Þórstak á laxi

Þegar Loki var að flýja undan Ásum brá hann sér í laxlíki. Náði þá Þór utan um stirtluna og kreisti svo fast að inn klemmdust geislungarnir við sporðinn. Síðan stendur fyrir á sporðinum, sé gripið utan um stirtluna á laxinum, og heitir það Þórstak. En á urriðum og silungum er stirtlan afslepp því þar er ekkert Þórstakið.

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (1956), Jón Árnason, IV. bindi, bls. 19.

© Tim Stridmann