver að fara sem hún skipaði; en þau föll, er þar komu í, voru svo stór, að öll jörðin skalf. Þótti þeim Austvestan við því búið, að fjöllin mundu ofan hrjóta á þá. En er af var lokið glímunum, kallar Þorbjörg og bað þá menn upp standa, sem áður höfðu setið, og dansa og launa svo hinum, sem áður höfðu vel skemmt. Var þá dans upp tekinn.

Konungur mælti þá til Austvestans: “Nú vil ég, að við förum heim að sinni; fullverið höfum við hér.”

Austvestan svarar: “Ekki hafa kveðið enn hinir bestu mennirnir.”

“Lítið ætla ég að um batni héðan af,” segir konungur.

Kom þá upp hljóð mikið. Konungur bað þá heim fara. En Austvestan kveðst það ekki vilja. Taka nú konurnar að kveða; þykir Austvestan nú sýnt versna, en bíður þó þess af er lokið. Þá spurði Þorbjörg, hvort þar skyldi staðar nema. En þeir, sem fyrir gleðinni gengu, sögðu farið það, sem þeir ætti til. Þeir sögðu það mikið bæta, ef dansmóðirin Þorbjörg vildi nokkra skemmtan sýna. En hún kveðst lengi af hafa lagt. Kveðst hún þó ei vilja synja þeim þess að heyra sín fögru hljóð. Var þá hljóð geið, hún kvað bæði hátt og hvellt, svo að dvergmála kvað í hverjum hamri, og kvað þetta upp á þeirra vísu:

“Brúsi átti byggð í helli, oft var hann síð á ferli.”

Konungur bað þá heim fara, en Austvestan sagðist vilja bíða leiksloka. Gaf þá Þorbjörg hin hæverska upp að kveða, og lutu henni þá allir. Því næst er tekið til hringbrots. Stóð konungur þá upp og kveðst ekki vilja bíða lengur. Austvestan fylgdi þá konungi og kvað þó mikið fyrir að skilja við svo góða gleði. Heyra þeir á bak sér aftur dynur og dynki og ógurleg hljóð, en jörðin skalf undir þeim sem á þræði léki, svo að þeir urðu að styðja sig með spjótsköftum sínum, og léttu ei, fyrr en þeir komu heim til borgarinnar, og vissu ekki, hvað af leikslokum varð.

19. Litlu síðar en þeir voru heim komnir, gerðist Austvestan svo óglaður, en það undruðust allir, og fór því fram nokkra stund.

Eitt sinn kallar konungur Austvestan til sín og mælir svo til hans: “Góði vinur,” segir hann, “hvað er þér að angri eða ógleði? Eða þykir yður nokkrir hlutir að við oss eða vora menn? Eða eru þeir nokkrir hlutir, að ég má svo gera yður vel líki?”

“Einskis má ég yður kunna né yðra menn,” segir Austvestan, “en mun undir yður komið, hvort ég fæ mína gleði aftur eða ei og ef þér geið mér orlof til að segja.”

Konungur segist þar orlof til gefa.

Austvestan sagði þá: “Það er yður að segja, síðan næst ég sá yðra framkvæmdar20 og frændkonu Þorbjörgu, hei ég enga ró beðið hvorki nótt né dag. Hana eina hei ég svo af konum séð, að mínu skapi gengur næst, og ef þér vilduð unna mér þann heiður að gifta mér hana, mundi ég þér aldrei bregðast.”

“Hætt þú, Austvestan,” sagði hann, “og tal ei svo. Það er ei mennsks manns náttúra að eiga við hana eða standast hennar áfang.”

“Þar mun ég þó til voga,” segir Austvestan, “ef ég á kosti, og væri yður það ei mótþykkilegt, að þér ræðið þetta og mætti ég fá að tala við hana. En nú vil ég yður biðja fyrir okkarn kærleik að ræða þetta erindi við hana minna vegna.”

Konungur þagði nokkra stund og mælti síðan: “Illt er það að vita, Austvestan,” segir hann, “að þú skalt sjálfur vilja tala þér höfuðbana. En þótt hér gengi til mikill hluti míns ríkis og slíkt sem ég kann, þá fæ ég eigi fyrir séð, hvort ég fæhér nokkrar lyktar eða eigi á gert. En fyrir okkarn vinskap mun ég við leita, að þitt mál takist, hvernig sem mér veitir.”

“Það vil ég gjarna þiggja,” segir Austvestan.

Slitu þeir þá sínu tali.

