Óskírð börn

Ég1 man glöggt eftir því í ungdæmi mínu að sagt var maðurinn2 mætti aldrei ganga frá óskírðu barni né skilja það einsamalt eftir, því annars færi fjandinn (eða illur andi?) í barnið. Var mér frá því sagt að karlmaður og kvenmaður fóru einu sinni með barn til skírnar. Á leiðinni frávikuðu þau sér eitthvað. En þegar þau komu aftur var barnið farið að vappa. En með því það var reifastrangi var það fremur seint á fæti svo þau náðu því. Gátu þau svo með mestu hörkubrögðum komið því til prestsins, og ætlaði honum að veita fullerfitt að særa burt frá því þann óhreina anda sem í það var kominn.


1 Þ. e. Jón Norðmann.

2 „Aldrei má maðurinn frá henni ganga“ er algengt frásagnarform í Norðurlandi = aldrei má mannlaust hjá henni vera. Aldrei heyrði ég neitt sem að því laut að óhreinn andi væri barninu meðfæddur eins og þó virðist ráð fyrir gjört í skírnarforminu gamla. [Hdr.]

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862), Jón Árnason.

Текст с сайта is.wikisource.org

© Tim Stridmann