Skrímslið í Arnarbæli

Einu sinni kom skrímsl upp úr Ölfusá og lagðist á yzta fjósbásinn í Arnarbæli. Það hafði sex fætur og þorði enginn að fara í fjósið fyrir því; svo var það ljótt og voðalegt. Var þá Eiríkur sóttur. En þegar hann kom í hlaðið á Arnarbæli kom skrímslið út úr fjósinu og skreið niður í ána. Eiríkur fylgdi því og hefur það ekki sézt síðan.

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (1954), Jón Árnason, I. bindi, bls. 564.

© Tim Stridmann