A. P. Tsjekhov

Um skaðsemi tóbaksins

Leikþáttur

Persónan: Ivan Ivanovitsj Njúkhín, eiginmaður konu sinnar sem rekur tónlistarskóla fyrir stúlkur ásamt heimavist.

Leiksviðið: Svið í samkomuhúsi úti á landsbyggðinni.

Njúkhín (með langa barta, án yfirskeggs, í gömlum, slitnum lafafrakka, gengur tígulega inn á sviðið, hneigir sig og lagar á sér vestið): Heiðruðu dömur, og, á sína vísu, heiðruðu herrar. (greiðir bartana) Þess hefur verið farið á leit við konu mína, að ég flytti hér einskonar alþýðlegan fyrirlestur til styrktar góðu málefni. Ja, hvað skal segja? Fyrirlestur sem fyrirlestur — gildir mig einu. Ég er auðvitað enginn prófessor og stend framandi frammi fyrir öllum lærdómsgráðum, en engu að síður, þá hef ég, í öllu falli, í full þrjátíu ár, stanzlaust og jafnvel mér til heilsutjóns og svo framvegis, má ég segja, verið að glíma við vandamál, hávísindalegs eðlis, ég hef ígrundað og ígrundað og jafnvel skrifað stundum, hugsið ykkur það, vísindalegar greinar, það er að segja, ekki beint vísindalegar, heldur, afsakið orðalagið, svona í ætt við að vera vísindalegar. Það má skjóta því hér inní, að núna á dögunum lauk ég við heljarmikla grein undir fyrirsögninni: „Um skaðsemi nokkurra skordýrategunda.“ Dætrunum líkaði hún mjög vel, einkum það sem ég sagði um veggjalýsnar, en ég las þetta yfir og reif það. Það er nú einu sinni svo, að hvað mikið sem menn skrifa, þá komast menn ekki hjá því að nota skordýraduft. Heima hjá okkur eru veggjalýs, jafnvel í píanóinu … Sem efni þessa fyrirlestrar, sem ég nú flyt, hef ég valið mér, svo að segja, að tala um það böl sem tóbaksneyzlan leiðir yfir mannkynið. Ég reyki sjálfur, en konan mín fyrirskipaði að tala hér um skaðsemi tóbaksins, og, sem sagt, þá þurfti ekki að ræða það frekar. Um tóbak, þá tóbak — mig gildir það einu, en ég vil mælast til þess af ykkur, heiðruðu herrar, að þið sýnið tilhlýðilega alvörugefni meðan á þessum fyrirlestri stendur, því annars kann svo að fara, að ekkert verði af honum. Ef einhver hér inni hræðist þurran vísindalegan fyrirlestur, ef einhverjum geðjast ekki að svoleiðis, þá þarf hann ekki að hlusta, þá getur hann farið út. (lagar á sér vestið) Sérstaklega vil ég biðja þá herra lækna sem hér eru viðstaddir að hlusta með athygli því þessi fyrirlestur minn getur orðið mikill vísdómsbrunnur fyrir þá, þar sem tóbakið, auk sinna skaðlegu áhrifa, hefur einnig hlutverki að gegna í læknavísindunum. Þannig er það til dæmis, að ef fluga er látin í neftóbaksdós, þá drepst hún, að öllum líkindum, af bilun í taugakerfinu. Tóbakið er, að langmestu leyti, jurt … Þegar ég flyt fyrirlestur, þá fer ég vanalega alltaf að depla hægra auganu, en þið skuluð láta eins og þið takið ekki eftir því; þetta stafar af taugaæsingi. Ég er mjög taugaveiklaður maður, svona yfirleitt, og ég byrjaði að depla auganu árið 1889, þann 13. september, sama daginn sem konan mín varð léttari, á sína vísu, og fæddi fjórðu dóttur okkar, Varvöru. Allar dætur mínar eru fæddar þann 13da. En, hvað um það, (lítur á úrið) vegna tímaskorts leyfum við okkur enga útúrdúra frá efninu. Ég verð samt að skýra ykkur frá því, að konan mín rekur tónlistarskóla og einka heimavist, það er að segja, ekki beinlínis heimavist, heldur eitthvað í líkingu við heimavist. Okkar á milli sagt er konan mín mjög gefin fyrir að kvarta yfir þröngum efnahag, en hún hefur laumað ofurlitlu undan, svona fjörutíu — fimmtíu þúsundum, sjálfur á ég ekki eyri, ekki grænan túskilding — en hvað þýðir að tala um það! Í