Hann var landnámsmaður og bjó í Fagradal ytri á Steinólfshjalla.1 Þar sjást enn miklar túngarðarústir og er stór bugur á garðinum á einum stað, og er sú saga til þess að þræll einn er Bolli hét hafi átt að girða túnið fyrir Steinólf, en gjört þenna hlykk á garðinum svo að túnið yrði ekki eins stórt og hægra væri að slá það; fyrir þetta einræði sitt er sagt að Steinólfur hafi drepið þrælinn; stendur dys hans í túninu skammt frá og heitir Bolladys.
1 Landn., Ísl. s. I, 94, Þorskfirðinga saga, 1. kap., Ísl. s. IV, 339.
Источник: Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (1954), Jón Árnason, II. bindi, bls. 89.