En litlu síðar mælti konungur við Austvestan: “Nú skaltu geyma borgarinnar, meðan ég er á brott, en ekki er ég skemur á brott en þrjár vikur.”

Austvestan segist það gjarna vilja og gerir nú hólega glaðan. En konungur hvarf í brott. Líða nú langir tímar af. Enginn veit, hvað af honum er orðið. En að nefndum tíma kemur konungur heim. Gengur Austvestan á móti honum og öll hirðin og fögnuðu honum vel. Síðan tóku þeir tal með sér, konungur og Austvestan, og spurði hann þá, hversu hans mál hefði gengið.

En konungur segir: “Síðan er við skildum, hei ég margan dag á knjám staðið og mjúklega vakið þitt erindi fyrirminni frændkonu, og mjög tregt heirmér gengið, en nú er svo komið, að við höfum fengið hennar jáyrði, og hei ég fengið ykkur og geið það næsta hertugadæmi, sem í mínu landi er, að auk þess, sem hún heir áður, og skulu okkar brúðlaup vera undir eins.”

Austvestan þakkar honum með mörgum fögrum orðum, og reis þann sama dag mikil veisla upp, og var Austvestan þá glaður og gaf öllum mönnum góðar gjair.

Leið nú svo veturinn, að veðráttu tók að hægja. Þá segir Austvestan konungi, að hann vill senda eftir sínum bróður Norðsunnan. Konungur bað hann svo gera. Býr hann nú sitt skip og sendir brott sína menn þrettán saman með bréfum og boðskap til síns fóstbróður, að hann skyldi þar koma nærri veturnóttum. Fara þeir og fram koma, fundu konung í Vernissuborg og færðu honum bréf síns bróður vegna. Þau eru svo ger, að þar greina öll tíðindi um hans ferð. Varð hann því harðla feginn, og þegar lét hann búa ferð sína með miklum fékostnaði og háttaði svo á allan hátt sem Jarlmann hafði honum fyrir sagt, bæði um mannfjölda og annað; siglir nú, þegar with regards to the number of men and honum gefur, og létta ei, fyrr en þeir koma út í Serkland, og var þá vika til vetrar.

20. Austvestan gengur á mót sínum fóstbróður og fagnar honum vel, segir honum nú, hvar komið er. Síðan ganga þeir fyrir konung og kvöddu hann virðulega. Segir Austvestan konungi, að þar sé kominn hans bróðir Norðsunnan. Konungur vert um hann en Austvestan. Hann gerði og veislur, gaf gull og silfur vel tvenn slík sem hans fóstbróðir hafði áður geið, og af þessu varð hann vinsæll og báðir þeir af öllum mönnum.

Líður svo veturinn fram til jóla. Er þá viðbúningur mikill í borginni, tjaldaðar hallir, en breiddur kögur á stræti og búin til hljóðfæri í hverjum turni. Hið fyrsta kveld jóla skipaði konungur höfðingjum í sæti, svo hverjum það, sem gera átti eða þjóna. Norðsunnan skyldi þjóna konungi sjálfum. Ródían konungsson skenkti Austvestan. En þeirra menn skenktu og geymdu kjallara; þeir höfðu vald yir öllum konungs féhirslum. Síðan settust menn undir drykkjuborð og drukku með mikilli skemmtan allra handa vín og annan góðan drykk.

21. Um kveldið lukust upp hallardyr, og komu þar inn allra handa leikarar með hörpum og gígjumog alls handa hljóðfærum. Þar næst kom inn stór maður og þar eftir ein stór kona. Hún hafði einn stóran höfuðdúk sveipað að sínu andliti. Hann var svo stór og langur, að fimm álna féll niður hvorumegin, svo tók niður á hennar kné. Þetta er brúðarefnið Jarlmanns. Hún hafði einn stóran gullhring á sinni hendi; þar lék ein gullfestur við; þar er við fastur einn glersalur. Hann rennur laus á hjólum inn í höllina. En er hún fer um hallardyr, slær hún sér, svo að brakaði við, og blótaði þeim, sem gerði svo litlar dyr, að þar “máttu ei svo nertugar kvinnur inn ganga sem ég er,” segir hún. Hún opnar nú glersalinn, og er frú Ríkilát út tekin og á bekk sett og sæmilegar jungfrúr þar umkring. En henni næst settist Þorbjörg með sínu föruneyti, og sýndist mönnum mikill munur þeirra yirlita, og mátti svo að kveða, að engi sat þar óhræddur inni fyrir ógn þeirri, sem af henni stóð. En Austvestan sýndi á sér gleði mikla, svo sem hann hugði gott til sín, og gekk þessi veisla vel fram með miklum skörungskap og allt til þess, að brúðurina skyldi til sængur leiða. Gekk þá óspart áfengur drykkur. Fóru þá út alls kyns leikarar og létu ganga sín hljóðfæri, svo gall i hverjum turni um alla borgina.