heimavistinni hef ég það embætti að sjá um rekstur húshaldsins. Ég kaupi í matinn, leiðbeini þjónustufólkinu, skrifa búreikningana, hefti stílabækur, útrými veggjalúsunum, fer í göngutúra með hund konu minnar, veiði mýs … Í gærkveldi var mér uppálagt að skaffa eldabuskunni mjöl og smjör, því daginn eftir átti að hafa pönnukökur. Nú, í einu orði sagt, í dag, þegar búið var að baka pönnukökurnar, kemur konan mín blaðskellandi inn í eldhús og segir að þrjár af heimavistarstúlkunum muni ekki borða pönnukökur, því þær séu með hálsbólgu. Þannig sýndi það sig, að við höfðum bakað nokkrum kökum meira en þurfti. Og hvað átti þá að gera við þær? Fyrst skipaði konan mín að fara með þær niður í kjallara, en svo hugsar hún sig um og hugsar sig um, þangað til hún segir: „Éttu þessar pönnukökur sjálfur, fuglahræðan þín!“ Þetta kallar hún mig alltaf, þegar illa liggur á henni: fuglahræðu eða orm eða satan. Og hvaða satan ætli ég sé? Það liggur alltaf illa á henni. Og ég át ekki þessar pönnukökur, ég gleypti þær án þess að tyggja, því ég er alltaf soltinn. Til dæmis í gærkveldi, þá lét hún mig ekki fá neinn mat. — „Það er til einskis að vera að gefa þér að éta, fuglahræðan þín,“ sagði hún … En, hvað um það, (lítur á úrið) við höfum rabbað meira en góðu hófi gegnir og vikið dálítið frá efninu. Nú höldum við áfram. Enda þótt þið vilduð auðvitað miklu heldur hlusta núna á eitt lítið lag eða einhverja af þessum sinfóníum eða þá aríu … (raular) „Í hita stríðsins bliknum ei né blánum …“ Ég man ekki úr hverju þetta er — … Eftir á að hyggja, gleymdi ég að segja ykkur, að auk þess embættis að sjá um húshaldið, þá hvílir einnig á mér sú skylda í tónlistarskóla konu minnar að kenna stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði, landafræði, mannkynssögu, söng, bókmenntasögu og svo framvegis. Konan mín tekur sérstaka borgun fyrir dans, söng, og teikningu, þó að það sé ég sem kenni sönginn og dansinn með hinu. Tónlistarskólinn okkar er í Fimmhundagötu, húsi nr. 13. Þarna hafið þið það, líklegast er það þessu að kenna, hvað líf mitt er misheppnað, að við búum í húsi nr. 13. Og dætur mínar eru allar fæddar þann þrettánda, og á húsinu okkar eru þrettán gluggar … Nú, en hvað þýðir að tala um það! Konan mín er til viðtals heima hjá okkur á öllum tímum, og upplýsingar um skólann fást, ef þið viljið, hjá dyraverðinum og kosta 30 kópéka eintakið. (tekur upp úr vasa sínum nokkra bæklinga) Sjáið þið, ég hef þær líka til sölu. Þrjátíu kópéka eintakið! Hver vill kaupa? (þögn) Enginn sem vill kaupa? Jæja, 20 kópéka! (þögn) Skaði. Já, hús nr. 13! Mér heppnast aldrei neitt, ég er orðinn gamall og sljór … Hér er ég að flytja fyrirlestur, ég sýnist vera glaður, og þó er mér svo innanbrjósts að mig langar til að æpa fullum hálsi eða fljúga eitthvað burtu á enda veraldar. Mig langar til að barma mér við einhvern, jafnvel gráta … Dæturnar, segið þið … Hvað um dæturnar? Ég kvarta við þær, en þær bara hlæja … Konan mín á sjö dætur … Nei, afsakið, þær eru víst sex … (ákafur) Sjö! Anna, sú elzta er 27 ára, sú yngsta 17. Heiðruðu herrar! (lítur í kring um sig) Ég er óhamingjusamur maður, ég hef breytzt í aulabárð og versta ræfil, en í rauninni sjáið þið hér fyrir framan ykkur einn hamingjusamasta föður sem hugsazt getur. í rauninni er það alveg eins og það á að vera, og ég mundi ekki þora að segja annað. Ef þið bara vissuð! Við konan mín höfum búið saman í 33 ár, og það get ég sagt, að það voru beztu ár ævi minnar, ekki reyndar þau beztu, en svona