Drengur einn ætlaði erlendis eina ferð til frama og frægðar. Sigldi hann með skipi einu úr Faxaflóa. Komust þeir fyrir Reykjanes og brutu skip sitt. Drengurinn var þegar orðinn danskur í orði og anda. Sá hann þar hrífu á vellinum, spurði dreng einn er hjá stóð um leið og hann steig fætinum á tindana: „Sig mig du en lille knægt, hvilket våben er dette?“ Um leið þrýsti hann fætinum á tindana svo að hrífan hófst á loft og sló hann rokna högg á nasirnar. Þá vissi hann hvað var, og segir: „Bölvuð farðu nú hrífa!“
Источник: Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (1958), Jón Árnason, V. bindi, bls. 410.