Nálægt Staðastað er hóll einn sem sögumaðurinn man ekki hvort heldur heitir Berghóll eða Dverghóll. Einu sinni var Sæmundur sonur séra Guðmundar á Staðastað heillaður þangað áleiðis. Var hann eltur og náðist í mýrinni; þegar að honum var komið var hann að biðja kvenmann sem hann sagði að gengi á undan sér að ljá sér fallega gullið sem hún héldi á. Sæmundur var þá hér um bil fjögra vetra.
Источник: Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (1954), Jón Árnason, I. bindi, bls. 46.