Skessulág

Skammt fyrir ofan Mælifell í Skagafirði er mýrarsund eitt milli tveggja mela er heitir Skessulág. Er sagt að tröllkona ein hafi sofnað þar á melnum og að lautin sé bæli hennar. Það er sýnt hvar höfuð hennar lá. Dýpst er sundið þar sem öxl hennar og lærhnúta tók niður. Hún hefur átt að liggja á hliðinni og draga að sér knén nokkuð svo. Líka sést farið fyrir skóleistum hennar. En dældin öll er ugglaust hátt á annað hundrað faðma á lengd og sýnir það hvað stór menn hafa ímyndað sér tröllin.

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1954), Jón Árnason, I. bindi, bl. 206.

© Tim Stridmann