22. Nú heir Norðsunnan alla ráðagerð fyrir liði þeirra. Heldur hann númikla sýslu. Tuttugu sína menn lætur hann lota sínum skipum og reisa viðu, snúa stofnum frá landi og búa svo um allt sem skjótt þyrfti til taka. Aðra tuttugu heir hann heima í borginni. Þeir opna konungsins féhirslur og bera ut gull og gersemar, en einir tuttugu með tóku og báru til strandar og hlóðu sín skip. En hinir fjórðu tuttugu fóru með sjónum og meiddu öll skip, svo að ekki eitt var sjófært.

Nú er Þorbjörg út leidd í það loft, sem sterkast var í staðnum, og því næst afklædd. Leggst hún í eina veglega sæng, svo vel mátti í hvíla einn keisari. Er nú frú Ríkilát út leidd í sitt svefnloft, og því næst kemur konungurinn þar og með honum Norðsunnan. Því næst sest konungur Norðsunnan. á rekkjustokkinn, en Norðsunnan dregur af honum klæðin. Þá gekk allt fólk á brott. En Norðsunnan tekur eina gullskálmeð gott vín og skenkti konungi. En yir hans sæng hangir eitt sverð, svo góður gripur, að eigi fannst vildari, og það eina beit á Rúdent konung. Og það sama sverð setur hann á háls konunginum, svo að af tók höfuðið, og steypti honum framúr sænginni, en tekur frú Ríkilát upp í silkiserk og gengur útmeð hana snúðugt. En þar úti fyrir eru hans men, tuttugu. Fær hann þeimfrúna í hendur og biður þá skunda til skips. En hann snýr annan veg í borgina, þangað sem hann vænti síns fóstbróður.

23. Austvestan kemur til sinnar sængur og hans brúður liggur þar fyrir. Hann sest á hennar him. sængurstokk, en svo heir hann frá sagt, að honum hefði þá helst geið á að líta og efast í, hvort hann skyldi niður leggjast eða ei. En hans fóstbróðir hafði látið hans sverð við hans sængurstokk. Ródían dregur af honum hans klæði og snýr síðan á brott og setur lás fyrir loftið svo sterkan, að hann mátti eigi upp brjóta. Nú snýst Austvestan að sinni brúði og heir sitt sverð til reiðu leggur fyrir hennar brjóst svo hart, að sverðið stóð í hryggnum. Hann ætlar nú að kasta sér fram úr sænginni, en hún grípur eftir honum og fær náð um hans báða fætur, þar sem þeir voru mjóstir, grenjar nú með ógurlegum látum, að allir hugðu, að fjandinn mundi laus orðinn. Ródían snýr aftur og lýkur upp loftinu sem skjótast, ella hefði það loft aldrei orðið upp lokið.

Nú sem hann lítur inn í dyrnar, kemur Norðsunnan þar að með sitt sverð og setur á hans hrygg, svo hann tók sundur í miðju, og snarar síðan inn í loftið; sér nú, að Þorbjörg veifar hans fóstbróður um sig, en hann heldur um meðalkala sverðsins, er stóð í gegnum hana. Hann skilur nú, hverjum hann skal lið veita, og höggur nú til Þorbjargar og af henni báðar hendurnar í olbogabótum, grípur síðan sinn fóstbróður og kastar hann á bak sér, hleypur út af loftinu og þar ofan fyrir múrinn, sem hann kom að, og kom standandi niður, og þótti mönnum sem þrítugt mundi ofan fyrir. Nú snýr hann til skipa sinna, og eru þeir albúnir. Gengur hann þegar út á skip, og slá þeir sail. sínum seglum við. En Jarlmann liggur í öngviti, og er nú við leitað að næra hann. Svo fast hafði brúðurin Þorbjörg lagt hendur sínar að hans fótum, að hennar ingur varð í brott að skera, áður þeir losnuðu, en holdið var undan gengið allt að beini, og víða var hans búkur blár. En þó tekur hann að nærast og Ríkilát að gleðjast, og er þeim nú allra hæginda leitað. Látum þau sigla sem þau kunna, en segjum, hvað til ber heima í borginni.

