Vinnumaður á bæ einum átti eitt sinn að skera gamalá; en er hann hafði lagt ána niður við trog jarmaði hún. Maðurinn meinti að hún bæði hann um líf, og mælti: „Ég get ekki gjört það, skepnan mín, því húsbóndinn sagði mér að skera þig.“ Drap hann svo ána.
Источник: Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (1958), Jón Árnason, V. bindi, bls. 392.