Hjá Goðafossi í Bárðardal er Sölvahellir og ber mjög lítið á honum. Í þeim helli er sagt að útlægur ræningi hafi haldið sig langa tíma sem Sölvi hét án þess menn yrðu þess vísari hvar hann hefðist við. Einu sinni var hann svo grunnhygginn að hann breiddi klæði sín til þerris fyrir framan hellinn. En af því hvít línklæðin blöstu við í glaða sólskininu þeim megin úr dalnum sem gagnvart liggur hellinum komst það upp hvar hann var niðurkominn. Var honum þá veitt aðför og hann drepinn.
Источник: Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862), Jón Árnason.
Текст с сайта is.wikisource.org