Séra Jón Steingrímsson prófastur í Skaftafellssýslu, sem var fæddur 1728, getur þess í ævisögu sinni að móðurafasystir sín Guðný Stefánsdóttir sem kunni margar trölla- og drauga- og afturgöngufrásögur hafi einnig sagt frá því hversu ágætar klukknahringingar væru til að fæla burtu slíkan fans. Hún hafði og séð klukku þá sem fannst í jörðu fyrir framan Hof í Skagafjarðardölum og kerald hvolft yfir. Er sagt að þar hafi áður átt að vera klaustur, en eyðzt í stóru plágunni 1404. Á klukkunni stóðu þessi orð:
„Vox mea est bamba,1
possum depellere Sathan.“
Það þýðir:
„Mitt hljóð er bamba,
burt rek ég Satan.“
1 Finns biskups Hist. eccl. Isl. I, 174. bls. hefur: bamban. Þar er og getið um klukkna vígslur og helgi.
Источник: Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (1954), Jón Árnason, II. bindi, bls. 73.