Eiríksvarða og Vörðufell

Eiríkur prestur hlóð vörðu þá sem við hann er kennd og kölluð Eiríksvarða; hún stendur fyrir ofan Hlíð á Hellisheiði. Sagði Eiríkur að ei mundi Selvogur verða rændur á meðan varða sú stæði óröskuð. Hann hlóð og vörður margar á hæð þeirri sem heitir Vörðufell, og sýndist ránsmönnum þeim sem þá fóru um landið að þar væru herflokkar sem vörðurnar voru. Vörður þessar standa í röðum og eru víst þrjátíu að tölu. Allar eru vörður þessar með klofi.

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (1955), Jón Árnason, III. bindi, bls. 505.

© Tim Stridmann