Issum kviss, urrum snurrum

„Þegar ég var ung,“ mælti kerling ein, „vóru sláttumennirnir næsta ólíkir því sem þeir eru nú. Þá slógu þeir með eikarljáunum og tólgarbrýnunum túnhólana í rifaþerrirnum og kvað þá við í höggunum hjá þeim issum kviss, urrum snurrum, issum kviss, urrum snurrum. En núna þótt þeir slái með alinarlöngum stálljáunum og steinbrýnunum í vatnsrekjunni heyrist aldrei nema hjakk krukk, hjakk krukk.“

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862), Jón Árnason.

Текст с сайта is.wikisource.org

© Tim Stridmann