Þetta eru galdrastafir þeir þrír sem hafðir eru til að lækna með hrossasótt; á að klippa þá á lendina. Kona ein sem var á bæ í Eyjafirði nálægt 1820, þar sem farið var með galdur, kvaðst hafa séð þá og enga trú á haft. Eitt sinn veiktist þar hestur úr hrossasótt og lá nær því dauður fyrir ofan garð. Sagðist hún þá hafa klippt stafina úr bréfi og sagzt skyldi sýna þeim (piltunum) hvað fánýtur, heimskulegur og gagnslaus galdurinn væri, því nú skyldu þeir sjá að hestinum batnaði ekkert af stöfunum. Nú fór hún upp fyrir garð og lagði bréfstafina á lendina á hestinum, en svo brá við að hann frýsaði, stóð upp og varð alheill.
Sumarið 1834 sá ég í stóðinu í Flókadalsafrétt eitt hross með þessari mynd klipptri á lendina: Mun hún hafa átt að verja hrossið fyrir hrossapest sem þá geisaði yfir. Sumir segja þessi síðasti stafur heiti „kitta“ og verji eins sauðkindur slysum.
Источник: Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (1955), Jón Árnason, III. bindi, bls. 466–467.