d. Tindahellir.

[Handrit Hreiðars Geirdals kennara 1908.]

Hellislág liggur mitt á milli Kletts og Tinda í Geiradal; er það grasgróin laut og efst í henni er hellir, sem Tindahellir er kallaður. Hann er sagður mjög langur. Þegar eg var ungur, heyrði eg sagt frá því, að köttur hefði farið inn í hellinn í Hellislág og komið út aftur í Sátudalsurð fyrir ofan Gautsdal, — en þar á milli er röskur klukkutíma gangur. Var þá kötturinn allur sviðinn og mjög rytjulegur. — Eg hef farið inn í helli þenna með ljós; komst eg á að gizka 30 faðma leið inn eftir honum, en þá var ekki fært lengra fyrir þrengslum.

Источник: Gríma XXI. Tímarit fyrir íslenzk þjóðleg fræði. Ritstjórar: Jónas Rafnar og Þorsteinn M. Jónsson. Útgefandi: Þorsteinn M. Jónsson. Akureyri. 1946. Bl. 80.

OCR: Speculatorius

© Tim Stridmann