Allsherjarguð

Kerling í Flóanum kom frá kirkju og sagði við karlinn sinn: „Mér fannst ekki til að heyra til prestsins í dag. Hann var alltaf að tala um Allsherjar guð. Það er sjálfsagt einhver nýr guð, þessi Allsherjar.“ „Hvurnig heldurðu það geti komið nýr guð?“ segir karlinn. „Það er líkast til,“ segir kerlingin, „að hann hafi komið núna á Bakkaskipinu.“

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (1958), Jón Árnason, V. bindi, bls. 345.

© Tim Stridmann