yfirleitt. Þau hafa í einu orði sagt liðið eins og eitt hamingjusamt augnablik, hreint út sagt, fjandinn hefur hirt þau öll. (lítur í kringum sig) Annars held ég hún sé ekki komin enn, hún er hér ekki, og það er hægt að segja allt sem manni sýnist… Ég verð svo óskaplega hræddur, svo óskaplega hræddur, þegar hún horfir á mig. Já, það er þetta sem ég ætla að segja: dætur mínar giftast ekki, sennilega vegna þess að þær eru óframfærnar, og vegna þess að karlmenn fá aldrei að sjá þær. Konan mín vill aldrei hafa neinn mannfagnað heima hjá okkur, býður aldrei neinum í mat, þetta er mjög nízk, skapvond og þrætugjörn kona, og þess vegna kemur aldrei neinn til okkar, en … ég get trúað ykkur fyrir einu … (gengur fremst fram á sviðið) Það er hægt að hitta dætur konu minnar á stórhátíðum heima hjá frænku þeirra, Natölju Séménovnu, þessari sem þjáist af giktinni og gengur í svona gulum kjól með svörtum blettum sem eru eins og kakkalakkar um hana alla. Þar er líka framreiddur kvöldskattur. Og þegar konan mín er þar ekki, þá má líka gera svona … (gefur sér selbita á hálsinn) Ég skal segja ykkur, ég fékk mér smá staup og er dálítið kenndur, og þess vegna líður mér svo vel á sálinni og þó er ég um leið svo hryggur, að ég get ekki lýst því; æskuárin rifjast einhvern veginn upp fyrir mér, og mig langar eitthvað svo mikið til að hlaupa, ó ef þið vissuð hvað mikið mig langar! (færist allur í aukana) Hlaupa, varpa öllu frá mér og hlaupa eins og fætur toga … hvert? Alveg sama hvert … bara hlaupa frá þessu vesala, lágkúrulega og auvirðilega lífi, sem hefur gert úr mér gamlan, aumkunarverðan aulabárð, gamalt, aumkunarvert fífl, hlaupa frá þessum heimska, smásmugulega, vonda, vonda, vonda kerlingarnirfli, frá konunni minni sem hefur kvalið mig í 33 ár, hlaupa frá tónlistinni, eldhúsinu, peningum konu minnar, og öllu þessu nuddi og nagi … og stanza ekki fyrr en einhvers staðar langt langt í burtu úti á víðavangi og standa þar eins og tré, eins og stólpi, umgirtur háu þyrnigerði, standa undir víðum himni og horfa alla nóttina á bjartan, þögulan mána rísa yfir höfði sér, og gleyma, gleyma, gleyma … Ó, hvað ég vildi að ég myndi ekki neitt! … Hvað ég vildi rífa af mér þennan skammarlega, gamla lafafrakka sem ég gifti mig í fyrir þrjátíu árum … (rífur af sér frakkann) sem ég er alltaf að halda fyrirlestra í, til styrktar góðu málefni … Hana nú! Þetta skaltu hafa! (treður á frakkanum) Þetta skaltu hafa! Ég er gamall, fátækur og aumkunarverður eins og þetta vesti hérna, svona slitið og götótt á bakinu … (sýnir á sér bakið) Ég þarfnast einskis! Ég er yfir það hafinn, ég var einu sinni ungur, gáfaður, las við háskóla, dreymdi stóra drauma, og taldi mig mann með mönnum … Nú þarfnast ég einskis! Einskis nema hvíldar … hvíldar! (verður litið til hliðar og klæðir sig í frakkann í skyndi) Hananú, konan mín stendur að tjaldabaki … Er komin og bíður þar eftir mér … (lítur á úrið) Tíminn er úti … Ef hún spyr, ætla ég að biðja ykkur að gera svo vel og segja henni að fyrirlesturinn hafi verið … að fuglahræðan, það er ég, hafi komið fram með virðuleik. (lítur til hliðar, hóstar) Hún lítur hingað … (brýnir róminn) Með hliðsjón af því, að í tóbakinu er hræðilegt eitur sem ég nú hef nýlokið að tala um, þá ættu menn ekki undir neinum kringumstæðum að reykja, og ég leyfi mér, að mínu leyti, að vona, að þessi fyrirlestur minn „um skaðsemi tóbaksins“ geri sitt gagn. Ég hef lokið máli mínu. Dixi et animam levavi! (hneigir sig og gengur tígulega út af sviðinu).

