„Hver á flak, hver á flak?“

Einu sinni heyrði maður sem skildi hrafnamál til tveggja hrafna sem voru að tala saman og hékk þar hjá þeim heilagfiskiflak. Þá segir annar hrafninn: „Hver á flak, hver á flak?“ Hinn svarar: „Kolbeinn, Kolbeinn.“ Þá segir sá fyrri: „Kropp’ í, kropp’ í.“

Enn er þess getið um hrafna að þeir hafi ankannalæti nálægt jörðu og sæki niður eins og kjói og annað þess konar; er þá sagt að þeir séu að varna frá jörðunni vondum öndum.

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (1954), Jón Árnason, I. bindi, bls. 618.

© Tim Stridmann