Eitt kvöld, skömmu áður en amtmaður St[efán] Stephensen dó á Hvítárvöllum, sást undarleg skepna skríða eftir svonefndu Skipholti við Hvítá og heyrðist eins og hringla í því; það lá þar litla stund; vinnumenn amtmanns vildu forvitnast um þetta, en amtmaður bannaði það; svo skreið það í ána aftur. En þetta var álitinn fyrirboði þess að amtmaður væri feigur eins og gömul trú er um það að ef sjó- eða vatnsskrímsli sjáist skríða á land upp sé fyrirboði einhverra tíðinda.
Stundum hefir skrímslið í Hvítá sýnzt í báts líki eða skips.
Sumarið 1851 er ég1 var á Hvítárvöllum fundust víst einir 7–8 selir höfuðlausir reknir hjá Stafholtsey og Þingnesi við Hvítá.
1 Þ. e. Jón Borgfirðingur.
Источник: Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (1956), Jón Árnason, IV. bindi, bls. 17.