Viðarflutningur kölska

Skipaði Sæmundur þeim anda er hann sér til þénustu hafði undirgefinn að höggva upp skóg á Landskógi og hann síðan upphöggvinn heim til Odda að færa, hvað hann og gjörði. En í þeim hans heimflutningi lá beinsta leið til Odda þar sem heitir Varmidalur. Eru í þeim dal enn nú merki til sem á þeim flutningi skyldu orðið hafa sem eru grafir eða lautir í jörðina þar hann viðinn skyldi um dregið hafa og orsakazt hefði af ofurþunga skógarins byrða og nú nafnkenndar Varmadalsgrafir, þau merki [eru] sönn og sjáanleg allt til þessa dags.

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (1954), Jón Árnason, I. bindi, bls. 471–472.

© Tim Stridmann