Nautshúðin

Í annað skipti bað Þorleifur Ara að gefa sér á fæturna; hann neitaði því; þá heyrðist hark mikið og skröngl í nautshúð einni í eldhúsi Ara svo honum blöskraði og sagði Þorleifi að hann vildi heldur gefa honum húðina en hann gjörði slík býsn. Fékk Þorleifur þannig það er hann bað um.

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1955), Jón Árnason, III. bindi, bl. 585.

© Tim Stridmann