Helgahaugur

Nálægt Miklavatni í Fljótum er Helgahaugur. Það er haugur Helga nafars landnámamanns. Í hann var eitt sinn grafið og sýndist þá þeim sem voru að grafa að Barðskirkja væri að brenna. Hættu þeir þá við, en þetta var missýning. Fóru menn svo aftur að grafa og sáu sömu missýning, en gáfu sig nú ekki að því. Þá sýndist þeim Miklavatn flóa upp í kringum allan hauginn og flúðu við það burt. Síðan hefir ekki verið í hauginn grafið svo kunnugt sé.

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (1955), Jón Árnason, III. bindi, bls. 351.

© Tim Stridmann