Rauðmaginn, grásleppan og marglyttan

Einu sinni gekk Kristur með sjó fram og var sankti Pétur með honum. Kristur hrækti í sjóinn og af því varð rauðmaginn. Þá hrækti líka sankti Pétur í sjóinn og af því varð grásleppan. Djöfullinn gekk á eftir þeim með sjónum. Hann sá þetta og vildi nú ekki verða minnstur. Hann hrækti því í sjóinn og af því varð marglyttan.

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (1954), Jón Árnason, II. bindi, bls. 7.

© Tim Stridmann