Nálægt þessum tíma hvarf barn þar úr Köldukinn. Þeir sem barnið misstu fóru strax til Arnþórs og Vigfúsar prests sem þá var á Þóroddsstöðum í Kinn og spurðu þá hvar barnið væri niður komið og báðu þá að ná því, en þeir sögðu að ekki væri til neins að ná því, það væri orðið svo umbreytt, en glettu kynnu þeir gera þeim sem hefðu tekið það; og að stuttum tíma liðnum sprakk fram og hrundi partur einn af fyrrnefndu bjargi sem var heimili þess er barnið tók. — Fyrrnefndur Vigfús prestur var galdramaður og kunningi Arnþórs, og eitthvert sinn hjálpuðust þeir að setja niður draug í feni eður pytt í Þóroddsstaðarmýri og varð hans aldrei vart síðan.
Источник: Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (1954), Jón Árnason, I. bindi, bls. 596.