Einu sinni kom Jón á hvalfjöru. Beiddi hann þá eigendur og skurðarmenn að gefa sér so mikið af hval sem eykurinn sinn bæri. Þeir urðu fúsir á að láta af hendi rakna so lítið lítilræði, skáru rytjur og réttu að Jóni, en hann tíndi á hestinn þangað til ætlað var að fimmtíu vættir væru. Þá sezt Jón upp á og ríður til þess hann kom að vallargarði sínum. Þar sökk hesturinn, en Jón sat á hvalhrúgunni.
Источник: Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (1954), Jón Árnason, I. bindi, bls. 590.