24. Nú er þar til að taka, að af léttir þeim miklu hljóðum, sem heyra til21 Þorbjargar. Þá hlaupa menn til loftanna og forvitnast, hvað þar fer fram, og inna þar í loftinu brúðgumann dauðan, en í brott brúðina. En þar sem Þorbjörg var inni, fundu þeir dauðan Ródían konungsson og svo Þorbjörgu, en í brott brúðgumann. Eigi fundu þeir Austvestan né Norðsunnan og engan af þeirra hálfu. Þóttust þeir skilja, í hver brögð að þeir eru komnir. Hlaupa þeir til skipameð vopnum og sjá nú, hvar þeir sigla, hrinda fram skipum og róa frá landi. Því næst fyllti undir þeim skipin. Þeir lýttu sér að landi, en þó leiri, að þar drukknuðu. Skildi nú þar með þeim.

Sigla þeir fóstbræður og létta eigi fyrr en þeir komu heim í Frakklandi. Verða allir menn þeim fegnir. Lét Hermann þá búast við brúðlaupisínu. Vantaði þá engi tilföng, þau sem til þurfti. En að veislunni settri og fólk allt saman komið, þá kvaddi Hermann konungur þings, og á því þingi stóð hann upp og hóf svomál sitt, að hann sagði frá, hversu Jarlmann hafði honum trúlega fylgd veitt og hversu hann hafði sitt líf í hættu lagt fyrir hann og hvað hann vann til að vinna aftur hans festarmey. Því lýsti hann fyrir öllum mönnum, að hann vildi gifta Jarlmanni Herborgu systur sína og með henni helming af ríki sínu og slíka nafnbót sem hann vildi sjálfur hafa. En Jarlmann þakkaði honum vel með mörgum fögrum orðum. Reis þar nú upp hin dýrlegasta veisla, og eru þessi hjón saman púsuð af ágætum kennimönnum. En það gull, sem þar var offrað, var svo mikið, að engi kunni að telja marka tali. En síðan ganga þeir til drykkju. Urðu menn glaðir og kátir. En svo sterka vörðu héldu þeir á sér, að þeim mátti ekki granda. Stóð sú veisla fullan mánuð, og að þeirri veislu gaf Hermann konungur Jarlmanni hertugadæmi og allan þann sóma, sem hann mátti honum veita. Líður nú þessi veisla, og voru allir með sæmilegum gjöfum brott leiddir. Lofuðu allir menn þá fóstbræður og sögðu, að engi maður mundi drengilegar farið hafa í jafnmiklum mannraunum sem Jarlmann. Þessu næst fer hann til Treveríaborgar og settist að sínu ríki. Tókust ástir með þeim frú Herborgu. Þau áttu þrjú börn, einn son, er Roðgeir hét, og tvær dætur, er ei eru nefndar. En þá Jarlmann hafði á samt verið tíu vetur með sinni frú, gerði hann sæmilega veislu og bauð til sín fóstbróður sínum og hans frú Ríkilát. En að þeirri veislu gerði hann opinbert fyrir Hermanni konungi og hans frú og öllum hans vinum, að hann vill ganga í stein. Segist hann heitið hafa, þá hann var út í Serklandi í mestum mannraunum, sína frú og sínar dætur í klaustur gefa, ef það væri hennar vilji; en hún játar þessu. En sinn son fær hann sínum grant him fóstbróður og biður hann að halda hann til ríkis eftir sig. Þessu verða allir menn mjög ófegnir. En Jarlmann segir, að hann var æá svo gamall, að honum var mál guði að þjóna, “og mér þá það í hug, er við Þorbjörg hin digra áttumst við, því að ég hei hvorki samur orðið til als né hugar né neinnar visku.”

Verður nú svo að vera sem Jarlmann vill, þó að mönnum þætti mikið við hann að skilja. Þeir fóstbræður skilja nú með miklum kærleika. Fór konungur heim og hans systurson með honum. En Jarlmann fyllir sína ætlun, semáður var fram sögð. Þykir mönnum sem hann muni góður maður verið hafa. En Hermann konungur stýrði sínu ríki bæði vel og lengi. Hann átti við frú Ríkilát tvo sonu; hét annar Vilhjálmur, en annar Rígarð, og segja menn, að sá Rígarð hai verið faðir Konráðs, er fór til Ormalands, og er það trúlegt, að Ríkilát muni nokkurn góðan mann eftir sig leiða. En er þau voru gömul orðin, Hermann konungur og Ríkilát, skiptu þau þá ríki sínu með sonum sínum, en þau fóru út í Jórsalaheim og enduðu þar þvi sína, og höfum vér ekki heyrt, hver þeirra þvilok urðu.

