Tveir piltar komu einu sinni til Eiríks prests og báðu hann að sýna sér hvurnig hann færi að vekja upp drauga. Hann bað þá fylgja sér til kirkjugarðs. Þeir gjörðu svo. Hann tautar eitthvað fyrir munni sér og kom þá moldargusa upp úr leiði. En piltum brá svo við að annar hló, en annar grét. Eiríkur mælti við hann: „Far þú heim heillin góð og þakkaðu fyrir að þú heldur vitinu; hinum væri gaman að kenna.“ En ekki er þess getið hvort úr því varð.
Источник: Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (1954), Jón Árnason, I. bindi, bls. 546.