Geir Kristjánsson þýddi úr frummálinu.


Антон Павлович Чехов

О вреде табака

(Сцена-монолог в одном действии)

Действующее лицо

Иван Иванович Нюхин, муж своей жены, содержательницы музыкальной школы и женского пансиона.

Сцена представляет эстраду одного из провинциальных клубов.

Нюхин (с длинными бакенами, без усов, в старом поношенном фраке, величественно входит, кланяется и поправляет жилетку).

Милостивые государыни и некоторым образом милостивые государи. (Расчесывает бакены.) Жене моей было предложено, чтобы я с благотворительною целью прочел здесь какую-нибудь популярную лекцию. Что ж? Лекцию так лекцию — мне решительно все равно. Я, конечно, не профессор и чужд ученых степеней, но, тем не менее, все-таки я вот уже тридцать лет, не переставая, можно даже сказать, для вреда собственному здоровью и прочее, работаю над вопросами строго научного свойства, размышляю и даже пишу иногда, можете себе представить, ученые статьи, то есть не то чтобы ученые, а так, извините за выражение, вроде как бы ученые. Между прочим, на сих днях мною написана была громадная статья под заглавием: «О вреде некоторых насекомых». Дочерям очень понравилось, особенно про клопов, я же прочитал и разорвал. Ведь всё равно, как ни пиши, а без персидского порошка не обойтись. У нас даже в рояли клопы… Предметом сегодняшней моей лекции я избрал, так сказать, вред, который приносит человечеству потребление табаку. Я сам курю, но жена моя велела читать сегодня о вреде табака, и, стало быть, нечего тут разговаривать. О табаке так о табаке — мне решительно всё равно, вам же, милостивые государи, предлагаю отнестись к моей настоящей лекции с должною серьезностью, иначе как бы чего не вышло. Кого же пугает сухая, научная лекция, кому не нравится, тот может не слушать и выйти. (Поправляет жилетку.) Особенно прошу внимания у присутствующих здесь господ врачей, которые могут почерпнуть из моей лекции много полезных сведений, так как табак, помимо его вредных действий, употребляется также в медицине. Так, например, если муху посадить в табакерку, то она издохнет, вероятно, от расстройства нервов. Табак есть, главным образом, растение… Когда я читаю лекцию, то обыкновенно подмигиваю правым глазом, но вы не обращайте внимания; это от волнения. Я очень нервный человек, вообще говоря, а глазом начал подмигивать в 1889 году 13-го сентября, в тот самый день, когда у моей жены родилась, некоторым образом, четвертая дочь Варвара. У меня все дочери родились 13-го числа. Впрочем (поглядев на часы), ввиду недостатка времени, не станем отклоняться от предмета лекции. Надо вам заметить, жена моя содержит музыкальную школу и частный пансион, то есть не то чтобы пансион, а так, нечто вроде. Между нами говоря, жена любит пожаловаться на недостатки, но у нее кое-что припрятано, этак тысяч сорок или пятьдесят, у меня же ни копейки за душой, ни гроша — ну, да что толковать! В пансионе я состою заведующим хозяйственною частью. Я закупаю провизию, проверяю прислугу, записываю расходы, шью тетрадки, вывожу клопов, прогуливаю женину собачку, ловлю мышей… Вчера вечером на моей обязанности лежало выдать кухарке муку и масло, так как предполагались блины. Ну-с, одним словом, сегодня, когда блины были уже испечены, моя жена пришла на кухню сказать, что три воспитанницы не будут кушать блинов, так как у них распухли гланды. Таким образом оказалось, что мы испекли несколько лишних блинов. Куда прикажете девать их? Жена сначала велела отнести их на погреб, а потом подумала, подумала и говорит: «Ешь эти блины сам, чучело». Она, когда бывает не в духе, зовет меня так: чучело, или аспид, или сатана. А какой я сатана? Она всегда не в духе. И я не съел, а проглотил, не жевавши, так как всегда бываю голоден. Вчера, например, она не дала мне обедать. «Тебя, говорит, чучело, кормить не для чего…» Но, однако (смотрит на часы), мы заболтались и несколько уклонились от темы. Будем продолжать. Хотя, конечно, вы охотнее прослушали бы теперь романс, или какую-нибудь этакую симфонию, или арию… (Запевает.) «Мы не моргнем в пылу сраженья глазом…» Не помню уж, откуда это… Между прочим, я забыл сказать вам, что в музыкальной школе моей жены, кроме заведования хозяйством, на мне лежит еще преподавание математики, физики, химии, географии, истории, сольфеджио, литературы и прочее. За танцы, пение и рисование жена берет особую плату, хотя танцы и пение преподаю тоже я. Наше музыкальное