Og endast hér þessi saga með góðum endalyktum.


1 From here until the end of chapter 6 the source text is AM 167 fol. (as AM 529 4to is defective at the start).

2 Emended from “þotte” þótti in Rydberg (2) and AM 167 fol. (cf. Lbs 1993 8vo “ þóttu ei aðrir menn þeirra líkir”).

3 Rydberg has “enn” here, a fair transcription of AM 167 fol. where we ind “en” with a nasal stroke above the “n.” We have emended to “en,” since the nasal stroke can reasonably be assumed to be superluous.

4 “Sex hundruð” is an emendation from AM 167 fol.’s “þusund.” The number of Rómanus’ ships is mentioned twice, once in chapter 6 and once in chapter 7. Since AM 529 4to is defective, we only see the number as given in chapter 7 there, and that is 600. AM 167 fol. is not defective and thus has both mentions, but gives the number as 1000 on both occasions. It may be that the original number was 600, which was mistaken for 1000 in some copies (“vic,” as in AM 529 4to, could be mistaken for “m”).

5 Here the text taken from AM 529 4to begins.

6 AM 167 fol. has “svo að varla mátti sjá hvort,” and presumably “svo að réð um” has roughly the same meaning. See Cleasby and Vigfússon’s dictionary (486) “ok réð um at fara upp í skipit” (which they translate as “and was just about to go up into the ship”).

7 Constantinople lies next to the Bosphorus, a strait separating Europe from Asia and leading from the Aegean Sea north into the Black Sea. Off the north-western side there is an inlet alongside the old city of Constantinople, named the Golden Horn. In former times there were towers at the entrance to the Golden Horn, from which it was possible to raise a chain across the mouth of the inlet and block the entrance to the harbour in case of naval attack. The lowering of this chain seems to be referred to here.

8 Rydberg (13) supplies this word in his edition, since AM 529 4to reads simply “nokkurn á gera” (f. 39r).

9 Emended from “fylgja” (Rydberg, “fylgia” AM 529 4to).

10 AM 529 4to, Rydberg’smain manuscriptat this point,has “bakhiallar,”which is probably a mistake for “bakjarlar,” or what Cleasby and Vigfússon (50) describe as “foe[s] attacking in the rear.” Rydberg adds “merki,” probably inluenced by AM 167 fol. where we read “bakhjallur m” (the “m,” with a nasal stroke above it, representing an abbreviated word), but we have preferred to emend.

11 Emended from “Hann reiddist Roðgeir jarl” in Rydberg (22). AM 529 4to has the name abbreviated “Rodg. j.” (expanded by Rydberg as if it were a noun in the accusative), but “reiddist” should take a dative indirect object.

12 The manuscript has “að myndi,” which has been emended to “mundi.” The longer version of the saga has simply “engi maður í því landi vissi nær…” (Loth 41).

13 “Heim” makes little sense here, as Jarlmann has presumably never visited this place before, and so remains untranslated. “Heim til borgarinnar” is probably used simply because it is such an oft-repeated phrase.

14 AM 529 4to clearly has the abbreviation for “hann” (a “h” with a stroke across the ascender), but this is presumably a scribal error for “hún.” It has been emended thus. Ríkilát wants to look on while her abducters receive their punishment.

15 “að” has been added here.

16 “Lagt” is an addition made by Rydberg (33) to give meaning to this utterance. It is accepted here.

17 The same applies to “minnst” as to “lagt” in the previous note.

18 “Kaldbak” is presumably the same as the mountain previously called “Baldak” in chapter 16.

19 AM 529 4to has “Það nálægist” and AM 167 fol. has “það nálgast.” In both cases it is uncertain what “það” refers to, thus we have emended to “þau nálægjast,” “þau” referring to Þorbjörg (f.) and the “glersalur” (m.) (cf. “þau nalguduzt” in the longer version (Loth 50)).

20 The manuscript has “framkvæmd og frændkonu.” This has been emended to “framkvæmdar og frændkonu,” on the basis of the similar compound “framkvæmdarmaður,” “man of prowess,” and in order that the utterance makes more sense in context. It is possible that the alliterating pair arose originally due to a scribal dittography (a misreading possibly encouraged by the presence of abbreviations).

21 The manuscript reads “sem heyra var til,” a reading which is hard to justify. This has been emended to “sem heyra til.”

Источник: Lavender, P, Hall, A, Harrop, G et al. Jarlmanns saga og Hermanns (2020).

Текст подготовил к публикации на сайте Hrafn Hvíti.

© Tim Stridmann