Oddkell

Oddkell sá er Oddkelsver er kennt við er mælt að hafi lagzt út með systur sinni er hann átti barn með og að hann hafi drepið börn þau er þau áttu í útlegðinni og drekkt þeim í Oddkelsós framan undir Oddkelsöldu. En sagt er að sveinar biskupsins hafi fundið hann þegar þeir á vísitasíuferð biskups lágu í Tjarnarverum við Sóleyjarhöfðavað. Sáu þeir reyk inn í verinu undir Oddkelsöldu. Hann sagðist hafa fundið fé fyrir þar í verinu og engu hafa stolið, en þó drápu biskupssveinar hann.

Aðrir segja að ferðamenn nokkrir sem hann hafi viljað ræna hafi drepið hann og dysjað þar í verinu. Öll fyrrnefnd örnefni eru kennd við Oddkel þenna.

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862), Jón Árnason.

Текст с сайта is.wikisource.org

© Tim Stridmann