Mélbreið

Áður en kristni kom í Fljót bjó á næsta bæ við Hnappsstaði kona sú er Mélbreið hét. Það var einn morgun snemma um vorið að hún gerir boð niður um öll Fljót að í kvöld skyldi allar skepnur inn setja, því nú væri goðin orðin reið og ætluðu út á Siglunes frá Hnappsstöðum og mundu drepa hvað sem á vegi yrði. Var henni hlýtt og allt í hús rekið nema folar tveir, og fundust þeir síðan dauðir. Sjálf fór hún og út á Siglunes og vildi ei kristni taka. Tóku þá Norðlingar (Eyfirðingar) hana, bundu belg yfir höfuð henni og grýttu hana til bana. Hótaði hún þá í reiði sinni að Nesnúpur skyldi hrynja yfir Siglunes og drepa hvert mannsbarn þegar flestir Norðlingar yrðu þar saman komnir.

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (1955), Jón Árnason, III. bindi, bls. 223.

© Tim Stridmann