училище находится в Пятисобачьем переулке, в доме № 13. Вот потому-то, вероятно, и жизнь моя такая неудачная, что живем мы в доме № 13. И дочери мои родились 13-го числа, и в доме у нас 13 окошек… Ну, да что толковать! Для переговоров жену мою можно застать дома во всякое время, а программа школы, если желаете, продается у швейцара по 30 коп. за экземпляр. (Вынимает из кармана несколько брошюрок.) И вот я, если желаете, могу поделиться. За каждый экземпляр по 30 копеек! Кто желает? (Пауза.) Никто не желает? Ну, по 20 копеек! (Пауза). Досадно. Да, дом № 13! Ничто мне не удается, постарел, поглупел… Вот читаю лекцию, на вид я весел, а самому так и хочется крикнуть во всё горло или полететь куда-нибудь за тридевять земель. И пожаловаться некому, даже плакать хочется… Вы скажете: дочери… Что дочери? Я говорю им, а они только смеются… У моей жены семь дочерей… Нет, виноват, кажется, шесть… (Живо.) Семь! Старшей из них, Анне, двадцать семь лет, младшей семнадцать. Милостивые государи! (Оглядывается.) Я несчастлив, я обратился в дурака, в ничтожество, но в сущности вы видите перед собой счастливейшего из отцов. В сущности это так должно быть, и я не смею говорить иначе. Если б вы только знали! Я прожил с женой тридцать три года, и, могу сказать, это были лучшие годы моей жизни, не то чтобы лучшие, а так вообще. Протекли они, одним словом, как один счастливый миг, собственно говоря, черт бы их побрал совсем. (Оглядывается.) Впрочем, она, кажется, еще не пришла, ее здесь нет, и можно говорить всё, что угодно… Я ужасно боюсь… боюсь, когда она на меня смотрит. Да, так вот я и говорю: дочери мои не выходят так долго замуж вероятно потому, что они застенчивы, и потому, что мужчины их никогда не видят. Вечеров давать жена моя не хочет, на обеды она никого не приглашает, это очень скупая, сердитая, сварливая дама, и потому никто не бывает у нас, но… могу вам сообщить по секрету… (Приближается к рампе.) Дочерей моей жены можно видеть по большим праздникам у тетки их Натальи Семеновны, той самой, которая страдает ревматизмом и ходит в этаком желтом платье с черными пятнышками, точно вся осыпана тараканами. Там подают и закуски. А когда там не бывает моей жены, то можно и это… (Щелкает себя по шее.) Надо вам заметить, пьянею я от одной рюмки, и от этого становится хорошо на душе и в то же время так грустно, что и высказать не могу; вспоминаются почему-то молодые годы, и хочется почему-то бежать, ах если бы вы знали, как хочется! (С увлечением.) Бежать, бросить всё и бежать без оглядки… куда? Всё равно куда… лишь бы бежать от этой дрянной, пошлой, дешевенькой жизни, превратившей меня в старого, жалкого дурака, старого, жалкого идиота, бежать от этой глупой, мелкой, злой, злой, злой скряги, от моей жены, которая мучила меня тридцать три года, бежать от музыки, от кухни, от жениных денег, от всех этих пустяков и пошлостей… и остановиться где-нибудь далеко-далеко в поле и стоять деревом, столбом, огородным пугалом, под широким небом, и глядеть всю ночь, как над тобой стоит тихий, ясный месяц, и забыть, забыть… О, как бы я хотел ничего не помнить!.. Как бы я хотел сорвать с себя этот подлый, старый фрачишко, в котором я тридцать лет назад венчался… (срывает с себя фрак) в котором постоянно читаю лекции с благотворительною целью… Вот тебе! (Топчет фрак.) Вот тебе! Стар я, беден, жалок, как эта самая жилетка с ее поношенной, облезлой спиной… (Показывает спину.) Не нужно мне ничего! Я выше и чище этого, я был когда-то молод, умен, учился в университете, мечтал, считал себя человеком… Теперь не нужно мне ничего! Ничего бы, кроме покоя… кроме покоя! (Поглядев в сторону, быстро надевает фрак.) Однако за кулисами стоит жена… Пришла и ждет меня там… (Смотрит на часы.) Уже прошло время… Если спросит она, то пожалуйста, прошу вас, скажите ей, что лекция была… что чучело, то есть я, держал себя с достоинством. (Смотрит в сторону, откашливается.) Она смотрит сюда… (Возвысив голос.) Исходя из того положения, что табак заключает в себе страшный яд, о котором я только что говорил, курить ни в каком случае не следует, и я позволю себе, некоторым образом, надеяться, что эта моя лекция «о вреде табака» принесет свою пользу. Я все сказал. Dixi et animam levavi!1

(Кланяется и величественно уходит.)

1886 г.


1 Сказал и душу облегчил! (лат.)

Источник: Tímarit Máls og menningar, 2. tölublað (01.09.1959), bl. 168–171.

© Tim Stridmann